Tíminn - 28.11.1987, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Laugardagur 28. nóvember 1987
IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK
Innritun á vorönn 1988
Innritun stendur nú yfir og henni lýkur 5. desember.
Þetta nám er í boði:
I. Dagnám:
1. Samningbundiðiðnnám
2. Grunndeildmálmiðna
3. — tréiðna
4. — rafiðna
5. Framhaldsdeildrafvirkja/rafvélavirkja
6. — rafeindavirkja
7. — bifvélavirkja
8. — hárgreiðslu
9. — húsasmíði
10. Fornám
II. Almenntnám
12. Tækniteiknun
13. Ftafsuða
14. Tölvubraut
15. Tæknibraut (lýkur með stúdentsprófi)
11. Kvöldnám:
1.
2.
Meistaranám (húsasmíði, múraraiðn og pípu-
lögn).
öldungadeild
a) Grunndeild rafiðna
b) Framhaldsdeild í rafeindavirkjun.
Fyrri umsóknir, sem ekki hafa verið staðfestar með
skólagjöldum þarf að endurnýja.
Framhaldsnemendur sem hyggja á nám á vorönn
verða aö staðfesta það með skólagjöldum fyrir 5. des.
n.k.
Nánari upplýsingar eru gefnar í skrifstofu skólans og
hjá námsráðgjöfum.
Innritun í einstakar deildir er með fyrirvara um næga
þátttöku.
Skrifstofa skólans er opin virka daga kl. 9.30-15.00.
Félag járn-
iðnaðar-
manna
Félagsfundur
verður haldinn mánudaginn 30. nóvember 1987 kl.
8.00 e.h. að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð.
Dagskrá:
1. Félagsmál
2. Kjaramál
3. Drög að breytingum á fundarsköpum,
kynning.
4. Önnur mál
Mætið vel og stundvíslega.
Stjórn Félags járniðnaðarmanna.
VEGAGERÐIN
V__________/
Útboð
Efnisvinnsla á Suðurlandi 1988
Vegagerö ríkisins óskar eftirtilboðum í ofangreint verk. Magn 74.000
m3.
Útboösgögn veröa afhent hjá Vegagerð ríkisins á Selfossi og í
Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 30. nóvember n.k. Skila skal
tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 14. desember 1987.
Vegamálastjóri
Til sölu frá Þýskalandi
BMV og Mercedes Bens ýmsar gerðir.
Góð greiðslukjör.
Upplýsingar í síma 92-12377.
Lífeyrissjóður verkfræðinga athugar 2 uppgjörsleiðir við gamla tímann:
Verðbólgugróði
lána dreginn
frá lífeyrinum?
Forsvarsmenn Lífeyrissjóðs verk-
fræðinga velta nú alvarlega fyrir sér
þeirri hugmynd - varðandi uppgjör
við gamla óverðtryggða tímann - að
reikna upp fullverðtryggðan lífeyris-
rétt allra sjóðfélaga frá upphafi, og
greiða þeim verðtryggðan lífeyri sem
aldrei fengu óverðtryggð lán hjá
sjóðnum. Frá réttindum þeirra sem
slík lán fengu, yrði hins vegar dreg-
inn sá verðbólguhagnaður (fyrir-
framgreiddi lífeyrir) sem hver og
einn hafði af þeim lánum - sem í
mörgum tilfellum nemur hundruð-
um þúsunda og jafnvel dæmi um yfir
800 þús. kr. af einu slíku láni. Telji
menn sig ekki geta lifað á þeim
lífeyri sem þeir þannig ættu rétt á,
gæfist kostur á nokkurskonar kaup-
leigusamningi við sjóðinn um um-
framlífeyri - en sú viðbót yrði síðan
gerð upp við sölu eigna að þeim
látnum.
Pessar hugmyndir verða m.a. til
umræðu á ráðstefnu sem lífeyris-
sjóðasamböndin efna til í janúar
n.k. um fortíðarvanda lífeyrissjóð-
anna í tengslum við frumvarp um
starfsemi lífeyrissjóða í framtíðinni.
Dæmi sem gengur ekki upp
„Vonandi fara menn að komast í
skilning um það að það er ekki bæði
hægt að taka lífeyrisrétt sinn út í
óverðtryggðum lánum og í fullverð-
tryggðum lífeyrisrétti - það er dæmi
sem gengur bara ekki upp. Það má
heldur alls ekki taka peninga frá
yngri kynslóðinni til að færa til
þeirrar eldri, eins oggert er í flestum
sjóðum í dag. Það er einmitt alvar-
lega vandamálið hjá flestum sjóðum
nú, að þeir eru að greiða mun hærri
lífeyri en þeir geta staðið undir,“
sagði Jón Hallsson, framkvæmda-
stjóri Lífeyrissjóðs verkfræðinga
m.a. í samtali við Tímann.
Tvær uppgjörsleiðir til
skoðunar
Jón sagði ekkert hafa verið ákveð-
ið ennþá, en einkum væru tvær leiðir
til skoðunar hvað varðar uppgjör við
gamla tímann. Önnur væri sú, að
reiknaður væri út óverðtryggður líf-
eyrir, en síðan yrði þeirri upphæð
sem umfram er skipt á milli sjóðfé-
laga í réttu hlutfalli við innistæðu
þeirra eða innborganir. Með þessu
væri farið eftir reglugerð sjóðsins,
sem aldrei hefði lofað nema óverð-
tryggðum lífeyrisrétti.
Réttlátari skipting
Þá aðferð sem fyrr er greint frá
sagði Jón hins vegar áhugaverða til
skoðunar, því með henni fengist
miklu réttlátari skipting. Hún mundi
jafna hlut þeirra sem aldrei tóku lán
eða fengu óverðtryggð lán á fyrstu
árum sjóðsins, upp úr 1954,þegar
greiddir voru af þeim 7,25% vextir í
3% verðbólgu, þ.e. raunvextir - og
hins vegar þeirra sem sem greiddu
8,5% fasta vexti á meðan verðbólgan
komst alit upp og yfir 60%.
Búa í lífeyris-
réttindunum sínum
Jón segir að líta megi á verð-
bólguhagnaðinn af óverðtryggðu
lánunum sem fyrirframgreiddan líf-
eyri - ekki sem þeir hafi eytt fyrir-
fram, heldur liggi hann í húsunum
þeirra.
„Það hefur gjarnan verið spurt:
Hvað varð af peningunum sem líf-
eyrissjóðirnir tóku við og áttu að
ávaxtast með raunvöxtum? Svarið
er: Þeir voru allir lánaðir til sjóðfé-
laga á óverðtryggðum kjörum. Þeir
sjóðfélagar sem fengu þessi lán búa
því raunverulega í hluta af lífeyris-
réttindunum sínum - þ.e.a.s. að
verðtryggingin sem þeir hefðu átt að
fá á lífeyrisréttinn sinn, hún liggur í
fasteignunum þeirra.
í mörgum tilvikum
hundruð þúsunda
Spurður hvort engir tæknilegir
erfiðleikar væru á að reikna út hinn
„fyrirframgreidda lífeyri" hvers og
eins lántakanda sagði Jón svo ekki
vera. „Við gátum sett inn í tölvu öll
óverðtryggð lán þeirra sjóðfélaga
sem eru hjá okkur í dag“. Þannig
mætti finna mismuninn á þeim vöxt-
um sem greiddir hafa verið af
bréfunum og hins vegar hvað hefði
verið greitt af þeim ef þau hefðu
verið verðtryggð og með 3-4%
vöxtum. í þeim dæmum sem reiknuð
hafi verið út komi fram að þessi
mismunur er mjög breytilegur, en í
mörgum tilfellum nemi hann
hundruðum þúsunda á einstökum
lánum. Og dæmi hafi sést um sjóð-
félaga sem á þennan hátt hafi rúm-
lega 800 þús. kr. fyrirframgreiddan
lífeyri, miðað við verðlag í febrúar
s.l.
í þessu sambandi er rétt að taka
fram að lán frá Lífeyrissjóði verk-
fræðinga hafa yfirleitt verið há - t.d.
lánar sjóðurinn nú allt upp undir 1,4
millj. króna. En af framangreindu
dæmi má þó ljóst vera að sumir hafa
aldrei endurgreitt nema langt innan
við helming af raungildi þeirra lána
sem þeir hafa fengið.
Almennt áhyggjuefni
Jón sagði það almennt mjög mikið
áhyggjuefni hvernig nú sé komið
fyrir mörgum lífeyrissjóðanna. Og
sumir þeirra séu að leggja upp
laupana vegna þess að þeir eigi ekki
einu sinni fyrir bótagreiðslum.
{ þessu sambandi má geta þess að
í nýju fréttabréfi SAL eru taldir upp
15 lífeyrissjóðir sem á undanförnum
árum hafa hætt eiginlegri starfsemi
sinni, þ.e. annað hvort verið samein-
aðir öðrum sjóðum og/eða sjóðfélag-
ar greiða nú til annarra sjóða. f
fréttabréfinu segir jafnframt að sam-
þykkt fyrirliggjandi frumvarps um
starfsemi lífeyrissjóða mundi hafa í
för með sér verulega fækkun sjóð-
anna, þó svo í frumvarpinu séu
engin sérstök ákvæði um lágmarks-
fjölda sjóðfélaga. - HEI
Heiðrekur Guðmundsson:
Landamæri
Bókaútgáfa Menningarsjóðs hef-
ur gefið út ljóðabókina Landamærí
eftir Heiðrek Guðmundsson skáld á
Akureyri, en ný bók frá hans hendi
sætir jafnan tíðindum. Útgefandi
kynnir Landamæri og höfundinn
svofelldum orðum á bókarkápu.
„Heiðrekur Guðmundsson gaf út
fyrstu bók sína fyrir 40 árum, en
elsta kvæði hennar var þá 10 ára
gamalt, svo að hann hefur fengist við
ljóðagerð í hálfa öld á íslensku
skáldaþingi. Með Landamærum
staðfestir hann enn frumleik og sér-
stöðu. Kvæðin eru stutt og hnitmið-
uð en vitna um dýpt og þrótt.
Heiðrekur ræktar akur sinn af vand-
virkni og alúð.
Fyrri bækur Heiðreks eru: Arfur
öreigans, 1947; Af heiðarbrún, 1950;
Vordraumar og vetrarkvíði, 1958;
Mannheimar, 1966; Langferðir,
1972; Skildagar, 1979; Mannheimar
(úrval, 1983).“
Landamæri eru 83 blaðsíður að
stærð. Kápu gerði Margrét E.
Laxness, en bókin er unnin í Prent-
smiðju Hafnarfjarðar.
Heiðrekur Guðmundsson.