Tíminn - 12.11.1987, Qupperneq 2

Tíminn - 12.11.1987, Qupperneq 2
2 Tíminn Fimmtudagur 12. nóvember 1987 Félag íslenskra bifreiðaeigenda gerir markaðskönnun: Líta frostlöginn alvarlegum augum Jónas Bjarnason, framkvæmdastjóri FÍB. FÍB hefur nú í hyggju að gera markaðskönnun á frostlegi á íslandi til þess að ganga úr skugga um að allir uppfylli þeir fyllstu kröfur. Arm Kr. Porstemsson og Herbert Herbertsson hjá Olíufélaginu hf., HVERJU SINNI Húsnæðislánin eru hagstæð lán, eins og vera ber. En af þeim þarf að greiða, jafnt sem af öðrum lánum og dráttarvextir eru háir ef ekki er greitt á réttum tíma. Þegar innheimtukostnaður bætist við að auki, fer greiðslubyrðin óneitanlega að þyngjast. Við minnum á þetta núna vegna þess að haustgjalddagi var 1. nóvember sl. og greiðsluseðlar hafa veriö sendir gjaldendum. Greiðslur er að sjálfsögðu hægt að inna af hendi í hvaða banka, bankaútibúi og sparisjóði sem er. k láa med tánskjaravisitofu teggjast 116. Við viljum auk þess benda á að þú getur greitt lánið upp.hafir þú tök á því. Þá greiðir þú eftirstöðvar þess, ásamt verðbótum, frá upphafi lánstfmans til greiðsludags. Á síðustu 12 mánuðum hafa 12 þúsund lán verið greida upp, áður en lánstíma lauk. Einnig getur þú lækkað höfuðstól lánsins, viljir þú greiða inn á hann. Það getur komið sér vel þegar til lengri tíma er litið. HAFÐU HÚSNÆÐISLANIÐ ÞITT ERST Á Rl AOI. ÞAÐ BORGAR SIG. Húsnæðisstofnun ríkisins sem flytur inn frostlög frá BOW Chemical í Rotterdam, segja það rangt hjá Pétri Jóhannessyni, sem haft er eftir honum í Tímanum í gær um sérstakan frostlög fyrir Volvo bifreiðar, að sá frostlögur varni tær- ingu miklum mun fremur en annar sem er á markaðnum. Peir segja að, sá frostlögur sem fluttur er inn á vegum Olíufélagsins hf. hafi nægjan- lega álvörn- og sé ekki síðri en frostlögur Volvo. Vegna sérvisku í Volvo framleiðendum ábyrgist þeir ekki bíla sína nema notuð sé þeirra eigin framleiðsla og til þess að geta veitt sem besta þjónustu hefur Olíu- félagið hf. selt Volvo frostlöginn einnig. Herbert sagði ástæðu tæring- ar í nútíma álvélum ekki að leita í frostlegi frá olíufélögunum á íslandi heldur miklu fremur væri vanrækt um að kenna. Frostlögur missi ál- varnareiginleika sína eftir vissan tíma og brýnt sé að endurnýja á hverju ári. Herbert segir olíufélög hér á landi selja frostlög sem viðurkenndur sé af ströngu eftirliti víða í Evrópu. Hann sé ódýrari en frostlögur Volvo af þeirri einföldu ástæðu að hann er fluttur inn í skilrúmslest. „Frostlögurinn frá olíufélögunum hér á íslandi eyðileggur ekki mótora. Hann er síst verri en sá sem Volvo hefur látið framleiða. Það þarf ein- faldlega að hirða um bifreiðarnar betur. Jafnvel besti frostlögur súrnar og missir eiginleika sína með tíman- um,“ sagði Herbert Herbertsson. Hann sagðist þó vita til þess að fluttur hefði verið inn slæmur frost- lögur og nefndi í því sambandi COMMA frostlöginn sem nefndur var í Tímagrein í gær. Jónas Bjarnason, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra bifreiðaeig- enda, sagði að félagið hefði í hyggju að gera markaðskönnun á frostlegi hér á landi og yrði auðvelt að koma því í kring. „Við lítum þessi mál alvarlegum augum og munum hefja samræður við Bílgreinasamband Islands. Það verður að koma þessum upplýsing- um um nauðsyn álvarnar í frostlegi til allra kaupenda nýrra bíla. Við munum gera kröfu til þess að sá frostlögur sem ekki mætir kröfum verði tekinn af markaðnum og mun- um fylgja því eftir.“ þj Fleiri Víetnamar til landsins: Tuttugu fá hæli Ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita tuttugu víetnömskum pólitískum flóttamönnum pólit- ískt hæli hér á landi. Allir flótta- mennirnir utan ein kona eru af kínversku bergi brotnir, en því fólki hefur gengið fremur illa að samlagast víetnömsku þjóðfé- lagi. Flóttamennirnir tuttugu eiga allir ættingja hér á landi, og verður það sem fyrr Rauði kross- inn á íslandi sem taka mun á móti fólkinu og aðstoða það við að koma sér fyrir hér á landi, sjá um að kenna því íslensku og fleira. Hinsvegar var það Flóttamanna- stofnun Sameinuðu þjóðanna sem hafði milligöngu um málið við ríkisstjórn Islands.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.