Tíminn - 10.09.1987, Blaðsíða 10

Tíminn - 10.09.1987, Blaðsíða 10
10 Tíminn Fimmtudagur 10. september 1987 ÍPRÓTTIR Pétur Pétursson skoraði fyrra mark íslendinga og hér er boltinn á leiðinni í netið án þess að Erik Thorstvedt komi neinum vömum við. Pétur er greinilega ekki búinn að átta sig á að boltinn ætli í netið en norsku varnarmennirnir virðast skelfingu lostnir. Tímamynd pjetur. Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu á Laugardalsvelli: Sigur á Norðmönnum - íslenska landsliðið gerði tvö mörk gegn einu og tryggði sér sigur þrátt fyrir að eiga lengi vel undir högg að sækja íslenska landsliðið í knattspyrnu sigraði landslið Norðmanna með tveimur mörkum gegn einu á Laug- ardaisvelii í gærkvöld. Leikurinn var liður f undankeppni Evrópu- móts landsliða. Mörk íslenska liðs- ins gerðu Pétur Pétursson og nafni hans Ormslev en Jörn Andersen skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Norðmenn. Leikurinn var lítt skemmtilegur á að horfa en sigur- inn eigi að síður sætur. Það voru Norðmenn sem hófu leikinn af miklum krafti og virtist strax í upphafi sem þeir ætluðu að kafsigla íslenska liðið. íslensku leikmennirnir virkuðu mjög hik- andi og allt að því hræddir og Norðmenn réðu lögum og lofum á vellinum. „Við hefðum getað tapað leiknum á fyrstu 20 mínútunum" sagði Sigi Held landsliðsþjálfari eft- ir leikinn. „Strákarnir voru mjög óákveðnir og spenntir í upphafi leiksins, lítil hreyfing og sóknin ómarkviss" sagði Held og ekki er það of mikið sagt því íslenska liðið hafði ekki komið boltanum svo mikið sem einu sinni inn í vítateig andstæðinganna þegar Norðmenn voru búnir að skora. Markið gerði Jörn Andersen sem var aleinn á vinstra markteigshorni íslenska liðsins og átti ekki í minnstu vand- ræðum með að senda boltann í autt markið. Sendinguna fékk hann frá Kai Erik Herlovsen sem hafði dregið til sín alla íslensku vörnina. Þar var staðan orðin 0-1 og útlitið fjarri því að vera bjart. íslenska liðið átti sitt fyrsta færi stuttu eftir markið en það var ekki ýkja hættu- legt. Norðmenn höfðu sem fyrr yfirhöndina og Erik Solér komst í dauðafæri á 14. mín. en skaut beint á Bjarna Sigurðsson í markinu sem þakkaði fyrir og gómaði boltann. Á 22. mín. var komið að Islend- ingum að jafna metin. Boltinn hóf ferð sína hjá Gunnari Gíslasyni, barst til Ragnars Margeirssonar og hann sendi gullfallega stungusend- ingu á Pétur Pétursson. Pétur lék áfram, snéri laglega á varnarmenn Norðmanna og sendi boltann í net- ið með þrumuskoti. Hreint stór- kostlegt mark og eitt af þessum færum sem Pétur Pétursson er snill- ingur í að skora úr, virðist vonlítið en hann afgreiðir boltann sallaró- legur í netið. Nú fór að vænkast hagur strympu og fram að leikhléi var meira jafnræði með liðunum þótt íslenska vörnin virkaði á tíðum ansi óörugg. Þannig áttu Norð- menn tvívegis dauðafæri þegar seint gekk að hreinsa frá en Wil- fred Wallace dómari flautaði til leikhlés án þess að til stórtíðinda drægi. Seinni hálfleikurinn var mun jafn- ari þó fslenska liðið héldi áfram að leika sama hlédræga leikinn og fyrr þar sem boltinn kom æði oft við hjá Bjarna Sigurðssyni markverði. Norðmenn voru ekki eins sprækirog í upphafi og tókst ekki að skora úr færum sínum. Pað tókst hinsvegar Islendingum á 60. mín. og var þar á ferðinni Pétur Ormslev. Hann fékk stungusendingu frá nafna sínum Pét- urssyni, lagði boltann fyrir sig og skoraði með föstu skoti. Falleg sam- vinna þeirra félaga og markið reynd- ist tryggja íslendingum sigur í leikn- um. Leikurinn var sem fyrr sagði ekki skemmtilegur á að horfa enda býður leikaðferð íslenska liðsins ekki upp á það, engin áhætta tekin og treyst á skyndisóknir. Þessi aðferð er engu að síður árangursrík þó varla sé hægt að segja með góðri samvisku að úrslitin hafi verið sanngjörn, til þess áttu Norðmenn of mörg dauða- færi. „Við áttum fleiri færi og hefð- um átt að nýta þau betur" sagði Tord Grip þjálfari Norðmanna eflir leik- inn. Hann bætti því við að íslenska liðið hefði ekki komið sér á óvart, hann hefði vitað það fyrirfram að þeir myndu berjast vel. Sigfried Held landsliðsþjálfari var ánægður að sjá eftir leikinn og sagðist vera hress með úrslitin en gaf lítið út á það þegar hann var spurður um leikinn sjálfan; „það sást gott spil á köflum í seinni hálfleik og það var góð barátta í liðinu" sagði Held. Enginn íslensku leikmannanna lék áberandi vel í leiknum í gær- kvöldi, menn stóðu vel fyrir sínu án þess að sýna stórleik. Helst er að nefna Sævar Jónsson og mörk þeirra Péturs Péturssonar og Ormslev voru einstaklega vel útfærð. Leikurinn var síðasti heimaleikur Islendinga í Evrópukeppninni og eru þeir komnir uppfyrir Norðmenn að stigum eftir sigurinn. -HÁ Effxt¥ : ^^ -.'¦¦' ¦.....___„;__ ii n—!¦ Annað mark íslenska liðsins að verða staðreynd. Norski markvörðurinn var of seinn að verja fast skot Péturs Ormslev sem greinilega er við öllu búinn. Tímamynd Pjetur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.