Tíminn - 09.09.1987, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.09.1987, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 9. september 1987 Títninn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Aðstoðarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: Steingrímur G islason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild) og 686306 (ritstjórn). Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550.- Mælikvarði Moggans Morgunblaðið hefur komið sér upp aðgengi- legum og handhægum kvarða til þes að mæla stærð og umsvif fyrirtækja. í augum Morgun- blaðsins er spurningin ekki lengur um markaðs- hlutdeild heldur um það, hvort hlutaðeigandi selur eða framleiðir fyrir hærri fjárhæð en nemur skatttekjum ríkissjóðs. Nú hefur Morg- unblaðið komist að þeirri niðurstöðu, að á árinu 1986 hafi fyrirtæki samvinnumanna haft mun meiri „tekjur“ en sjálfur ríkissjóður. Hér er orðið „tekjur“ vísvitandi notað í villandi merk- ingu, en látum það liggja á milli hluta að sinni. Eftir að hafa lesið umfang samvinnurekstrar í landinu af þessum nýja kvarða sínum, kemst Morgunblaðið að þeirri niðurstöðu, að sam- vinnufyrirtækin séu orðin að ríki í ríkinu. Þessi röksemdafærsla Morgunblaðsins er greinilega byggð á þeirri hugsun, að heildartekj- ur ríkissjóðs séu hin æðsta viðmiðunartala á sviði atvinnulífs og viðskipta; lengra komist menn ekki í talnaleiknum. Þessi nýi boðskapur er settur á flot eftir Gróu-aðferðinni: Fyrst er sögunni komið á kreik (sjá grein í Mbl 27. ágúst), þá er hún látin gerjast í nokkra daga og að lokum er til hennar vitnað í leiðara blaðsins. En þá er að víkja að efnisatriði málsins. Jafnvel yfirborðsleg skoðun leiðir í ljós, að talan yfir heildartekjur ríkissjóðs er ekki gædd þeim heilagleik, sem Morgunblaðið vill ljá henni. Samkvæmt skýrslum Þjóðhagsstofnunar velti heildverslunin í landinu 161 krónu á því herrans ári 1985 fyrir hverjar 100 sem þá ultu í ríkiskassann. Heildarrekstrartekjur allrar heild- verslunar í landinu árið 1985 námu 43,3 mill- jörðum. Heildartekjur ríkissjóðs á sama tíma námu 26,9 milljörðum. Ekki höfum við trú á því, að þessi hlutföll hafi „lagast“ mikið á þeim tíma sem síðan er liðinn, og því ætti það nú að vera brýnast verkefni hinnar nýju ríkisstjórnar að stemma stigu við ofurveldi heildsalanna. Á þessu sama ári hafði ríkissjóður raunar 12-13 krónur í tekjur fyrir hverjar 100 sem iðnaður, verslun, framleiðsla og þjónusta höfðu í umsetn- ingu. Þessi tvö litlu dæmi ættu að sýna að hinn nýi kvarði Morgunblaðsins er engan veginn brúk- legur vilji menn viðhafa alvarlega og vel grund- vallaða umræðu um málefni líðandi stundar. Hversu mörg mundu ekki vera þau byggðarlög vítt og breytt um landið, er hafa skatttekjur sem hvergi jafnast á við framleiðslu eða sölutekjur einstakra fyrirtækja í byggðarlaginu. Ætti mað- ur þess vegna að segja að hin öflugri fyrirtæki séu „ríki í ríkinu“, hvert á sínum stað? Ætli það væri ekki sönnu nær að segja, að vel rekið fyrirtæki og myndarlegar framleiðslu og sölutöl- ur séu burðarás í hverju byggðarlagi. GARRI Moraunblaðsins Á lauyardaginn birti Morgun- blaðiö cnn cina fcrðina lciðara um sainvinnuhreyfinguna, að þcssu sinni undir fyrirsögninni „Ofur- veldi SÍS“. Þar scgir í upphafi: „Það hefur stundum verið talað um Samband íslenskra samvinnu- l'claga (SÍS) sem ríki í ríkinu vegna stærðar þess, viðskiptaumfangs, valda og áhrifa, sem teygja arma sina um drjúgan hluta þjóðarbú- skaparins og land allt. 1 vissum skilningi hefur Sambandið hinsveg- ar vaxiö íslensku samfélagi yfir höfuð. Á síðasta ári výru (svo) tckjur samvinnuhreyfíngarinnar 43.400 milljónir'króna cða drjúg- um meiri en tekjur ríkissjóðs á sama tíma, sem reyndust 38.200 miiljónir. Það er því spuming hvort samlíkingin ríki í ríkinu (letur- breyting Mbl.) eigi ekki í raun við íslcnska ríkið á starfsvettvangi SÍS.“ Hér er sitthvaö að athuga. Garri sló upp í ársskýrslu Sambandsins fyrir árið 1986, og þar kemur fram að heildarvclta þess var 15.500 miljónir en ekki 43.400. Hvcrnig hin talan er fengin er lionum hulin ráðgáta. Ef í henni er lögð sanian velta Sambandsins, kaupfélaganna og samstarfsfyrirtækja þcirra þá cr að því að gæta að mcð slíku væri verið að tvítelja verulegan hluta veltunnar. Þar á meðal alla sölu kaupfélaganna á vörum scm þau kaupa frá Sambandinu, sölu þeirra á fiski til Sjávarafurðadcildar, sölu hinnar síðar nefndu til sölufyrir- tækjanna erlendis, og svo framveg- is. Er það á þessu sem kenning Morgunblaðsins um „ofurveldi“ byggist? Og hefur blaðinu dottið ■ hug að reyna að reikna út með sama hætti „ofurvcldi“ einka- rekstrarins í landinu? Jafnstöðugrundvöllur Síðar í leiðaranum segir svo: „Það samræmist ekki réttlætis- kennd fólks á líðandi stundu að stórvcldiö SÍS eða fyrirtæki tengd því geri tilkall til sérréttinda, hvorki skattalegra né annarrar teg- undar. SÍS og aðildarfélög þess verða að mæta og sæta samkeppni frá fyrirtækjum með annað rekstr- arform á jafnstöðugrundvelli (let- urbreyting Mbl.). Almenningur beinir síðan viðskiptum sinum, hvort scni um verslunarþjónustu er að ræða eða aðra þjónustu, til þess söluaðila, sem býður mest úrval, hagstæöast verð og liprasta þjónustu.“ Hér hcfur Morgunblaðjð hins vegar á réttu að standa. Saútvinnu- fyrirtækin keppa einmitt á jafn- stöðugrundvelli við aðra þá scni rcka verslun og veita þjónustu i landinu, og þau hafa rcy ndar staðið sig býsna vel í þcirri samkeppni. En talandi um samkeppni á jafn- stöðugrundvelli þá hlýtur slíkt einnig að innifela að fylgisinenn einkaframtaksins beiti ekki pólit- ískum bolabrögðum til að reyna að hindra samvinnufyrirtæki í að njóta þess þegar þeim tekst að gera betur en cinkafyrirtækin. Ólíkt hafast þeir að Því var gaukað að Garra á dögunum að ólík væri framkoma hægri sinnaðra stjórnmálamanna hér á landi og ■ Danmörku. Þar í landi hefur nú um nokkurra vikna skeið staðiö yfir kosningabarátta cins og við höfum fylgst mcð í fréttum. f Danmörku er, eins og annars staðar á Norðurlöndum, starfándi öflug samvinnuhreyfing, sem hvað umfang snertir má teljast sambæri- leg við þá islcnsku, þó að skipulag hcnnar sé með öðrum hætti. Það vekur athygli að engar fréttir hafa borist af því að Poul Schlúter forsætisráðherra eða flokkur hans hafi haldið uppi árásum á dönsku samvinnuhreyfinguna í þessari kosningabaráttu eða rekið áróður fyrir því að minnka þyrfti umfang hennar eða leggja hana niöur. Skilningurinn á hagkvæmni < þess að einka- og samvinnufyrirtæki haldi uppi inubyrðis samkeppni virðist því vera fyrir hendi nteðal danskra h'ægri manna, þótt svo sé ekki meðal islenskra skoðuna- bræðra þcirra. Garri. Steinbarn ráðherra Það ætlar ekki af viðskiptaráðu- neytinu að ganga og viðskiptaráð- herra í Útvegsbankamálinu. Nú hefur ráðuneytið tekið upp fjár- munavörslu fyrir sambandsmenn og ættaveldi íhaldsins og skilað aftur inngreiðslum vegna kaupa á bankanum samkvæmt útboði. Að sögn viðskiptaráðherra er inn-' greiðslum skilað vegna þess að ráðherra hefur áhyggjur af því að eigendur fjárins geti ekki ávaxtað það á meðan ávísanir liggja hjá ríkisféhirði. Þessar röksemdir ráð- herra eru í skötulíki vegna þess að varla fara menn að ávaxta fé í stórum stíl þegar nota á peningana í útborgun. Að auki virðist við- skiptaráðherra ekki vita, að fé sem ekki hefur verð leyst út með ávísun nýtur ávöxtunar á meðan það situr inni í banka. Pólitískt steinbarn En auðvitað er ekki verið að) hugsa um ávöxtun inngreiðslu, þegar ráðherra endursendir pen- inga til sambandsmanna og ætta- veldis íhaldsins. Ráðherra er bara með þessum fyrirslætti að tala niður til hálfvita að eigin mati þcgar hann er að skýra pólitískan ótta sinn og úrræðaleysi fyrir al- menningi með ótímabærri um- hyggju fyrirávöxtunarmöguleikum á fé greiðenda. Mergurinn málsins er sá, að eftir langvarandi skelfing- ar sáttasemjarastarfs hefur Jóni ■ Sigurðssyni tekist að búa til pólit- ískt steinbarn úr Útvegsbankamál- inu, sem verður dæmigert í langan tíma um vinnubrögð ráðherra, eins og þau eiga ekki að vera. Alþýðu- flokkurinn hefur engan pólitískan sigur í þessu máli. Fyrir því hefur verið séð. Um helgina þingaði fulltrúaráð flokksins hér í Reykja- vík, þar sem margir tóku til máls. Heldur þóttu röksemdir viðskipta-, ráðherra í Útvegsbankamáli þok-1 ukenndar, enda gat hann lítið út- skýrt ástæður fyrir tilurð steinbarns síns. Margir flokksmenn stóðu upp á þessum fundi, sem var óvenju langur, og mæltu gegn aðgerðum ráðherra. Töldu flestir og það alveg afdráttarlaust, að ráðherra hefði átt að selja sambandsmönnum hlutabréf ríkisins í Útvegsbankan- um samdægurs. Það hefði honum borið að gera í stað þess að fara að ráðfæra sig við andstæðinga sam- bandsmanna í ríkisstjórn um með- ferð málsins. Kom fram alveg ótví- ræður vilji fundarmanna í þessu efni. Tilboð skal það heita I bréfum frá ráðherra, sem fylgdu endursendum ávísunum, kemur fram með ótvíræðum hætti, að viðskiptaráðherra er fallinn frá því að um útboð á hlutabréfum hafi verið að ræða. í staðinn ræðir hann um tilboð, og áréttar raunar að um tilboð sé að ræða í Mbl. í gær. Óvíst er hvort ráðherra hefur heimild til upp á eindæmi að túlka ■ þannig auglýstan gjörning ráðu- neytis um útboð á hlutabréfum. Útboð er fast verð sem menn annaðhvort samþykkja sem kaup- verð eða láta eiga sig. Tilboð er margra manna mál. Fjöldinn allur getur gert tilboð, og tilboðum lýkur ekki fyrr en á auglýstum degi um lok þeirra. Þá liggja gjarnan fyrir mörg tilboð í sömu eign. Útboð er fastur kaupahlutur, sem sá fær sem fyrstur er á vettvang og borgar. Þetta gerðu sambandsmenn. Það sýnir svo „ráðsnilli" viðskiptaráð- herra, að um leið og ættaveldið segir að nú geti það, er einföldu útboði breytt þegjandi og hljóð- laust í tilboðsmál. Þessi tilboðsvilla, sem ráðherra mun líta á sem björgunarbát, hefur síðan verið endurtekin af öllum þeim sem telja að ættaveldi íhalds- ins eigi að fá bankann. Tilboðsvill- an er grundvallaratriði fyrir ætta- veldið, og tilboð ítrekar ráðherra nú síðast íbréfum til „tilboðshafa". Það er því ekki að undra þótt flokksfélagar ráðherra yrðu dálítið langleitir á fulltrúaráðsfundinum s.l. sunnudag, þegar þeim skildist hvernig reynt hafði verið að leika málinu upp í hendur ættaveldisins þvert gegn heilbrigðum viðskipta- háttum og skoðunum almennings í landinu. Þrátt fyrir þá afleiki sem við- skiptaráðuneytið hcfur framið í þessu máli, er það von skynsamra kjósenda, að frekja ættaveldisins verði ekki bæði til að ómerkja viðskiptaráðherra og fella ríkis- stjórnina. Það er ljóst að ættaveldi íhaldsins yrði seint fullsæmt af Útvegsbankanum, færi svo að því yrði færður bankinn á silfurdiski samkvæmt tilboði, sem aldrei hefur verið auglýst í sambandi við kaup á hlutabréfum, sem ríkið á í marg- nefndum banka. IGÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.