Tíminn - 10.09.1987, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.09.1987, Blaðsíða 6
6 Tíminn. Fimmtudagur 10. september 1987 Handlangað fyrir 400 kr. á tímann Allt að 400 krónum er nú borgað á tímann í handlangi við múrverk um þessar mundir, vegna gífurlegrar þenslu á íslenska vinnumarkaðinum. Petta kom fram í viðtali Tímans við múrarameistara einn í Grafarvogi. Sagði hann að málið væri einfaldlega að engan mann væri að fá. Ef takast ætti að vinna verk og standa við samninga og skuldbindingar, yrði að grípa til þess að borga mönnum betur en oftast áður. Hreyfing á verkamönnum í byggingariðnaði er slík að menn muna ekki annað eins. Þegar Tíminn bar þessar fréttir undir Vikar Davíðsson hjá ístaki hf., sem er stórt byggingarfyrirtæki, sagðist hann reyndar ekki þekkja þessar upphæðir í tímakaupi verkamanna. Hins vegar sagði hann að enginn héldi manni í vinnu á Þórður Hilmarsson forstjóri Steinullarverksmiðjunnar, Ingi R. Helgason forstjóri Brunabótafélags íslands og Bergsteinn Gizurarson brunamálastjóri ríkisins fylgjast hér með Þór Þorbjörnssyni sölustjóra Steinullarverk- smiðjunnar sem reyndi að kveikja í steinullinni fyrir fréttamenn en ekkert gekk. Timainynd brein Bæklingur um einangrun og hönnun bygginga: ELDURINN ÉTUR EKKISTEINULL íslensk steinull þolir rúmlega 1000 gráðu hita á Celsíus í 2 klukkutíma á meðan glerull þolir um 600 gráðu hita í 6 mfnútur og frauðplast bráðn- ar á innan við þremur mínútum við minna en 200 gráður. Þetta kom m.a. fram á frétta- mannafundi sem haldinn var til kynningar á bæklingnum: Bruna- vörn - einangrun og hönnun bygg- inga sem Steinullarverksmiðjan, Brunabótafélag íslands og Bruna- málastofnun ríkisins hafa gefið út og ætla að dreifa til allra hönnuða húsnæðis, svo sem arkitekta, verk- fræðinga og tæknifræðinga. Bækl- ingurinn verður einnig sendur sveit- arfélögum, atvinnufyrirtækjum, byggingarvöruverslunum og til slökkviliða landsins. Ástæða útgáfu á þessum bæklingi er að íslendingar skera sig úr meðal Norðurlandabúa hvað varðar notk- un brennanlegrar einangrunar í hús- byggingum. Talið er að hlutfallið hér á landi sé á milli 25 og 35% en aðeins 5% á hinum Norðurlöndun- um. Aðstandendur bæklingsins segja, að alvarlegar brunagildrur sé að finna í eldra húsnæði, t.d. í byggingum sem reistar voru fyrir 1960 sem eru eingöngu einangraðar með eldfimum einangrunarefnum. Einnig vekja þeir athygli á því að í iðnaðar-og verksmiðjuhúsnæði af ýmsu tagi standi brennanlegeinangr- un óvarin. Eignatjón á Islandi af völdum bruna nemur um 200 millj- ónum króna á ári og að meðaltali farast tveir til þrír íbúar af völdum eldsvoða árlega. Bergsteinn Gizurarson bruna- málastjóri ríkisins bendir hins vegar á að nú þegar hafi komið í ljós að endurbyggð timburhús þar sem not- uð hafi verið steinull til einangrunar, hafi síður orðið eldi að bráð en önnur timburhús. Ingi R. Helgason forstjóri Bruna- bótafélags íslands sagði að Brunabót tæki heilshugar þátt í þessu átaki með Steinullarverksmiðjunni því einangrun og upphitun húsa væri meðal mjög mikilvægra þátta í for- varnarstarfi gegn eldsvoðum. Ingi sagðist vildu óska þess að menn létu sér segjast og hættu að einangra hús sín með „innfluttum olíuefnum" þegar kostur væri á innlendri ein- angrun sem hefði yfirburði hvað eldþol snerti, en steinullin er að meginhluta til unnin úr basaltsandi og skeljasandi. ABS launataxta. Astandið hefur að sögn Vikars verið við þetta sama í allt sumar en um þverbak hafi keyrt er skólarnir byrjuðu. Mjög erfitt er að fá menn í vinnu og enn erfiðara er að halda þeim kyrrum. Kvaðst hann ekki muna annað eins. Verst er fyrir fyrirtækin hvað verkamennirnir flytja sig oft á milli. Oft væri það þannig að þeir hefðu talið sig vera búna að ráða menn í vinnu, en mennirnir ekki mætt á umsömdum tíma. Þykir það gott um þessar mundir að halda mönnum í vinnu í fáeinar vikur. „Það eru einfaldlega engir menn til á markaðnum miðað við alla þá vinnu sem fyrir liggur að vinna," sagði Friðrik Andrésson hjá múrara- meistarasambandinu. Taldi hann að ekki væri mikið um yfirboð á hand- löngurum eða verkamönnum almennt. Sagði hann að í flestum tilfellum væri unnið eftir mælingu og þá væri alls ekki hægt að yfirborga menn í þessum umrædda mæli. Það væri algengara að menn væru beðnir að vinna næturvinnu. Hún reiknast núna strax eftir dagvinnu, því að eftirvinna er ekki til. Hins vegar sagðist hann vita til þess að í einstaka tilfellum væri borgað geysi hátt kaup ef ljúka þyrfti ákveðnum verkefn- um. KB Jóhannes Geir. Myndina málaði Jóhannes Geir I frétt Tímans í gær, þar sem greint var frá afmælisgjöf fram- sóknarfélaganna í Reykjavík, SUF og Tímans, til Halldórs Ásgrímssonar, láðist að geta þess hver listmálarinn væri. Skal nú bætt úr því. í>að var Jóhannes Geir listmálari sem málaði mynd- ina og er hún máluð af heimaslóð- um ráðherrans, Höfn í Horna- firði. Menntamálaráðuneytið: Hef ur skipað nýtt kvikmyndaeftirlit Menntamálaráðuneytið hefur skipað nýja skoðunarmenn kvik- mynda samkvæmt lögum um vernd barna og ungmenna frá 1966 og lögum um bann við ofbeldiskvik- myndum frá 1983. Skoðunarmennirnir tóku til starfa 3. september s.l. og eru skipaðir til fimm ára. Þcir eru Adolf Pedersen fjölmiðlafræðingur, Guðrún Birgis- dóttir fjölmiðlafræðingur, Hclga Þórðardóttir félagsráðgjafi, Stein- grímur Þórðarson kennari, Sveinn Klausen M.A. og Auður Eydal kennari sem hefur jafnframt yfir- umsjón með starfi Kvikmyndaeftir- lits ríkisins. ABS Hver ber ábyrgð á sex-númerunum Matthías Á. Mathiesen sam- gönguráðherra hefur falið Póst- og símamálastofnun að krefja fram- leiðanda símabúnaðar stafræna símakerfisins í Reykjavík um lag- færingar á því þegar í stað. Stofn- unin á einnig að athuga með hvaða hætti hinn erlendi framleiðandi geti tryggt rekstraröryggi símakerf- isins í framtíðinni. Samgönguráðherra fól Póst-og símamálastofnuninni að athuga hvort framleiðandi væri hugsan- lega skaðabótaskyldur vegna þess- ara stöðugu bilana í stafræna kerf- inu en í því kerfi eru öll númerin í Reykjavík og nágrenni sem byrja á sex. ABS Hafnasamband sveitarfélaga: Haf naáætlun og fjárhagur haf nanna rædd á ársfundi Hafnasamband sveitarfélaga held- ur átjánda ársfund sinn á þremur stöðum á Austurlandi dagana 14. og 15. september. Fyrri daginn er fundurinn haldinn á Seyðisfirði og auk venjulegra fund- arstarfa verður fjárhagsstaða og gjaldskrármál hafna rædd. Einnig verður þingsályktun um hafnaáætlun 1987 til 1990 tekin fyrir á fundinum. Seinni daginn verður fundurinn haldinn á Eskifirði þarsem starfsemi Hafnamálastofnunar og hafnarfram- kvæmdir á árinu 1987 verða m.a. ræddar og tillögur nefnda á fundin- um verða afgreiddar. Síðla dags sigla fundarmenn til Reyðarfjarðar og sitja kvöldverðarboð í boði heimamanna þar. ABS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.