Tíminn - 29.09.1987, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.09.1987, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 29. september 1987 Samkeppni Marska um besta sjávarréttinn í ár: Reykjavíkurmær bjó til besta sjávarréttinn Fyrirtækið Marska á Skagaströnd kynnti í gær niðurstöður úr sam- keppni um sjávarrétti. Veitt voru verðlaun fyrir 10 bestu réttina. Mar- grét Þórðardóttir fékk fyrstu verð- laun fyrir rétt sinn Innbakaðar fisk- kökur sækonungsins. Margrét er Reykvíkingur og greinilega ótrúlega næm á lostæti því hún hefur unnið fjöldann allan af verðlaunum í mat- argerðarsamkeppnum. Alls fékk hún þrenn verðlaun en sendi inn fjóra rétti. Að samkeppninni stóðu Marska hf. og DV neytendasíðan. Önnur verðlaun fékk Garðbæing- urinn Hrafnhildur Sigurðardóttir fyrir Kalda rækjusúpu og þriðju verðlaun fékk Michael Jón Clarke fyrir rétt sinn Sjávarperlur. Af þeim sem hlutu verðlaun fyrir fjórða sætið (4-10) vakti sérstaka eftirtekt að Margrét vann tvenn verðlaun. Þá voru hjón meðal vinn- ingshafanna. Sigurlína Jónsdóttir fékk verðlaun fyrir rétt sinn Exprex umslög en hún er gift Michael Jóni Clarke. Aðrirscm hlutufjórðu verð- laun voru: Margrét K. Þórhallsdótt- ir, Akranesi fyrir rétt sinn Sá ein- faldi. Jóhanna A.H. Jónsdóttir fyrir Fatso. Rannveig Þórðardóttir Garð- abæ fyrir Fylltar bitabollur. Þórir S. Helgason Reykjavík fyrir Hörpu- diskur og rækjur fyrir fjóra. Þegar úrslitin voru kynnt greindi Heimir L. Fjeldsted framkvæmda- stjóri Marska frá tilgangi keppninnar og sagði hana vera viðleitni fyrir- tækisins til þess að kynnast betur því sem neytendur vilja að framleitt sé, meðfram því að fá hugmyndir til vinnslu á vegum fyrirtækisins. Dómnefndarmenn voru: Anna Bjarnason blaðamaður, Einar Matt- híasson matvælaefnaverkfræðingur hjá Iðntæknistofnun, matreiðslu- meistararnir Hilmar B. Jónsson og Úlfar Eysteinsson, og Steindór R. Haraldsson framleiðslustjóri Marska. Dómnefndarmenn voru sammála um að mjög erfitt hefði verið að gera upp á milli þeirra uppskrifta sem valdar voru til úrslita. Gestum var í gær gefið tækifæri til að bragða þá þrjá rétti sem valdir voru bestir. Svo sagt sé frá reynslu af þeirri máltíð var hún í einu orði sagt ljúffeng. -ES Þorgeir Þorgeirsson og Skaftamálið: BIÐUR UM OPIN- BERA RANNSÓKN „Málið snýst um réttaröryggi mitt og annarra þá um leið," skrifar Þorgeir Þorgeirsson, rithöfundur í beiðni sinni til ríkissaksóknara að fram fari opinber rannsókn á með- ferð máls sem Lögreglufélagið höfðaði á hendur honum í kjölfar skrifa hans um Skaftamálið svo- kallaða og afskipti lögreglunnar af því. Þorgeir heldur því fram að for- seti Hæstaréttar hafi brotið á sér svo að varði við reglur mannrétt- indasáttmála Evrópuráðsins þegar hann skipaði Sigurmar K. Alberts- son verjanda Þorgeirs í málinu, þegar hann vildi annast vörn sína sjálfur. Flutningur í máli hans fór fram í Hæstarétti á þriðjudag að Þorgeiri fjarstöddum. Sigurmar fór með málið og átti ekki annarra kosta völ. „Ég kom þarna um það bil að málflutningur átti að hefjast og afhenti beiðni mína í þríriti til dómara, Hallvarðs Einvarðssonar, saksóknara, og svokallaðs verj- anda. Svo fór ég af vettvangi því að ég vildi ekki hafa nein afskipti af því að farið væri að flytja málið í mína óþökk," sagði Þorgeir í sam- tali við Tímann. Sigurmar var skipaður verjandi Þorgeirs hinn 10. apríl sl. Þorgeir segir það gert án sinnar vitundar og án þess að nokkur tilkynning yrði um þetta send. Ekkert svar hefur borist frá saksóknara varðandi bréf Þorgeirs enn þá. Til stuðnings kröfu sinni telur Þorgeir upp 13 atriði í bréfinu. Hann fer fram á rannsókn á skipan verjandans og lögmæti þess, en vill einnig að gaumgæfilega verði at- hugað hvernig málið hefur borið að gegnum lægri stig dómkerfisins svo og lógreglurannsóknir. Þorgeir skrifar m.a.:.....málið hefur verið rannsakað af lögreglumönnum sem vel gætu talið sig krenkta af þeim skrifum sem kært var út af." Hann telur að meinbugir hafi verið á verkaskiptingu ákæruvalds og dómsvalds í Sakadómi Reykjavík- ur og segir að sjálft ákæruskjal saksóknara sé brot á lögum um höfundarrétt í atriðum sem varða beinlínis túlkun textans. „í fimmta lagi kvað sakadómarinn upp úr- skurð í eigin sök eftir að deila reis við hann um bókanir réttarhaldsins ... I ellefta lagi hefur Hæstiréttur nú gert sig vanhæfan í málinu með því að svipta mig grundvallarrétt- indum og skipa mér talsmann sem ekki hefur einu sinni ráðgast við mig um vörnina." Þorgeir Þorgeirsson biður loks um að kannað verði hvort samband geti verið milli máls síns og Spegils- málsins, sem svo hefur verið kallað, en bæði fjalla þau um prentfrelsi. Þorgeir bendir á að verjandi í Spegilsmálinu, sem einn- ig var Sigurmar K. Albertsson, hafi tapað því og að skjólstæð- ingurinn hafi fengið verulegar greiðslur í kjölfar dómsins. Þorgeir ritar: „Þeirri greiðslu var ekki mjög flíkað, enda óvanalegt f lýðræðis- ríki að sjóðir almennings séu að kaupa upplag rits þó einhver stríðni við opinberan starfsmann hafi þar birst með meintum óviður- kvæmilegum hætti ... Ég bendi á þá staðreynd að nú vill Hæstiréttur íslands að því er virðist flest til vinna að þessi sami lögmaður, Sigurmar K. Albertsson, fari enn með vörn í máli þar sem ríkisvaldið fer mikinn um vafasamar brautir gegn ritfrelsinu." Afrit þessa bréfs voru send fjöl- miðlum, Hæstarétti og dómsmála- ráðherra. þj Ferðaskrifstofan Farandi: Jólaferð til Vínarboraar Jóla og áramótaferð til Vínarborg- ar verður á dagskrá hjá ferðaskrif- stofunni Faranda nú í ár. Þessi tími í Vín er mjög eftirsóttur af ferða- mönnum því mikið er um að vera í borginni. Haldnir eru margir meiri- háttar tónleikar og óperuhúsin tefla fram sínum skærustu stjörnum. f ár verða óperurnar La Travíata, Meist- arasöngvararnir fá Nurnberg, La Boheme, Valkyrjurnar og Baleta á dagskrá í Ríkisóperunni. Þá verður hátíðarsýning á Leðurblökunni á gamlárskvöld. f Alþýðuóperunni gefst kostur á að sjá og heyra Kátu ekkjuna, Hans og Grétu, Seldu brúðina, Sígauna- baróninn, Töfraflautuna og Leður- blökuna, einnig á gamlárskvöld. Farandi hefur lagt drög að að- göngumiðum á gamlárskvöldstón- leikana í Musikverein, sem Herbert von Karajan stjórnar að þessu sinni. Hljómleikum þessum er útvarpað um allan heim á vegum Eurovision. Margrét fær sér bita af verðlaunaréttinum sem hún sjálf hannaði og lagði inn í keppnina. Hún fékk tvenn önnur verðlaun en sendi inn fjóra rétti. Tímamynd Pjetur Alþjóðlegt skákmót haldið í Ólafsvík Nú stendur fyrir dyrum alþjóðlegt skákmót í Ólafsvík á vegum tíma- ritsins Skákar. Mótið fer fram dag- ana 4. til 16. október og verður teflt í hinu nýja félagsheimili Ólafsvík- inga, sem tekið var í notkun á 300 ára verslunarafmæli bæjarins nú í sumar. Mótið er einmitt haldið í Ólafsvík af tilefni verslunarafmælis- ins og er það gert í samvinnu við Ólafsvíkurbæ og fyrirtæki á staðnum. Það verða tólf skákmenn sem taka þátt í mótinu, fjórir erlendir og átta fslendingar. Mótið er í fimmta styrk- leikaflokki FIDE og gefur áfanga að alþjóðlegum meistaratitli nái skák- maður sjö vinningum. Þetta er 7. alþjóðlega skákmót landsbyggðarinnar sem tímaritið Skák stendur fyrir. Mótum þessum er ætlað að gefa landsbyggðinni kost á að vera með í þeim stóratburðum sem eru að gerast á skáksviðinu hér á landi. Þá er mótunum ennfremur ætlað að gefa okkar skákmönnum tækifæri og að tefla við erlenda meistara og gera þeim kleift að ná áföngum til alþjóðlegs meistaratitils. í ljósi þessa hefur Þresti Þórhallssyni verið sérstaklega boðið til mótsins í Ólafsvík, en hann hefur á skömmum tíma náð tveimur af þremur áföng- um til alþjóðlegs meistaratitils. Enn- fremur hefur Tómasi Björnssyni ver- ið boðið til Ólafsvíkurmótsins, en hann varð Norðurlandameistari í meistaraflokki karla í ár. Þessir tveir skákmenn eru báðir 18 ára að aldri og hafa lengi verið í fararbroddi yngri skákmanna landsins og eru miklar vonir bundnar við þá á þessu móti. Aðrir keppendur á mótinu eru þeir Jón L. Árnason stórmeistari, Karl Þorsteins alþjóðlegur meistari, Henning Danielssen Danmórku, Robert Bator Svíþjóð, Lars Schand- orff Danmörku, Ingvar Ásmunds- son, Peter Haugli Noregi, Sævar Bjarnason alþjóðlegur meistari, Björgvin Jónsson og Dan Hansson. Styrktarfélag vangefinna: Konur fá senda happ- Þessa dagana stendur yfir útsend- ing á happdrættismiðum í árlegu happdrætti Styrktarfélags vangef- inna, en miðarnir eru sendir heim til kvenna á aldrinum 18 til 64 ára. Vinningar verða 10 talsins og heild- arverðmæti þeirra um 4.200.000 krónur. Félagið stendur sem fyrr í fjárfrek- um framkvæmdum. Á þessu ári hefur m.a. verið fest kaup á 4 íbúðum, sem leigðar hafa verið van- gefnu fólki. Auk þessara íbúða ann- ast félagið nú rekstur 6 sambýla í borginni, skammtímaheimilis, þriggja dagvistarstofnana og vern- daðs vinnustaðs. Alls dvelja um 150 einstaklingar á þessum heimilum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.