Tíminn - 09.09.1987, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 9. september 1987
Tíminn 9
VETTVANGUR
ílllllllllillllllllll
llllllil!
Illlllllil
VÉR MÓTMÆLUM
Félagshyggja og samvinna á ekki
upp á pallborðið í okkar nútíma
þjóðfélagi. Frír af stjórnmála-
flokkum landsins, Sjálfstæðis-
flokkur, Alþýðuflokkur og
Alþýðubandalagið, eru í yfirlýstri
andstöðu við samvinnuhreyfing-
una í landinu og hafa Samband ísl.
samvinnufélaga. stærstu og heil-
steyptustu félagasamtök þjóðar-
innar, nánast sem grýlu á almenn-
ing í málflutningi sínum og áróðri,
sem velt er yfir þjóðina daglega og
oft á dag. Þeir leggja höfuðkapp á
að vara almenning við „skaðsemi"
hennar og bera hana þyngstum sök-
unt fyrir einokun og misferli. - Ekki
er eins vitað um afstöðu annarra
tlokka, sem nú eiga sæti á Alþingi
í garð samvinnuhreyfingarinnar.
Þó skyldleiki hins nýja Borgara-
flokks og Sjálfstæðisflokksins sé
mikill og gera megi ráð fyrir svip-
aðri afstöðu þeirra til flestra mála
þá liggur það ekki Ijóst fyrir hver
samstaða þeirra er gagnvart sam-
vinnufélagsskapnum og samvinnu-
félögunum með SÍS í broddi þeirr-
ar fylkingar. Orð Alberts Guð-
mundssonar, í nýlegu viðtali við
hann, benda þó til að hann sé
nokkru frjálslyndari í þeim efnum
en „móðurskipið", Sjálfstæðis-
flokkurinn er og langt frá að vera
eins ofstækisfullur. - Ekki er vitað
hvaða hug listakonur bera til þeirra
mála, fremur en margra annarra
mála í þjóðfélaginu. -Pæreinblína
á sinn lífsstíl og kynferði. - Fram-
sóknarflokkurinn er því eini stjórn-
málaflokkurinn, sem hefur lýst yfir
fylgi sínu við samvinnustefnuna og
félagshyggju yfirleitt. Enda er
fokkurinn frá upphafi grundvallað-
ur á hugsjón samvinnustefnunnar
og stofnaður af brautryðjendum
hennar og hefur haft hana á stefnu-
skrá sinni.
Óþarft er að fara orðum um
hverjum grettistökum samvinnu-
félögin og samvinnufélagsskapur-
inn, í heild, hefur frá upphafi sínu,
lyft hér á íslandi til hagsbóta al-
menningi og atvinnuháttum í land-
inu með bættum kjörum og við-
skiptaháttum. Þar blasa hvarvetna
við dæmi deginum ljósari, þó yngri
kynslóðin geri sér ekki grein fyrir
því, í landi allsnægtanna og auglýs-
ingabrjálæði kaupsýslunnar og
öðru álíka. Þeir sem eldri eru
þekkja þetta af eigin ráun. 1 lífi
þeirra hefur orðið gjörbylting fyrir
tilverknað samvinnufélagsskapar-
ins. í raun og veru getur enginn
sem ekki þekkir þá forsögu gert sér
grein fyrir hver þróun mála hefði
orðið í þessu landi, ef þeirrar
félagshyggju hefði ekki notið við.
Hræðslubrjálæði forkólfa Sjálf-
stæðisflokksins við samvinnuhreyf-
inguna og sá áróður, sem þeir hafa í
frammi gegn henni, erhrein fölsun
á staðreyndum. Þeir vita sem er,
að vegna tilkomu og tilveru sam-
vinnufélaganna og samtaka þeirra,
SÍS, hafa fjárplógsmenn misst
drjúgan spón úr aski sínum, sem
fallið hefði þeim í munn, ef þeir
hefðu setið einir að viðskiptakök-
unni í verslun og atvinnulífi þjóð-
arinnar. I>á hefði ríkt fullkomið ein-
okunarástand og þeir getað matað
krókinn að vild sinni. Því þarf
engan að undra þó þeir beiti sér,
og beiti sér hart, gegn þeim and-
stæðingi og keppinaut gegn stór-
kapitalisma og gróðahyggju í sinni
grófustu mynd.
Hitt vekur meiri furðu hvað
Alþýðuflokkurinn og Alþýðu-
bandalagið eru tryggir taglhnýting-
ar íhaldsins og einkakapítalismans
gegn samvinnuhreyfingunni og
skera Sig með því algerlega úr
bræðraflokkum sínum erlendum í
nágrannalöndum okkar, og víðar.
Og það svo, að stundum ganga þeir
lengra í rógsiðju sinni gegn sam-
vinnufélögunum en harðasta íhald-
ið í Sjálfstæðisflokknum.
Útvegsbankamálið er búið að
vera á dagskrá meðal stjórnmála-
manna og almennings frá því er
upplýst varð um Hafskipshneykslið
og fjárdrátt þeirra sem stjórnuðu
því fyrirtæki og voru um leið
máttarstólpar Sjálfstæðisflokksins.
Þeir gæðingar voru búnir að mata
krókinn í eiginhagsmunaskyni um
hundruð milljóna og skildu við
aðal viðskiptabanka sinn í algerri
rúst, eftir að hafa blekkt banka-
stjóra og bankaráðsmenn, og alla
aðra, sem þar komu nærri málum,
svo að þeir liggja undir sakargift-
um, - Svo virðist að gengið sé fram
í því af áhrifamönnum í Sjálf-
stæðisflokknum, að koma í veg
fyrir að þessir menn verði látnir
sæta ábyrgð gerða sinna með alls-
kyns lögfræðilegum hártogunum
og útúrsnúningum, og helst að
þeim gefist kostur á að hefja sama
leikinn á ný eins og ekkert hefði t
skorist. Hvort það tekst er ekki
víst á þessu stigi málsins, en öll
viðleitni er viðhöfð til þess.
Vegna þeirrar uppákomu, sem
Hafskipshneykslið olli, var Útvegs-
bankanum breytt með lögum frá
Alþingi í hlutafjárbanka og svo
rýmkað um að erlendir fjárafla-
menn gætu orðið þar sem stærstir
hluthafar. í framhaldi af því var
hlutafé bankans boðið út til sölu, í
hlutabréfaformi, væntanlegum
kaupendum. Bréfin voru boðin út
með ákveðnum tímatakmörkunum
og almennum skilyröum um við-
skipti hlutabréfa. - Svo virðist að
þetta útboð hafi vakið litla athygli
fjáraflantanna eða annarra, sem til
greina komu í þeim viðskiptum.
Illar tungur herma, að menn með
„fjármálavit" hafi verið að bíða og
leita tækifæris að hægt væri að
kaupa hlutabréfin fyrir spottprís
þegar í óefni væri komið hjá ríkis-
sjóði með sölu þeirra.
Þegar lengi hafði verið beðið og
lítill, eða enginn, áhugi virtist fyrir
kaupum á þessum bréfum, gerðist
það sem hefur verið uppistaðan í
fréttum fjölmiðla, blaða, útvarps
og sjónvarps, síðustu vikur og
daga, að Samband ísl. samvinnu-
félaga bauðst til að kaupa 65%
hlutabréfanna og lagði inn kauptil-
boð sitt, ásamt tryggingu fyrir
kaupunum á lögformlegan hátt,
hjá viðskiptaráðherra. Virtist þá
sem vandræðahnútur ríkissjóðs um
þetta vandræðabarn hans væri
leystur með löglegum og eðlilegum
viðskiptahætti, og bankinn orðinn
eign Sambandsins og dótturfélaga
þess.
Þegar þetta vitnaðist var eins og
sprenging hefði vakið Sjálfstæðis-
flokkinn og peningamenn landsins
af værum svefni. Fyrirætlun þeirra
um að kaupa bankann við tækifæri,
síðar, var fokin út í veður og vind,
og erkióvinurinn kominn illilega í
spilið.
Þegar svo var komið voru öll tól
og tæki flokksapparats Sjálfstæðis-
flokksins sett í gang til að eyði-
leggja gerð kaup á bankanum og
tryggja sér yfirráð yfir honum.
Upphófst þá hinn mesti skrípaleik-
• ur, sem settur hefur verið á svið á
hinu pólitíska leiksviði. Sá leikúr
stendur enn og er sýndur daglega
„fyrir fullu húsi“ forvitnum hlust-
endum og áhorfendum meðal
þjóðarinnar til hrellingar. Og svo
virðist sem þær eignir, sem þegar
var búið að selja, séu nú komnar á
uppboð og óvíst sé hvenær því
uppboði lýkur.
Þegar forsætisráðherra varð þess
áskynja hvernig komið var, að
Santbandið hafði gerst formlegur
kaupandi þeirra skuldabréfa, sem
á markaði voru, og þar með leyst
ríkissjóð úr þeirri hengingaról, sem
hann var kominn í með þetta
vandræðabarn sitt, brást hann
ókvæða við en vissi ekki sitt rjúk-
andi ráð. - Hér höfðu þeir atburðir
gerst, sem ekki gátu samrýmst
hagsmunasjónarmiðum ráðandi
forustusveitar Sjálfstæðisflokks-
ins. Koma yrði í vegfyrirþá hættu,
sem hann og flokkur hans taldi hér
vera, fyrir einkabraskið og fjár-
magnseigendur innan flokksins.
Fangaráð hans var að hringja í
flokksráðsmenn Sjálfstæðisflokks-
ins og láta þá greiða atkvæði um
hvað hann ætti að gera. Svo virðist
sem þeir ráðgjafar hafi verið ein-
huga um að þessa óhæfu (!) yrði að
stöðva hvað sem það kostaði. Slíkt
yrði ekki þolað af þeim. - í einu
vetfangi voru komnir fram á sjón-
arsviðið 33 einstaklingar, sem
kynntir voru sem útgerðarmenn og
sjómenn, jafnvel trillukarlar, sem
buðust til að kaupa bankann og
það á hærra verði en sá aðili, sem
taldi sig vera búinn að kaupa hann.
Eitthvað stóð á, að þessir „trillu-
karlar“ gætu sett fullnægjandi
tryggingu fyrir kauptilboði sínu.
En með leit í vösum þeirra, sem
sumir hverjir eru lágtekjumenn
samkvæmt skattskrá, að sagt er,
tókst að öngla saman því sem til
þurfti að boð þeirra yrði móttekið
af viðskiptaráðherra.
Kristján Ragnarsson, fotsvars-
maður þeirra þrjátíu og þriggja
einstaklinga, sem að þessu tilboði
standa, var tekinn tali í útvarpinu,
þann 27. ágúst, um þessi mál. Í
viðtalinu leiddi Kristján talið að
Vestmannaeyingum og viðskipta-
málum þeirra, til dæmis. Hann
sagði það óþolandi að Sambandinu
(SIS) yrði gefinn kostur á að rýna
ofan í alla reikninga útgerðar-
manna og annarra í Vestmannaeyj-
um. Slíkt kæmi alls ekki til greina.
- Við slíkar yfirlýsingar kemur
mörgum í hug sú spurning, hvað sé
í hættu, og hvað Vestmannaeying-
ar og aðrir hafi að fela, sem aðcins
fulltrúarpeningavaldsins í Reykja-
vík og innan Sjálfstæðisflokksins
ntegi hnýsast í. Og hvað er maður-
inn að segja með þessu fyrir hönd
flokks- og skoðanabræðra sinna? -
Er Sambandið, sem í fjölmörgum
tilfellum hefur orðið að taka á sig
ábyrgð og skuldbindingar víðsveg-
ar um landið, svo að segja í hverju
útgerðarþorpi landsins, til að
bjarga afkomu manna, og atvinnu-
tækja, þegar einkaframtakið var
komið í þrot og taldi sig ekki hafa
nóg upp úr krafsinu, orðinn sá
ógnvaldur að hægt væri að líkja því
og forsvarsmönnum þess við bófa,
sem til einskis nema ills væri trú-
andi?
I gegnum þetta skín hverjir það
eru, sem Kristján Ragnarsson og
félagar hans treysta einum manna
til að „hnýsast" í gerðir útgerðar-
manna, kaupsýslumanna og alls
atvinnulífs í landinu. Það er sú
klíka, sem mestu ræður í Sjálf-
stæðisflokknum, meirihluta stór-
atvinnufyrirtækja og fjárafla-
ntanna. Þessum aðilum hefur hinn
nýbakaði forsætisráðherra ríkis-
stjórnarinnar falið að fara með
vald forsætisráðherra og segja
ríkisstjórninni fyrir verkum. Þeir
eiga að hafa einokunaraðstöðu til
þess trúnaðar, sem bankalög, og
önnur lög, setja um viðskiptasið-
gæði bankakerfisins. - Hverskonar
boðskapur er þetta? Fjármálafor-
ræði Sjálfstæðisflokksins og sjálf-
* stæðismanna. í rekstri og fjárreið-
unt fyrirtækja og stofnana virðast
þessir menn telja sem sjálfsagðan
hlut. - Því beita ekki þessir menn
sér fyrir því, að lögfesta þau yfir-
ráð, svo aðrir komi þar ekki til
greina og þó allra síst Sambandið
með sína 46 þúsund lelagsmenn og
margþættu atvinnutæki ogstofnan-
ir? - Ummæli Alberts Guðmunds-
sonar uin vald þerra fáu og ríku
innan Sjáífstæðisflokksins eru ekki
út í hött. Þar talar sá maður, sem
hefur langa og ríka rcynslu af því
ofurvaldi, sem fjársterkir einstakl-
ingar hafa innan þess flokks, og
bendir á þá hættu sem því er
samfara. Þetta er nákvæmlcga það
sama sem Gunnar Thoroddsen
eyddi sínum síðustu ævidögunt til
að vara þjóðina við og flokkurinn
gat ekki fyrirgefið honum í lifanda
lífi og ekki heldur látnum. Fleiri
hafa orðið, í áranna rás, til að lýsa
því sama. Er mér og öðrum það
lcngi í ntinni þegar Arni frá Múla
skrifaði sína kveðju til flokksins,
sem hann hafði þjónað dyggilega
um langa ævi. Þá komst hann svo
að orði, „að hann vildi ekki skipta
á því sem hann hefði séð innan í
Sjálfstæðisflokknum og krabban-
um í sjálfum sér. Ekki þó hann ætti
að drepast á morgun.“ Full ástæða
er til að gefa orðum þessara
manna gaum. Það sannar best
móðursýkiskast þeirra út af kaup-
um SÍS á hlutabréfum Útvegsbank-
ans Vf, sem nú eru á uppboði.
Jón Sigurðsson hefur verið settur
í stóran vanda. Við hann hefur
forsætisráðherra raunar sagt: Ef
þú gerir ekki eins og okkur sjálf-
stæðismönnum þóknast eru ráð-
herradagar þínir taldir. Við kærum
okkur kollótta hvernig fer um
stjórnarfar landsins og fjárhag
þjóðarinnar, ef persónulegir og
fjárhagslegir hagsmunir sterkustu
stuðningsmanna okkar eru á nokk-
urn hátt skertir. Svo einfalt er það.
Vald forsætisráðherra er nú í
raun og veru komið í hendur
þessara ríku manna. Þorsteinn
Pálsson -hefur fengið þeim það í
hendur sjálfviljugur. Þeir sleppa
því varla. Þetta er enn ein sönnun
þess að Þorsteinn Pálsson kann
ekki að stýra eigin gerðum, hvað
þá flokks síns, og því síður hag
þjóðarinnar.
Að lokum þetta: Við samvinnu-
menn, um land allt, hvar í flokki
sem við stöndum, mótmælum
harölega þeirri skoðun, að ekki
megi fela okkur, samtökum okkar
og sambandsstjórn, meðferð
bankamála svo og hverja aðra
opinbera starfsemi til jafns við
aðra þegna þjóðfélagsins í öðrum
stjórnmálaflokkum og hagsmuna-
samtökum. Við mótmælum að í
því felist nokkur sérstök hætta
fyrir atvinnu- og viðskiptalífið í
landinu, eins og komið hefur fram
í orðum ogskrifum einkaframtaks-
ins.
Ef við, samvinnumenn, erum
ekki viðurkenndir jafn réttháir og
aðrir menn með aðrar skoðanir,
samkvæmt lýðræðisreglum, þarf að
setja um það lög frá Alþingi, að
menn með vissar skoðanir á þjóð-
málum megi ekki nærri þeim mál-
um korna. Yfirlýsing Þorsteins
Pálssonar forsætisráðherra og
flokksbræðra hans jafngildir því í
raun og veru, þó hana skorti íaga-
legt gildi.
Bæ. 1. sept. 1987
Guðmundur P. Valgeirsson