Tíminn - 10.09.1987, Page 7

Tíminn - 10.09.1987, Page 7
Fimmtudagur 10. september 1987 Tíminn 7 Þórarinn Þórarinsson: Fá Bandaríkin varaherflugvöll í þakklætisskyni fyrir hvalamálið? Það þarf engan að undra, þótt Bandaríkin séu okkur erfið í hvala- málinu. Pað sorglega er, að það er að miklu leyti okkar sök. Ég hefi það álit á Bandaríkja- mönnum, að ekki sé erfitt að hafa samskipti við þá, ef þeim er sýnd festa og einbeitni. Þeir eru hins vegar ekki ólíkir öðrum, þegar þeim er sýndur undirlægjuháttur, þá er gengið á lagið. Skipti okkar við Bandaríkin síð- ustu árin hafa markast af undir- gefni. Þau hafa fengið nær öllum óskum sínum framgengt varðandi aukningu hernaðarframkvæmda hér á landi. Óskir þessar hafa verið tengdar hinni nýju flotaáætlun Bandaríkjanna, sem er fólgin í því að geta gert loftárásir á Sovétríkin, ef til átaka kæmi. Vegna þessarar áætlunar var haf- in mikil uppbygging flugmóður- skipaflota. En flugmóðurskip koma ekki að notum, nema þau geti unnið í samstarfi við flugvelli. Þegar Bandaríkin gerðu loftárás á Líbýu, höfðu þau fleiri flugmóður- skip á Miðjarðarhafi. Það þótti þó ekki fullnægjandi, að flugvélar frá þeim gerðu árásina. Þess vegna var samið um það við Margaret Thatc- her að bandarískar flugvélar, stað- settar á Bretlandi, tækju einnig þátt í árásinni. Þær munu hafa dugað bctur en flugvélarnar frá flugmóðurskipunum. Þessi staðreynd getur vel skýrt það, að Nató hefur farið fram á að hér yrði komiðvhpp varaherflug- velli. Þetta er ósköp sakleysislegt, fljótt á litið. En myndi slíkum flugvelli ekki verða breytt hægt og bítandi í ölfugan herflugvöll, sem væri enn hæfari til árása en Kefla- víkurflugvöllur? Ég óttast slíka framvindu mála, ef vígbúnaðaráætlanir þær, sem hafa verið uppi í Bandaríkjunum. ná fram að ganga, og ekki tekst samkomulag milli risaveldanna um afvopnun. Haldi áfram sama undirgefnin í skiptum við Bandaríkin og ríkt hefur allra síðustu árin, finnst mér ekki fjarri lagi aðspyrja: Fá Banda- ríkin hér varaherflugvöll í þakk- lætisskyni fyrir hvalamálið? Aðalfundur Skógræktarfélags íslands: Landbúnaðarrádherra verði úrskurðaraðili Skógræktarfélag íslands hefur skorað á ríkisstjórnina að breyta jarðalögum. Tilgangur nýrra jarða- laga á að áliti félagsins að vera m.a. fólginn í því að skógræktarmenn geti eignast land og nýtt það og að réttur sveitarstjórna og jarðanefnda verði takmarkaður við ákvörðun um eignar og leiguhald á landi ef því á að ráðstafa til gróðurverndar og gróðurbóta, þannig að ef ágreining- ur kcmur upp skuli ákvörðun land- búnaðarráðherra gilda. Aðalfundur Skógræktarfélags fs- lands var haldinn í Stykkishólmi fyrir skemmstu og þar kom þetta m.a. fram. Aðalfundurinn lýsti yfir stuðningi við 15 ára skógræktaráætlun sem Búnaðarþing 1987 samþykkti í vetur. Búnaðarþing skoraði þá á landbúnaðarráðherra að beita sér fyrir að aukið fjármagn fáist til að rækta nytjaskóga á bújörðum og fjárveitingar verði miðaðar við að á næstu 15 árum verði gróðursett í minnst 18 þúsund hektara lands á völdum skógræktarsvæðum. Miðað við verðlag í nóvember 1986 þýðir það um 127 milljónir árlega en jafnframt skapaði áætlunin 150 manns atvinnu. Meðal annarra samþykkta aðal- fundar Skógræktarfélagsins var að Alþingi stórauki framlög á fjárlaga- lið skógræktar ríkisins til félaga og einstaklinga til að styðja við bakið á ræktun verndar- og landgræðslu- skóga. Um leið er hvatt til samvinnu einstaklinga og félaga um upp- græðslu lands og ræktun landvernd- arskóga. Mælt var með að sérstakur erindreki á vegum ríkisins yrði starf- andi allt árið til að aðstoða áhugafólk við skógræktarstarf og gerð áætlana. Aðalfundurinn lýsti yfir stuðningi við gcrð landnýtingaráætlunar í framhaldi af skýrslu um landnýtingu á íslandi, fagnað var framtaki ýmissa aðila til að endurheimta gróður landsins, svo scm átak frjálsra fjöl- miðla til söfnunar fjár fyrir Land- græðslu ríkisins, fiamkvæmdir við gróðurkortagerð og fleira. -ABS Sýningar í Gallerí List: Tuttugu en ekki einn Eigi alls fyrir löngu var greint frá nýjum sýningarsal og list- munaverslun scm ber nafnið Gallcrí List. Erekkert ncmagott eitt um það að scgja. Hins vegar var hægt að lesa úr lréttinni, ef vilji var fyrir hendi, að sami listamaðurinn hefði skap- að öll verkin á sýningunni. Það er alrangt. Verkin eru eftir 20 ís- lenska listamenn, ckki einn. Hlutaðeigandi eru beðnir vel- virðingar á þessu. VEST- NORRÆNIR ÞINGA í ÞÓRSHÖFN Það verður tjallaó um sameigin- leg hagsmunamál íslands, Færeyja og Grænlands á sviði fiskveiða, menningar, viðskipta og sam- gangna þegar Vestnorræna þing- mannaráðið hittist í Þórshöfn í Færeyjum dagana 15. og 16. sept- ember. Hlutverk Vestnorræna þingmannaráðsins er að annast samstarf Alþingis, Lögþings Fær- eyja og Landsþings Grænlands. Ráðið hefur tillögurétt gagnvart þjóðþingum stjórn landanna og fjallar um sameiginleg málefni þessara þriggja vestustu landa Norðurlanda. í sendinefndum hvers lands eiga sæti þingmenn úr öllum stjórn- málaflokkum og eru fulltrúar ís- lands að þessu sinni Páll Pétursson, sem er núverandi formaður Vest- norræna þingmannaráðsins, Árni Gunnarsson, Danfríður Skarphéð- insdóttir, Óli Þ. Guðbjartsson, Steingrímur J. Sigfússon og Frið- jón Þórðarson. Þetta er þriðja árið sem Vest- norræna þingmannaráðið þingar og mun Færeyingur taka við for- mennsku í ráðinu nú þar sem formennskan fellur í hlut þess lands er heldur fundinn hverju sinni. Páll Pétursson tók við emb- ættinu á fundi ráðsins á Selfossi í fyrra. Sigurður Jónsson, útibússtjóri, og Orle Toft frá Aktern í Danmörku við afgreiðsluborðið nýja í Mjóddinni. Tímamynd Fjetur Björg líka í Mjóddinni Efnalaugin Björg hefur opnað nýtt útibú í Mjóddinni í Breiðholti og eru afgreiðslustaðirnir því orðnir tveir í borginni. Gamli staðurinn verður áfram í Miðbæ við Háa- leitisbraut. Útibússtjórinn nýi, Sigurður Jónsson, sagði í viðtali við Tímann að hér væru á ferðinni nýjustu og bestu tæki sem t boði væru. Vegna uppsetningar á tækjunum kom hing- að til landsins Orle Toft frá danska fyrirtækinu Aktern, en það hefur þjónað efnalauginni í yfir tuttugu ár. Björg í Mjóddinni verður opin alla virka daga og til sjö á föstudögum. KB

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.