Tíminn - 13.11.1987, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.11.1987, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 13. nóvember 1987 1 Kristján Ari Arason kynnir Rót og svarar fyrirspurnum. 2. Hvernig notum vió Rót? Fulltrúar frá: Stúdentaráói HÍ, Sjálfsbjörg, Samtökum kvenna á vinnu- markaói, Samtökum herstöóvaandstæóinga, og Sambandi ungra jafnaóarmanna kynna hvernig þeirra félOg hyggjast nota útvarpsstöóina og svara fyrirspurnum. 3. Fjölmörg önnur félög veróameó þætti I Útvarpi Rót og taka þátt I almennri umræóu um dagskrá Útvarps Rótar. 4 Skráning áhugafólks I dagskrárgeróarhópa. Ath.: Nú fer hver aó veróa slóastur aó komast með fasta þætti inn i Útvarp Rót. Allir velkomnir á meóan húsrúm leyfir. Takió þátt i aó skapa spennandi útvarpsstöó ^ÖÍfvARP FJÖLBRAimSXGUMN BREiÐHOUI Frá Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti Innritun nemenda, sem ætla aö hefja nám í Fjölbrautaskólanum i Breiöholti á vorönn 1988, stendur nú yfir. Athygli er vakin á því aö enn er unnt aö bæta við nemendum einkum á heilbrigðissviði (sjúkraliðar), matvælasviöi (matartæknar og matarfræðingar) og tæknisviöi (nám til sveinsprófs á málmiöna- rafiðna og tréiðnabraut- um). Sími skólans er 75600 Skólameistari. I Frá Happdrætti W Krabbameins- f félagsins Vegna misskilnings sem gætt hefur varðandi frétt um útsendingu miða í Happdrætti Krabbameins- félagsins skal tekið fram að miðar eru sendir á nafn konunnar í hjónabandi eða skráðri sambúð, í stað karls eins og tíðkast hefur. Auk þess fær einhleypt fólk utan sambúðar miða eins og áður. Afleysingaþjónusta í Österdalen, Noregi Afleysingaþjónustan Stor/Elvdal avlöserlag óskar eftir fólki til afleysingastarfa í sveit. Umsækjendur þurfa helst að að hafa búfræði- menntun en einnig kemurtil greina áhugasamtfólk með reynslu. Laun eru greidd samkvæmt samningum, húsnæði er í boði og möguleikar eru á hestaplássi. Umsóknir skulu sendast sem allra fyrst til Stor/ Elvdal avlöserlag, Landbrukskontoret 2480, Koppang, Norge. Útflutningshandbók Búnaðarbanka notuð til kennslu: Innf lutningshand bók kemur eftir áramót Eins og frá hefur verið skýrt, sendi Búnaðarbankinn frá sér fyrir skömmu nýja Útflutningshandbók, sem veitir nákvæmar leiðbeiningar varðandi alþjóðaviðskipti um leið og gerð er grein fyrir ýmisskonar nýrri þjónustu bankans við við- skiptavini sína. Bókin vakti þegar mikla athygli og hefur verið nýtt af fjölmörgum aðilum í íslensku atvinnulífi. Samkvæmt lýsingum frá markaðs- sviði bankans kom fljótlega fram áhugi fyrir því að nýta bókina í kennslu og er slík notkun þegar hafin, eða í undirbúningi, m.a. við Viðskiptadeild Háskólans, í Sam- vinnuskólanum og ýmsum fjöl- brautaskólum. Eins hafa fyrirspurnir borist frá fjölmörgum aðilum erlendum sem óskað hafa eftir upplýsingum um ýmis þau atriði, sem um er fjallað í bókinni. Bankinn er nú með í undirbúningi sambærilega bók til nota fyrir inn- flutningsverslunina og er hennar að vænta fljótlega eftir áramótin, skv. upplýsingum bankans. Ymislegt fleira mun vera í undir- búningi af hálfu bankans á þessu sviði, sem skýrast mun á nýju ári. Sjúkraflutningamennimir 19 sem brautskráðust af 10. námskeiði Rauða krossins og Borgarspítalans. Fremst fyrir miðju er læknirinn Kristinn Guðmundsson, en hann er forstöðumaður námskeiðanna. Að flytja slasaða Borgarspítalinn og Rauði kross íslands héldu nýverið 10. námskeið sitt fyrirsjúkraflutningamenn. Nám- skeiðinu luku 19 manns víðs vegar af landinu, sem hafa það ýmist að aðalstarfi eða að hlutastarfi að flytja slasað fólk og sjúklinga. Það telst til tíðinda að nú er í fyrsta sinni haldið námskeið að hausti til en hingað til hefur aðeins verið eitt námskeið á ári og það að vori til. Nú hefur aðsókn aukist svo mjög að ekki reyndist unnt annað en að bæta við námskeiði þetta árið. Strax er að verða fullbókað í næsta námskeið sem verður í vor. Námskeið sem þessi standa yfir í 10 daga og hefst dagskrá kl. 8 á morgnana og lýkur á milli kl. 17 og 18. Kennarar eru þrjátíu og eru það ýmist læknar, hjúkrunarfræðingar og annað sérhæft starfsfólk Borgar- spítalans og annarra stofnanna. Kennslustundir eru alls 104 og auk þess er verklegur hluti kenndur helming námstímans. Fyrirlestrar fjalla m.a. um líffæra- og líeðlis- fræði, bráða barnasjúkdóma, geð- sjúkdóma, hjartasjúkdóma, sár og sárameðferð, bruna, kal, ofkælingu og fæðingarhjálp. Einnig er leiðbeint um réttar starfsstellingar og líkams- beitingu, flutning og burð og að ná slösuðu fólki út úr bílflökum, auk margs annars. KB Reykholt, nýtt forlag: FJÓRAR BÆKUR ÞEGARiHAUST Bílarif Njarðvík Er að rífa: Lancer ’81, Mazda 929 ’82, Honda Accord ’80, Honda Accord ’85, Lada Canada ’82, Bronco ’74, Daihatsu Charmant 79, Dodge Aspen st. 79. BMW 320 ’80. Einnig varahlutir í flestaaðra bíla. Sendum um allt land. S. 92-13106. Nýtt forlag hefur verið stofnað og ræðst þegar í útgáfu fjögurra bóka. Útgáfufyrirtækið nefnist Reykholt hf. og eru stofnendur og eigendur Prenthúsið og eigendur þess, Ámi M. Bjömsson og Reynir H. Jóhann- esson. Framkvæmdastjóri forlagsins er Ólafur Már Magnússon. Þegar er farið að leggja drög að útgáfuáætlun næsta árs en nú í haust em væntanlegar fjórar bækur sem fyrr sagði. Skáldsöguna „Keim af sumri“ eftir Indriða G. Þorsteinsson, er þá fyrsta að telja, en ekki hefur komið út skáldsaga eftir hann frá því 1979. Einnig kemur skólaútgáfa af „Landi og sonum“ eftir Indriða G. frá Reykholti í þetta sinn, en sagan kom fyrst út 1963. Gunnar Stefánsson, cand.mag. og dagskrárstjóri Ríkis- útvarpsins, ritar formálsorð og sem- ur neðanmálsskýringar. Sigfús Daðason hefur safnað sam- an miklu efni og markverðu í bók um skáldið og manninn Stein Stein- arr. í bókinni em ljósmyndir frá ýmsum skeiðum skáldsins og ljóð og greinar, sem ekki hafa áður komið fyrir sjónir manna. Síðast en ekki síst skal nefna viðtals- og myndabók um krafta- jötuninn og afreksmanninn Jón Pál Sigmarsson. Fjöldi mynda er af kappanum við hin ýmsu tilefni en JónÓskarSólnessamditextann. þj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.