Tíminn - 10.09.1987, Síða 5

Tíminn - 10.09.1987, Síða 5
Fimmtudagur 10. september 1987 Tíminn 5 Haugalífið gerist nú æ notalegra með hverjum degi sem líður. Til þess að bæta enn á þægindi þeirra sem farnir eru að stunda haugana, sjálfum sér og fjölskyldum sínum til viðurværis, hafa Morgunblaðið og DV tekið upp á því að henda þangað aukauppiagi sínu. Ekki er verið að kasta gömlum blöðum, heldur er farið nteð ntálgagnið beint að lokinni prentun og pökkun. Verður það að teljast hin besta þjónusta, þó að auðvitað vakni við þetta nokkrar spurningar varðandi upplagseftiriit og þess háttar smáatriði. Gera mætti ráð fyrir því að upplagseftirlitið ætti meira erindi á Gufuneshaugana, en í prentsmiðjur blaðanna. Fyrr í sumar voru það kinda- skrokkarnir og rabarbarinn og allt það sem á gekk í sambandi við það. Þá var taiað gífuryrt um offramleiðslu landbúnaðarins og vandamál aukinnar tækni í þeim geiranum. Nú er málum heldur betur farið að halla á stóru upplög- in hjá stóru blöðunum og jafnvel er hægt að fara að tala um offram- leiðslu eða ofprentun. Haugafjölskyldur Tíminn hefur sannfrétt að nokkrar fjölskyldur séu farnar að stunda haugaferðir af meiri krafti en áður. Fyrrum var eingöngu verið að sækjast eftir stólum og þvottavélum eða þess háttar mun-, um sem oft fundust í heillegu ástandi. Vegna frétta af miklum sendingum á hauga af alskonar matvælum og umframframleiðslu, hefur fólk ekki síður lagt sig eftir því að þefa uppi eitthvað matar- kyns. Fjölskylda ein á höfuðborgar- svæðinu, sem oft hefur farið upp á Gufuneshauga að undanförnu hef- ur haft talsvert af nýlegum matvæl- um upp úr krafsinu. Er Tíminn hafði tal af foreldrunum, vildi heimilisfaðirinn vara við því að fólk tæki með sér viðkvæmari mat- væli eins og samlokur eða þess háttar mat. Þar væri oftast um að ræða vöru sem komin væri fram yfir síðasta söludag. Vildi hann ekki nefna frá hvaða framleiðanda samlokurnar voru sem fjöiskylda hans fór illa á, enda taldi hann það ekki skipta höfuðmáli í þessu sambandi. Sagði konan að fjöl- skyldan hafi sparað mikið í heimil- isútgjöldum og að nær alltaf hafi hún haft eitthvað bitastætt upp úr krafsinu. Solgosið í háum breiðum Eins og þegar hefur verið skýrt frá í öðrum fjölmiðlunt, var nú í byrjun vikunnar kastað miklu magni af framleiðslu Sólar hf. Nýja Sólgosið var innkallað og annað sett í staðinn. Þegar Tíminn var á ferðinni í Gufunesi í gær var ekki lokið við að urða góssið. Um var að ræða sól- cola, límó og grape. Þar voru bæði stæður af lítersflösk- um og búnt af dósagosi. Greinilegt er að hér hefur verið í of mikið ráðist og salan hefur orðið minni en efni stóðu til. Inn í dæmi þetta kemur einnig það vandamál gos- framleiðenda almennt, að gos- drykkir geymast alls ekki mjög lengi. Þegar Tíminn skoðaði stæðurnar frá Sól hf. kom í ljós að hróflað hafði verið við þeim og greinilegt var, að einhverjir höfðu leitað sér drykkjarfanga á rölti.sínu, þá daga sem gosið hefur staðið öllum opið. Er það sönnu nær að við íslending- ar erum misjafnlega matsárir.-KB V'.i''' ffc*.'--. «vA,. : Oft er hægt að finna góðan mat þó að hið ytra líti hann frekar illa út. Bananar eru meðal þess sem reglulega er fleygt í Gufunesi af heildsölum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.