Tíminn - 10.09.1987, Side 3

Tíminn - 10.09.1987, Side 3
Fimmtudagur 10. september 1987 Tíminn 3 Tíminn náði taii af Steingrími Hermannssyni, utanríkisráðherra í Ottawa í gær, en þangað voru komnir fulltrúar viðskiptaráðu- neytis Bandaríkjanna til viðræðna um hvalveiðimálið. Þarsem stjórn- in hafði ekki sent ráðherra til viðræðna við Steingrím neitaði hann að taka þátt í þeim með þeim afleiðingum að fulltrúi viðskipta- ráðuneytisins sneri heim frá Ott- awa síðdegis. Steingrímur sagði: „Það kom nú í ljós að þeir sendu á þennan fund dr. Calio, sem ersá maður, sem við höfum barist mest við. Hann er frá viðskiptaráðuneytinu. Svo ég fór ekki á fundinn, en sendi Yngva Yngvason, sendiherra, Helga Ag- ústsson og Kjartan Júlíusson og lét bera þau boð að okkar ósk hefði verið um fund á ráðherrastigi. Ég hefði komið til að ræða um miklu alvarlegri mál í raun og veru heldur en hvalamálið. Ég hefði komið til að ræða viðskipti þjóðanna. Hvala- málið væri nánast orðið aukaatriði. Ég lét skila að ég væri kominn til að ræða um samskipti þjóðanna á breiðum grundvelli og ég hefði engan áhuga á því að ræða unt fjölda hvala eða önnur fram- kvæmdaatriði í því.“ Fulltrúum Bandaríkjastjórnar mun hafa brugðið dálítið við þessi skilaboð. Jafnframt lét Steingrím- ur fulltrúa sína segja frá því hver var niðurstaða skoðanakönnunar Félagsvísindadeildar Háskólans um Völlinn, þar sem þeir sem lýsa sig andvíga veru varnarliðs hér hafa ekki verið fleiri síðan 1976. Einnig var skýrt frá því að utanrík- isráðherra hefði frestað fundi um framkvæmdirá Vellinum. Þaðværi því ljóst að allt benti til þess að málarekstur Bandaríkjamanna í hvalamálinu leiddi til versnandi samskipta þjóðanna. Dr. Calio byrjaði þá að þvæla um það, að Bandaríkjastjórn vildi losna við að kæra okkur ef við gerðum einhverj- ar breytingar á því sem við hefðum ákveðið. Tillögur dr. Calio um breytingar eru þess eðlis að utan- ríkisráðherra hefur engan áhuga á Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegs- ráðherra mætti á fund utanríkis- málanefndar til að gera grcin fyrir stöðu mála í hvalveiðimálinu. Eyj- ólfur Konráð Jónsson, formaður hennar, var passasamur í yfirlýs- ingum um málið, en Hjörlcifur Guttormsson, alþingismaður kvað sýnilcgt að Bandaríkjamenn ætl- uðu sér að meðhöndla íslendinga eins og eitthvcrt bananalýðveidi. Kjartan Jóhanns- son, alþingismaður: Óþolandi afskipti Kjartan Jóhannsson, alþingis- maður Alþýöutlokksins í utanrík- ismálancfnd, sagði eftir fund nefndarinnar í gær að honum fynd- ist þetta óþolandi afskipti af nýt- ingu íslendinga á náttúruauðlind- um við landið. Tímamynd: Pjetur Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráð- herra: Kjartan Jóhannsson. Hann tók í sama streng og aðrir fundarmenn og harmaði hvernig Bandaríkjantenn tækju á málinu. Hann var einnig sammála öðrum nefndarntönnum utanríkismála- nefndar að málið hefði tekið aðra og mun alvarlegri stefnu. Það sner- ist alls ekki lengur um fáeina veidda hvali, heldur væri það orð- ið stórpólitískt. -SOL „Ég hef nú svo sem ekki fregnað neitt nýtt af fundinum í Ottawa, cn ég átti alltaf von á að viðskipta- ráðuneytið væri áfram nteð málið. Hitt er svo annað að það var ætlan okkar að rætt yrði um það ástand sem er að skapast milli þjóðanna vegna þessa máls og það er að sjálfsögðu á ábyrgðarsviði banda- ríska utanríkisráðuneytisins. Þeim er auðvitað í sjálfsvald sett hvernig þeir skipa viðræðunefnd sína. Við höfum ekkert um það að segja, en mér hcfur fundist og finnst enn, að Bandaríkjamenn líti málið ekki þeim alvarlegu augum, í utanríkispólitísku samhengi, sem maður hefði vænst,“ sagði Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra í samtali við Tímann. Halldór sagðist einnig vonast til að fundurinn myndi hafa einhverja þýðingu, en hann væri ekki bjart- sýnn á lausn málsins í Ottawa. -SÓL Ekki bjart' sýnn á lausn þeim. Hins vegar mun hann víkja þeim hcim til Halldórs Ásgríms- sonar, sjávarútvegsráðherra til skoðunar. Utanríkisráðherra sagð- ist í gær ekki vilja skýra frá því í hverju breytingartillögurnar væru fólgnar. „Ég er sannfærður um að Halldór samþykkir aldrei neitt af þcssum tillögum," sagði utanríkis- ráðherra. Dr. Calio er fulltrúi Bandaríkj- anna í AlÞjóða hvalveiðiráðinu, en mun ekki vera félagsbundinn grænfriðungur. Hann hefur sýni- lega sótt af mikilli hörku að fá að fara til Ottawa til fundar við Stcin- grím. Árangrinum af þeirri ferð þessa áhugamanns um friðun hvala er best lýst með því, að unt hádcgið var ákveðið að dr. Calio sneri aftur til Washington, enda Ijóst að Steingrími datt ekki í hug að tala við hann. Heintildir Tímans herma að utanríkisráðuneytið í Washing- ton viti ekki lengur sitt rjúkandi ráð í þessu rnáli, og hafi orðið undir í viðureigninni við viðskipta- ráðuneytið um það, hvort ráðu- neytið ætti að senda ntenn til Ottawa. Er sýnilegt að Bandaríkja- stjórn vcrður að súpa seiðið af því að kunna ekki skil á utanríkisráðu- neyti og viðskiptaráðuneyti. Hjörleifur Guttormsson alþingismaður: Hrein móðgun „Ég tel að þetta sé hrein móðgun við íslendinga, sem birtist í því að bandaríski utanrfkisráðherrann skuli ekki mæta til þessa fundar. Eftir því hafði verið mjög hart gengið, en síðan er brugðist við með þessunt hætti" sajiði Hjörleifur Guttormsson, alþingismaður Al- þýðubandalagsins, sem á sæti í utanríkismálanefnd Alþingis um viðræður fslendinga og Banda- ríkjamanna í Ottawa um hvalamál- ið. „Þessu hljóta íslensk stjórnvöld að mótmæla og með óbeinum hætti hefur utanríkisráðherra okkar, Steingrímur Hermannsson, gert það með því að fara ekki til fundarins sem nú stendur yfir í Kanada. Við í utanríkismálanefnd höfum fundað stíft og rætt stöðuna sem þarna er komin og ég greini að sjálfsögðu ekki efnislega frá því sem þar gcrist. En mér sýnist þetta ntál nú þannig statt ntilli ríkjanna tveggja að það snýst engan veginn lengur um hvalveiðar, heldur unt almenn samskipti tveggja sjálf- stæðra ríkja og þar hefur verið komið mjög gróflega fram gagn- vart okkur Islendingum" sagði Hjörleifur einnig. Við höfum fengið ntjög alvarleg skilaboð frá Bandaríkjastjórn í gegnum þessa ákvörðun þeirra um skipan nefndarinnar. Það hefur kannski skýrt stöðu málsins" sagði Hjörleifur að lokum. -SÖL

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.