Tíminn - 12.11.1987, Side 8

Tíminn - 12.11.1987, Side 8
8 Tíminn Fimmtudagur 12. nóvember 1987 Ttmlnn MÁLSVARi FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guömundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild) og 686306 (ritstjórn). Auglýsingaverð kr. 400 pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 600.- Útyfirgröfogdauða Endurreisn Alþýðubandalagsins undir stjórn Ólafs Ragnars er hafin. Byrjuð er ný ófrægingar- herferð gegn Stefáni Jóhanni Stefánssyni, fyrrum forsætisráðherra, og sannleikurinn í því máli sóttur til Einars Olgeirssonar. En að auki er fundinn til óþekktur sagnfræðingur, sem kinkar kolli og segir að málið komi sér ekki á óvart, þ.e. að Stefán Jóhann hafi starfað með bandarísku leyniþjónust- unni í forsætisráðherratíð sinni. Eftir að svonefnd nýsköpunarstjórn hafði eytt öllu fé þjóðarinnar fyrir atbeina kommúnista var mynduð þriggja flokka stjórn 1947 undir forsæti Stefáns Jóhanns. Auk Alþýðuflokks tóku Sjálf- stæðisflokkur og Framsóknarflokkur þátt í stjórn- arsamstarfinu. Þar sem ljóst var að kommúnistar báru meginsök á óförum nýsköpunar hófu þeir gegndarlausan áróður gegn nýju stjórninni, og þó einkum forsætisráðherra hennar. Hefur ekki annar eins óhroði sést á prenti og í Þjóðviljanum um Stefán Jóhann. Til marks um hroðann, sagði Pjóðviljinn frá hundi á Keflavíkurflugvelli, sem hefði verið skírður í höfuð íslenska forsætisráð- herrans, en hundurinn héti Sloppy Joe. Annað var eftir þessu. Það hefur verið venja hér og ekki valdið neinum ásökunum, að ráðherrar hefðu góð samskipti við sendimenn erlendra þjóða. Sagt er í Þjóðviljanum að Stefán Jóhann hafi gert sér títt um bandaríska sendiherrann og unnið með CIA. Þetta er ekki rökstutt frekar. Aðeins er sagt að Stefán hafi lýst því yfir að hann væri á móti kommúnistum. Það hafa nú fleiri verið. Og Stefán Jóhann liggur ekkert á þessari skoðun sinni í ævisögu sinni. Þá er sagt að hann hafi hræðst byltingu kommúnista. Ekki er annað vitað en bylting hafi verið prentuð stefna í stefnuskrá flokksins til skamms tíma, svo ekkert er nýtt í því. Skýrslur einhverra fullrúa í bandaríska sendiráðinu, þar sem kunnum skoðunum Stefáns Jóhanns er lýst, segja ekkert um samstarf hans við CIA, enda er sagt, að „ráða megi“ af skýrslum að Stefán Jóhann hafi verið á sama máli. Kóreustríðið og einangrun Berlínar mun hafa vegið þungt á þeim tíma sem ísland gekk í Nato. Það þurfti engin undirmál til. Og atburðirnir 30. mars og atgangur allur, þegar barið var á ráðherr- um og aðsúgur gerður að forystumönnum flokka varð ekki til að veikja viðteknar skoðanir á kommúnistum. Stefán Jóhann er látinn. Hann var < sæmdarmaður en sætti ofsóknum af hendi Þjóðvilj- ans. Nú eiga þessar ofsóknir að ganga út yfir gröf og dauða. Ekkert finnst þeim, hinum nýju herrum í Alþýðubandalaginu, nógu fráleitt, aðeins ef það svertir minningu Stefáns Jóhanns. GARRI Afruglari á lögguna Nú er kontið upp merkilegt mái. Komið er hcr á markaðinn tæki sem afruglar lögguna. Nánar til tekið er þetta lítill kassi, sem samkvæmt auglýsingu er snotur og staðsettur við framrúðuna, á rnæla- borðinu eða neðan á sólskyggninu í bifreiðinni. Eftir því sem kunnug- ur sagði Garra þá baular þetta tæki ef ökumanninum verður ekið inn í radargeisla frá löggunni. í auglýsingunni, sem birst hefur í blöðum hér, er birt mynd af atviki þar sem lögregla hefur stöðvað ökumann á 104 kflómetra hraða. Þessi ökumaður hefur framið lögbrot, því að leyfilegur ökuhraði er langt undir þessu, mestur 90 kílómetrar á hraðbrautum. I þétt- hýli, þar sem helst er að sjá að myndin sé tckin, er hraðinn leyfður mestur 60 kílómetrar og víða minni. Og í myrkrí, eins og er á myndinni í auglýsingunni, eiga menn raunar að haga hraðanum eftir aðstæðum og þá að fara sér hægar. Á 104 kílómetra hraða fer þvi ekki á milli mála að veríð er að þverbrjóta lög. Að því er sagði hér í Tímanum í gær hefur athugun leitt í Ijós að verkfærí á borð við þetta mun vera leyfilegt. Með öðrum orðum er ekkert þvi til fyrírstöðu í lögum að fýrirtæki flytji þetta inn, auglýsi það og ökumenn noti það. Nú er Garri út af fyrir sig ekki meira fyrir boð og bönn en geríst og gengur. En þó cr hann á því að hér vanti ákvæði í lög sem banni svona lagað. Og það jafnt þótt þetta tæki sé snoturt og staðsett við fram- rúðuna, á mælaborðinu eða ncðan á sólskyggninu á bifreiðinni. Sælutíð fyrír ökufanta Þetta þýðir nefnilega að nú renn- ur upp sælutíð fyrir ökufantana. Eins og menn vita eru sumir þannig gerðir að þeir mega ekki setjast undir stýrí án þess að missa stjórn á sér. Jafnvel stálheiðarlegir og ella grandvarir menn sem allajafna mega ekki vamm sitt vita. Og sem seinast af öllu myndi detta i hug að fara að brjóta önnur lög en umferð- arlögin. Lögreglan hefur nú í haust veríð að vinna skipulcga að því að takast á við þá sem haldnir eru þessum sjúkdómi. Mennina sem engan veginn geta skilið að glannalegur ökuhraði er stórhættulegur og get- ur kostað stórfé í skemmdum og eyðilögðum ökutækjum, auk þess að skerða líf og limi. Menn sem haldnir eru þeirrí meinloku að geta ekki komið því inn í hausinn á sér að eina ráðið til að viðhalda viðun- andi öryggi hér á götunum er að halda ökuhraðanum niðri. Eftirlitsstarfi lögreglunnar með radarinn er því einna helst að líkja við sjúkdómavamir. Þar er veríð að reyna að lækna þá aumingjans mcnn sem ekki fést með góðu til að hætta að setja líf og limi sam- borgara sinna í hættu. Hér er lögreglan einungis að tryggja ör- yggi þeirra sem þurfa að ferðast um úti á götunum, ökufantanna jafnt sem hinna. Hún er hvorki að ofsækja einn né neinn. Og í því starfi er radarinn eins og hvert annað lækningatæki. Brekkurog hvöss húshom Þess vegna verður að segjast eins og er að orðalagið í þessari auglýsingu féll ekki í smekk Garra. Þar segir m.a. að „þó að brekkur, hæðir, hvöss húshom, tré og mnn- ar skilji þig og Iögregluna að gætir FOX Impulse radarskynjarinn þess að þið komið ekki hvor öðrom á óvart og úr verði kostnaðarsöm uppákoma. Ef þú notar FOX Im- pulse þarftu ekki að óttast það að þurfa að ganga heim.“ Hér er Garri verulega ósammála þeim sem samdi þessa auglýsingu. Menn sem stunda það að aka of hratt cru umhverfi sínu hættulegir. Þeir ero haldnir sjúklegrí hraða- dýrkun, og þeim það sjálfum fyrír bestu að þeim sé haldið í skefjum. Ef þessum mönnum er látinn í té afruglari á radarinn hjá lögreglunni þá er það eina sem geríst að þeir draga örstutta stund úr hraðanum. Þegar kassinn hjá þeim baular létta þeir á pinnanum, rétt á meðan þeir ero að taka beygjuna fram hjá hvassa húshominu eða aka yfir hæðina, en síðan gefa þeir í aftur. Og hver veit nema einmitt þar bíði hættan handan við annað hvasst húshorn eða aðra hæð. Og þá er skaðinn skeður. Garrí er þeirrar skoðunar að mönnum, sem aka á 104 kílómetra hraða eða meira, sé mestur greiði gerður með því að stöðva þá. Það á ekki að leyfa þeim að nota slíka afruglara til að sleppa fram hjá radarnum. Sjálfra þeirra vegna á að láta þá lenda í kostnaðarsömum uppákomum. Það á að láta þá þurfa að ganga heim. Og þess vegna á að banna þessi tæki. Garrí. VÍTTOG BREITT Jafnrétti í maka- innflutningi Makamarkaðurinn á fslandi er fábreyttur og brokkgengur. Sú heilaga stofnun, hjónabandið, sem prestarnir tala svo fagurlega um, er ekki öllum tiltæk hvað sem veldur. Tíminn sló því upp með flenniietri s.l. laugardag að 80 af hundraði frumburða veltust inn í táradalinn utanveltu hjónabandsins. Bendir flest til að hjón með börn muni fyrr en varir heyra fortíðinni til. Þjóðin mun samanstanda af einhleyping- um og munaðarleysingjum. Sambúð kynjanna á Fróni er að fara út um þúfur og þola konur ekki karla og karlar ekki konur af eigin þjóðerni. Á sínum tíma sendi guð og lukkan kvenþjóðinni á annað hundrað þúsund fríska stráka til að verja landið og þá var nú líf í tuskunum, nema hjá innfædda karlkyninu, sem kúrði kven- mannslaust í kulda og trekki, eins og þjóðskáldið lýsti ástandinu svo fagurlega. Allt síðan hefur verið meira framboð á karlpeningi en kvenfólki í virkinu í norðri. Óheflaðir sóðar Nú eru karlaveslingarnir loks farnir að ná sér á strik. Panta stelpur eftir prfslista frá stöðum þar sem framboðið er meira en eftirspurnin. En hvers vegna karluglurnar ganga ekki út á Islandi svarar hún Margrét Ólafsdóttir ein einhverri hinni snöfurmannlegustu grein sem sést hefur í Mogga í háa herrans tíð. Er skilaboðunum komið á framfæri fyrir hönd fjögurra kvenna, sem allar hafa langa og slæma reynslu að baki af íslenskum karlmönnum og er úrvalið næsta fábrotið: „Þeir fáu sem völ er á eru yfirleitt óheflaðir, óhreinlegir með sig, ölkærir, tilfinningalega stíflað- ir, sívælandi um vandamál sín og ófærir um að axla persónulega ábyrgð, auk þess sem þeir eru sífellt með það á vörunum að konur skilji þá ekki.“ Ófögur er lýsingin og ekki nema von að þessir vesölu sóðar þurfi að leita sér kvonfangs á stöðum þar sem engin þekkir þá. Einnota undirgefni Og Margrét krefst jafnréttis fyrir sig og kynsystur sínar. Þær vilja fá karlmenn sem væla á máli sem þær skilja ekki og fara fram á að einhverjir póstverslunarfrömuðir einbeiti sér að því að gefa konum kost á „skáeygum snáðum sem upplagt væri að fá hingað í gámum. Að sjálfsögðu þurfa þeir að vera fátækir, ómenntaðir, óupplýstir, blíðir og undirgefnir, laghentir, barngóðir og lúsiðnir og úr samfé- lagi sem kúgar þegna sína.“ Sú fróma ósk fylgir, að bið verði á að innflutningurinn gerði upp- reisn eða tileinkaði sér karlrembu íslenskra kynbræðra sinna. Einnig kemur vel til greina að flytja inn einnota pilta, sem eftir brúkun mætti virkja í fiskvinnslu og öðrum láglaunastörfum. Tillaga Margrétar og stallsystra hennar er sjálfsögð jafnréttiskrafa konum til handa. Það er ótækt að drykkfelldu og subbulegu vælu- skjóðurnar, sem ofan í kaupið eru stútfullar af karlrembu, sitji einar að því að panta sér maka sem uppfyllir öll æskileg skilyrði til hamingjuríkrar sambúðar. Þær eiga líka heimtingu á að panta sér stráka sem aldir eru upp við kúgun og munu því ekki láta sér bregða þegar þeir komast undir tuffluna hjá réttindaþyrstum valkyrjum norðurhjarans. Fram úr björtustu vonum Lengi er búið að berja íslenska náttúru með lurk og ætlast til að konur og karlar af því þjóðerni þýðist hvað annað. En það er eins og að reyna að hræra saman olíu og vatni eða reyra hund við kött. Þegar það heyrir til undantekn- inga að börn fæðast í hjónabandi og makaval fer fram með póst- kröfusendingum um hálfan hnött- inn er aðskilnaður kynjanna að ná þvt stigi sem fer fram úr björtustu vonum þeirra sem vita að karl- mannavalið á fslandi er vægast sagt fábrotið og ekki samboðið konum af kynkvíslinni. Vonandi eru póstverslunarfröm- uðir farnir að fylla gáma til að fullnægja réttlætinu og náttúrleg- um þörfum þeirra kvenna sem sagt hafa karlrembunni stríð á hendur. OÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.