Tíminn - 09.09.1987, Blaðsíða 14
14 Tíminn
Miðvikudagur 9. september 1987
SAMVINNUMÁL
Frá 8. þingi LÍS aö Bifröst. Fremst
situr Magnús Þorsteinsson, Egils-
stöðum, þá Jóhann Sigurösson,
Akureyri og síðan Ólafur Arnar
Kristjánsson, Osta- og smjörsöl-
unni.
Stjórnarkjör
í þinglok vargengiö til kosninga,
og var Páll Leósson frá Akurcyri
endurkjörinn formaður. Með hon-
um í framkvæmdastjórn eru Krist-
ín Guðrún Helgadóttir, Guðmund-
ur Logi Lárusson, Jóhann Sigurðs-
son og Jakob Björnsson, öll frá
Akureyri.
Auk þess voru kosnir sex menn
í aðalstjórn, en í henni sitja full-
trúar víðs vegar að af landinu, og
einnig vorh þar kosnir menn til
ýmissa annarra starfa á vegum
LIS. Þar á meðal voru kosnir
fulltrúar í stjórn Samvinnulífeyris-
sjóðsins, þeir Matthías Guðm-
undsson, Reykjavík, og Birgir
Marinósson, Akureyri.
Ályktanir
Allmargar ályktanir voru að
vanda afgreiddar á þinginu. Þar á
meðal er að nefna sérstaka ályktun
um Útvegsbankamálið sem er svo-
hljóðandi:
„Áttunda landsþing Landssam-
bands ísl. samvinnustarfsmanna,
haldið að Bifröst 4.-5. september
1987, fagnar frumkvæði samvinnu-
hreyfingarinnar varðandi kaup á
hlutabréfum Útvegsbanka íslands
hf., sem stuðla að fyrsta raunhæfa
skrefinu til endurskipulagningar
bankakerfisins í landinu. Þingið
beinir þeim tilmælum til viðskipta-
ráðherra að staðfesta nú þegar
kaup hreyfingarinnar á meirihluta
hlutabréfanna."
Um málefni sem tengjast um-
fjöllun um samvinnuhreyfinguna
sá þingið ástæðu til að álykta
eftirfarandi:
„Þing Landssambands ísl. sam-
vinnustarfsmanna, haldið að Bif-
röst dagana 4.-5. sept. 1987, lýsir
furðu sinni á þeirri vanþekkingu á
samvinnustarfi er kemur fram í
almennri umfjöllun unt Sambandið
og hvetur til meiri og almennari
fræðslu um samvinnustarfið.“
Hugmyndin um beina kjara-
samninga samvinnustarfsmanna er
ekki ný af nálinni hjá LÍS, en um
þau mál var gerð svohljóðandi
ályktun:
„Þing LÍS, haldið 4. og 5. sept-
ember 1987, samþykkir að fela
stjórn LÍS að kanna og vinna að
því að samvinnustarfsmenn geti
samið sjálfstætt bcint við samvinn-
uhreyfinguna um ýmis sérmál stn
önnur en launakjör. Þannig verði
stefnt að samræmdum fyrirtækjas-
amningum fyrir alla samvinnu-
starfsmenn, sem LÍS semdi unt t.d.
við Vinnumálasambandið.“
Starfsmannastefnan
Og loks var svo aðalmál
þingsins, ntálefni samvinnu-
starfsmanna, afgreitt með svofell-
dri ályktun:
„Áttunda landsþing Landssam-
bands ísl. samvinnustarfsmanna,
haldið að Bifröst 4.-5. september
1987, lýsir fullum stuðningi við þau
drög að starfsmannastefnu sant-
vinnuhreyfingarinnar sent fyrst
voru lögð fram á aðalfundi Sam-
bands ísl. samvinnufélaga þann
4.-5. júní 1987. Þingið leggur ríka
áherslu á að farið verði að vinna að
fullmótun þessarar stefnu sem allra
fyrst, sbr. samþykkt aðalfundar
SfS, en málið ekki látið daga uppi.
Þingið felur framkvæmdastjórn
LÍS að reka á eftir þessu máli með
öllum tiltækum ráðum í samvinnu
við fulltrúa starfsmanna í stjórn
Sambands ísl. samvinnufélaga og í
stjórnum einstakra samvinnufé-
laga.“
Þess er einnig að geta að í
þinglokin kom að Bifröst hópur
nokkuð á annað hundrað lífeyris-
þega samvinnuhreyfingarinnar.
Hafði það fólk verið í skemmtiferð
um Borgarfjörð þennan dag, og
þáði hópurinn kaffi í Bifröst með
þingfulltrúum að loknum þing-
störfum á laugardaginn. esig
Ályktun um
Útvegsbankamálið
Landssamband ísl. samvtnnu-
starfsmanna (LÍS) hélt áttunda
landsþing sitt í Bifröst um síðast'
liðna helgi. Þingið sátu fulltrúar
starfsmannafélaga samvinnufyrir-
tækjanna og gestir þeirra. Samtals
sóttu um 70 manns þingið, víðs
vcgar að af landinu. Meðal annars
urðu þar umræður um Útvegs-
bankamálið, og samþykkti þingið
skorinorða ályktun um það ntál.
Þingsetning var föstudagskvöld-
ið 4. september, og voru þá fluttar
skýrslur stjórnar og þær teknar til
afgreiðslu. Af starfinu er það m.a.
að frétta að sumarbúðir fyrir börn
samvinnustarfsmanna voru starf-
ræktar í tíunda sinn nú í ár, en þær
hafa lengi notið mikilla vinsælda.
Forstöðumaður sumarbúðanna
hefur um langt skeið verið Ann
Marí Hansen frá Hafnarfirði.
Þá á LfS svæði undir orlofshús í
landi Breiðumýrar í Reykjadal í
Suður-Þingeyjarsýslu. Er stefnt að
því að það land verði fullskipulagt
og framkvæmdir hafnar þar innan
tíðar, enda hafa þegar borist um-
sóknir um hús þar. Einnig hefur af
hálfu LÍS mikið verið unnið að
lífeyrismálum.
Ávörp á þinginu fluttu þeir Þórir
Páll Guðjónsson fyrrverandi for-
maður LÍS og Claes Bjurá, sem var
fulltrúi á þinginu fyrir KPA, Koop-
erativa Personal Álliansen, en það
eru samtök samvinnustarfsmanna
á Norðurlöndunum öllum. Þess
má einnig geta að þau samtök
héldu hátíðlegt 40 ára afmæli sitt í
ágúst s.l. í Karlstad í Svíþjóð.
Þangað fór knattspyrnulið ís-
lenskra samvinnustarfsmanna og
vann þar til silfurverðlauna. Einnig
fékk liðið þar mikið hól fyrir
Kaflídrykkja lífeyrisþega samvinnuhreyfingarinnar í Bifröst á laugardaginn. (íjósm.: c.uðmundur R. Johannsson.)
prúðmannlega framkomu innan
vallar sem utan.
Málefni samvinnu-
starfsmanna
Aðalmál áttunda landsþingsins
voru málefni samvinnustarfs-
manna, en starfandi hefur verið
sérstök nefnd um þessi mál, sem
áður hafði lagt fram tillögur í tíu
liðum varðandi þau. Þessar tillögur
voru m.a. til umræðu á aðalfundi
Sambandsins s.l. vor, og einnig
voru þær birtar í síðasta tölublaði
Hlyns, tímarits LÍS.
Þing LÍS í Bifröst
um helgina
í þessum tillögum er lögð áhersla
á menntun og þjálfun starfsfólks,
svo og að vinnuaðstaða og kjör séu
ekki lakari hjá samvinnuhreyfing-
unni en öðrum, og helst sé gert
betur. Þá er þar lögð áhersla á
virka stjórnun og gott upplýsinga-
streymi, og tillögur eru um ný-
ráðningar og tilfærslur á milli
starfa. Loks eru þar settar fram
tillögur um aðbúnað, almenn kjör
og frístundir.
Einnig var á þinginu rætt tölu-
vert um lífeyrismál samvinnu-
starfsmanna. Þær umræður komu
nt.a. til af því að Lífeyrissjóður
Sambandsverksmiðjanna á Akur-
eyri hefur nú sótt um aðild að
Samvinnulífeyrissjóðnum, sem
þingið samþykkti. Mörg fleiri mál
komu til umræðu, og voru þingfull-
trúar ófeimnir við að viðra skoðan-
ir sínar.