Tíminn - 09.09.1987, Blaðsíða 19

Tíminn - 09.09.1987, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 9. september 1987 Tíminn 19 Þarna er Andrew prins með tvær leikkonur úr sínum hópi: Fiona Fuilerton (t.v.) og Margot Kidder Þarna er Fergie, eða hertogafrúin af York að gefa sínu fólki fyrirskipanir, þeim Meat Loaf og Jane Seymour. Meat Loaf þurfti stóran og mikinn búning, - en hann var samt ekki nógu stór, því að þegar hæst stóð sviptist bakhluti búningsins í sundur og skein í popparann beran. Kóngafólkið klappað fram: talið f.v. Sarah, hertogaynja af York, Edward prins, Andrew, hertogi af York og Anna prinsessa. Edward prins var mjög ánægður með sýninguna, en svo móðgaðist hann á blaðamannafundi sem haldinn var á eftir, því að einhverjir blaðamannanna leyfðu sér að gera grín að sýningunni. Blaöamannafundinum var slitið Jane Seymour í lokasýningunni. Hún virðist mikil reiðkona, en hún datt nú samt af baki, þó hesturinn væri ekki annað en stytta! bregða á leik p UAÐ er VÐ er fyrir löngu vitað, að Edward Bretaprins hefur mikinn áhuga á leiklist. Prinsinn fékk ný- lega tækifæri til að láta Ijós sitt skína. Hann tók að sér að stjórna sýningu, þar sem hann sjálfur og fleira ungt fólk úr bresku konungs- fjölskyldunni lék á góðgerða- skemmtun. Sýningin hét: „Stjörnu- stríð sjónvarpsstöðvanna“. Skemmtunin var haldin í skemmti- garði í Staffordshire í Englandi og ágóðinnvarð um 640millj.kr. Allir þátttakendur klæddust búningum frá miðöldum. og helst áttu þeir að leika einhverjar þekktar persónur. Parna komu fram m.a. Sarah Ferguson, hertogaynja af York. Hún stjórnaði „bláa liðinu". í hennar liði var t.d. poppstjarnan Meat Loaf og leikkonan Jane Seymour. Andrew prins var í græna liðinu og var mikil keppni á milli hjón- anna. Þó kom ekki til alvarlegra átaka, sögðu sjónarvottar. Skemmtunin var tekin upp og unnin af BBC sjónvarpsstöðinni og hefur myndin þegar verið seld til Bandaríkjanna. Jane Seymour sagði, að uniboðs- maður sinn hefði sagt sér, að það væri einhver svikahrappur, sem þættist vera Edward prins, sem væri að reyna að ná sambandi við hana. Leikkonuna grunaði að þetta myndi vera „alvöruprinsinn" og bað að hafa samband við hann með það sama. Þá reyndist þetta rétt vera að prinsinn var að biðja Jane að taka þátt í þessari sýningu. Kvöldið fyrir sýninguna hélt svo Edward prins kvöldverðarboð þar sem hann gerði mikla lukku með borðræðu sinni og sagði m.a. sög- una af froskinum sem var prins í álögum. John Travolta tók sig vel út í miðaldabúningi. Hann virðist vera innundir hjá breska kóngafólkinu. Hann dansaði við Diönu prinsessu í Hvíta húsinu í Washington og síðan er hann í leiksýningu með prinsum og prinsessum í Englandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.