Tíminn - 09.09.1987, Blaðsíða 10
10 Tíminn
Miðvikudagur 9. september 1987
vmm
W8SÍ8M
mmm
mMMs
WÍXwXv
toíííá
• :•' : :■
........
11:111
1111111
tm
- Ixl ... 1:1:
111111:11111::::
pÉllÍÍÉÍll
Íllplláíl
:-x:x;:
FÓLK
Á frægt fólk rétt á að
halda einkalífi sínu leyndu?
- í Englandi eru ýmsir fyrirvarar á því
Sjónvarpsstjarnan Anne Diamond kom í veg fyrir að dagbiaðið The Sun gæti birt frásagnir fyrrverandi
barnfóstru hennar.
Það þykir undarleg þverstæða,
að í Bretlandi, ríkinu þar sem
lýðræðið er verndað hvað mestri
þagnarskyldu, á einstaklingurinn
engan lagalegan rétt til einkalífs.
Ómerkilegustu atriði í upplýsing-
um sem yfirvöld lúra á eru umvafin
leyndardómi skv. ákveðinni laga-
grein en á sama tíma eiga innstu
leyndarmál poppstjarna og stjórn-
málamanna, biskupa og aðals-
manna, engin grið hjá gulu press-
unni.
Fórnarlömbin geta höfðað meið-
yrðamál ef fréttirnar eru uppspuni.
Og þau eiga sér líka örlitla lagalega
von ef flugufótur reynist vera fyrir
fréttinni, þó að hún komi sér illa
fyrir viðkontandi, ef í ljós kemur
að hún hefur komist á kreik vegna
þess að einhver hefur brotið
trúnað.
Blað bannað vegna
trúnaðarbrots
Miðvikudaginn 26. ágúst sl.
fengu árrisulir lesendur fyrstu
morgunútgáfu dagblaðsins Thc
Sun tækifæri til að fylgjast með
hverju smáatviki sem fyrir kemur í
íbúð frægrar sjónvarpsstjörnu,
Anne Diamond, ogsambýlismanns
hennar Mike Hollingsworth. Þau
eiga saman tveggja mánaða son,
Oliver, sem mikið hefur verið
hampað í fjölmiðlum, kom t.d.
fram í sjónvarpi aðeins átta daga
gamall. Blaðið var ekki fyrr komið
á göturnar en dómari setti lögbann
á frekari birtingu á upplýsingum
fyrrverandi barnfóstru á heimilinu,
Debbie Smithers. Svo mikið lá við
að fá lögbannið í gegn, að leitað
var til dómarans á heimili hans í
morgunsárið og hann tilkynnti
blaðinu úrskurðinn símleiðis. Lög-
bannið fékkst í gegn á þeim fors-
endum að Debbie Smithers hefði
skuldbundið sig, þegar hún gekk í
þjónustu hjónaleysanna, til að
skýra ekki frá þeirri einkavitneskju
sem hcnni áskotnaðist í starfinu.
Lögin sem gripið var til til að
þagga niður í fóstrunni eru þau
sömu og yfirvöld vísuðu til til að
hindra að bresk blöð birtu hina
mikið umræddu sögu Peters
Wright Njósnaveiðari (Spycatc-
her), lög um trúnaðarbrot. Pessum
lögum er mikið beitt til að vernda
viðskiptaleyndarmál og til þeirra
var gripið, án árangurs, þegar reynt
var að koma í veg fyrir uppljóstran-
ir um ríkisleyndarmál í dagbókum
Richards Crossman. Pessi lög eiga
rætur sínar í máli sem rekið var til
að halda verndarhendi yfir ættingj-
um eftir Viktoríu drottningu og
mann hennar, Albert prins. Núlif-
andi meðlimum konungsfjölskyld-
unnar hafa reynst lögin notadrjúg
þegar þeir hafa viljað stinga upp í
kjaftatífur sem hafa hlerað síma-
samtöl Karls og Díönu og stöðva
birtingu alls kyns uppljóstrana um
heimilislíf fjölskyldunnar sem
fyrrv. birgðavörður í konungshöll-
inni hefur viljað selja til útgáfu
dýrum dómum. Fyrrverandi þjónn
Karls prins hafði líka frá ýmsu
forvitnilegu að segja frá daglegu
lífi prinsins en lögin hafa verið
hemill á þær frásögur.
Dómstólar fallast ekki
alltaf á að hindra birtingu
En þrátt fyrir þann fyrirvara um
trúnaðarbrot sem lögin byggjast á
fallast dómstólar ekki alltaf á að
koma í veg fyrir birtingu upplýs-
inga um einkamál. Þá er litið svo á
að hagur almeunings byggist á að
upplýst sé um staðreyndir og það
kunni að vega þyngra á metunum
en vilji viðkomandi til að koma í
veg fyrir það. Upphaflega varð
frásögnin að leiða í Ijós eitthvert
„ranglæti" áður en dómstólar féll-
ust á að birting ætti sér stað, en
með tímanum og eftir því sem
beiting laganna hefur þróast, hefur
spurningin snúist um það hvort
það sé „réttlæti eða afsökun" sent
réttlæti trúnaðarbrotið. 1984 gaf
virtur dómari það álit sitt að það
gæti verið réttur almennings að
koma upp um “andfélagslega
hegðun". Pá voru til umræðu hler-
anir á símtölum frægs knapa þar
sem gefin voru í skyn brot á reglum
knapafélagsins.
Almannahagur
eða almannaáhugi
Dómarar leggja gjarna áherslu á
að „almannahagur" merki allt ann-
að en „almannaáhugi". En þar sem
frægt fólk hafi lagt sig fram um að
komast í sviðsljósið hafa dómstól-
arnir ekki alltaf verið fúsir til að
hafa afskipti af því þegar sviðsljós-
ið leitar út í rykfallin horn í tilveru
þessa framagjarna fólks sem heldur
vill að þau séu í skugganum fram-
vegis. Poppsöngvararnir Tom
Jones, Engelbert Humperdinck og
Gilbert 0‘Sullivan fengu t.d. enga
úrlausn 1977 þegar þeir vildu koma
í veg fyrir að The Daily Mirror birti
greinaflokk eftir fyrrverandi blaða-
fulltrúa þeirra um líf þeirra bæði á
sviði og utan þess.
Dómarinn neitaði að taka ósk
þeirra um lögbann til greina á
þeirri forsendu að: „Það lítur út
fyrir að þessar poppstjörnur sýni
almenningi á sér eina hlið og njóti
þess, en bregðist ókvæða við þegar
sýnd er á þeim önnur, og kannski
ófrýnilegri hlið. Þeir sent ekki
kunna við sig í skjannabirtu ættu
ekki að leita eftir sviðsljósinu." Og
annar þekktur dómari sagði: „Ef
fólk af þessu tagi sækist eftir því að
fá auglýsingu sem það nýtur góðs
af fæ ég ekki betur séð en að það
geti ekki kvartað þegar þjónústu-
fólki þess eða öðru starfsfólki er
talin trú um að á því sé önnur hlið
sem almenningi beri réttur til að
vita af.“
Samkvæmt þessari meginreglu
varð Soraya Khashoggi að beygja
sig undir það 1980 að hafnað væri
málaleitun hennar um að ráðskona
hennar fengi ekki að upplýsa al-
menning um kynlíf húsmóður sinn-
ar í smáatriðum. Áfrýjunardóm-
stóll komst að þeirri niðurstöðu að
þó að augljóslega væri réttlætan-
legt að brjóta trúnað til að ljóstra
upp uni glæpsamlegt athæfi, væri
óljósara hvar draga bæri línuna
þegar uppljóstranirnar fjölluðu um
„afbrigðilega kynhegðun".
Leyndarmál í hjóna-
rúminu friðhelg - og þó.
Dómstólar ósamkvæmir
Jafnfriðhelg og trúnaðarsam-
skipti vinnuveitanda og starfs-
manns eru þau leyndarmál sem
fram koma í hjónarúminu. Það var
staðfest á 7. áratugnum þegar
dómstólar höfðu afskipti til að
koma í veg fyrir birtingu á trúnað-
arupplýsingum sem hertogaynjan
af Árgyll hafði gefið bónda sínum
í einrúmi en hertoginn hafði boðið
blaðinu People til kaups. Joan
Collins setti allt sitt traust á lögin
um trúnaðarbrot 1983 þegar hún
gerði tiiraun til að konia í veg fyrir
birtingu opinberlega á lýsingum
manns hennar Rons Kass á einka-
lífi þeirra hjónanna. Á endanum
komust iögfræðingar þeirra hjóna
að samkomulagi um að leyfa birt-
inguna að fengnu loforði um hvert
innihaldið yrði.
En breskir dómstólar hafa verið
jafnósamkvæntir sjálfum sér þegar
til þess hefur komið að halda
verndarhendi yfir trúnaðarmálum
hjóna og að hafa hemil á frásagn-
agleði fyrrverandi starfsmanna.
Þeir hindruðu að hertoginn af Ar-
gyll gæti gert sér að féþúfu trúnað-
armál konu sinnar í rúminu þó að
hann ætlaði í rauninni bara að
svara fyrir sig greinum hennar í
öðru blaði. En áfrýjunardómstóll
neitaði 1978 að koma í veg fyrir að
Cynthia, fyrri kona Johns Lennon,
birti óhróður um stjörnuna. Þar
sem hjónin fyrrverandi höfðu áður
átt í illvígu skítkasti á síðum dag-
blaða, þar sem ekki var dregin dul
á neitt, þótti dómurunum sem
hjónabandssaga þeirra væri þegar
orðin almenningseign og þar af
leiðandi væri enginn trúnaður eftir
til að vernda.
Eiga skemmtikraftar að
vera berskjaldaðri en
konungsfjölskyldan?
Þetta kann að vera sanngjarnt
álit, en þar sem það er skylda að
halda upplýsingum um einkamál
leyndum, er það þá rétt að gera
opinberar einhverjar smásyndir í
einkalífi í skjóli þess að almenningur
hafi hag af því að fá að vita
staðreyndir? Það er ein hlið á
málinu að berjast fyrir því að bók
Peters Wright megi birtast í bresku
dagblaði og almenningur eigi að fá
að vita urn þau atriði sem þegar
hafa verið birt í The Sunday Times.
En hvaða hag, annan en að fá
forvitninni svalað, hefur al-
menningur af því að vera leiddur í
allan sannleika um hvernig Soraya
Khashoggi eyðir tómstundum
sínum? Af hverju ættu skemmti-
kraftar, sem vilja láta taka eftir
sér, að vera berskjaldaðri gegn pen-
ingagræðgi eða hefnd ótrúrra
starfsmanna eða maka en konungs-
fjölskyldan, sem stöðu sinnar
vegna nýtur meiri athygli fjölmiðla
en hún þarfnast eða óskar eftir?
Augljós misbrestur
á lögunum
Einn hrópandi misbrestur er á
lögunum, eins og kom fram 1981 í
áliti opinberrar nefndar um endur-
skoðun á lögum, en sá er að
upplýsingar sem komist hefur verið
yfir eftir leynilegum leiðum, frekar
en að um trúnaðarbrot sé að ræða,
kunna að vera alls óverndaðar. Og
fræga persónan sem óvart leggur
frá sér dagbókina sína einhvers
staðar hefur engin ráð gegn finn-
andanum sem tekur hana í sína
vörslu og selur innihaldið, þó að
birting þess kunni að eyðileggja
mannorð hennar, hjónaband eða
starfsferil. Verndun einstaklingsins
undir þessum kringumstæðum yrði
að falla undir lög sem ekki eru enn
til í Bretlandi. Slík lög eru í gildi
t.d. í Frakklandi og Austurríki og
væru slík lög fyrir hendi f Bretlandi
kynnu þau a.m.k. að hvetja fjöl-
miðla til að einbeita sér að því að
draga fram í dagsljósið raunveru-
leg leyndarmál, þ.e. þau sem al-
mannaheill á rétt á að komi fram
opinberlega.