Tíminn - 28.11.1987, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.11.1987, Blaðsíða 7
Laugardagur 28. nóvember 1987 Tíminn 7 Ný reglugerð frá dómsmálaráðherra: Fasteignasalar leggja fram ábyrgðartryggingu Samband hljómplötuframleiðenda: Með lögum um fasteigna- og skipasölu frá árinu 1986 voru settar nýjar reglur um starfsemi fast- eigna-og skipasala, þannig að að- eins þeir sem hafa undir höndum löggildingu dómsmálaráðuneytis- ins eða leyfi sem ráðherra gefur út á grundvelli eldri laga megi reka slíka starfsemi. í vikunni undirritaði Jón Sig- urðsson, dómsmálaráðherra, svo reglugerð þar sem ákveðið var að fyrir 31. desember nk. skuli lög- menn sem reka fasteigna- eða skipasölu hafa sótt um löggildingu dómsmálaráðuneytisins hafi þeir ekki fengið leyfi til fasteignasölu samkvæmt eldri lögum, og þeir sem hafa eldra leyfi skulu sækja um staðfestingu ráðuneytisins á því að þeir fullnægi lögmætum skilyrðum fyrir sama tíma. Skulu þeir samkvæmt lögum leggja fram tryggingu fyrir greiðslu kostnaðar og tjóns, sem viðskiptamenn þeirra kunna að verða fyrir af hans hálfu. í reglugerð þeirri sem nú hefur verið sett var ákveðið að fasteigna- salar skuli leggja fram ábyrgðar- tryggingu vegna tjóns sem stafar af gáleysi í starfi. Einnig skulu þeir leggja fram sjálfskuldarábyrgðar- tryggingu vegna annars tjóns. Þá undirritaði ráðherra einnig reglugerð um próf til að öðlast löggildingu til fasteigna- og skipa- sölu. Námskeið til undirbúnings slíku prófi hefst væntanlega í byrj- un næsta árs. -SÓL Platína Reglur unt gull og platínuplötur hafa ekki verið samræmdar á Islandi og af því hefur getað sprottið einhver misskilningur. Nú hefur Samband hljómplötuframleiðenda ákveðið að gefa út viðntiðun fyrir hljómplötu- framleiðendur. Hér eftir mun hver sá hljómlistar- maður sem nær því marki að 3000 eintök seljist af stórri plötu, eiga rétt á að hljóta viðurkenningu sem nefn- ast mun Gullplata Sambands hljóm- plötuframleiðenda. Hver sá sem nær því marki að 7500 eintök seljist af stórri plötu. á þá rétt á að hljóta viðurkenningu sem nefnast mun Platfnplata Sambands hljómplötu- framleiðenda. oggull Ef notuð væri rétt viðmiðun á gullplötuveitingar erlendis kemur í ljós að ntun nieira þarf að seljast hér heima miðað við gömlu góðu höfðat- öluregluna. Gullpata er t.d. veitt í Bandaríkjunum fyrir 500.000 ein- taka sölu, en það myndi samsvara urn 500 eintaka sölu á íslenskum markaði. Selja þarf 1.000.000 stórra platna til að ná platínuverðlaunum, en það samsvarar aðeins um 1000 seldum plötum hér heima. Til þessa hafa nokkrir hljómplötu- framleiðendur veitt hljómlistamönn- um gullplötuverðlaun fyrir að ná því takmarki að 5000 stórar plötur scljist. KB Sama eiturlyfjabælið í vesturbæ á enn í hlut: Hóphand- tökur am- fetamín- fíkla Fíkniefnalögreglan hefur ekki set- ið auðum höndum að undanförnu og færði í þremur hópum þrettán manns í fangageymslur á miðvikudags- kvöld. Kvartað hafði verið undan ófriði í kjallaraíbúð í vesturbænum í Reykjavík í sama eiturlyfjabæli og fíkniefnaveislu var hleypt upp af lögreglu fyrir nokkru. Þegar lögreglan kom á vettvang f þetta sinn var fólk undir áhrifum fíkniefna utan dyra og innan og var fært í fangageymslur. Seinna, meðan á húsleit lögreglu stóð, bar fleiri fíkniefnaneytendur að garði, sem einnig voru teknir höndum. Gerð voru upptæk liðlega 15 grömm af amfetamíni. Önnur fíkniefni fund- ust ekki. I fyrradag var þetta lið allt yfir- heyrt og sleppt úr haldi. Allflestir hafa komið við sögu ávanadeildar lögreglu áður vegna neyslu fíkni- efna. þj Hólma- drangur lengdur Um síðustu helgi kom frystitogari Hólmvíkinga, Hólmadrangur ST- 70, til heimahafnar úr síðustu veiði- ferðinni á þessu ári. Á mánudag var skipinu siglt áleiðis til Þýskalands, þar sem það verður tekið í slipp og lengt um 10 m. Lengingin fer fram í skipasmíðastöð Pohl & Joswiak í Hamborg, og er reiknað með að verkið taki um 8 vikur. Við lenging- una batnar mjög öll vinnuaðstaða um borð í skipinu, en aðstaða til vinnslu aflans var orðin mjög þröng. Hólmadrangur hefur veitt þokka- lega það sem af árinu, og var kvóti skipsins nánast búinn þegar haldið var utan. Skipstjóri á Hólmadrangi er Hlöðver Haraldsson. Stefán Gíslason. Umferðarreglur eru tll ’ okkar vegna—Vlrðum' reglur vðrumst slys. hIumferqar Mrao * BJÓRINN EYKUR HEILDARNEYSLU ÁFENGIS! ER OKKUR SAMA? AUKA ÞAU NEYSLUNA? Minnkum áfengisneysluna um fjórðung fram til aldamóta og bætum heilbrigði (Alþjóðaheilbrigðisstofnunin) Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir: „ . . . enda þótt dragi úr neyslu á sterku áfengi fyrst í stað þá mun heildarneyslan aukast." (HP. 31/1 1985). Dr. Þorkell Jóhannesson prófessor í lyfjafræði: „Óskhyggja að draga megi úrneyslu annars áfengis með áfengum bjór." (Lyfjafræði miðtaugakerfisins 1984). Guðrún Agnarsdóttir læknir og alþingismaður: „Reynsla annarra þjóða bendirtil að áfengur bjór muni auka heildarneyslu áfengis. Tilmæli Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar eru skýr: Draga þarf úr áfengisneyslu." (Rúv. 29/10 1987). Dr. Tómas Helgason prófessor í geðlæknisfræði: „( stað þess að minnka um fjórðung, eins og Alþjóðaheil- brigðisstofnunin telur nauðsyn- legt, mun áfengisneysla aukast um þriðjung verði bjórstefnan ofan á." (Mbl. 9/4 1986). Pétur Pétursson læknir: „Það er sannfæring mín að með tilkomu áfengs öls muni áfengis- neysla ungmenna og dagdrykkja þjóðarinnar aukast að miklum mun." (Um daginn og veginn, Rúv. 29/4 1985). Jósep Ó. Blöndal læknir: „Möguleikar mannsins á að halda sér þurrum þegar hann hverfur undan verndarvæng meðferðar- stofnunarinnar eru hverfandi, því bjórinn er alls staðar." (Mbl. 25/5 1985). Jóhannes Bergsveinsson yfirlæknir: „Reynsla annarra þjóða af því að leyfa sölu áfengs öls hefur hvar- vetna orðið sú að það hefur leitt til meiri neyslu vínanda og aukins skaða af hans völdum." (Mbl. 26/2 1985). Guðsteinn Þengilsson yfiriæknir: „ ... ekki hefur enn verið unnt að benda á það land í veröldinni þar sem sterkt öl hefur dregið úr áfengisneyslu heldur virðist það bætast við." (DV. 24/4 1985). Stórstúka íslands » Bindindisfélag ökumanna »Islenskir ungtemplarar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.