Tíminn - 10.09.1987, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.09.1987, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 10. september 1987 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Aðstoðarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild) og 686306 (ritstjórn). Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550.- Atvinnugrein á tímamótum Nýlokið er aðalfundi Stéttarsambands bænda, sem að þessu sinni var haldinn á Eiðum. Að venju voru þar hagsmunamál bænda tekin til umfjöllunar og bera samþykktir fundarins það með sér að miklar breytingar standa yfir í íslenskum landbúnaði. í Ijósi þeirrar erfiðu stöðu sem bændastéttin er í er eftirtektarvert að samþykktir fundarins eru ekki neinar kröfugerðir á hendur stjórnvalda eða annarra aðila heldur einkennast þær af rökstuddum ábend- ingum um hvar þörf sé úrbóta og hvernig að þeim skuli staðið. Jafnframt kemur vel í ljós cindreginn vilji bændastéttarinnar sjálfrar til að mæta nýjum og breyttum aðstæðum. A fundinum var samþykkt viðamikil ályktun um stefnumörkun í landbúnaði. í greinargerð hennar er vitnað til þess að með samþykkt nýju búvörulaganna hafi verið mörkuð ákveðin stefna í málefnum landbúnaðarins, og að sú stefnumörkun ásamt þeim búvörusamningi sem gerður var fyrir forgöngu Jóns Helgasonar, landbúnaðarráðherra milli bænda og ríkisvaldsins hafi dregið úr þeirri óvissu sem ríkti í málefnum landbúnaðarins og skapað svigrúm til nýrrar atvinnuuppbyggingar í sveitum. Síðan segir: „Framkvæmd þessarar breyttu stefnu og aðlögun landbúnaðarins að nýjum aðstæðum verður megin viðfangsefni bænda og samtaka þeirra á næstu árum“. Búvörulögin sem nú hafa gilt í rúm tvö ár, fólu í sér miklar breytingar á skipulagi framleiðslumála landbúnaðarins og einnig gerðu þau kröfu um verulegar búháttabreytingar. Forsenda þeirra er að bændur fái tíma til að aðlaga starfsemi sína breyttum aðstæðum. Með það að markmiði var búvörusamn- ingurinn í vor undirritaður. Fyrir þá samningsgerð sætti Jón Helgason, land- búnaðarráðherra mikilli gagnrýni af hálfu pólitískra andstæðinga sinna. Úr þeirri gagnrýni hefur dregið, enda fullur skilningur fyrir því hjá landsmönnum að landbúnaðurinn þurfi á aðlögunartíma að halda. í ávarpi sínu á aðalfundi Stéttarsambandsins fjallaði Jón Helgason landbúnaðarráðherra um þennan samning og sagði m.a.: „Með samningnum er lögð undirstaða sem við getum byggt á næstu árin, ef rétt er á málum haldið. Hann gerir okkur kleift, og leggur okkur reyndar þær skyldur á herðar, að horfa fram á veginn og nýta tækifærin til að byggja fyrir framtíðina í ríkara mæli heldur en við höfum get'að gert síðustu árin, þegar þörfin á að leysa vandamál gærdagsins hefur tekið tíma okkar og krafta í allt of ríkum mæli“. Ályktun Stéttarsambandsins um stefnumörkun í landbúnaði er í senn viljayfirlýsing bændasamtak- anna um að bændur muni í framtíðinni þjóna kröfum neytenda sem best og hvatning til íslenskra bænda um að mæta nýjum og breyttum viðhorfum í landbúnaði með jákvæðu hugarfari. Þannig næst sá árangur sem nauðsynlegur er. Endurskipulagning bankakerfisins l*aft var töluvert tnikill sannleik- ur fólginn í ályktuninni, sem birtist hér í Tímanum í gær um Útvegs- bankamálið og kom frá nýafstöðnu þingi Landssambands íslenskra samvinnustarfsmanna. l'ar sagði aö þingið fagnaði frumkvæði sam- vinnuhreyfingarinnar varðandi kaup á hlutabréfum í Útvegsbanka íslands hf., því að þau stuöluöu að fyrsta raunhæfa skrefinu til endur- skipulagningar bankakcrfisins í landinu. Þess vegna bcindi þingið þeim tilmælum til viðskiptaráð- herra að hann staðfesti nú þegar kaup hreyfingarinnar á meirihluta hlutabréfanna. Garri sér ekki betur en að hér sé farið beint að sjálfum kjarna málsins, og af töluvert meiri skyn- semi en verið hefur mest áberandi í öllu því pólitíska moldviðri sem þyrlað hefur vcrið upp í kringum þetta mál. Sannleikurinn er vita- skuld sá að eins og hvcr maður veit hefur árum saman verið rætt um það, jafnt manna á milli sem á opinberum vettvangi, að hér þyrftu að vera færri bankar og stærri. Mcöal annars hafa menn margrætt um það að óþarfi væri að ríkið væri með þrjá banka á sínum vegum, og að einkabankarnir yrðu rekstrar- liæfari ef þeir væru færri og stærri. Aukin hagræðing Þetta byggist einfaldlega á þeirri staðreynd að viðskiptalíf nútímans kallar á að fyrir hendi séu tiltölu- lega stórar rekstrareiningar, sem ráði við það að takast á við sem flest af þcim stórverkefnum scm upp koma hverju sinni. Of litlar einingar geta brotnað niður þegar á bátinn gel'ur, eins og reynslan sýnir. Og séu þessar litlu ciningar klofnar í sundur cftir pólitískum línum, þá sýnir reynslan einnig að ókleift getur orðið að ná samstöðu á milli þcirra um cinhvers konar samtök eða baktryggingu þegar stóru málin koma upp á. Með tilboði sínu í Útvegsbank- ann sýndi samvinnuhreyfingin það í verki að henni var fyUsta alvara með að gera eitthvað raunhæft í þessu máli. Eins og segir ■ LÍS ályktuninni þá er þetta hvorki meira né minna en fyrsta raunhæfa skrefið sem stigiö hefur verið til að endurskipuleggja bankakerfið í landinu. Þarna var í fullri alvöru gerð tilraun til þess að koma á sumeiningu tveggja, ef ekki þriggja banka. Frumkvæðið hjá samvinnumönnum Það fer heldur ekki á milli mála að i þessu máli öllu var frumkvæðið hjá samvinnumönnum. Engum, seni fylgst hefur með málinu, flýgur í hug að KR-liðið, sem svo er gjaman nefnt, hefði brugðist jafn hratt við og það gerði ef tilboö samvinnumanna hefði ekki komiö fram. Það liggur ekkert fyrir sem gcfur minnsta tilefni til að ætla að sá hópur væri búinn að bjóða í bréfin í dag ef samvinnumcnn hefðu ekki tekið frumkvæöið líkt og þeir gerðu. Hér mætti því ætla að allir helstu ráðamenn þjóðarinnar hcfðu átt að sjá ástæðu til þess að líta á málin frá svipuðum sjónarhóli og sam- vinnustarfsmenn hafa nú gert. Þcir hefðu átt að skoða þau út frá því sjónarmiöi að hér hefði opnast möguleiki til þess að fækka bönkunum og auka hagræðinguna í bankarekstrínum. Enginn þarf að velkjast í vafu um að slíkt yrði þjóðarbúinu til góðs. En viðbrögö einkaframtaksins í Sjálfstæðisflokknum urðu svo sem ekki á þá leiöina. Þvert á móti skapaðist þar cinn allsherjar glund- roði þegar allt þaö lið sá fyrir sér hættu á að stærsta fjöldahreyfing landsins og helsti keppinautur cinkarekstrarins í landinu fengi færi á að stíga þetta skref. í samvinnuhreyfingunni sá einka- framtakið ckkcrt minna en sjáifan höfuðóvininn málaðan á vegginn. Þess vegna var aldeilis ekki verið að hugsa um þjóöarhag þarna. Þess vegna fékk hagur einkafyrir- tækjanna að sitja í fyrirrúmi. Svona getur pólitíkin verið skrýtin á stundum. _ Garri. VÍTTOG BREITT Oánægja fiskverkafólks á sér djúpar rætur Miklir atburðir eru að gerast í Verkamannasambandi íslands. Margt bendir til þess að sambandið sé að klofna og vel geti svo farið að fiskvinnslufólk stofni sín eigin samtök. Ekki deila um fundarsköp Eftir fyrstu fréttum að dæma af þessum klofningshugmyndum mátti ætla að upp úr hafi soðið varðandi eininguna í Verkamanna- sambandinu, þegar varaformaður þess, Karl Steinar Guðnason í Keflavík, krafðist allsherjar- atkvæðagreiðslu á vettvangi sam- bandsins í stað þess að hver for- maður færi með eitt atkvæði á formannaráðstefnu án tillits til fé- lagsmannafjölda sem stendur á bak við hvern formann. Málið virtist þannig snúast um afgreiðsluform og fundarsköp og vera einhvers konar valdabarátta milli aðildarfé- laga eða íahdshluta. Blinda forráðamanna Ástæður misklíðarinnar í Verka- mannasambandinu eru þó í raun alls annars eðlis og eiga lítið skylt við atkvæðahlutfail á fundum eða fundarsköp yfirleitt. Það sem hér liggur á bak við er megn óánægja starfsfólks í frystihúsum og öðrum fiskvinnslustöðvum með launakjör sín, vinnufyrirkomulag ogstarfsað- stöðu almennt talað. Er engu lík- ara en að forstöðumenn fisk- vinnslufyrirtækja og margir for- ystumcnn verkamannafélaga séu blindir á þau viðhorf sem smám saman hafa verið að skapast meðal verkafólks í fiskvinnslu. Föst atvinna breytist í þrældóm Á fyrstu árum skipulegrar fryst- ihúsauppbyggingar og togaraút- gerðar úti um land, og er þá átt við árin milli 1972-1980, ríkti bjartsýni meðal verkafólks í sjávarplássum og fögnuður yfir því að menn sáu fram á að nú myndi rætast úr um atvinnu í heimabyggð, skapast skil- yrði til jafnrar ogstöðugrar atvinnu allt árið um kring. Vetrardvalinn og tímabundna atvinnuleysið sem fylgdi sjávarplássununt átti að verða úr sögunni, þegar saman færi togaraútgerð og vönduð fisk- vinnslustöð. Þessar vonir rættust í fjölda útgerðarstaða úti um alla landsbyggð. Atvinnuöryggi og af- koma fólks fór mjög batnandi. Hins vegar fór verkafólkið að finna fyrir skuggahliðum þess verk- smiðjufyrirkomulags sem þarna var sett á laggirnar. Vinnufyrir- komulag og kaupgjaldsákvarðanir urðu brátt með þeim hætti að á mörkum var að það væri bjóðandi frjálsbornu fólki. Skorpuþrældóm- ur vertíðarlífsins sem ætlunin var að afnema var færður inn í þessar nýju fiskverksmiðjur með tak- markalitlum vinnutíma og linnu- lausri ákvæðisvinnu í stað þess að gera þessa vinnustaði ánægjulcga og örvandi fyrir þá vinnugleði og miklu starfslöngun sem einkennir íslenskt verkafólk og íslendinga yfirleitt svo að eftir er tckið. Starfsmenn í undirstöðugrein Útgangan og óánægjan á for- mannafundi Verkamannasam- bandsins er ekki annað en spegil- mynd af ástandinu sem ríkir meðal fiskvinnslufólksins í landinu. Því finnst það afskipt og hlutur þess fyrir borð borinn. Hér er um að ræða eina mikilvægustu starfsstétt í þjóðfélaginu, fólk í undirstöðu- grein útflutningsframleiðslunnar, sem á rétt á því að unt kjör þess sé fjallað á sanngjarnan hátt og af fullri virðingu gagnvart vinnufram- lagi þess, sem aðrar þjóðfélags- stéttir lifa á að meira eða minna • leyti. iye

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.