Tíminn - 10.09.1987, Blaðsíða 12
12 Tíminn
Fimmtudagur 10. september 1987
FRETTAYRRLIT
RÓM - Ríkisstjórn ítalíu fór>
fram á atkvæðagreiðslu um
traustsyfirlýsingu í ítalska '¦
þinginu vegna ákvörðunar,
sinnar að senda herskip til i
Persaflóa. Atkvæðagreiðslan v
mun fara fram í báðum deild- \
um þingsins. Heimildir herma j
að hin fimm mánaða gamla
ríkisstjórn muni auðveldlega I
bera sigur úr býtum í atkvæða- j
greiðslunni.
BAG H DAD - Að sögn írak-
skra stjórnvalda gerðu flugvél-
ar þeirra árás á skotmörk innan
landamæra írans í hefndar-
skyni fyrir eldflaugaárás á
Kuwait í síðustu viku.
MANILA - Allir ráðherrar
ríkisstjórnar Corazon Aquino, '
26 að tölu, sögðu af sér'til að |
gefa forsetanum frjálsar hend- '
ur um að skipa nyja einstakl-
inga til ráðherraembætta eftir
byltingartilraunina í síðustu
viku, sem er alvarlegasta áfall-,
ið í átján mánaða stjórnartíð í
Aquinos. Afsagnirnar koma í!
kjölfar ásakana nánasta að-;
stoðarmanns Aquinos á hend-
ur þremur kunnum kaupsýslu- j
mönnum og háttsettum for-1
ingja í hernum þess efnis að
þessir aðilar hefðu unnið að
því að grafa undan stjórninni.
BELFAST - Ekkert lát er á
ofbeldisverkum á Norðu-ír-
landi. Maður mótmælendatrú-
ar var í gær skotinn til bana í
hefndarskyni fyrir morð á ka-j
þólskum manni fáeinum klukk- j
ustundum áður. Alls hafa núi
69 Norður-írar látið lífið í átök-j
um það sem af er árinu.
PEKING - Lagt hefur verið
opinberlega til í Kína að rótt-
tækar breytingar verði gerðar
á stefnunni varðandi sölu
korns þar í landi. Tillagan felur
í sér að kínverskum bændum
verði leyft að selja korn sitt á
markaðsverði í stað hins opin-
bera verðs.
BRUSSEL - Belgísk
stjórnvöld munu taka um það
ákvörðun eftir helgina hvort
sendir verða tundurduflaslæð-
arar til Persaflóa til aðstoðar
þeim bandarísku, bresku,
frönsku, ítölsku og hollensku
herskipum, sem þar eru til að
halda opnum siglingaleiðum
fyrir oliuskip.
KOINDE, NÝJU
KALEDÓNÍU - Kanakar,
innfæddir íbúar landsins sem
berjast fyrir afkomu sinni í
hinni velstæðu nýlendu Frakka
í Kyrrahafi, hafa lýst því yfir að
þjóðaratkvæðagreiðslan um
sjálfstæði n.k. sunnudag muni
í engu hafa áhrif á kröfur þeirra
um sjálfstjórn og jafnan rétt á
við hvíta íbúa landsins.
ÚTLÖND
llllllllllllllllllllllllllllllll
Poul Schlúter fékk fyrstur boltann:
Erfid stjórnarmyndun
framundan í Danmörku
Poul Schliiter formaður íhalds-
flokksins hefur fengið umboð frá
Margréti Danadrottningu til að
reyna myndun nýrrar ríkisstjórnar,
þrátt fyrir að flokkur hans hafi orðið
að þola talsvcrt tap í kosningunum á
þriöjudag. En fyrr um daginn hafði
Schliiter öllum að óvörum sagt af sér
þrátt fyrir orð sín á kosninganóttina
að hann myndi freista þess að hakla
minnihlutastjórn sinni áfram við
völd.-
Endanlcg niðurstaða kosninganna
var sú, að mið- og hægri flokkarnir
fengu alls 90 þingsæti, en vinstri
flokkarnir 83 þingmenn, ogcrþá nýi
flokkurinn á þingi, Fælles Kursen,
talinn til vinstri blokkarinnar, en sá
flokkur byggði stefnu sína á aukn-
itigu opinberra útgjalda til að ná
niður atvinnuleysi. Athyglisvert er
að fylgisaukningin er mest hjá þeim
flokkum, sem standa yst til hægri og
vinstri á næsta þíngi.
Þrátt fyrir að Schlúter hafi fyrstum
verið falin stjórnarmyndunartilraun-
in, í krafti samkomulags þess efnis
meðal mið- og hægriflokkanna sex,
þá bíður hans ákaflega erfitt
hlutverk. Til að ná þingmeirihluta
þarf hann að ná stuðningi Róttæka
vinstri flokksins og Framfaraflokks-
ins. Þessir flokkar eru um flest ef
ekki allt ólíkir enda lýstu þeir fyrr-
nefndu því yfir að flokkurinn kæmi
aldrei til með að styðja stjórn, sem
háð væri Framfaraflokknum.
Það er a.m.k. ljóst að ef svo færi
að Schlúter tækist að mynda stjórn
með stuðningi þessara tveggja
flokka, þá yrði það mun veikari
stjórn en áður vegna þeirra samn-
inga, sem Schliiter yrði að gera við
flokkana.
Þá er ákaflega hæpið að Anker
Jörgensen takist að ná stuðningi
flokka úr mið-hægri blokkinni. Þrátt
fyrir að Róttæki vinstri flokkurinn sé
andvígur aðild að Atlantshafsbanda-
laginu og Evrópubandalaginu, þá
ríkir þar engin hrifning á sósíalisma
vinstri flokkanna. Þá hafa frétta-
skýrendur bent á að jafnvel geti
orðið erfitt fyrir Jafnaðarmenn og
Sósíalíska þjóðarflokkinn að ná
saman um myndun stjórnar, svo
ólíkar séu áherslur þeirra, s.s. í
afstöðunni til Nato.
Margir danskir stjórnmála-
skýrendur eru á því að nokkur tími
líði áður en tekst að mynda starfhæfa
ríkisstjórn, sérstaklega í ljósi þess
að fyrir nýrri ríkisstjórn liggur að
taka óvinsælar efnahagsákvarðanir.
Þá eru margir þeirra skoðunar að
það stefni í nýjar kosningar innan
skamms. Það liggur því í loftinu að
alvarleg stjórnarkreppa myndist í
Danmörku, nema þá Schliiter takíst
það ólíklega, að semja við bæði
Framfaraflokkinn og Róttæka
vinstri flokkinn um stuðning við
gömlu minnihlutastjórn sína.
Fréttir berast einnig um að niður-
stöður kosninganna hafi valdið
áhyggjum bæði í höfuðstöðvum Atl-
antshafsbandalagsins og Evrópu-
bandalagsins, en Danir hafa mcð
forsetaembætti síðarnefndu samtak-
ÚTLÖND
Þórður
Ægir
Óskarsson
BLAÐAMAi
Tekst Poul Schlúter það ólíklega, að mynda stjórn?
Flokkur Þingsæti 1987 1984
íhaldsfiokkurinn 38 42
Venstre 19 22
Miðdemókratar 9 8
Kristil. þjóöarfl. 4 5
Róttækivinstrifl. 11 10
Framfaraflokkur 9 6
Jafnaðarmenn 54 56
Sósíal. þjóðarfl. 27 21
FællesKurs 4 0
Angóla:
Þrír Svíar í
haldi hjá UNITA
anna að gera næstu 6 mánuðina.
Evrópubandalagsmenn hræðast
vcika forystu Dana þennan tíma,
einmitt þegar verið er að fást við
mikilvæg mál innan bandalagsins.
Þá hafa Danir ekki notið sérstakra
vinsælda innan Nato undanfarið
vegna sífellds niðurskurðar á út-
gjöldum til varnarmála, einkum til
að friða Róttæka vinstri flokkinn.
Stokkhólmur:
Stríð gegn
veggjakroti
Yfirvöld í Stokkhólmi hafa bann-
að farþegum t' neðanjarðarjárn-
brautum borgarinnar að hafa með
sér tússpenna cða úðunarbrúsa um
borð í lestarnar. Markmiðið með
banninu er að koma í veg fyrir
veggjakrot og aðra skreytilist, sem
Stokkhólmsbúar iðka mjög í hinum
opinberu flutningatækjum.
Skreytilist áhugalistamannanna
hcfur í för með sér mikinn hreinsun-
arkostnað og nam hann um fjörutíu
milljón króna árið 1986, en hefur
tvöfaldast það sem af er þessu ári.
Bannið, sem tekur gildi 15. sept-
ember, felur í sér að sérhver sem
gripinn er með tæki til skreytingar
og er grunaður um slíka ætlan verður
sektaður um jafngildi 6000 ísl.
króna. Það verður hins vegar lög-
reglunnar að meta hvort þeir. sem
hafa á sér tússpenna eða úðunar-
brúsa, ætla sér að fremja slíkan
verknað.
Skæruliðahreyfingin UNITA, sem
berst gegn stjórninni í Angóla, nam
á brott þrjá Svía í fyrirsát nálægt
Luanda, höfðuborglandsinsámánu-
daginn.
Svíar þessir hafa starfað við
sænskt þróunarverkefni og voru á
ferð undir vernd stjórnarhermanna
sl. mánudag. UNITA kveðst hafa
drepið 11 stjómarhermenn t' fyrirsát-
inni. Þessi skæruliðasamtök, sem
notið hafa drjúgrar aðstoðar frá
Suður-Afríku og Bandaríkjunum,
hafa staðið í stöðugri baráttu gegn
hinni sósíalísku stjórn í Angóla
síðan skömmu eftir að þessi fyrrum
portúgalska nýlenda fékk sjálfstæði
1975.
Svíþjóð hefur stutt stjórnina í
Angóla dyggilega og veitt til hennar
mikilli þróunaraðstoð.
Sænsk félagssamtök, sem berjast
gegn aðskilnaðarstefnu stjórnarinn-
ar í Suður-Afríku, hafa farið þess á
leit við Ingvar Carlsson forsætisráð-
herra Svíþjóðar, sem nú er í opin-
berri heimsókn í Bandaríkjunum,
að hann tæki málið upp við Reagan
forseta þegar hann ætti fund með
honum sem var í gær. Carlsson sagði
fréttamönnum að það væri ekki
tímabært þar sem hann hefði ekki
nægar upplýsingar um atburðina.
Sovétríkin:
ANDOFSMAÐUR
FÆR AÐ FLYTJA
Eistlenski andófsmaðurinn Tiit
Madisson sagðist í gær mundu
flytjast frá Sovétríkjunum til Sví-
þjóðar um næstu helgi.
Að sögn Madisson hafði KGB
samband við hann fyrir fáeinum
dögum og gaf honum tvo kosti,
annars vegar að flytjast úr landi
eða þá að snúa aftur til Síberíu, en
þar hefur hann eytt sex árum í
útlegð og nauðungarvinnu vegna
ásakana um starfsemi gegn sovéska
ríkinu.
Madisson, sem er kaþólikki, er
einn af áhrifamestu leiðtogunum í
eistlensku þjóðernishreyfingunni,
sem staðið hefur fyrir mótmælaað-
gerðum gegn innlimuninni í So-
vétríkin, en Eistland ásamt Lett-
landi og Litháen voru lögð undir
Sovétríkin 1940. Annar andófs-
maður, Rolands Silaraups, var
neyddur til að flytjast til Austurrík-
is fyrir skömmu.
>