Tíminn - 09.09.1987, Blaðsíða 20

Tíminn - 09.09.1987, Blaðsíða 20
ÍSLENSKA landsliöiö í knatt- spyrnu leikur gegn Norömönnum í undankeppni Evrópukeppninnar í kvöld og hefst leikurinn kl. 17.45 á Laugardalsvelli. Norðmenn hafaeinu stigi fleira en íslendingar í riölinum en hafa reyndar leikiö einum leik færra. Sjá íþróttir bis. 11. M Þenslan á íslenskum vinnumörkuðum „Eftirspurnin eftir starfskröftum er alveg gífurleg og í heild veit ég að um 2000 manns vantar inn á markað- inn,“ sagði Eyjólfur Pétur Hafstein framkvæmdastjóri íslenskrar atvinnumiðlunar hf. í samtali við Tímann í gær. „Ég get nefnt sem dæmi að ég hringdi einn hring á frystihúsin kringum landið. Pegarég hafði talað við fimm hús var ég kominn með óskir um langt yfir hundrað manns í vinnu.“ Sagði Eyjólfur að þessi gríðarlega eftirspurn væri talsvcrt miklu meiri en hann eða aðra hafði órað fyrir. Hér er aðallega um að ræða ófaglært fólk í vinnu við fiskvinnslu og iðnað og verslun, en einnig væri talsvert um að iðnlærða menn vantaði til starfa. Ekki hafði hann haft mikið samband við meistarasamböndin en Eyjólfur bjóst við að vcgna mikilla verkefna að undanförnu yrðu óþreyttar hendur vel þegnar til starfa. Eftirspurnin væri það mikil að komið væri út yfir öll yfirboð og gyllingar. „Fólkið creinfaldlega ekki til. I þessu þensluástandi hafa ein- faldlega myndast mjög mörg stört og þau virðist ekki vera hægt að manna með íslendingum eingöngu." íslensk atvinnumiðlun hefur aðal- lega leitað hófanna á Norðurlöndum vegna skyldleikans. „Við viljum nú ekki fara neitt lengra því að cngin ástæða er til að egna landann á móti sér svona í byrjun. Við ætlum einnig að leita á írlandi," sagði Eyjólfur Pétur. Kvaðst hann viss um að þangað væri gott að leita vegna þess að þar er nú mikið atvinnuleysi. Ekki væri síður mikilvægt að minn- ast þess að að við erum af Irum komnir ekki síður en af Norðmönn- um. Hingað kom jú mikið af írskurn þrælum í eina tíð. „Ég á von á að fá góðar undirtektir á írlandi. Það hringdi í mig íri í fyrradag og bauðst til að gerast umboðsmaður fyrirmig. Hann hafði heyrt um starfsemina hjá fiskútflutn- ingsfyrirtæki og að hingað vantaði mikið af fólki. Ég er að fara til að hitta hann í London í dag (miðviku- d). Með skjótum viðbrögðum á þetta að geta gengið með nokkuð skömmum fyrirvara," sagði hann. Eyjólfur átti von á að geta strax innan skamms leyst úr vanda nokk- urra fyrirtækja. Helst væri að vænta árangurs í sanrbandi við þaú fyrir- tæki sem gætu boðið upp á eitthvert húsnæði. Ekki átti hann von á að settur yrði steinn í götu hans í sambandi við atvinnuleyfi þeirra sem ekki koma frá Norðurlöndum. Hann bjóst heldur ekki við því að verka- lýðsfélögin á hverjum stað fyrir sig nryndu setja sig upp á móti þcssum ráðningum. Hvert verkalýðsfélag um sig væri umsagnaraðili um ráðn- ingarsamningana og hefði þannig hönd á málinu. Meðal þeirra aðila scm leitað hafa til Eyjólfs Péturs, eru allmargir aðil- ar í fiskiðnaði, Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, Vinnuveitendasam- band samvinnufélaganna, Félag ís- lenskra atvinnurekenda og töluvert mörg stórfyrirtæki á höfuðborgar- svæðinu. Starfssamningarnir sem gerðir verða eru allir til sex mánaða hið minnsta. Erþámiðaðviðað viðkom- andi atvinnurekandi kosti ferðir fólksins á milli landanna. Auðvitað verða þessir samningar uppsegjan- legir rétt eins og aðrir samningar, en þessir sex mánuðir eru lágmarks tími ef atvinnurekandi á að fást til að borga ferðirnar. Islensk atvinnumiðlun. Icejob, hefur aðallega sett sig í samband við opinberar vinnumiðlanir á Norður- löndum. Samt er það svo að yfir tuttugu einstaklingar hafa haft sam- band við skrifstofuna hér heima og látið skrá sig áður en eiginleg skrán- ing hefur hafist. KB Halldór Laxness hættur að skrifa Halldór Laxncss, rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi f bókmennt- um, hefur lýst því yfir að hann skrifi ekki lengur. Þetta kemur fram í viðtali við hann scm frétta- stofa Reuters scndi út í gær. Viðtal- ið er tekið af fréttaritara hennar í Reykjavík, Þóri Guðmundssyni. Halldór varð 85 ára garnall fyrr á árinu. í fréttaskeytinu er frá því skýrt að verk Halldórs séu enn meðal söluhæstu bóka hér á landi. en nú orðið séu bækur frá hendi haris mestpart safnrit af eldri ritsmíðum. Hann skrifi ckki lcngur, og við fréttamann Reuters á hann að hafa komist að orði á þessa leið: - Þegar menn hafa skrifað 50 eða 60 bækur um ævina, og margar þeirra mjög þykkar, þá kemur að þeim áfanga að þeir hafa ckki meira að segja. Þcgar menn hafa skrifað svo niikið getur komið að því að þá langi til að fara út og njóta góða veðursins. í viðtalinu er komið víða við, m.a. vikið að kaþólsku Halldórs á unga aldri og síðan að umskiptum hans yfir til sósíalisma. I framhaldi af því er greint frá skrifum hans urn réttarhöldin yfir Bukharin og öðr- um nteintum andstæðingum Stalíns seint á fjórða áratugnum í Sovét- ríkjunum, en um þau er haft eftir honuni hér að f þeim skrifum hafi hann ekki komist að kjama málsins. Þá scgir hann þarna frá því aö meöan hann var búsettur í Banda- ríkjunum hafi fslendingur nokkur kært hann til þarlendra yfirvaida sem bolsévíka og mjög hættulega persónu. Lögreglan hafi síðan komið og yfirheyrt hann. Frá þessu hafi hann sagt vini sínum Upton Sinclair rithöfundi, sem hafi óbeð- inn brugðist hart við, „og ég heyrði aldrei ncitt meira um það" er haft eftir Halldóri þarna. Þá kemur fram í þessu viðtali að Halldór og Ernest Hemingway rit- höfundur hafi orðið góðir kunn- ingjar, þótt þeir hafi aldrci hist. Um Hemingway segir Halldór að hann hafi getað tekiö upp á því aö hringja í sig þegar hann hafði ekkert þarfara að gera. Heming- way hafi fundið símanúmer sitt, sama hvar Halldór hafi veriðstadd- ur í veröldinni. sem hann segist aldrei hafa skilið fullkomlega. Eins og kunnugt er hefur Hall- dór þýtt tvær bækur Hemingways á íslensku, Vopnin kvödd og Veislu í farangrinum. -esig Halldór Laxness rithöfundur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.