Tíminn - 10.09.1987, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Fimmtudagur 10. september 1987
Úr ályktunum f rá þingi
framsóknarkvenna
Það var mikið unnið á fjölmennu landsþingi Landssambands framsókn-
arkvenna í Varmahlíð í Skagafírði um síðustu helgi. Fyrir þinginu lágu
¦'tarleg drög að ályktunum sem framsóknarkonur í hverju kjördæmi höfðu
undirbúið. Miklar og kröftugar umræður sköpuðust í kringum ályktanirn-
ar sem snertu flest atriði þjóðlífsins í landinu, enda einkenndist þingið
öðru fremur af krafti og baráttugleði. Af ályktunum sem samþykktar voru
er fyrst að nefna almenna stjórnmálaályktun sem hér fer á eftir.
3. landsþing LFK
Stjórnmálaályktun
Landsþing framsóknarkvenna haldið í Varmahlíð í Skagafirði
dagana 5.-6. sept. 1987 fagnar því að takast skyldi að mynda
ríkisstjórn með tryggan þingmeirihluta eftir alþingiskosningarnar í
a'príl. Jafnframt bendir það á þá staöreynd, að þrátt fyrir yfirlýstan
vilja annarra flokka tókst ekki að mynda starfhæfa og ábyrga
ríkisstjórn, án þess að leitað var til Framsóknarflokksins. Sýnir þaö
vel, hver kjölfcsta Framsóknarflokkurinn er í íslensku stjórnmála- og
þjóðlífi og hversu nauðsynlegt er að styrkja það afl, sem haslað hefur
sér völl á miðju íslenskra stjórnmála. ^
Landsþingið vekur athygli á, að samkvæmt könnunum njóta
Cáðhcrrar Framsóknarflokksins mests trausts þjóðarinnar af ráðherr-
um ríkisstjórnarinnar. Er það í fullu samræmi við störf þeirra hingað
til og væntir Landssamhandið góðs af þeim í nýjum störfum og lýsir
þeim vonum sínum, að stefna Framsóknarflokksins komi sem best
fram í ríkisstjórnarsamstarfinu.
Landssamband framsöknarkvenna lýsir ánægju sinni með það, að í
stefnuyfirlýsingu og starfsáætlun ríkisstjórnarinnar endurspeglast
ýmis stefnumál þess. Leggur landsþingið sérstaka áherslu á að
) framfylgt vcrði cftirfarandi þáttum:
• Hraðað verði uppbyggingu dagvistarheimíla til þcss að öll börn eigi
kost á dagvistun, en jafnframt tryggt aö uppeldismenntað fólk fáist
til starfa á viðkomandi stofnunum. Til að gcfa foreldrum val um
hvort þcir vilji annast uppeidi barna sinna hcima eða greiða fyrir
barnagæslu, vcrði grcidd stighækkandi fjölskyldulaun eftir fjölda
barna.
• Komið verði á samfelldum skóladegi barmt og þeim gefinn kostur
á að matast í skólunum, cnnfremur eigi börn völ á skóladagvist.
• Lögð verði áhersla á símenntun og fjarmcnntun, ekki síst með tilliti
til þess, að foreldrar sem kjósa að vcra heima fyrstu uppvaxtarár
barna sinna geti notað þann tíma til uppbyggtngar og menntunar.
Stcfna í menntarnáium verði í stöðugri endurskoðun, þannig að
hún falli scm best að þörfum almennings, atvinnulífs og menningar-
starfsemi í landinu. •
• Aukin áhersla vcrði lögð á fyrirbyggjandi aðgerðir í heilbrigöismál-
um og athygli bcint að ábyrgð hvcrs einstaklings á heilsuvernd og
eigin hcilsufari. Aðgerðir stjórnvalda í skatta- og tollamálum verði
samræmdur þannig að framfylgja mcgi neyslu- og manneldisstefnu
með heilbrigði landsmanna að leiðarljósi.
• Lokið vcrði samanburðarkönnun á launakjörum kvenna og karla,
og scrstakt átak gcrt til þcss að koma á launajafnrétti kynjanna.
Vinnutími verði sveigjanlegri og þar tekið mið af þörfum
fjölskyldna.
• Stuðlað verði að bctra jafnvægi í þróun byggðar í landinu og
skynsamlegri hagnýtingu auðlinda iunds og sjávar. Sérstök áhersla
verði lögð á bættar samgöngur og varðveislu og ávöxtun fjármuna
þar scm þeir skapast.
• Nauðsyn ber til að marka hcildarstefnu t umhverfis- og náttúru-
verndunarmálum,scm miði aðþvíaðkomandi kynslóðirerfilandið
í betra ásigkomulagi cn nú er.
• Hvarvetna á alþjóðavettvangi beiti íslcndingar sér fyrir friði og
afvopnun gegn mannrcttindabrotum og kúgun. Kannað verði hvort
á íslandi getur risið miöstöð friðarviðleitni og betra mannlífs.
Landsþing Landssambands framsóknarkvenna telur, að meginverk-
efni nýrrar ríkisstjórnar verði að varðvcita þann árangur sem náðst
hefur í éfnahagsmálum þjóðarinnar, draga úr þenslu, viðskiptahalla,
verðbólgu og erlendri skuldasöfnun. Án þcss er tómt m'ál að tala um
raunhæfar umbætur í þjóðfélaginu.
LFK er sá farvegur, sem konur innan Framsóknarflokksins
sameinast í með hugsjónir sínar og markmið. Leggja ber áherslu á
aukið fræðslustarf á vegum sambandsins svo sem námskciðahald,
stjórnmálaskóla og annað það er gerir þær bctur í stakk búnar til þess
að standast þær kröfur sem virk þátttaka í hvers kyns félagsstarfi gerir
til kvcnna.
LFK hefur þcgar markað varanleg spor og unnið brautryðjendastarf
innan Framsóknarflokksins og má t.d. nefna árangur kvenna fsíðustu
sveitarstjórnarkosningum. Að þeirri rcynslu fcnginni, sem nú liggur
fyrir, er Ijóst, að það cr ekki cinkamál LFK hcldur framtíðarverkefni
og markmið Framsóknarflokksins alls, að konur og karlar verði
jafnvirk og áhriíamikil innan hans.
LFK telur að þannig verði best tryggt að Framsóknartlokkurinn
verði íarsældarafl í framtíðarþjóðfélagi.
Konur taki sæti karla
sem hætta á þingi
Framboðsmál báru mjög á góma
á þinginu og voru þingfulltrúar
almennt sammála um að hlutur
kvenna á framboðslistum Fram-
sóknarflokksins væri ekki sem
skyldi. Landsþingið benti á að
jafnrétti við uppröðun framboðs-
lista og val í ábyrgðarstöður á
vegum Framsóknarflokksins væri
alls ekki einkamál framsóknar-
kvenna. Þá kemur fram í ályktun
um framboðsmál sá vilji LFK að
þegar þingmenn flokksins létu af
þingmennsku að eigin ósk tækju
framsóknarkonur sæti þeirra. í því
sambandi bentu konurnar á að
framtíðargengi flokksins meðal
þjóðarinna ylti ekki hvað síst á því
að bæði karlar og konur takist á við
stjórnmálin. Því beinir LFK því til
þjóðhollra framsóknarmanna að
þeir virði þessa nauðsyn flokksins
til endurnýjunar.
Þá ítrekaði landsþingið þann
yfirlýsta vilja um að nefndir og ráð
flokksins séu að hclmingi skipuð
konum og lýsti óánægju sinni mcð
hlut kvenna í nefndum sem skipað-
ar eru af Alþingi.
Fjölbreyttari atvinnu
á landsbyggðina
Atvinnumál og byggðamál voru
ofarlcga á baugi á þinginu. Lands-
þingið bcnti á að byggðaröskun
væri óhagstæð fyrir þjóðfélagið í
hcijd og gegn henni þurfi að vinna.
Þar sem undirstaða byggðar sé að
auka fjölbreytni í atvinnulífi á
landsbyggðinni þurfi að efla
Byggðastofnun þannig að hún geti
tckið virkan þátt í uppbyggingu
atvinnulífsins. Þingið taldi nauð-
synlcgt að mcö aðgerðum í skatta-
málum verði þeim aðilum sem vilja
koma á fót atvinnurekstri á land-
byggðinni gert það kleift og undir-
stöðuatvinnuvcgunum gert mögu-
lcgt að grciða mun hærri laun og
gera störf við þá eftirsóknarverð-
ari. Þingið vildi sérstaklega að
athugað verði hvort ekki bæri að
hvcrfa frá núvcrandi launakerfi í
fiskiðnaði, þannig að miðað verði
við verðmæti þess sem framleitt er
í stað afkasta.
Landbúnaðarafurðir telja LFK
konur að fullvinna eigi í héraði, cn
ekki flytja þær óunnar í þéttbýli.
Fjármagn og völd
heim í héruðin
Framsóknarkonur leggja áherslu
á að fjármagnið haldist sem mest
heima í héraði þar sem þess er
aflað. Með bættum samgöngum
verði sveitarfélögum gert kleift að
sameinast þannig að þau geti staðið
sjálfstæðari og öflugri og þannig
færari um að taka að sér þau
verkefni sem nú eru á vegum
ríkisins, en væru að öllu lcyti betur
nær framkvæmdinni og á ábyrgð
hcimamanna. Á móti fá svcitarfé-
lögin aukna tckjustofna. Þá lagði
þingið áherslu á að ekki yrði hvikað
frá þeirri stefnu að færa ýmsa
opinbera þjónustu til landsbyggð-
arkjördæma.
Menntun grunnur f ramfara
Á þinginu lögðu framsóknar-
konur áherslu á að ein meginfor-
scnda framfara í hvcrri atvinnu-
grcin sc að menntun þess fólks sem
í atvinnugrcininni starfar sé góð.
Þær fögnuðu því áformum ríkis-
stjórnarinnar um fjarkennslu og
töldu þau gcta orðið framfaraspor
í endurmenntun landsmanna. Þó
var lögð ríkulcg áhersla á að yfir-
völd mcnntamála sjái til þess að
ávallt séu í boði námsbrautir fyrir
þá er vilja cða þurfa að skipta um
starfsvið. Þá bcnti þingið á að án
möguleika til núms og starfs við
flestra hæfi í heimahéraði væri
erfitt að sporna við fólksflótta úr
dreifbýli. Hvað dreifbýlisstyrki
varðar benti þingið á að þeir verði
að miðast við það að öllum
nemendum verði kleift að stunda
framhaldsnám án tillits til búsetu.
Stefnu í umhuerf ismálum
Umhverfismál voru einnig tekin
fyrir enda telur LFK nauðsynlegt
að marka heildarstefnu í umhverf-
is- og náttúruverndarmálum, sem
miði að því að komandi kynslóðir
erfi landið í betra ástandi en nú er.
í því skyni telja landssambands-
konur að stofna eigi umhverfismál-
aráðuneyti til að fara með heildar-
stjórn þeirra náskyldu sviða sem
teljast til umhverfismála. Þá var
gerð sérstöð ályktun um að bann-
aður verði innflutningur og notkun
þeirra efna, sem vísindamenn telja
að valdi eyðingu ósonlagsins sem
hjúpar jörðina.
Opinber ferðamálastefna
í ferðamálum lagði þingið til að
mörkuð verði opinber ferðamálast-
efna þar sem ríkisvaldið leggur
fram heildarrammu, cn hvert
byggðurlag sjái um skipulag og
framkvæmd. Landssambandskon-
ur vilja að settar verði reglur um
hvað ferðamenn mega taka með
sér til og frá landinu og haft verði
strangt eftirlit með því. Þær lögðu
áherslu á að bæta þyrfti skipulega
uðstöðu til móttöku ferðamanna
úti á landi og bentu í því sambandi
á ferðaþjónustu bænda.
Neyslustefna og forvarnir
Landssumband frumsóknur-
kvenna hefur verið frumkvöðull að
svokallaðri neyslustefnu. í anda
þeirrar stefnu ályktaði þingið að
nauðsynlegt sé að marka heildar-
stefnu í neyslu- og manncldismál-
um hér á landi, í stað þeirrar
hentistefnu sem nú ræður ferðinni.
Minnti þingið í þessu sambandi á
tillögu til þingsályktunar um mótun
opinberrar neyslu- og manneldis-
stefnu sem Ásta R. Jóhannesdóttir
var flutningsmaður að á síðasta
löggjafarþingi. Þingð skoraði á
Guðmund Bjarnason heilbrigðis-
ráðherra að tryggja framkvæmd
málsins.
Þá skoraði þingið ú heilbrigðis-
og tryggingumálaráðherra að beita
sér fyrir öflugu upplýsingusturfi ú
sviði forvarna sem miða að fækkun
slysa á sjó, í umferðinni og á
vinnustöðum. Þá benda framsókn-
arkonur á að forvarna- og fræðslu-
starf þurfi jafnframt að efla á
öðrum sviðum svo sem gegn ávana-
og fíkniefnum, svo og eyðni. Til
þcss starfs telju þær að veitu verði
umtalsverðum fjiírmunum á næstu
fjárlögum.
Þingið treystir á heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra að skipu
nefnd til að endurskoða lög um
almannatryggingar nr. 67/1971. í
því tilliti vísar þingið til þingsálykt-
unartillögu Þórdísar Bergsdóttur
sem hún lagði fram á síðasta lög-
gjafarþingi.
Furðulegir viðskiptahættir
Landsþingið ályktaði sérstak-
lega um tvö málefni sem eru í
umræðunni í dag. Annars vegar
lýsti þingið furðu sinni á því að
viðskiptaráðherra skuli ekki enn
hafa staðfest réttmæt kaup sam-
vinnuhreyfingarinnar á hlutafé í
Útvegsbankanum. Þá lýsti þingið
áhyggjum sínum á því ástundi sem
framundan er í efnahagsmálum og
ú vinnumarkaðinum. Þingið lýsti
vonum um að afskipti ríkisvaldsins
af kjaramálum beinist í þá átt að
bæta raunveruleg kjör hinna lægst
launuðu í landinu.
Hugmyndir um starf LFK til
tveggja næstu ára.
A þinginu voru samþykktar sér-
stakar hugmyndir að starfi LFK til
næstu tveggja ára. Þessar hug-
myndir fylgja hér að lokum.
¦MHBHHMBHHHHHHMHH9BBI
Hugmyndir um starí LFK
til tveggja næstu ára:
. Stefnumörkun f stjórnmálum
a) Umræðufundir haldnir vítt og breitt um landið um ákveðin mál.
A fundina mæta t.d. fulltrúi í sveitarstjórn, konur af framboðslist-
um og úr stjórn LFK.
b) Skyndifundir. Boðað verði til skyndifunda með litlum fyrirvara,
þegar pólitísk þjóðfélagsmái eru í brennidepli.
c) Þingmaður á fundi. Valgerður Sverrisdóttir okkar þingmaður
komi á ákveðna fundi sem LFK boðar til.
. Unnið að framgangi stefnumála:
- með þingmönnum flokksins.
- með því að kynna mál.
Mikilvægt er að raða málum í forgangsröð og ná martækum árangri.
. Félagsstarf:
Stjórn
a) Verkaskipting stjórnar.
b) Sett markmið.
c) Gerð starfsáætlun.
Starfsmaður
a) Starfslýsing.
b) Markmið starfsins.
Fundir
a) Rabbfundir í hcimahúsum - bæði í dreifbýli og þéttbýli.
b) Fundir um áhugaverð mál fyrir hvert byggðariag.
c) Stofnun kvennadeilda/fclög. Möguleiki til þess að fá flciri
konur virkar.
d) Skipaðar verði tenglar í öllum sýslum og þéttbýlisstöðum sem
starfi í tengslum við landsstjórn. ,
Námskeið
a) Áhersla lögð á framhaldsnámskeið.
b) Áhersla lögð á byrjendanámskeið.
Stjórnmálaskóli
a) Teknir fyrir ákveðnir þættir í þjóðlífinu sem menn á
viðkomandi sviði kynna.
b) Skólinn starfi á nokkrum stöðum á landinu, og námsefni dreift
á myndbandsspólum.
Útgáfumál
a) Kynning á málefnum og starfi LFK fréttatilkynningar - greinar
- viðtöl í blöð.
b) regluleg útgáfa fréttabréfs.
Öimiir mál
Upplýsingar í síma. Á skrifstofu Framsóknarflokksins verði
símatími auglýstur, þar sem konur geta fengið upplýspgar um
ákveðin mál. / '
. . i . . ¦