Tíminn - 09.09.1987, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 9. september 1987
Tíminn 11
ÍÞRÓTTIR
Evrópukeppnin
í kvöld veröa fimm leikir í
undankeppni Evrópukeppn-
innar í knattspyrnu, tveir í
sjötta riðli, einn í sjöunda
riöli og loks tveir í þriðja
riðli, riðlinum sem íslending-
ar leika í.
Sovétríkin-Frakkland
Sovctmenn fara nærri því að
tryggja scr sæti í úrsiitakcppninni í
V-Þýskalandi ef þeir sigra í þessum
leik. Þeir þurfa þá aðeins eitt stig út
úr tveimur síðustu leikjum sínum til
að vera öruggir. Meiðsl hafa höggvið
skörð í franska liðið sem breyst
hefur mikið á undanförnum mánuð-
um eftir að Platini og fleiri stjörnur
lögðu landsliðsskónum.
Sovétmenn hafa níu stig í tveimur
leikjuin, unnu m.a. Krakka 2-0 í
París og verða að teljast líklegrí
sigurvegarar í þessum leik. Búast má
við að allt að 6 leikmcnn Dynamo
Kiev verði í byrjunarliðinu en Valery
Lobanovsky landsliðsþjálfari hefur
sýnt fram á góðan árangur með því
að bygga landsliðið í kringum leik-
menn Dynamo Kicv.
„Sovétmenn ætla sér að sigra í
þessum leik og leggja allan sinn
mctnað í að sigra okkur, Evrópu-
meistarana, jafnvel þó lið okkar hafi
breyst,“ segir Henri Michel lands-
liðsþjálfari Frakka en bætir því við
að margir leikinanna sinna vilji sýna
fram á getu sína i kvöld og að
vissulega væri gaman að ná hagstæð-
uin úrslitum í Moskvu.
Staðan í 3. riðli:
Scvótríkin...........5 4 1 0 10-1 9
A-Þýskaland......... 5 2 2 1 8-2 6
Frakkland........... 5 1 2 2 2-4 4
Noregur............. 4 112 2-5 3
ísland............. 5 0 2 3 l-’\ 2
Wales-Danmörk
Italska félagið Juventus hcfur til-
kynnt að Ian Rush fái ekki að leika
með Wales vegna meiðsla. Rush
hafði áður sagst vera tibúinn í lcikinn
en ákvörðun félagsins stendur og
verður þessi mikli markaskorari því
ekki með í kvöld. Það verður hin-
svegar félagi hans hjá Juventus,
Daninn Michael I.audrup sem þó
hefur einnig verið meiddur.
„Walesbúar bera meiri virðingu
fyrir okkur en við fyrir þcim og ég
held að við eigum góða möguleika á
að ná í bæði stigin á Ninian Park þó
ég gangi ekki svo langt að segja að
við séum líklegra iiðið til að sigra,"
sagði Jesper Olsen á þriðjudaginn
og bætti því við að leikurinn yrði
mjög erfiður því Walesbúar væru
mjög sterkir á heiinavelli.
Finnland-Tékkóslóvakía
„Finnarnir berjast allan leikinn,
hvernig sem staðan er og við munum
ekki vanmeta þá,“ sagði Josef Mas-
opust þjálfari tékkneska landsliðsins
í gær, „því má þó ekki gleyma að við
vonumst til að komast í úrslita-
keppnina og það þýðir a.m.k. jafn-
tefli í kvöld,” sagði Masopust. Finn-
arnir eru neðstir í riðlinum en geta
þó ráðið miklu um úrslitin þar með
því að ná stigum af einu liðanna og
Finnar stefna ótrauðir á góð úrslit í
kvöld.
Staðan í 6. riðli:
Danmörk............. 4 2 2 0 3-1 6
Tékkóslovakía ...... 4 1 3 0 5-2 5
Wales............... 3 1 2 0 6-2 4
Finnland...........5 0 1 4 1-10 1
Írland-Lúxembúrg
írar þurfa ekki aðeins að sigra í
þessum leik heldur einnig að skora
eins og einn slatta af mörkum því
þeirra eina von um sigur í viðlinpm
liggur í að bæta markahlutfallið
vcrulega. Sigurinn ætti að vera
nokkurnveginn tryggður því Lúx-
embúrgarar sem aðeins hafa tvo
atvinnumenn í sínu liði eru „júmbó-
liðið- í 7. riðli og hafa fengið á sig
18 mörk í 5 leikjum. Gerry Peyton
markvörður íra segist þó muni leika
eins og um eitt af bestu liðum heims
væri að ræða; „þú getur aldrei verið
öruggur í knattspyrnunni, þeir gætu
átt það til að skjóta óvænt og þá er
eins gott að vera viðbúinn" scgir
Peyton en bætir því við að hann vildi
nú heldur vera að spila á móti
Brasilíumönnum í kvöld; „ég hof
gaman af erfiöym leikjum“ segir
Peyton.
Staðan í 7. riðli:
Búlgaria........... 5320 10-3 8
Belgia............. 5 2 30 13-4 7
írland.............6 2 3 1 6-4 7
Skotland ..........6 1 2 2 4-6 4
Lúxembúrg.......... 5 0 0 5 1-18 0
Evrópukeppni unglingalandsliða í knattspyrnu:
Sárgrætilegt að tapa
- Pólverjarnir skoruðu sigurmarkið tveimur m ínútum fyrir leikslok þegar íslendingar
höfðu náð yfirhöndinni í leiknum
íslenska landsliðið i knattspyrnu
skipað leikmönnum 18 ára og yngri
tapaði fyrir jafnöldrum sínum frá
Póllandi í landsleik á KR-vellinum í
liádcginu í gær. Leikurinn var liður í
Evrópukeppni unglingalandsliða og
fóru leikar svo að Pólverjar gerðu
þrjú mörk en íslendingar tvö. Virki-
lega gremjulegt var að horfa á eftir
boltanum í íslenska markið tveimur
mínútum fyrir leikslok því þá virtist
sem Islendingarnir hefðu náð yfir-
höndinni í leiknum og ætiuðu að
halda jöfnu eða jafnvel að sigra.
Það var íslenska liðið sem átti
fyrsta orðið í þessum leik, Pólverjar
höfðu reyndar skömmu áður ótt
ágætt skot stutt framhjá íslenska
markinu en á 16. mín. var það Stein-
ar Adolfsson sem kom íslendingum
yfir. Hann skoraði með fallegum
skalla eftir hornspyrnu sem aftur
kom eftir að Bjarni Benediktsson
hafði átt góðan skalla að pólska
markinu sem markntaður þeirra
varði í horn. Stuttu síðar komst Har-
aldur Ingólfsson einn innfyrir pólsku
vörnina en var orðinn of seinn að
skjóta ogsendi boltann framhjá fjær-
stöng í stað þess að gefa fyrir.
Pólverjarnir jöfnuðu á 31. ntín.
eftir hálfgerðan klaufaskap í ís-
lensku vörninni, Pólverjar voru lengi
í sókn án þess að næðist að hreinsa
frá og á endanum náði Pyc Grzegusz
að senda knöttinn í ntarkið af stuttu
færi. Pólverjarnir náðu um þetta
leyti yfirhöndinni í leiknum og eftir
að Gesior Dariusz, hávaxnasti
leikmaður pólska liðsins, skoraði
stórglæsilegt mark á 37. mín. -
þrumuskot í slá og niður - virtist ís-
lensku leikmönnunum öllum lokið.
Svo virtist sem stórtap væri í uppsigl-
ingu, Pólverjarnir voru fljótari í alla
bolta og sjálfstraust íslenska liðsins
greinilega alveg í lágmarki. Það var
samt öðru nær því íslendingar náðu
einni góðri sókn fjórum mínútum
fyrir leikhlé og úr henni skoraði
Steinar Adolfsson með skalla. Petta
mark gerbreytti gangi leiksins og
þegar síðari hálfleikur hófst var
sjólfstraustið á allt öðru stigi hjá
strákunum. Þeir fóru að láta boltann
ganga mun hraðar, spila með einni til
tveimur snertingum í stað þess að
reyna að leika á Pólverjana eins og
þeir höfðu reynt allt of mikið í fyrri
hálfleiknum. Pólverjarnir voru
nefnilega ntun sterkari líkamlega og
þeir íslensku höfðu einfaldlega ekk-
ert í þá að gera í návígi, með eins-
taka undantekningu þó. Hratt spil
var greinilega rétta lausnin og smám
saman náðu íslendingar yfirhönd-
inni. Pólverjarnir áttu tvö góð færi
snemma í hálflciknum en besta færi
íslenska liðsins í þessum hálfieik
fengu þeir Haraldur Ingólfsson og
Ólafur Viggósson þegar þcir voru
tveir óvaldaðir ó markteigshorni.
Þeirætluðu báðir að skjóta og svo fór
að boltinn rétt slapp utan við fjær-
stöngina. Pólverjarnir skoruðu svo
sigurmark sitt á 88. mín. og var það
Totacz Tomasz sem skoraði það eftir
hálfgert öngþveiti í íslenska vítat-
eignum.
Sigur Pólverjanna var þar með
tryggður, naumur en staðreynd samt
og íslensku strákarnir sátu eftir með
sárt ennið. Virkilega gremjulegt fyr-
ir þá því þeir spiluðu mjög skemmti-
lega saman oft á tíðum. Miðju-
ntennirnir stóðu sig þar einna best en
herslumuninn vantaði upp á að fram-
línan næði að reka endahnútinn á
sóknirnar. Vörnin var einstaka sinn-
um ekki alveg nógu örugg og Karl
Jónsson markvörður valdi oft full
flóknar leiðir við að taka á móti ein-
földum sendingum aftur þó hann
stæöi sig mjög vel milli stanganna.
Besti ntaður íslenska liðsins var að
öðrum ólöstuðum Steinar Adolfsson
sem vann mjög vel á miðjunni auk
þess scm hann skoraði bæði ntörk ís-
lenska liðsins. -HÁ
■ Steinar Adolfsson
sést hér að ofan skora
annað marka sinna og
íslenska liðsins með
skalla og Bjarni Bcn-
ediktsson (th) lifir sig
greinilega inn í þetta
með honum. Á mynni
myndinni fagnar Stein-
ar seinna markinu og
hann hafði sannarlega
ástæðu til að fagna því
auk þess að skora bæði
mörkin lék hann best
íslcnsku strókanna.
1'ímamyndir Pjetur.
Island-Noregur í kvöld kl. 17.45:
Allir á völlinn
íslenska landsliðið í knattspyrnu
leikur í kvöld gegn Norðmönnum í
undankeppni' Evrópukeppninnar.
Leikurinn hefst á Laugardalsvellin-
um kl. 17.45.
íslenska liðið leikur að þessu sinni
án þeirra Ásgeirs Sigurvinssonar og
Arnórs Guðjohnsen sem eru meidd-
GETRAUNIR
Einhver óvæntasti getraunaseðillinn í manna minnum leit dagsins
ljós á laugardaginn og tókst engum að vera með fleiri en 9 leiki rétta!
Átján getspakir náðu þeirri tölu og hlýtur hver um sig kr. 6.976,-
Stúlka úr Breiðholtinu var ein þeirra og sú var nokkuð sleip því hún
merkti aðeins við 10 af leikjunum, óvart væntanlega, enhafði 9 þeirra
rétta á 16 raða kerfisseðli.
Tímamenn lentu jafn illa í súpunni og margir aðrir í vikunni en næsti
seðill er vonandi léttari.
Lokaumferð Islandsmótsins í 1. deild er á næsta seðli auk 1.
deildarleikja í Englandi. Spá ijölmiðlanna fyrir 3. leikviku er þessi:
LEIKVIKA3
Leikir 12. september 1987
c
c
E s
P ^
>
*o
'O
‘K
c
51
'O)
>s
CD
c
C\J £
■O
:0 .“
œ 55
1. Valur-Völsungur 1 1 1 X 1 1 1 1 1
2. Víðir-KR 1 1 2 X X 1 1 X 2
3. KA-ÍA X 2 2 1 1 2 1 X 2
4. FH-Þór 2 2 2 2 2 2 2 2 X
5. Fram-ÍBK 1 1 1 1 1 1 1 1 1
6. Liverpool-Oxford Utd. 1 1 1 1 1 1 1 1 1
7. Luton-Everton 2 1 X 2 2 2 X 2 2
8. Norwich-Derby 1 X 1 1 1 1 X X X
9. Nott. Forest - Arsenal 1 2 X X 1 1 1 1 2
10. Porlsmouth - Charlton 1 1 1 1 1 1 1 1 2
11. Sheffield Wed. - Watford 2 2 1 2 1 1 X 1 X
12. Wimbledon-WestHam X 1 1 2 X 2 1 1 2
Staðan: 8 9 13 9 9 8 8 9 14
ir auk þess sent Ómar Torfason
kemst ekki til leiks og Lárus Guð-
ntundsson var ekki valinn í liðið
þrátt fyrir að hann hafi komið inná
sem varamaður í liði Kaiserslautcrn
að undanförnu og sé ómeiddur.
Ásgeir, Arnór og Ómar hafa verið í
byrjunarliðinu í síðustu Evrópu-
leikjum og Lárus kom inná á móti
A-Þjóðverjum. Sá leikur tapaðist
0-6 eins og fæstir vilja muna en
ólympíulið A-Þjóðverja fékk að
kenna á hefndarhug íslendinga þeg-
ar þeir voru lagðir 2-0 á Laugardal-
svellinum fyrir skemmstu.
íslenska liðið er seni fyrr sagði
nokkuð breytt frá síðustu Evrópu-
leikjum en ætti engu að síður að geta
náð vel saman. Guðni Bergs og
Ingvar Guðmundsson hafa vcrið
meiddir en vonir standa til að þeir
verði komnir á skrið í dag.
íslenska liðið or skipað eftirtöldum leik-
mönnum (landsleikir/mörk): Markverðir:
Bjarni Sigurdsson Brann (18/-) og Friðrik
Friðriksson Fram (9/-) Aðrir leikmenn: Atli
Edvaldsson Uerdingen (44/5), Guðmundur
Steinsson Fram (14/4), Gudmundur Torfa-
son Winterslag (7/1), Guðni Bergsson Val
(14/0), Gunnar Gíslason Moss (29/3), Ingvar
Guðmundsson Val (3/0), ólafur Þórðarson
ÍA (11/1), Pótur Arnþórsson Fram (9/0),
Pótur Ormslev Fram (25/1), Pótur Pótursson
KR (34/4), Ragnar Margeirsson Fram (25/4),
Sigurdur Jónsson Sheffield Wed. (12/0),
Sævar Jónsson Val (36/1), Vidar Þorkelsson
Fram (9/0).
Leikurinn hefst sem fyrr sagði kl.
17.45 og er full ástæða til að hvetja
fólk til að fjölmenna á völlinn og
hvetja landann til dáða. Það voru
allt of fáir áhorfendur sent mættu á
síðasta landsleik og ástæðulaust að
láta það henda aftur. -HÁ
Vinningstölurnar 5. september 1987
Heildarvinningsupphæð: 4.875.788,-
1. vinningur var kr. 2.446.748,-
og skiptist hann á milli 4ra vinningshafa, kr.
611.687,- á mann.
vinningur var kr. 730.000,-
og skiptist hann á 500 vinningshafa, kr.
1.460,- á mann.
vinningur var kr. 1.699.040,-
og skiptist á 10.619 vinningshafa, sem fá 160
krónur hver.
2.
3.
532
Upplýsingasími:
685111