Tíminn - 29.09.1987, Blaðsíða 20

Tíminn - 29.09.1987, Blaðsíða 20
SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Auglýsingadeild hannar auglýsinguna fyrir þig Ttminn Nánari rannsóknar óskað í haust: Endurmat Hafskipsmáls hafið í smárri kytru „Eins og ég sagði í upphafi verður öll rannsóknin endurmetin. Síðan verður tekin afstaða til þess hvað þurfi að kanna betur, hvað Það dróst nokkuð að útvega sérstaklega skipuðum saksóknara í Hafskipsmálinu húsnæði, þar sem hægt var að koma starfsemi hans fyrir. Nú hefur honum verið fengin lítil skrifstofa í gönilu mjólkurstöð- inni við Laugavcg þar sent Þjóð- skjalasafnið er, en í vikunni mun hann flytja í rúmbetri aðstöðu í sama húsi. Jónatan Þórmundsson, saksóknari í málinu, segir að málið sé afar umfangsmikið og því fylgi urmull gagna og skjala, sem þurfti að finna stað. „Það eru nú samt liðnar um þrjár vikur eða svo sem við höfum vcrið á fullu í þessu, en það þarf lengri tírna til þess að átta sig svo vel á málinu að maöur geti nokkuð látið frá sér fara,“ segir Jónatan. Asamt honum starfar Tryggvi Gunnarsson, lögmaður, sem áður var deildarlögfræðingur í landbún- aðarráðuneytinu, að endurmati á rannsókn og réttmæti ákæra í Haf- skipsmálinu. Þeir hafa til meðferð- ar báða þætti málsins, sem nefndir hafa verið Útvegsbankaþáttur og Hafskipsþáttur. Jónatan segir að enn hafi ekki verið tckin ákvörðun um hvort þcirri skiptingu verði haldið. „Það sem næst gerist, - ég get sagt í haust einhvern tímann - er að við mununt óska eftir rannsókn á ákvcðnum atriðum." - Verður rannsókn ekki hafin frá grunni? verði að endurtaka og hvaða nýjar skýrslur þurfi að taka o.s.frv. En ég sagði þá strax að það þýddi ekki endilega að allt þyrfti að endur- taka. Það fer m.a. eftir því hve góð fyrri rannsókn var og hvort við metum hana fullnægjandi." Þj Hér verða ákvarðanirnar í Hafskipsmálinu teknar. (Tíminn: Pjetur) Bruni í Þorlákshöfn: Milljóna tjón hjá Meitlinum Milljóna tjón varð hjá Meitlinum í Þorlákshöfn f fyrrinótt, er saltfisk- verkunarhús þeirra brann til kaldra kola. Eldsupptök eru enn ókunn, en málið er í rannsókn. Fyrst varð vart við eldinn rétt eftir miðnætti aðfaranótt mánudags og skömmu seinna hafði allt „brunnið sem brunnið gat. Allt tréverk í húsinu, gólfið milli hæða, umbúðir, veiðarfæri, salftfiskurinn og saltið ónýtt,“ eins og einn lögreglumaður- inn orðaði það í samtali við Tímann. Húsið var byggt fyrir tæpum fjöru- tíu árum og var steinhús með burstum. í húsinu voru geymd um 90 tonn af saltfiski og um 300 tunnur af salti. Húsið er gjörónýtt. _ sól Sýslumannsembættið á Selfossi: IHUGAR KÆRU „Jú. þeir scldu inn og það er kolólöglegt. I>að kemur lögregluskýrsla um málið og ég á von á því að málið verði tekiö fyrir seinni partinn í vikunni og þá ákveðum við hvað verður gcrt. Það sein liggur Ijóst fyrir er að það kom ekkert leyfi héðan til eins eða neins. Þeim var í raun synjaö uin þetta á þriðjudeginum. IHorguninn eftir birtist auglýsing um þetta í Morgunblaöinu, þar sem auglýst er forsala aögönguniiða. Við höfðum strax samlmnd við þá, og þcir segja að þetta séu mistök, enginn aðgöngumiðasala eigi að eiga sér stað. Viökvæöiö er það sama þegar þessar auglýsingar birtast aftur á föstudegi og laugardegi. Þá var spurningin hvort við gætuiu gert ei»thvað,“ sagði Þorgeir Njálsson, fulltrui sýslumannsins á Selfossi í samtali við Tímann í gær. Skóladagurinn svokallaði var haidinn á laugardagskvöld, þrátt fyrir bann yfirvalda. Brunamála- stofnun liafði sett sín mörk við 1.500 manns. Það stóðst, því að- eins mættu 1.000 manns og tvær hljómsveitir af áður auglýstri dagskrá. Húsið lokaði cintiig klukkan hálf tólf, eins og lög gcrðu ráð fyrir, en hins vegar kostaði 7(K) krónur inn á „tónleikana". „Aðalalriðið í málinu er að þeir höfðu ekki leyfi frá okkur. Það þarf að fá leyft hjá okkur ef seldur er aðgangur að skemmtun. Það var nú ekki þeim þakka að aðeins mætiu HHK) mamis. Hefði vcðrið verið betra hcfðu örugglega mætt ntiklu fleiri. Það fór betur en á horfðist. Það var tnikil ölvun og talsverð læti. Hins vegar kann það að ráða okkar afstöðu að þetta fór allt miklu betur en á horfðist og Ítúsið tænid- ist fljótt, sem var ágætt. Hefði veðrið hins vegar verið skárra. hefði mátt gera ráð fyrir heilmiklu “hávaríi". Þarna var grenjandi rigning og rok og það bjargaði miklu. Stðan er þetta einnig spurning um söluskattinn. Þaö liggur Ijóst fyrir að ekki þarf að grciða sölu- skatt af tónleikum, en spurningin er hvort þetta voru tónleikar. Strangt til tekið má segja að þarna hati verið reynt að hliðra sér frá þvf að borga hann. Það var dansað þarna. þannig að það má segja að þetta hafi verið danslcikur,“ sagöi Þorgeir ennfremur. Þaö liggur því ljóst lyrir að forráðamenn skóladagsins hafa kornið mjögóheiðarlega fram. Þeir selja inn, þrátt fyrir að sverja það af sér við yfirvöld í þrígang, auk þess sem auglýst dagskrá stenst engan veginn og tónleikar eru dansleikur. Eftirköstin eru þó enn eftir. - SÓL Verölagsráö fundaði um fiskverö: Engin niður- staða Verðlagsráð sjávarútvegsins fund- aði í gær um hvort verð á helstu bolfisktegundum verður frjálst eftir mánaðamót. Engin niðurstaða náðist á fundin- um og verður annar fundur haldinn á morgun. Ef ekki næst samkomulag í ráð- inu, má fastlega gera ráð fyrir að ákvörðuninni verði vísað til yfir- nefndar. Samkvæmt lögum ráðsins verður að vera fullt samkomulag til að fiskverð ntegi gefa frjálst. Yfir- nefnd er hins vegar óheimilt að gera það. - SÓL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.