Tíminn - 10.09.1987, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Fimmtudagur 10. september 1987
Aðstandendur Söluskrifstofunnar á Baldursgötu:
Gáfu gler í glugga
iRólans
Krísuvíkursl
Krísuvíkursamtökunum var gefin
stórgjöf í gær. Það var Söluskrifstof-
an á Baldursgötu sem keypti gler í
alla glugga Krísuvíkurskólans og gaf
samtökunum. Glerið var keypt hjá
Glerborg hf í Hafnarfirði og lagði
Glerborg sitt af mörkum til gjafar-
innar með því að gefa afslátt á
glerinu. Talið er að það hefði kostað
Krísuvíkursamtökin á milli 3 og 4
hundruð þúsund krónur að kaupa
gler í skólann svo hér er um höfðing-
legt framlag að ræða.
Söluskrifstofan sem stóð fyrir
gjöfinni hefur verið með söluátak í
gangi undir heitinu Öryggi heimil-
anna og ákvað að láta ákveðinn
hluta af söluandvirðinu ganga til
styrktar Krísuvíkursamtökunum.
Krísuvíkursamtökunum hafa því
áður borist há framlög frá söluskrif-
stofunni. ABS
Hundasýning í
Reiðhöllinni
Hundaræktarfélag íslands
gengst fyrir dómsýningu á hund-
um í reiðhöllinni í Víðidal næst-
komandi sunnudag.
Sýningin byrjar kl. 9:0« á dóm-
um og verða þeir til kl. 16:00 en
að þeim Ioknum verða ýmis atriði
með hunda, kynning á hunda-
tegundum og starfsemi félagsins.
Úrslitakeppnin hefst síðan kl.
17:00 og verður þá besti hundur
sýningarinnar valinn.
GLERBORGMF
Loönubátar reiöubúnir til veiöa:
Kapphlaup um
fyrstu löndun
Prátt fyrir að loðnuverð hafi
ekki verið ákveðið, hefur Krossa-
nesverksmiðjan á Akureyri ákveð-
ið, eins og lesendum Tímans er
kunnugt, að bjóða 3.000 krónur í
fyrsta loðnufarminn sem berst
verksmiðjunni.
Skilyrði í sjónum eru ekki góð
fyrir loðnuna, hann er nú mun
heitari en undir venjulcgum kring-
umstæðum og því er talið víst að
loðnan haldi sig Grænlandsmegin
enn sem komið er, en færi sig
vestar eftir því sem sjórinn kólni.
Eftir árangurslausa leit tveggja
báta.Hugins VE-55ogGullbergs
VE - 292, hafa loðnusjómenn verið
ragir við að halda á miðin og leita
loðnunnar. Pó eru tvær bræðslur
búnar að tilkynna sig tilbúnar til
móttöku, bræðslan á Þórshöfn og
Krossanesverksmiðjan áður-
nefnda.
Tíminn hefur hins vegar fregnað
að a.m.k. þrír loðnubátar séu reið-
ubúnir til að halda á miðin með
litlum fyrirvara. Þetta eru Örn KE
- 13 úr Keflavík, Jón Kjartansson
SU - 111 og Skarðsvík SU - 205 frá
Hellisandi. Huginn VE - 55 hefur
hins vegar gefið loðnuveiðarnar
upp á bátinn eins og er, og stundar
nú togveiðar af kappi, áður en
hann fer í breytingar ytra.
Það er hins vegar deginum Ijós-
ara að um leið og skilyrði í sjónum
batna og loðnan leitar vestur flýta
bátarnir sér á miðin og nær öruggt
er talið að mikið kapphlaup verður
um að landa fyrsta farminum á
Akureyri. Það er mikill peningur í
húfi. -SÓL
Námskeið í samskiptum
Krísuvíkursamtökunum var í gær afhent kvittun fyrir greiddu gleri í alla glugga
Krísuvíkurskólans ásamt nokkrum öryggispökkum frá Söluskrifstofunni á
Baldursgötu, en hún hefur að undanförnu selt ýmsar vörur til slysa- og
brunavarna undir heitinu Öryggi heimilanna. Glerborg lagði sitt af mörkum
Og gaf afslátt af glerinu. Tímamynd: Pjelur
í vikunni 30/7-5/8 voru í heimsókn
á íslandi hjónin Dr. Thomas Gordon
og kona hans Linda Adams. Þau
voru hér í boði Samskipta: fræðslu
og ráðgjafar ¥t og héldu fyrirlestra
og námskeið í Reykjavík. M.a. hélt
Dr. Thomas Gordon fyrirlestur um
„samskipti foreldra og barna" í Bú-
staðakirkju og sóttu nær 400 manns
þennan fyrirlestur. Linda Adams
hélt fyrirlestur um „ákveðniþjálfun
- sjálfstyrkingu - mannleg sam-
skipti" í Átthagasal Hótel Sögu og
komu yfir 200 manns til að hlýða á
hana.
Urt
ar
Óskhyggja DV
D V, annað ha uga blaðið, kom illa
upp unt sig ÍT?a*r. Birt var iuyiul
af utanríkisráðherra, skömmu
áður-en lianii héli :il landi brott
til viðræðna við bandarísk
yfirvöld. Virðist svn sem
óskhyggja blaðsins hafi verið á
ferðinni, þar seiu Steingrímur
I leriiiaiiiisson var titlaður
forsætisráðherra. Gamalt
máltæki segir að það sé tungunni
lamasi sem hjartanu er kærast.
Hinsvegar er það nú svo, sem
flestir vita að Steingrímur
Hermannsson er nú
utanríkisráðherra og ætti
íhaldsbiaðið að þekkja best sína
menn og vita að Þorsteinn
Pálsson gegnir því mikilvæga
embætti á nýju kjörtímabili.
Hvað segja þeir
eftir þrjátíu ár?
I fertugsafmæli Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráðherra voru
fluttar margar ræður honum til heiðurs. Slíðruðu menn
ágreiningssverðin sem vera ber við slík hátíðahöld. Menn úr öllunr
flokkum kepptust við að lýsa ágæti sjávarútvegsráðherra og var
greinilegt að mörgum var mikið mál í því sambandi enda ekki á
hverjum degi sem slík tækifæri gefast. Veislugestur sem stóð nálægt
Halldóri, þegar ræðurnar stóðu sem hæst sagði að afmælisbarninu
hefði orðið að orði. „Hvað ætla þeir eiginlega að segja um mig þegar
ég verð sjötugur."
Grænar baunir
Hé> fym mkfcrum mánuðum, var hvalkjötsneysla okkar í hámarki.
ÞjÁMa ta^itáoí á eitt við að borða hvalkjöt fil að auka neysluna
inn—kimfe íi! að þóknast dnttlungum Alþjóðahvalveiðiráðins og
Bandaríkjanna. Veitingastaðir borgarinnar buðu hvalkjötið með
margvíslegu grænmeti. Sagan segir að ferðamaður nokkur sem kom
til landsins frá Bandaríkjunum, og hugðist að áeggjan íslenskra
kunningja sinna reyna íslenskan mat, hafi pantað sér hvalsteik.
Ferðamaðurínn var orðinn ýmsu vanur og búinn að panta sér
þjóðarréttinn svið, undir tíláturrokum kunningja sinna. Nú átti það
að vera hvalur. Gleymst hafði að þýða matseðilinn á aðrar tungur, en
réttur dagsins var hvalkjöt með grænum baunum. Af
ferðamannahæversku spurði Kaninn hvort hvalkjöt væri á
matseðlinum. „Yes we serve hvalmeat wifh green peas," svaraði
afgreiðslustúlkan. Ferðamaðurinn lét sig hverfa náfölan, minnugur
s viðah a ii ssins sem hann hafði fengið nokkru áður og taldi sig geta átt
von á hverju sem væri.
Grænfriðungar senda forsætisráöherra opið bréf:
Hóta íslendingum
algerri einangrun
Hr. forsætisráðherra.
Það hryggði mig að frétta að
ísland ætlar að framfylgja áætlunum
sínum um „hvalveiðar í vísinda-
skyni" þetta árið.
Ég veit að þér er fullkunnugt um
að Alþjóða hvalveiðiráðið hefur
þrautskoðað þetta mál og komist að
þeirri niðurstöðu að vegna þess að
mjög miklar efasemdir eru um vís-
indalegt gildi þessara rannsókna, þá
skuli veiðum hætt þetta árið. Ég veit
að þér er jafnvel kunnugt um að
Bandaríkin munu að öllum líkindum
setja á viðskiptaþvinganir gagnvart
íslandi, vegna þess að þið kjósið að
hundsa þessi tilmæli. Og ég er þess
viss að þú vitir að almenningsálitið í
heiminum er á móti þessum veiðum
og að það muni nú snúast gegn
ykkur.
Það sem ég veit ekki og get ekki
skilið er hvers vegna þið hafið
ákveðið að halda veiðunum áfram.
Er það vegna þess að þið viljið
láta líta svo út í augum alheimsins,
að þið séuð hugrökk þjóð sem vill
ckki þola „átroðning" Bandaríkj-
anna?
Ef svo er, þá mistúlkið þið gróf-
lega hina sönnu mynd. Tillagan
um að þið hættið veiðum „þar til
óvissuþættirnir í skýrslu Vísinda-
nefndarinnar hafa verið skýrðir
þannig að fullnægi Vísindanefnd-
inni", var borin upp af Ástralíu,
ekki Bandaríkjunum. Sú tillaga
hlaut stuðning Danmerkur, Svíþjóð-
ar, Bretlands, Finnlands,V-Þýska-
lands, Egyptalands, Nýja Sjálands,
Antígúa, Mónakó, Óman, Seychell-
eyja, Hollands, Sviss, Indlands, auk
annarra landa. Þessi lönd komust öll
að þeirri niðurstöðu að hvalveiðiá-
ætlun ykkar væri ekki í samræmi við
skilyrði Alþjóða hvalveiðiráðsins og
greiddu atkvæði til að fá ykkur til að
hætta við áætlanir ykkar. Mörg þess-
ara ríkja tækju það sem móðgun, ef
þið ásökuðuð þau um að vera hand-
bendi Bandaríkjanna. Staðreyndin
sem þið verðið að kyngja, er sú að
þessar þjóðir greiddu atkvæði ein-
faldlega vegna þess að staðreyndir
málsins voru ykkur í óhag. t>ið hafið
haft tíma síðan 1985 - sem var fyrsta
árið sem þið lögðuð tillögur ykkar
fram fyrir Alþjóða hvalveiðiráðið -
til þess að móta trúverðugar vísinda-
legar tillögur og ykkur hefur mistek-
ist.
Er það Japan sem beitir ykkur
ótæpilegum þrýstingi til að fá ykkur
til að hundsa Alþjóða hvalveiðiráð-
ið? Það er á allra vitorði að áætlun
ykkar um „vísindalegar hvalveiðar"
væri dauðadæmd, ef ekki kæmi til
viðskiptalegur gróði ykkar af sölu
hvalkjöts til Japan, sem er afleiðing
„rannsókna" ykkar. Ef málum er
svo komið, ef það nægir að ein þjóð
beiti ykkur þrýstingi með litla putta
til að fá ykkur til að þverskallast
opinskátt við alþjóðlcga bindandi
samninga, þá er eins gott að ísland
fari að hugsa vel um orðstýr sinn á
alþjóða vettvangi.
Svarið er líklega mun einfaldara:
Peningar.
Skömm er að því að horfa upp ;i
þjóð, sem vönd er að virðingu sinni
eins og fsland, vera dregna áfram af
græðgi örfárra manna, manna sem
virðast vera tilbúnir að setja skamm-
tíma gróðahagsmuni sína framar
stolti þjóðar sinnar og sem án kinn-
roða halda alþjóðlegu orðspori
hennar í gíslingu sinnar eigin fé-
græðgi. Vegna tuttugu hvala, hr.
forsætisráðherra, storkar þú alþjóð-
legum samþykktum, þú ríst gegn
vilja bandamanna þinna í NATÓ,
og gerir ísland að yfirlýstri sjóræn-
ingja-hvalveiðiþjóð.
En það er að vonum, ákvæði
alþjóða laga virðast ekki hafa mikla
þýðingu fyrir ísland lengur.
(Halldór) Ásgrímsson, ráðherra dró
athygli Alþjóða hvalveiðiráðsins fyrr
á þessu ári að „frumatriði vinsam-
Iegra samskipta milli þjóða, þ.e.
óbifanleg virðing fyrir alþjóðlegum
rétti og skuldbindingum." Er ekki
kominn tími til að ísland taki alþjóð-
legar skuldbindingar sínar alvar-
lega?
Tökum t.d. samþykktina um lög
sjávar, sem ísland staðfesti 1985.
Lögin eru skýr: Engin ein þjóð getur
eignað sér hvalina. Ennfremur er
þess krafist af íslandi, samkvæmt
ákvæðum gr.65 að „starfað sé í
samræmi við verndun spendýra í sjó
og hvað viðkemur hvaldýrum sér-
staklega, að starfa innan tilhlýði-
legra alþjóðlegra stofnana (þ.e. Al-
þjóða hvalveiðiráðsins) hvölum til
verndunar, stjórnunar stofnsins og
rannsókna. Þetta á við hvali á haf-
svæðum undir stjórn íslands og jafn-
framt skv. gr.120 um hvali á alþjóð-
legum hafsvæðum.
Þegar alþjóða stofnun sem ábyrg
er fyrir verndun hvala, kemst að
þeirri niðurstöðu með miklum meiri-
hluta, að áætlun íslands uppfyllir
ekki ákveðin skilyrði, og ísland eins
og hver annar friðarspillir heldur
ótrautt sínustriki, þá verðuraugljóst
hvaða aðila skortir samstarfsvilja.
Engu að síður hafið þið tekið
ykkar ákvörðun. Þíð hafið ákveðið
að ísland muni bera hnefana og slást
við álit heimsins. Ég vona bara að
þið gerið ykkur engar grillur um
þetta atriði, álit heimsins mun svara
fyrir sig. Ekki með því ofbeldi sem
sökkti tveimur hvalbátum ykkar á
síðasta ári - sem var forkastanleg
aðgerð, ofbeldi sem ég hef enga
þolinmæði með, - heldur með því að
einangra ykkur smám saman og
auka þannig stöðugt þrýstinginn.
Með virðingu,
David McTaggart,
formaður Greenpeace.