Tíminn - 11.09.1987, Blaðsíða 3
Föstudagur 11. september 1987
Tíminn 3
Fiskveiðiþjóðir norðurhjarans:
Sameiginlegt
áróðursstríð
Eftir að ljóst var að Steingrímur
Hermannsson ljáði ekki máls á því
að ræða við dr. Callio, fulltrúa í
viðskiptaráðuneytinu í Washing-
ton, var gert hlé á fundum. Mátti
glöggt greina að þróun málsins
kom fulltrúum ráðuneytisins mjög
á óvart. Eftir fundarhlé komu þeir
til baka og kváðust vilja leggja
fram ákveðna hugmvnd um lausn
á hvalveiðimálinu, og voru þá um
leið að leita að útgöngudyrum fyrir
sig. Fulltrúar utanríkisráðherra
sögðust myndu taka við þeirn hug-
myndum en án umræðu. Eftir
tveggja tíma hlé komu fulltrúar
viðskiptaráðuneytsins aftur með
tillögur sínar skrifaðar.
Tillögurnar voru í þeini dúr að
Bandaríkjámenn geta fallist á að
íslendingar veiöi 20 sandreyðar.
Þeir heita meira samstarfi ríkjanna
innan Alþjóða hvalveiðiráðsins, og
þeir heita stuðningi við vísinda-
veiöar íslendinga. Þó skal leggja
vísindaáætlanir fyrir vísindanefnd
Alþjóða hvalveiöiráðsins til sam-
þykktar. í samtali við Tímann í
gær sagði Steingrímur Hermanns-
son, utanríkisráðherra, að hann
vildi ekki ræða tillögur Bandaríkja-
manna á þessu stigi. en það scm
þcgar hefði komið fram um þær
væri rétt í mcginatriðum. „Við
teljum út af fyrir sig erfitt að hafna
því að fara eftir vísindalegum ráð-
leggingum í þessu máli. Við höfum
aldrei viljað það. Hitt er svo annað
mál, að samkvæmt 8. grein hval-
veiðisáttmálans er hverju landi
Staðan í hvalamálinu:
Aðeins tíma-
bundið stopp
„Það má segja að Bandaríkja-
menn hafi komið með opnun í
málinu og viö höfunr ákveðið að
vinna á þeim grundvelli. Ekki er
hægt að segja neitt frekar um
málið og hvort það leiðir til
einhverrar niðurstöðu." sagði
Halldór Asgrímsson, sjávarút-
vegsráðherra, eftir fund utanrík-
ismálanefndar Alþingis, en hon-
um lauk um hádegisbil í gær.
„Ég get ekki sagt hvaða tillögur
þetta eru frá Bandaríkjamönn-
um. Það hefur verið sanrþykkt aö
fjalla ekki um málið opinberlega
á þessu stigi, en við teljum að hér
sé um það mikilvæga opnun aö
ræða, að rétt sé að láta á þaö
reyna hvort hægt vcrður að ná
fram niðurstöðu sem er viöun-
andi fyrir báða aðila” sagði Hall-
dór ennfremur.
Halldór var spurður hvort hval-
veiðar Islendinga héldu áfram.
en þær áttu að hefjast í gær.
Halldór sagði að þær yrðu ekki
hafnar meðan viðræður færu
fram. Rannsóknarleiðangrinum
væri lokið og skipin komin inn.
Hann sagði hins vegar ekki rétt
að cngar hvalveiðar myndu eiga
sér stað. Aðeins yrði um tíma-
bundna stöðvun að ræða, meðan
viðræður ríkjanna tveggja færu
fram.
„Það er ckki hægt að segja
hvenær þessum viðræðum lýkur,
en lögð verður áhcrsla á að
þeim ljúki á næstu þremur til
fimm dögum. Viðræðurnar munu
fyrst og fremst eiga sér stað í
gegnum scndiráð okkar í Was-
hington og ég á ekki von á að þar
þurfi að koma til sérstakra fund-
ahalda, nema þá á milli sendir-
áðsins og bandarískra stjórn-
valda. Ég vil hvorki vera bjart-
sýnn.né svartsýnn. Það verður
unnið í málinu næstu daga og við
munum sjá hvernig það gengur,"
sagði Halldór einnig.
-SÖL
frjálst að stunda vísindarannsókn-
ir. Sömuleiðis höl'um við verið
ákaflega óánægðir með skipan vís-
indanefndarinnar. Hún lieíur verið
hlaöin allskonar öfgamönnum.
Iriöunarsinnum og við höfum lagt
til að hún yrði endurskipulögö og
yrði trúverðug. Bandan'kjamenn
luifa tekið undir það aö nokkru
leyti, þ.e. aö nefnditi sé ekki trú-
verðug. Ekki er rétt að Banda-
ríkjamenn hafi lofaö að styðja
okkur í hvalveiöiráðinu."
A þessum upplýsingum utanrík-
isráðherra sést að farið er að rofa
til í hvalveiöideilunni.
Fulltrúar viðskiptaráðuneytisins
virtust hafa komið umboöslausir til
fundarins í byrjun. en þegar þeir
afhentu tillögur sínar skriflega
munu þeir hafa htift samþykki
stjórnarinnar í Washington fyrir
þeim.
I samtali Tímans við utanríkis-
ráðherra kom í ljós, að hann helur
átt mjög fróðlegar samræöur við
sjáyarútvegsráðherra Kanada og
mun ræða við utanríkisráðherra
landsins í dag. „Viö ræddum m.a.
hvalveiðimálið í gær og sjávarúl-
vegsráðhern. er alveg jafn uggandi
og viö út af þessari öfgastefnu
friðunarsinna. Kanadamenn eru
alveg sömu skoðunar og viö að
þessar skepnur eigi að nýta en
undir ströngu eftirliti með vernd-
unarsjónarmið að sjálfsögðu í
huga, eða að þess verði gætt að
ekki verði um ofnýtingu að ræða.
Þessar viðræður hafa veriö mjög
Þcirstanda ístrungu þessadagana.
fróðlegar. og þeir eru fleiri hér,
sem hafa tekið í sama streng. I
Kanada hafa verið menn Irá
Bandaríkjunum sent hafa verið að
leggja til að hafin yrði kynningar-
herferð á sjónarmiðum veiöiþjóöa
norðurslóða. Þeir hafa líkti veriö á
Ískmdi ;ið tilhlutan utanríkisráðu-
neytisins. Hingað til hafa þessar
þjóðir halt þá stefnu að þegja við
ágangi friðunarsinnn. En þaðgeng-
ur bara ekki." Þannig eru líkur til
þess að liskveiðiþjóðir norðurhjar-
ans sameinist í áróöursstríöi gegn
ölgastefnu friðunarsinna, sem
lengið helur að leika lausum liala
um langa stund.
„Bilunin sjálf cr ekki cnn fundin.
en okkur hcfur tekist að koma
dælunum í gang aftur," sagði Stefán
Hannesson verkstjóri hjá Reykja-
vtkurborg, er Tíminn innti hann
eftir stöðu mála varðandi flóðin
undir brúnni á Miklubraut. Þar undir
liggur ein af aðalbrautum út af og
inná Kringluna. „Ljóst er að stýri-
búnaðurinn hefur bilað og dælurnar
hafa því ekki sinnt því hlutverki sínu
að dæla vatninu upp í holræsakerf-
ið." Dælukerfi fyrir hitalagnir í göt-
um og gangstéttum fyrir allt Kringlu-
svæðið var í hættu, þar sem það er
staðsett í sama dæluhúsi.
Þctta var heldur blaut sjón sem
fyrir augu vegfarcnda blasti í gær-
morgun, en Stefán og hans nrenn
unnu í því í allan gærdag að koma
tækjunum í gang að nýju. Ekki var
liægt að leggja mat á það að svo
stöddu hvort vatnsdælurnar hefðu
skaðast að öðru leyti en því að
nokkrir mælar voru greinilega ónýt-
ir. Unnið verður áfram að því að
finna liina raunverulegu bilun í stýri-
búnaðinum sem kostaði nokkur
hundruð þúsund.
Öllu alvarlegar leit út með afdrif
flókins dælubúnaðar, sem settur var
í gang fyrir einni til tveimur vikum,
og er staðsettur niðri í þessu sama
dæluhúsi. Dælubúnaður sá er til þess
ætlaður að knýja allt heitavatnskerf-
ið í götu og gangstéttalögnum á
þessu svæði. Sá búnaður er afar dýr
og er ekki búið að meta það til fulls marki. Talið er að þar gætu milljónir Stefán Hannesson verkstjóri að störfum í gær ásamt mönnum sínum, við að
hvort hann hafi skaðast að einhverju verið í húfi. KB bjarga rándýrum dælubúnaði frá vatnsskemmdum. Tímamynd Itrcin