Tíminn - 13.11.1987, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.11.1987, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 13. nóvember 1987 Tryggingarfélögin: Ganga í evrópskt tryggingar- samband Á þingi sambands evrópskra tryggingarfélaga (C.E.A.), sem haldið var í París dagana 21. til 23. október sl. var aðild Sambands ís- lenskra tryggingarfélaga að C.E.A. formlega samþykkt. ísland er 19. þjóðin með fullri aðild að C.E. A. en áður höfðu öll ríki Vestur-Evrópu gerst aðilar að samtökunum. Starf Sambands evrópskra trygg- ingarfélaga fer að miklu leyti fram í sérstökum starfsnefndum, sem fást við afmarkaða málaflokka á sviði vátrygginga. Sem dæmi um starf á vettvangi C.E.A. má nefna samn- ingu reglna um notkun fjölþjóðlegs tjónstilkynningarforms vegna um- ferðaróhappa. Þetta kerfi hefur um árabil verið notað af ökumönnum víðast í Vestur-Evrópu og ætlunin er að íslensku tryggingarfélögin taki það upp áður en langt um líður. Ertu að byggja upp líkamann? Tlminn ___ SÍÐUMULA 15 @686300 Félagsmálastofnun komin i Breiðholt „Þessi aðstaða gefur möguleika á mun fjölbreyttara starfi en áður voru möguleikar á „sagði Gunnar Klængur Gunnarsson yfirfélagsráð- gjafi og forstöðumaður hverfaskrif- stofu Breiðholtshverfanna sem opn- uð var formlega að Álftabakka 12 í gær. „Hér er góð aðstaða fyrir hópastarf og fyrirlestra sem ekki var til staðar í þrengslunum áður. Þá er aðstaða fyrir starfsfólk mun betri en áður var“. Hinu nýja húsnæði sem Reykja- víkurborg tók í notkun í gær er ætlað að vera miðstöð fyrir félagsmála- þjónustu í öllum hverfum Breið- holts. Við frágang húsnæðisins var lögð áhersla á að húsnæðið nýttist sem almennt skrifstofuhúsnæði, en hins vegar tekið tillit til sérhæfðrar starfsemi sem fram fer á félagsmála- stofnun. -HM Armúli 15-út Ofanleiti Síðumúii Miðleiti Grensásvegur 2-16 Neðstaleiti Fellsmúli Tjarnargata Suðurgata Háskólahverfi Skúlagata Borgartún Bollagata Flókagata Kjartansgata Tómasarhagi Ægisíða 60-76 Heiðarbær Fagribær Glæsibær Hlaðbær Hafðu samband. Sovésk kvikmyndavika í Regnboganum: Rússneskir Rambóar á móti vondum Könum Gautland Geitland Giljaland Goðaland Grundarland Staifsfólk hinnar nýju hverfamiðstöðvar félagsmálastofnunar sem opnuð var í Álfabakka 12 í gær. Hörðuland Hulduland Hjallaland Helluland Haðaland Kvíslar í Árbæjarhverfi Stekkir í Breiðholti Á morgun hefst í Regnboganum sovésk kvikmyndavika og stendur hún til 21. nóvember næst komandi. Sýndar verða fimm myndir og tvær á hverjum degi. Lítum á tvær mynd- anna. Sú fyrri heitir „Viðfangsefni" og er leikstjóri hinn þekkti Gleb Panfil- ov. Myndin er framleidd hjá Mos- film og eru aðalhlutverkin í höndum Mikhails Uljanovs, Innu Churikocu og Stanislavs Ljúbshins. Myndin gerist á síðari hluta áttunda ára- tugarins. Kim Jesenin, kunnur sov- éskur leikritahöfundur, kemur ásamt vini sínum til hinnar fornu rússnesku borgar, Suzdal. Kim skrif- aði sín bestu leikrit á sjötta áratugn- um, en hann sveik listina fyrir pers- ónulega velferð. Fjölskyldulífið er í rústum og Kim orðinn vinalaus. En hann dreymir um að byrja á nýju leikriti. Seinni myndin heitir „Sendiförin“ og er spennumynd frá Mosfilm í leikstjórn Mikhail Tumanishvili. Hún greinir frá hetjudáð sjóliða í sovéska flotanum, sem koma í veg fyrir ógnvekjandi ögrunaraðgerðir CIA og bandaríska hergagnaiðnað- arins. Útsendarar CIA hafa í hyggju að koma fyrir kjarnorkustýriflaug á kóraleyju, sem á að beina að sov- éskri flotadeild og koma þannig af stað styrjöld milli Sovétríkjanna og Vladimir Verbenko, yfirmaður Novosti fréttastofunnar, Alexander S. Kolesov og Oleg V. Ermolov hjá sovéska sendiráðinu hafa umsjón með sovésku kvikmyndavikunni sem hefst í Regnboganum á morgun. Bandaríkjanna. Leiðangur sovéskra sjóliða er sendur á vettvang. Undirritaður hefur séð úr þessari mynd og skemmti sér konunglega, enda gefur þar að líta nýtt og óvænt sjónarhorn í íslenskri kvikmynda- húsamenningu. í myndinni eru Rússarnir góðu gæjarnir og drepa Tímamynd: BREIN vondu Kanana. Venjulega fáum við að sjá þetta með öfugum formerkj- um. Þrjár síðari myndirnar heita Leyndardómar frú Vong, Regnhlíf handa nýgiftum og Flakkaraævintýri og segir frá þeim í Tímanum á morgun. -SÓL Trékúlu- teppi fyrir ökumenn Frá Kína hefur borist sér- kennileg teppatækni er nuddar þann sem á teppinu situr eða liggur. Hefur þetta verið sett hér á markað til að létta mönn- um lífið við akstur eða miklar stólsetur aðrar. Eru það orð innflytjanda og flestra þeirra, sem um teppið og kúlurar hafa fjallað og reynt, að hér sé hin mesta heilsubót á ferðinni. Trékúlurnar í teppinu eiga að auðvelda blóðstreymi í lærum, sitjanda og baki og eiga að koma í veg fyrir bakverki og vöðvaspennu, sem myndast ella af hreyfingarleysi. Sérstak- lega er á það bent að loft- streymi það sem myndast á milli sætis og manns eigi að koma í veg fyrir óþægilegan svita, hita og klístur sem annars vill skapast af setum í stólum úr gerviefnum. KB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.