Tíminn - 09.09.1987, Blaðsíða 15

Tíminn - 09.09.1987, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 9. september 1987 Tíminn 15 llllllllllllllíllllllll fiskeldi Villti laxastofninn og klaköflunin Um þessar mundir er hinn árlegi klaköflunartími að hefjast víðsvegar um land. Að því tilefni er fyllsta ástæða til að vekja athygli veiðieig- cnda á því, að úheimilt er með öllu að fara í árnar eftir veiðitíma og veiða þar fisk til klaks nema fyrir liggi leyfí landbúnaðarráðuneytis. Þá er ástæða til að minna leyfishafa á, að fara með gát við veiðiskapinn og taka einungis fisk þar sem tryggt er að nægilegur fjöldi hrygningarf- iska sé eftir í ánni. Jafnframt er vert að vekja athygli á því, að aldrei má taka úr hyljum alla fiska, sem fást. Það gæti verið góð regla að taka einungis annan hvern fisk. Sá orðrómur hefur komist á kreik, að einhver brögð hafi verið að því, að villtum stofnfiski af laxi hafi verið ráðstafað eftir hrognatöku til mark- aðssetningar. Slíkt samræmist ekki þeim reglum, sem gilt hafa um öflun klakfiskjar. Lengst af hefur það skilyrði verið bundið leyfi til ádráttar á klakfiski, að öllum fiskinum eftir hrognatöku væri sleppt aftur lifandi í viðkomandi veiðivatn. A seinni árum, eftir að fisksjúkdómar hafa sett mark sitt á fiskeldisstarfsemina, er stofnfiskurinn drepinn og skoðað- ur með tilliti til sjúkdóma. Þegar svo er komið er eðlilegt að villti fiskurinn úr ánum sé að rannsókn lokinni brenndur eða grafinn, eins og gert er ráð fyrir í reglugerð um sjúkdóma- varnir. Á það skal enn minnt, að allur klakfiskur að haustinu er tekinn með sérstöku leyfi, eftir að veiðitíma í ánum lýkur. Sá fiskur getur eðli málsins samkvæmt ekki verið sölu- vara með neinum hætti. Vitað er að á sl. ári lögðu ýmsir ofurkapp á að ná í laxahrogn. Slíkur þrýstingur á forráðamenn veiðiáa má ekki verða til þess, að menn missi sjónar á því markmiði fiskrækt- ar í ám, að tryggt sé að nægilegur fjöldi fiska sé eftir í þeim að haustinu til að hrygna og viðhalda þar með eðlilegum stofni í ánni. í því efni er betra að gæta hófs í hrognatöku, en grófleika í fækkun hrygningarfisks, a.m.k. meðan ekki er vitað með fullri vissu, hve mikið þarf að vera eftir af laxi í ánni til að tryggja fulla nýtingu hrygningar- og uppcldis- svæðanna. Sníkjudýr veldur stórtjóni á norska laxastofninum Náttúruauðlindastofnunin í Nor- egi hefur hafist handa um mikla herferð gegn útbreiðslu á sníkjudýri sem lifir í laxi og hefur valdið stórfelldu tjóni á laxastofnum í Nor- egi. Sníkjudýrið, sem eru litlar ögður, um 0,5 mm á lengd, festa sig við fiska með sogskál og krókum, er þau bera á afturendanum, og nærast á húðfrumum og blóði, er þau skrapa og sjúga upp með framendanum. Ögðurnar valda fiskinum þannig beinum óþægindum, og auk þess eiga veirur, gerlar og sveppir greiðan aðgang um sár, er þær mynda (Sig- urður H. Richter). Um 85 tegundir af dýrinu hafa verið greindar í Svíþjóð. Talið er að árlegt tjón af völdum þessa sníkjudýrs nemi um 300 tonn- um af laxi. Það svarar til ríflega ársveiði á laxi hér á landi, svo að hér er ekki um neitt smámál að ræða. Dýrið hefur fundist í um 30 laxveiði- ám og 14 fiskeldisstöðvum í Noregi. I blaðinu Fiskaren er skýrt frá því. að menn ræði um hörmulegan ófarn- að fyrir náttúruríki landsins í tengsl- um við sníkjudýr þetta. í sumum tilvikum þar sem ólánið hefur hent, cr laxastofninn nær eyddur af völd- um sníkjudýrsins. Ogþví xtla menn, ef dýrið heldur áfram að dreifa sér í ¥éu\[r& pyöMlsmHF Járnhálsi 2 Sími 83266 110 Rvk. Pósthólf 10180 ný og ný vatnakerfi, að norski laxa- stofninn sé í útrýmingarhættu. Stofnunin sem fyrr var nefnd, stefnir að því að berjast af miklum krafti gegn frekari útbreiðslu sníkju- dýrsins og eyða því í þeim ám, sem það hefur þegar náð fótfestu í. Gera menn sér vonir um að það taki um 10 ár að hreinsa árnar af þessu hættulega kvikindi. Sníkjudýríð, sem heitir á latínu „Gyrodactylus salaris" fannst fyrst í Noregi 1975 og breiddist út að talið er með fiski, sem fluttur var milli vatna eða úr eldisstöðvum. Auk þess er talið að veiðitæki og annar búnaður hafi getað borið sníkjudýr- ið á nýjar slóðir. Sníkjudýrið er útbreitt í ám frá Sogni og Fjörðum tiITromsfylkis í norðri. A þessu ári hefur það einnig fundist í fyrsta skipti á austurlandinu í tveimur seiðaeldisstöðvum í Tyrifirði og á regnbogasilungi, sem slapp út frá þessum stöðvum. Óttast menn að árnar í þessum hluta landsins muni verða fyrir svipuðum búsifjum og hinar árnar, sem sníkjudýrið hefur leikið grátt. eh. ■ I BÍLALEIGA, Útibú í kringum landið REYKJAVIK:. 91-31815/686915 AKUREYRI:... 96-21715/23515 BORGARNES:......... 93-7618 BLÖNDUÓS:..... 95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR: . 95-5913/5969 , SIGLUFJÖRÐUR: .... 96-71489 , HUSAVÍK: ... 96-41940/41594 EGILSSTAÐIR: .... 97-1550 VOPNAFJÖRÐUR: . 97-3145/3121 FASKRUÐSFJÖRÐUR: . 97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: .. 97-8303 iirterRent Reiðhöllin hf. Tökum á móti tímapöntunum í síma 673620 Athygli skal vakin á því að sérstakur afsláttur gildir fyrir hluthafa. getrmína- VINNINGAR! 2. leikvika - 5. september 1987 Vinningsröð: 22X -12X - X22 - X2X l.vinningur: kr. 292.975,20 Þar sem enginn var með 12 rétta, flyst upphæðin yfir til næstu leikviku. 2. vinningur: 9 réttir, kr. 6.974,- 148 1807+ 4541 46113 96970 1693 2009 7729+ 47001* 127288 1695 4307 40771 50525* 188744* *=2/9 Kærufrestur er til mánudagsins 28. 09. 1987 kl. 12:00 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðirgeta lækkað, ef kærurverðateknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvisa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. ÍSLENSKAR GETRAUNIR íþróttamiðstöðinm v/Sigtún • 104 Reykjavik • island Simi 84590 SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA VESTFJÖRÐUM BRÆÐRATUNGA 400 ÍSAFJÖRÐUR Framkvæmdastjóri Svæðisstjórn málefna fatlaðra Vestfjörðum óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra. Upplýsingar um starfið veitir formaður svæðisstjórnar Magnús Reynir Guðmundsson í símum 94-3722 og 94- 3783. Starfið er laust nú þegar. Umsóknarfrestur er til 15. september n.k. og skulu umsóknir sendar til formanns svæðisstjórnar, pósthólfi 86, 400 ísafirði. Svæðisstjórn málefna fatlaðra Vestfjörðum II! Bakkastæði 'lr Gjaldskylda Bifreiðastæði á gamla hafnarbakkanum, „Bakka- stæði“ verður opnað og gjaldskylt frá þriðjudegin- um 15. sept n.k. Gjaldið er kr. 60.- fyrir V2 dag og kr. 120,- fyrir 1/i dag. Hægt er að sækja um föst stæði fyrir 2ja mán. tímabil í einu. Slíkt fastagjald kostar kr. 3.500.- Umsóknir um þau sendist til Stöðumælasjóðs, Skúlatúni 2 fyrir 15. sept. n.k. Gatnamálastjóri ..................-..............h Tveir qóðirj # Chevrolet Suburban panei 1977 Bedford End To End díselvél ný uppgerd. 4x4 ■ 11 manna. Skipti koma til greina á ódýrari fólksbíl. # Toyota Landkrúser styttur. Bensín. Góður bíll árgerð 1978. Upplýsingar í síma 99-6866 á kvöldin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.