Tíminn - 28.11.1987, Blaðsíða 18
18 Tíminn
BRflun multipractic
ÓMISSANDI I
ELDHÚSIÐ
'I
ý. íjt£Zí''
iillltllii
Laugardagur 28. nóvember 1987
Borgartúni 20 og KRINGLUNNi
- og betri raftækjasalar
ST. JÓSEFSSPÍTALI,
LANDAKOTI
Hjúkrunarf ræðinga vantar á handlæknisdeildir
Landakotsspítali býður ykkur ákjósanlegan vinnu-
stað í hjarta borgarinnar. Góðarstrætisvagnaferðir
í allar áttir. Þar geta hæfileikar ykkar notið sín, því
við erum opin fyrir öllum nýjungum og viljum að
starfsfólk okkar fái tækifæri til þess að vinna að
þeim með okkur. Við reynum að gera öllum kleift
að sækja námskeið og ráðstefnur. Við bjóðum
aðlögunarkennslu áður en starfsmenn fara á
sjálfstæðar vaktir.
Hafið samband við skrifstofu hjúkrunarstjórnar
sem veitir nánari upplýsingar í síma 19600-220-
300 alla virka daga milli kl. 08.00-16.00.
Aðstoðarfólk vantar á röntgendeild
Röntgendeildin er lítill og þægilegur vinnustaður
og þar ríkir góður starfsandi. Okkur vantar aðstoð-
arfólk á deildina. Ef þig langar að vinna á
notalegum vinnustað hafðu þá samband við
deildarstjóra í síma 19600-330.
Reykjavík 25.11 1987.
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar:
Fulltrúi í
húsnæðisdeild
Staðafulltrúa í húsnæðisdeild eriaustil umsóknar.
Starfið reynir á hæfni í almennum skrifstofustörfum
og mannlegum samskiptum, jafnvel þekkingu og
reynslu í sambandi við viðhald húsnæðis.
Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmannahaldi
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9. Umsóknar-
fresturertil 9. desember. Nánari upplýsingargefur
Birgir Ottósson, húsnæðisfulltrúi, í síma 25500.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýndan hlýhug og samúð vegna fráfalls
eiginmanns míns, sonar, föður, tengdaföður og afa
Jóns Inga Rósantssonar
Bogahlíð 22, Reykjavik
Guðbjörg Pálsdóttir
Þórunn Jónsdóttir
Þórlaug Jónsdóttir Stefán Svavarsson
Óskar Jonsson Ingveldur H. Aðalsteinsdóttir
Ingibjörg Jónsdóttir Friðrik Steinn Kristjánsson
Þórunn Marfa Jónsdóttir
og barnabörn
MINNING
lli
lillillll!
Rögnvaldur
Rögnvaldsson
Fæddur 21. október 1912
Dáinn 15. nóvember 1987
Þó að flæði flest mín sker
fjúkið næði um hreysi
Guð í hæðum gefðu mér
gleði og æðruleysi.
R.R.
Þessar ljóðlínur setti Rögnvaldur
saman er hann dvaldi á sjúkrahúsi
sem oftar hin síðari ár.
Rögnvaldur fæddist að Litlu-
Þverá í Miðfirði, hann var sonur
Rögnvaldar Hjartarsonar Líndal
bónda Hnausakoti og Margrétar
Björnsdóttur Fossi Hrútafirði. For-
eldrar hans bjuggu ekki saman.
Fyrstu átta æviárin dvaldi hann hjá
föður sínum, þá lést hann, fór hann
þá til móður sinnar. Hennar naut
ekki lengi við, tveim árum síðar
kveður hún son sinn hinsta sinni
með þeirri bæn að hann standi alltaf
með lítilmagnanum. Þessari bæn var
hann trúr. Hann var róttækur í
skoðunum en hafði til að bera sveigj-
anleika og hlýju að ógleymdri kímn-
inni er setti svip á allt hans umhverfi.
Eftir að foreldra hans naut ekki
lengur við dvaldist hann fyrst hjá
Bjarna móðurbróður sínum að Mýr-
um í Hrútafirði en síðan var hann að
Bessastöðum í sömu sveit. Á ungl-
ingsárunum var hann tvo vetur í
Reykjaskóla í Hrútafirði. Á árunum
1934-’39 var Rögnvaldur í bygginga-
vinnu og við sölumennsku hjá trygg-
ingafélagi í Reykjavík. Þá liggur
leiðin norður í Mývatnssveit og
kynntist hann þar eftirlifandi konu
sinni Hlín Stefánsdóttur frá Haga-
nesi. Þar bjuggu þau til 1950 er leiðin
lá til Akureyrar.
Dæturnar urðu þrjár. Margrét
fædd 25. maí ’40 þá, dóttir er fæddist
andvana, þá Úlfhildur fædd 1. sept.
’46. Barnabörnin eru sex og ólst elsti
sonur Margrétar, Rögnvaldur Dofri,
að hluta til hjá afa sínum og ömmu.
Er Rögnvaldur varð 75 ára í október
s.l. dvaldi hann hjá Dofra og fjöl-
skyldu hans í Reykjavík, bar hann
sig svo vel að þau uggði ekki hve
stutt var í lokaþáttinn. Farið var í
sund og sá gamli klæddi sig í sitt
fínasta púss og skrapp í þinghúsið að
heilsa upp á vini sína, hann lék við
hvurn sinn fingur.
Mér er oftast glatt í geði
gleymi því sem miður fer
eigir þú nóg af innri gleði
eyðist skuggi dagsins hver.
Þeir eiginleikar er Rögnvaldur
lýsir svo vel sjálfur voru ríkir í fari
hans, og leiddu til þess að fjölmennt
var oft í kring um hann. Minnisstæð
eru árin er hann var „náðhússtjóri"
þeirra Akureyringa, skólastrákar
sátu þar daga langa, tefldu og spil-
uðu, þeir ylja nú margir hin mýkri
sæti þjóðfélagsins. Utangarðsmenn
áttu þar einnig afdrep og vitum við
að Rögnvaldur ætlaði sér ekki alltaf
af í aðstoð sinni við þá. Hin síðari
árin var hann húsvörður í Ráðhúsinu
á Akueyri. Hlín og Rögnvaldur voru
ólík, en þau auðguðu hvort annað
og umhverfi sitt. Brennadi áhugi á
þjóðmálum og heimsmálum ein-
kenndi daglegt líf þeirra, nú þegar
allar hugsjónir eru að þynnast út í
sinnuleysi fólks er lekur niður fyrir
framan „skjáinn" eftir langan vinnu-
dag. Ekki þannig séð að sú kynslóð
er þau tilheyrðu hafi ekki unnið,
heldur það að þau létu ekki mata sig
athugasemdalaust. Það var andleg
veisla að sækja þau heim, það var
farið með vísur, flutt tónlist og
gripin bók til að vitna í. Slíku fólki
fer fækkandi er svo gott á með að
miðla af lífsreynslu sinni. Veit ég að
Hlín heldur merkinu uppi, þó lífs-
förunauturinn hafi flutt sig um set.
Það er stutt milli þeirra karla er
okkur hafa verið einna kærastir.
Þess vegna er draumur eins barna-
barna Rögnvaldar ylur í nepjunni
þar sem hann sá föður okkar Helga
Stefánsson og Rögnvald komna
„heim“ í Haganes.
Vonin hún er mannsins máttur
mæld við hugsjón hvers og þrár.
í sorginni er hún sigurþáttur
sárin græðir þerrar tár.
R.R.
Þannig kveður Rögnvaldur okkur.
Blessuð sé minning hans.
Bryndís Helgadóttir
Hildur Helgadóttir
Jón Sigurðs
Jónsson
Fæddur 22. nóvember 1926
Dáinn 21. nóvember 1987
Á mánudag verður til moldar
borinn Jón Sigurðs Jónsson, Lundar-
brekku 2, Kópavogi.
Hann var fæddur að Saurum í
Hraunhreppi, Mýrarsýslu, 22. nóv-
ember 1926. Jón ólst upp ásamt
þrem systrum sínum á heimili for-
eldra sinna, Jóns Guðjónssonar
bónda að Fíflholtum, Hraunhreppi
og Ingigerðar Þorsteinsdóttur frá
Háholti í Gnúpverjahreppi. Hann
var af traustum ættum af Mýrum og
úr Árnesþingi. Jón stundaði nám í
Héraðsskólanum að Laugarvatni og
síðan í Samvinnuskólanum. Að
námi loknu gerðist hann kennari um
skeið á heimaslóðum sínum í Borg-
arfirði.
Síðan lá leið hans til Reykjavíkur,
þar sem hann stundaði verslunar-
störf meðan heilsa og starfskraftar
t
Maðurinn minn
Þorleifur Thorlacius
skipasmiöur
Nýlendugötu 20A, Reykjavík
andaðist að Hrafnistu í Reykjavík fimmtudaginn 26. nóvember.
Ágústa Thorlacius.
t
Sonur minn og bróðir okkar
Jón Sigurðs Jónsson
Lundarbrekku 2, Kópavogi
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 30. nóvember kl.
13.30.
Ingigerður Þorsteinsdóttir
og systur hins látna.
leyfðu. Lengst af við skrifstofustörf
hjá Olíufélaginu hf., þar sem hann
ávann sér vinsældir og traust fyrir
góð störf. Um skeið starfaði hann í
Starfsmannafélagi Olíufélagsins og
var í stjórn þess um tíma.
Jón var víðlesinn og fróðleiksfús
og kunni góð skil á sögu landsins og
fróðleik öðrum, af lestri góðra bóka,
og átti gott með að koma fróðleik
sínum á framfæri við viðmælendur
sína.
Fyrir rúmum fimm árum varð Jón
fyrir sárri reynslu er hann varð fyrir
líkamlegu áfalli, sem skerti starfs-
þrek hans og heilsu, svo mjög, að
hann gekk ekki eftir það heill til
skógar. En áhugi hans og dugnaður
við að endurheimta þrek sitt var
óbilandi og fékk hann nokkurn bata
af dugnaði sínum.
Eigi má sköpum renna. Jón varð
bráðkvaddur hinn 21. nóvember s.l.
stundu fyrir sextugasta og fyrsta
afmælisdag sinn. Með Jóni er fallinn
frá traustur maður sem, meðan
kraftar voru óskertir, var dugmikill
starfsmaður og traustur stuðnings-
maður fjölskyldu sinnar og
frændliðs, sem sakna hans nú mjög.
Mestur er söknuður aldraðrar
móður, sem sér nú á bak einkasyni
sínum, sem reyndist henni góður til
hinstu stundar.
Fyrir hönd samstarfsfólks hjá
Olíufélaginu hf. flytjum við móður
hans, systrum og öðru venslafólki
innilegar samúðarkveðjur.
Sigurður Jónsson
Teitur Jensson