Tíminn - 29.09.1987, Blaðsíða 14

Tíminn - 29.09.1987, Blaðsíða 14
14 Tíminn Þriðjudagur 29. september 1987 FRÉTTAYFIRLIT SUVA, Fjjieyjar — Land- stjórinn á Fijieyjum neitaði að viðurkenna byltingarforinajann Sitiveni Rabuka sem leiðtoga landsins. Það var Rabuka sjálf- ur sem skýrði frá neitun lands- tjórans. NIKÓSÍA — iranski klerkur-: inn sem stjórnarerindrekar | segja að hafi Ijóstrað upp um vopnaviðskipti írana og Bandaríkjamanna var tekinn af lífi. Útvarpið í Teheran sagði \ hann hafa verið fundinn sekan! um morð, rán og ólöglega starfsemi. BÓGÓTA — Björgunar- í menn grófu með berum hönd- um eftir fórnarlömbum skriðu- fallsins í Kólumbíu um helgina. Aurskriðan rann í gegnum fá- tækrahverfi eitt og létust að minnsta kosti 88 manns, 100 slösuðust og fjölda annarra er saknað. KAIRÓ — Caspar Weinber- j ger varnarmálaráðherra j Bandaríkjanna hélt í gær heim I á leið eftir viðræður við ráða- menn í Arabaríkjunum. Wein- berger lofaði að stjórn sín myndi reyna að þrýsta á SÞ til að samþykkja bann við sölu vopna til írans. MOSKVA — Tvö áhrifamikil tímarit í Sovétríkjunum héldu því fram að yfirvöld ættu ekki að liggja á upplýsingum um útgjöld til hernaðarmála. NÝJA DELHI — Verstu þurrkar í Indlandi á þessari ölc' gætu hægt verulega á iðnaðar- og efnahagsvexti í landinu á þessu ári. Það var iðnjöfureinn sem varaði við þessu og sagði að umsvifin gætu minnkað um helming. PARIS — Stjórnvöld í Chad sökuðu Líbýumenn um að hafa brotið lofthelgi lands síns hvað eftir annað um helgina með því að senda herflugvélar í ferðir yfir Norður-Chad. PEKÍNG — Könnun sem gerð var í Kína sýndi að Kín- verjar líta á sig sem iðjusamt, sparsamt og hlýðið fólk en vilja þó í auknum mæli látakameira og viðburðaríkara líf. NAIRÓBI — Stjórnvöld í Súdan hafa skipað þremur erlendum hjálparstofnunum í‘ landinu að fara á brott með starfsemi sína innan þriggja vikna. Sjónvarpið í Súdan sagði brottreksturinn koma til vegna þess að stofnaninar hefðu ógnað þjóðaröryggi. Hcrskip á siglingu á norðurhöfum: Mynd sem sýnir siglingar sovéska flotans á mikilli heræfingu sem fram fór fyrir þremur árum Stórveldin auka vígbúnaö sinn á norðurhöfum: Eyðing kjamoricuflauga gæti magnað „pylsuáhrif11 Samkomulag það sem náðst hefur ■ meginatriðum milli risaveldanna um eyðingu allra meöaldrægra og skammdrægra kjarnorkuflauga hefur valdið nokkrum styr á Norðurlöndum því margir óttast að í kjölfarið muni fylgja enn aukin hervæðing stórveldanna á norðurhöfum. Það var Reuters fréttastofan sem skýrði frá þessu í gær og bar fyrir sig orð margra áhrifamanna á Norðurlöndum. Kenning ein sem gengur undir nafninu „pylsukcnningin“ lýsir þessum áhyggjum einna best. Sé ýtt á pylsu í miðjunni belgist hún út í báðum endum og þannig er nafnið á auknu hernaðarbrölti á norðurhöfum tilkomið. „Það er alltaf hætta á að pylsuáh- rifin verði afleiðing samkomlags um eyðingu meðaldrægra og skamm- drægra kjarnorkuflauga," sagði Johan Holst varnarmálaráðherra Noregs í viðtali í síðustu viku. Finnski utanríkisráðherrann Kalevi Sorsa lýsti yfir sömu áhyggj- um í ræðu sem hann flutti á allsherj- arþingi Sameinuðu þjóðanna í síð- ustu viku: „Við leggjum áherslu á að öll hernaðarveldi ættu að sýna ábyrgð og varúð í norðurhluta Evr- ópu. Við vonum að sú jákvæða þróun sem orðið hefur í miðhluta Evrópu hafi ekki neikvæð áhrif á öryggi á vængjum Evrópu,“ sagði Sorsa. Kjarnorkuvopn eru ekki geymd á Norðurlöndum, eða eiga a.m.k. ekki að vera geymd þar. Hernaðarupp- bygging risaveldanna er nú þegar mikil á þessu svæði, bæði ríkin hafa fjölgað í sjóher sínum á norðurhöf- um sem yrðu mikilvæg siglingaleið kæmi til átaka milli þeirra. Þá hafa Bretland: Verkamannaflokkurinn leitar að nýrri ímynd Breski Verkamannaflokkurinn, sem nú heldur þing sitt í borginni Brighton á suðurströnd Englands, samþykkti í gær að endurskoða heildarstefnu sína og kjósa framveg- is frambjóðendur til þings á lýð- ræðislegri hátt. Þessar samþykktir voru gerðar á; fyrsta degi þingsins en flokkurinn hefur verið í stjórnarandstöðu allan þennan áratug og leitar nú sem ákafast af nýrri og betri ímynd. Margrét Thatcher og íhaldsflokk- ur hennar unnu sinn þriðja kosninga- sigur í röð í júnímánuði og leiðtogi Verkamannaflokksins Neil Kinnock hefur hvatt til breytinga, sem meðal annars felist í endurskoðun á allri félagsmálastefnu flokksins. Framvegis mun kosningaráð kjósa frambjóðendur flokksins í þingkosn- ingunum og það þýðir að hin hefð- bundnu völd verkalýðsfélaganna í þessu máli munu minnka. Neil Kinnock leiðtogi Verkamanna- flokksins: Erfiðir tímar. ShuHz í austurveg Samkvæmt skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið í Bretlandi að undanförnu telur meirihluti lands- manna að verkalýðsfélögin ráði of miklu innan Verkamannaflokksins og samþykktin í gær um val á frambjóðendum var greinilega gerð til að mæta þessari gagnrýni á flokkinn. Tveir menn, vinstrisinninn Ken Livingstone og þingmaðurinn Bryan Gould sem er náinn samstarfsmaður Kinnocks flokksleiðtoga, voru báðir kjörnir í framkvæmdastjórn flokksins. Þessir menn eru á uppleið í valdastiganum og þykja líklegir til að þrýsta á leiðtogastarfið í framtíð- inni. Miklar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar í Brighton enda ekki nema þrjú ár síðan írskir skæruliðar komu fyrir sprengju í hóteli því sem hýsti æðstu ráðamenn íhaldsflokks- ins, en flokkurinn hélt þá þing sitt í borginni. Fimm manns létust í sprengingunni og litlu munaði að Thatcher forsætisráðherra yrði henni að bráð. Reuter/hb George Shultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna fer í heimsókn til Mið-Austurlanda í næsta mánuði, áður en hann fer til Moskvu vegna vopnasamningaviðræðna risaveld- anna. Shultz mun heimsækja ísrael og hugsanlega fer hann einnig til Jór- daníu og Egyptalands. Friðarumleitanir á þessu svæði munu örugglega koma til með að verða rauði þráðurinn í viðræðum Shultz við ráðamenn þessara ríkja. Shultz verður svo að öllum lík- indum í Moskvu dagana 22.-23. október og mun þar ræða við starfsbróður sinn Eduard Shevardnadze um lokasamningu á afvopnunarsáttmáia milli risaveld- anna og hvenær og hvar Ieiðtogar ríkjanna tveggja geti komið saman til að undirrita þann samning. Reutcr/hb ÚTLÖND fjöldamargar heræfingar verið haldnar á þessu svæði á undanförn- um árum. Mestur hluti kjarnorkukafbáta Sovétmanna er gerður út frá Kóla- skaganum sem liggur að landamær- um Noregs og Finnlands. Talsmaður sænska varnarmála- ráðuneytisins sagði í samtali við Reuters fréttastofuna að þessi hern- aðaruppbygging stórveldanna á norðursvæðum Evrópu myndi vaf- alaust halda áfram: „Við sjáum ekki að samkomulag um eyðingu meðald- rægra og skammdrægra kjarnorku- flauga yrði til verulegra bóta. Aðeins kannski um þremur prósentum af heildarfjölda kjarnorkuvopna yrði útrýmt og það er raunar gagnslaust", bætti talsmaðurinn við. Reuter/hb Svíþjóð: Konur í karla- leit koma til karla í konuleit Rúta full af konum kom til lítils bæjar í norðurhluta Svíþjóð- ar í gær þar sem þær ætla að dvelja í viku (og jafnvel lengur) og skemmta sér og væntanlega piparsveinunum í bænum líka. Konurnar eru alls 23 og komu frá Sviss, Austurríki, Vestur-Þý- skalandi, Hollandi, Bretlandi og Norðurlöndunum. Þær svöruðu allar neyðarkalli frá 104 pipar- sveinum í bænum Pajala sem tóku á móti þeim ásamt fjölda fréttamanna og Ijósmyndara sem ætla sér að komast í feitt næstu daga á meðan á hátíð í bænum stendur. „Við erum komnar til að dansa og skemmta okkur,“ sagði María sem býr í Amsterdam. Konur hafa annars verið heldur fámennar í þessum litla bæ upp við heimskautsbaug og einhleypu karlmennirnir brugðu því á það ráð að auglýsa í blöðum um alla Evrópu eftir konum til að auka á fjölbreytnina á meðan á árlegri hátíð hinna tæplega níu þúsund íbúa staðarins stendur. Einn af skipuleggjendum hátíðarhaldanna sagði viðbrögð- in hafa verið miklu meiri en þeir bjuggust við og raunar hefðu miklu fleiri konur ætlað að koma. Fjölmiðlar í Svíþjóð tóku þetta mál hins vegar upp á sína arma svo um munaði og margar konur hættu við för sína norður eftir vegna þessa. Reuter/hb

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.