Tíminn - 10.09.1987, Blaðsíða 19

Tíminn - 10.09.1987, Blaðsíða 19
Tíminn 19 Fimmtudagur 10. september 1987 Ættarveldið græðir IIjónaskilnaðir eru gróða- lind. Að minnsta kosti finnst að- standendum „Ættarveldisins" (Dynasty) það. Þegar Joan Collins skildi við Peter Holm, jókst horfun á þættina til ntuna. Nú er það hins vegar skilnaður Sylvester Stallone og Gittu hinnar dönsku, scm á að laða nýja áhorfendur að. því leyndu, en búningahönnuöur þáttanna, Nolan Miller, talaði af sér. Reyndar hafði cnginn beðið hann sérstaklega að þegja, svo honum fannst þetta allt í lagi og nú vcit sem sagt heimurinn að eiga má von á hinni leggjalöngu fyrrum frú Rambo á skjáinn. Varla þó hér á landi í bráðina. Ævintýrin gerast enn Einkahneyksli eru gulls ígildi fyr- ir sápuóperurnar. Skilnaður Joan Collins og Peters Holm þýddi nieira í kassann lijá Dynasty. c ^^agan er rétt eins og úr kvikmynd, en er það ekki, þó allt sem þarf sé til staðar; tvær glæsilegar, heilbrigðar, auðugar manneskjur, sem ciga allt til alls - hittast og verða ástfangnar. Hér er um að ræða fertuga hjartaskurðlækninn Robert Jarvik, en hann bjó til fyrsta nothæfa gervihjartað og Marilyn Mach Vos Savant, dökkhærða, velvaxna stúlku, sem hefur þann heiður að vera tilnefnd í Heimsmctabók Guinness sem greindasta kona í heimi, með greindam'sitöluna 230. (Meðalgreind mælist 110). Marilyn skrifar skáldsögur, greinar og ljóð og hún bjó í New York, þegar sagan hófst. Jarvik bjó í Salt Lake City og hann skreppur gjarnan á skíði eða fisk- veiðar þegar hann á frí. Dag einn var hann í flugvél og bað flugfreyjuna unt lesmál. Hún rétti honum tímarit, sem hann blaðaði í af takmörkuðum áhuga- þangað til hann festi augun á mynd af dökkhærðri konu og grein um hana. Robert fór að lesa og fékk svo mikinn áhuga, að þegar hann kom niður á jörðina, þurfti hann í marga söluturna til að finna blaðið og kaupa það. Þá hringdi hann til ritstjórans, sem neitaði að gefa honum heimilisfang konunnar, en með aðstoð vinar síns, þáttagerðar- manns hjá sjónvarpi, tókst honum loks að fá símanúmer Marilyn. Feiminn eins og skólastrákur hringdi hann og fékk samband við ritara. Marilyn var sjálf í leyfi á Hawaii. Hann skildi eftir boð. Þegar Marilyn kom heim og fékk þau, fletti hún upp í bók og skoðaði mynd af Robert. Henni leist ekki allt of vel á og sleppti því Höfundar „Ættarveldisins" sitja nú með sveittan skallann við að búa til hlutverk handa Gittu Stall- one. Gittu hefur raunar áður verði boðið hlutverk í Ættarvcldinu, en handritahöfundarnir gátu ekki komið sér saman um, hvar þeir ættu að koma henni fyrir, eða viðhald hvcrs hún ætti að vcra. Nú vilja þeir fyrir hvern mun fá hana, því ekkert hefur jafn ntikiö að- dráttarafl og salaríkt hneyksli og skilnaður Gittu og Rambos cr einmitt sú andlitslyfting, sem Ætt- arveldið er talið þarfnast. Um leið og skilnaðurinn var staðreynd, vörpuöu höfundar þátt- anna sér eins og úlfar yfir bráð á ritvélarnar, til að skapa hlutverk handa Gittu. Reynt var að halda að hringja. Þegar hún hélt áfram að fá boð frá honum, útvegaði hún sér nýrri myndir af honum og hringdi loks. - Mér varð svo mikið um, að ég gat ekki hugsað heilsteypta hugsun, segir Robert. Þó hlýtur hann að hafa ratað á réttu orðin, því þau héldu áfram að spjalla saman í síma og ákváðu loks mánuði síðar að hittast. Það var í lok ágúst í fyrra og viku síðar ákváðu þau að gifta sig, þó bæði væru fráskilin áður. Báðum finnst það harla eðlilegt, því þau voru lengi ástfangin af hvort öðru gegnum síma. - Marilyn er svo einstök mann- eskja, að ég finn aldrei neina aðra sem líkist henni. Ég vil fyrir hvern mun halda í hana, segir Robert. - Hjá Robert fann ég allt, sem ég hafði fram að því aðeins fundið í mörgum mönnum.Framkvæmda- semi, skopskyn. sköpunargleði, greind... Robert smíðaði sjálfur trúlofun- arhringana úr fílabeini. Hann teiknaði líka húsið þeirra í fjöllun- um utan við Salt Lake City. Brúð- kaupsferðin var farin til Parísar, sem þau unna mjög, rétt eins og hvort öðru. Kristínn Snæland:. UM STRÆTI OG TORG „Endurtekid efni“ Ég hefi oftar cn einu sinni nefnt, hér og annarstaðar, tónlistarlega fátækt þess unga fólks sem velur tónlist næturinnar á tónlistarrásun- um, Bylgjunni, Stjörnunni og Rás 2. Eins og ég sagði fyrir skömmu, er ég hættur við að flytja á Borgar- fjörð eystri, aðeins til þess að losna við Bylgjuna og Stjörnuna. Þetta þýðir hinsvegar að ég læt egóistana sem, afsakið, ég ætlaði að segja á íslensku. Ég ntun ekki láta í friði þá eigingjörnu sjálfselskupúka sem nú stjórna tónlist á næturstöðvun- um, þar með talin Rás 2. Ég bendi enn á, og hamra á því, það eru ekki bara krakkar 10 til 15 ára sem hlusta á næturútvarp. Á næturútvarp frá miðnætti til morg- uns hlusta næturvaktarmenn, sjómenn. lögreglumenn, slökkvi- liðsmenn, verksmiðjufólk, and- vaka sjúklingar og aldraðir sem eiga bágt með svefn. Samkvæmt könnun er diskó- og poppliðið sofnað unt eða upp úr klukkan eitt. Þess vegna væri vel við hæfi að endurflytja að næturlagi þætti svo sem óskalög sjúklinga, óskalög sjómanna eða harmonikuþáttinn. •Þar fyrir utan mætti gjarnan flytja •bitastæða tónlist, svo sem létt og \Ænsæl lög eftir virta tónlistar- snillinga. Ég nefni þetta hér, enn og einu sinni, vegna þess að ég verð þess var, æ ofaní æ, að farþegar mínir slappa af og njóta góðrar tónlistar, þá sjaldan sem hún býðst. Sem dæmi skal ég nefna að þegar segulbandið var í lagi í bílnum hjá mér, þá kom fyrir oftar en einu sinni, þegar ég var með Strauss valsa á, þá neituðu farþeg- arnir að fara út fyrr en spólan væri búin. Einu sinni tóku farþegarnir sig jafnvel til og dönsuðu valsana kringum bílinn og ekki versnaði stemmningin þegar ég setti á spólu með vinsælustu tangóunum. Liðið dansaði um götuna og sannarlega var ekki um skrílslæti að ræða. Með þessari góðu tónlist lyftist fólkið í hógværri gleði og ég gleymi seint hversu prúðmannlcgt og skemmtilegt þetta drukkna fólk var í dansi sínum í götunni. Því miður, því miður, því miður. Tón- listarval næturstöðvanna virðist einungis miðaö við að villa og trylla mannskapinn. Ég segi enn einu sinni, ég hefi takmarkalausa skömm á tónlist næturstöðvanna. Að lokum þetta, ég á ekki von á því að Bylgjan eða Stjarnan sýni nokkurn lit á því að spila tónlist fyrir almenning, því aumingja fólk- ið á þessum stöðvum trúir því alfarið að þeir sem nenna að hringja séu hinir einu og réttu hlustendur. Traust mitt set ég því á Rás 2. í þeirri von að ríkisútvarp- ið sjái sér fært að setja þar sem næturstjórnendur reynda útvarps- menn en ekki bara krakkagrey með vanþroskaðan tónlistar- smekk. Ekki meira um Iélega næt- urtónlist að sinni. Ég læt gera við segulbandið og svo liefi ég auðvitað NRK. Ég lét það eftir mér síðastliðna föstudagsnótt, aðfaranótt laugar- dags um klukkan 1.30 að leggja bílnum mínum í Hafnarstræti og taka mér göngutúr um miðbæinn. Ég hafði, áður en þarna var komið sögu, orðið var við að eitthvað óvenjulegt var á seyði í miðbæn- um. Fjöldi lögregluþjóna var á ferli en miðbærinn var bókstaflega fullur af unglingum. Það furðulega gerðist að lögregl- an Iokaði rúntinum og þess vegna var jafnvel sæmilega fært eftir Lækjargötunni. Á þessari göngu minni varð ég var við nokkur atriði sem skifta máli og frásagnar eru verð. Lögreglan lokaði Skólabrú inn í Pósthússtræti og Austurstræti, jafnvel fyrir leigubílum sem þó höföu vcrið pantaðir að húsum í Pósthússtræti. Sú regla var samt scnt áður svo laus í reipunum að sumir leigubílar sluppu í gegnum nálarauga lögreglunnar. Auðvitað áttu allir leigubílar að fá að aka inn á bannsvæðið, því enginn lcigubíl- stjóri fer inn á þetta svæði án þess að eiga erindi. Ruslið á svæðinu var ægilegt en svo snemma byrjuöu vatns og hreinsibílar borgarinnar að smúla og hreinsa miðbæinn, að sumt af síöbúnasta liðinu varð að forða sér undan vatnsstrókunum. Þetta var athyglisvert og til umhugsunar hvort ekki mætti hefja smúlun og hreinsun örlítiö fyrr, þó ekki væri til annars en að dreifa hópnum. Á göngu minni meðal þessa fjölda ungmenna styrktist ég í þeirri vissu að það eru aðeins örfáir sem setja Ijótan blett á svipmót hópsins. Fjöldinn var lítt eða ekki drukkinn en innanum voru fyrir- ferðarmiklir drukknir einstakling- ar. Það er mér umhugsunarefni, hvort lögreglan gæti ekki með lagni kippt þessum óeirðarseggjunt til hliðar og ekið þeint heim. Flestir þessir óeirðarseggir eru aðeins börn sem fengju hæfilega ráðn- ingu, aðeins nteð því að fá far í lögreglubíl, heim til pabba og mömmu. Þá er bara spurningin sú, eru pabbi og mamma svo með ráði og rænu að til bóta sé að flytja barnið heim? Er vandamálið barnanna eða foreldranna, ég bara spyr?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.