Tíminn - 13.11.1987, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.11.1987, Blaðsíða 7
Föstudagur 13. nóvember 1987 Tíminn 7 Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokksins um ráðhúsiö: Sjálfsagt að kanna áhrif á lífríkið Sigrún Magnúsdóttir borgarfull- trúi Framsóknarflokksins sat í dómnefnd um ráðhúsbyggingu við Tjörnina og greiddi atkvæði með byggingu ráðhússins einn borgarf- ulltrúa stjórnarandstöðunnar í borgarstjórn þegar málið var til umfjöllunar þar. Tíminn sneri sér til Sigrúnar og forvitnaðist um hvort hún væri sammála sjálf- stæðismönnum um að ekki væri ástæða til að kanna nánar áhrif ráðhúsbyggingarinnar á lífríki Tjarnarinnar. „Nei, ég er sannarlega ekki sam- mála Sjálfstæðisflokknum í því máli. Það er eðlilegt og sjálfsagt að kanna ítarlega hvort bygging ráð- húss við Tjörnina kunni að skaða lífríki hennar,“ sagði Sigrún. „Ég er hrifin af þessari nettu ráðhús- byggingu og tel hana Tjarnarprýði. Hún tekur ekki nema innan við 2% af flatarmáli Tjarnarinnar og skilar hluta hennar með lítilli tjörn sem komið verður fyrir á norðvestur- horni ráðhúslóðarinnar og tengist Tjörninni." Sigrún tók fram að þó hún hafi greitt atkvæði með byggingu ráð- hússins á þessum stað þá geti hún ekki sætt sig við þann asa sem sjálfstæðismenn viðhafa í ráðhús- málinu. Hún benti á bókun sína í borgarstjórn við afgreiðslu ráð- hússmálsins þar sem Sigrún segist ekki geta fallist á að hraða þurfi framkvæmdum þar sem hún telji eðlilegra að borgin ljúki fyrst fram- kvæmdum við Viðeyjarstofu og Borgarleikhús áður en hafist er handa við ráðhúsbyggingu. Sigrún sagðist einnig telja hönnuði hússins ekkert veita af þeim tíma sem tæki að fullklára Borgarleikhús til að fullvinna teikningar að ráðhúsinu. Benti hún á þann tíma sem hönnuðir dvalar- heimilisins við Skúlagötu töldu sig þurfa í undirbúningsvinnu. Þá sagði Sigrún það fyrir neðan allar hellur að sjálfstæðismenn ætli að sniðganga Innkaupstofnun Reykjavíkurborgar og þá kjörnu fulltrúa sem þar eiga að fjalla um innkaup Reykjavíkurborgar í að- föngum fyrir ráðhúsbygginguna. -HM Sigrún Magnúsdóttir burgarfulltrúi Framsóknarflokksins. Umsögn borgarverkfræðings um byggingu ráðhúss við Tjörnina: Ráðhús hefur ekki áhrif á lífríkið Borgarverkfræðingur telur ekkert benda til þess að framkvæmdir við ráðhússbygginguna við Tjörnina hafi nokkur áhrif á lífríki Tjarnarinnar. Þetta kom fram í umsögn borgar- verkfræðings sem lögð var fyrir borgarráð í fyrradag. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir síðastliðna tvo daga náði Tíminn ekki tali af Þórði Þ. Þorbjarnarsyni borgarverkfræð- ingi til að bera undir hann á hverju hann byggi þessa niðurstöðu sína. í umsögn borgarverkfræðings seg- ir orðrétt: „Ekkert bendir til þess, að þessi skerðing um tæp 2% hafi nokkur einustu áhrif á lífríki Tjarn- arinnar. Og þegar því er slegið fram verður ekki komist hjá því að álykta, að menn séu að misbeita vísindaleg- um hugtökum í því skyni að andæfa áformum, sem þeir af pólitískum ástæðum eru andvígir." -HM Alþjóðaskákmótið á Suðurnesjum: Staðan óljós 1 gær var staða manna á skákmót- inu í Njarðvík frekar þokukennd vegna þess hve margar skákir hafa farið í bið eða þeim frestað. Hannes Hlífar hélt enn efsta sætinu eftir fjórðu umferðina eftir að hafa sigrað Weldon. Hann var með 3 1/2 vinning. Önnur úrslit í gær voru þau að Norwood vann Davíð Ólafsson, Björgvin Jónsson vann Pyhala og Helgi Ólafsson vann Jóhannes Ág- ústsson. Sigurður Daði Sigfússon og Jacops gerðu jafntefli, en skák Þrast- ar Þórhallssonar og Guðmundar Sig- urjónssonar fór í bið. Eftir gærkvöldið hefur staða manna eflaust skýrst þar því þá voru biðskákir og frestaðar skákir tefldar. Úrslit þeirra skáka mun birtast í Tímanum á morgun. -HM Ástráður Ingvarsson hjá Loðnunefnd: LODNAN ER MED VÍDÁTTU- BRJÁLÆÐI „Þeir bíða nú bara eftir að hann lygni, loðnan er uppi, þó hún hafi staðið djúpt. Það er eitthvað víð- áttubrjálæði í henni, hún er óút- reiknanleg," sagði Ástráður Ingvars- son, hjá Loðnunefnd í samtali við Tímann í gær um loðnuveiðarnar. Heildaraflinn var í gærorðinn 73.825 tonn, en var um 360.000 tonn á sama tíma í fyrra. 32 bátar stunda veiðarnar og sagði Ástráður að nokkrir bátanna 49 sem leyfi hafa til veiðanna ætli sér ekki á veiðar fyrr en eftir áramótin. Bjarni Ólafsson AK bíður nú færis norðan við Hornbanka, en þar liggur torfa undir bátnum. Bíður áhöfnin aðeins eftir að hann lygni, en bræla hefur verið á miðunum. -SÓL Ólafur Ragnar á hádegisverðafundi ungra framsóknarmanna: ii / HJORLEIFUR LYGUR EKKIVÍSVITANDI Ólafur Ragnar Grímsson telur atburðarrás hafa skolast til í minni Hjörleifs Guttormssonar frá því haustið 1982 þannig að Hjörleifur sé ekki vísvitandi að segja ósatt þegar hann rekur ekki minni til að Ólafur Ragnar hafi lagt fram tillög- ur í þingflokki Alþýðubandalags- ins um stjórnarslit haustið 1982. Þetta kom fram í máli Ólafs Ragn- ars á hádegisverðarfundi SUF, LFK og FUF í Reykjavík á Gauki á Stöng á gær. „Dagana 12. til 18. október 1982 lagði ég það til í þingflokki Al- þýðubandalagsins að Alþýðu- bandalagið sliti stjórnarsamstarf- inu við Gunnar Thoroddsen og Framsóknarflokkinn og að kosn- Ólafur Ragnar Grímsson. ingar yrðu haldnar í nóvember- mánuði þannig að ný ríkisstjórn gæti tekið við fyrir 1. desember 1982. Þetta var gert á öllum fund- unt þingflokksins, en þó aðeins munnlega. Guðmundur J. Guð- mundsson og Svavar Gestsson tóku þá í sama streng." Þetta sagði Ólafur Ragnar um tillögurnar um stjórnarslit. Um staðhæfingar Hjörleifs sagði Ólafur: „Hjörleifur er ekki að ljúga þegar hann véfengir þetta. Hann ruglast á atburðarásinni í ágúst og í október. Það er eðlilegt að hlutir skolist til í minni manna á þetta löngum tíma.“ -HM Wesper hitablásararnir hafa í 20 ár yljað landsmönnum, bæöi til lands og sjávar viö öll möguleg störf og aðstæður. Þeir henta allstaðar og eru þeir hljóðlátustu á markaðnum. Fáanlegir í eftirtöldum stærðum: 2250 k.cal., 5550 k.cal., 8050 k.cal., 11740 k. cal., 15380 k. cal. og 29600 k. cal., miöaö viö 80°/40° C. Afköstin eru frábær, enda sérbyggðir fyrir hitaveitu. Wesper umboðið Sólheimum 26,104 Reykjavík, sími 91 — 34932

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.