Tíminn - 29.09.1987, Blaðsíða 15

Tíminn - 29.09.1987, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 29. september 1987 Tíminn 15 fllllll!! Illlllllllll MINNING Kristjana Árnadóttir Grímshúsum Fædd 21. september 1907 Dáin 11. september 1987 Nú þegar haustlitirnir eru hvað fegurstir, eða aðfaranótt 11. sept., andaðist amma mín og nafna, Kristj- ana Árnadóttir, á Borgarspítalanum í Reykjavík, eftir þriggja mánaða legu. Hún fæddist í Saltvík í Reykja- hreppi21. sept. 1907. Húnvardóttir hjónanna Sigurbjargar Þorláksdótt- ur og Árna Frímanns Kristjánsson- ar. Eina systur átti hún, Þorbjörgu húsfreyju í Hellulandi, sem einniger látin. Þann 15. ágúst 1926 giftist amma afa mínum, Hallgrími Óla Guð- mundssyni, Grímshúsum. Hann var fæddur 29. sept. 1897. Þau bjuggu allan sinn búskap í Grímshúsum. Pau eignuðust sex börn sem eru: Eysteinn, f. 19.3 1929, býr í Gríms- húsum. Sigurbjörg, f. 10.7 1931, býr í Húsabakka. Guðmundur, f. 26.9 1938, býr í Grímshúsum. Jónína Þórey, f. 10.8 1941, dó ungbarn. Jónína Árný, f. 18.1 1943, býr á Húsavík, yngst er Guðrún Helga, f. 29.12 1944, býr í Reykjavík. Barna- börnin eru 17 og barnabarnabörnin 10. Afa missti hún eftir 28 ára hjóna- band þann 14. sept. 1954. Eflaust hefur það verið þungt áfall fyrir ömmu með sum börnin innan við fermingu. Áfram bjó hún í Gríms- húsum með börnum sínum. Amma starfaði mikið að félags- málum. Hún var í Kvenfélagi Aðal- dæla til dauðadags, einnig var hún í stjórn Kvenfélagasambands Suður- Þingeyinga. Hún var í kirkjukórnunt og organisti Grenjaðarstaðarkirkju í mörg ár. Það var reyndar ekki ætlun mín að rekja æviferil ömmu hér eða telja upp allt sem hún starfaði, heldur minnast þeirra daga, sem við áttum saman, þegar ég dvaldi hjá henni í skóla upp við Staði. Það var góð reynsla fyrir mig. Ég svaf fyrir ofan hana í rúminu hennar, því ég var ósköp lítil í mér. Oft spiluðum við Ólsen, Ólsen og fleiri spil. Hún kenndi mér bænir, sem ég bý enn að, sagði mér sögur. Einnig spilaði hún oft á orgelið sitt og við sungunt saman. Fyrir allar þessar stundir, sem við áttum saman bæði fyrr og síðar vil ég þakka henni. Ég mun minnast hennar eins og hún var, hlý og góð amma. Blessuð sé minning hennar. „Ég fel í forsjá þína, guð faðir sálu mína, því nú er komin nótt. Um Ijósið lát mig dreyma og Ijúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. “ Matth. Jochumsson. Kristjana Helgadóttir og fjölskylda Námskeið um stýritækni - loftstýringar Ætlað sveinum í greinum málmiðna og öðrum sem annast loftbúnað. Verður haldið í Vélskóla íslands og hefst mánudaginn 5. okt. kl. 13.00. Þátttöku- gjald er kr. 10.000,-. Innifalin er námsgögn og kaffi. Upplýsingar og innritun í símum 687440 og 687000. FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ IÐNAÐARINS Námskeið um vökvakerfi Ætlað starfandi málmiðnaðarmönnum, einkum þeim sem fást við uppsetningu, viðhald og umsjón með vökvakerfum. Verður haldið dagana 8. t.o.m. 16. okt. kl. 8.30-16.00 í féiagssal farmanna- og fiskimannasambandsins, Borgartúni 16. Þátttöku- gjald erkr. 15.000,- Innifalið er námsgögn og kaffi. Upplýsingar og innritun í símum 687440 og 687000. fm FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ IÐNAÐARINS Áfengi og heilsa Áfengi algengasta vímuefnið Neysla áfengis, algengasta vímu- efnis jarðarbúa, gleður margan en getur skaðað mörg mikilvæg líffæri sé ekki farið að með fyllstu gát. Skemmdir á líffærum af þessum sökum geta ógnað heilsu fólks og jafnvel lífi segir í einu af upplýsinga- ritum um áfengisneyslu sem gefin eru út m.a. af yfirvöldum heilbrigðis- fræðslu í Bretlandi. Þriðjungur sjúkrarúma tepptur vegna áfengisneyslu Um allan heim hvíla útgjöld vegna sjúkdóma og heilsutjóns, sem rekja má til áfengisneyslu, þungt á efnahag þjóða. f það fara fjármunir sem sárlega skortir til að koma í veg fyrir heilsu- tjón og sjúkdóma almennt. í sumum ríkjum Évrópu er þriðjungur plássa á sjúkrahúsum einungis notaðurfyr- ir þá sem spillt hafa heilsu sinni með einhverjum hætti með áfengis- neyslu. í þróunarlöndum fer heilsu- tjón vegna áfengsineyslu vaxandi. Með sama áframhaldi munu þjóðir þróunarlandanna neyta jafnmikils áfengis og þjóðir iðnríkjanna eftir mannsaldur eða svo, jafnvel meira. Því munu fylgja aukin vandamál og álag á veikburða efnahag og þjóð- félagsástand. Drykkja skaðar öll líffæri nema þvagblöðru og lungu Þeir sem neyta áfengis reglulega geta skaðað öll líffæri sín nema þvagblöðru og lungu. Heili, taugar, lifur, vöðvar, nýru, magakirtlar, kynfæri, vélindi, magi og garnir eru meðal þeirra líffæra sem geta skemmst. Næst á eftir hjartasjúk- dómum og krabbameini kemur skorpulifur sem helsta dánarmein miðaldra karla í mörgum iðnríkjum. Lífslíkur eru undir því komnar hversu snemma sjúkdómurinn finnst. Heilinn í baði Sérfræðingar hafa komist að því að við mikla drykkju skerðist starf- semi heilans sem er þá í bókstaflegri merkingu í vínandabaði. Það má m.a. sjá á skertu jafnvægi og stjórn- un vöðva. Því má ekki heldur gleyma að áfengi er slævandi (depressant) og áfengisneytendur sem eru þung- lyndir fremja oft sjálfsmorð. Áfengi og krabbamein Meltingafærin verða mjög fyrir barðinu á áfengi og vísindamenn hafa komist að því að áfengi tengist krabbameini í munni, hálsi og vél- inda, en dauði vegna þess hefur færst í vöxt frá 1950. Ein af ástæðun- um fyrir því að þeir sem neyta mikils áfengis deyja fyrr en aðrir er hár blóðþrýstingur vegna áfengis, sem einnig skemmir hjartavöðvana og hindrar hjartað í að slá eðlilega. Kynhvötin í hættu Kynhvöt karla getur spillst við mikla drykkju. Dregur úr fram- leiðslu kynhormóna en við það minnkar áhugi á kynlífi og hæfni til ásta og leiðir jafnvel til getuleysis. Áhrif áfengisneyslu á konur að þessu leyti eru minna rannsökuð en margt bendir til að úr áhuga þeirra á kynlífi dragi við mikla áfengisneyslu líkt og hjá karlmönnum. Því minna sem drukkið er, því betra Ýmsum aðferðum hefur verið beitt til að draga úr heilsutjóni vegna áfengisneyslu. Meðal aðferða sem flestir sérfræðingar eru sammála um er fræðsla, hvatning til þeirra sem neyta áfengis um að halda drykkju sinni í skefjum, takmörkun á að- gengi og verðlagning sem geri áfeng- isneyslu að munaði. En þrátt fyrir allt þetta er ábyrgðin hjá hverjum og einum og hafa ber í huga að því minna sem drukkið er því betra fyrir líkamann. (Úr: World Health - The Magazine of the World Health Organization. Júní 1987.) Tilkynning til þeirra sem reka mötuneyti Athygli þeirra sem reka mötuneyti er vakin á því aö frá og meö 1. október nk. ber þeim aö skila 25% söluskatti af fæðissölu sinni. Á sama hátt og veitingahúsum er mötuneytum heimilt aö draga frá heildarveltu sinni áöur en söluskattur er reiknaður fjárhæö sem svarar til 75% af innkaupsverði hráefnis til matargeröar og skila söluskatti af þannig fengnum mismun. Þau mötuneyti sem ekki hafa þegar tilkynnt skattstjórum um starfsemi sína ber að gera það fyrir 5. október nk. Fjármálaráðuneytið 25. september 1987. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi Páll Sigfússon, fyrrv. bóndi á Hvíteyrum, Lýtingsstaðahreppi, Skagafirðl, til heimilis að Álftamýri 44, Reykjavík lést þann 20. sept. s.l.. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju í dag þriðjudaginn 29. september kl. 13.30. Kristín Kristjánsdóttir Kristján Pálsson Sig. Steindór Pálsson Alla B. Albertsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa Sveins Jóhannssonar Varmalæk, Skagafirði Herdís Björnsdóttir Lovísa Sveinsdóttir Ólafur Stefán Sveinsson Björn Sveinsson Gisli Sveinsson Sigríður Sveinsdóttir og barnabörn Jóhann Pétur Sveinsson, Sólveig Sigríður Einarsdóttir Ásta Begga Olafsdóttir SigþórSmári Borgarsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.