Tíminn - 28.11.1987, Blaðsíða 23

Tíminn - 28.11.1987, Blaðsíða 23
Laugardagur 28. nóvember 1987 Tíminn 23 Richard Burton var átrúnaðargoð Catherine. Hér er hann með móður hennar, Elísabetu Júgóslavíu- prinsessu. Eftir langan vinnudag slakar Catherine á heima, gjaman við lestur. Áhrif fra Richard Burton Svona hefur Celia það núna, býr Celia Hammond á dýrðardögunum með 65 köttum, sem hún hefur sem fýrirsæta. tekið af sér á götunum. Leikkonan Catherine Oxen- berg, sem birtist í líki Amöndu, dóttur Alexis í Ættarveldinu, lifir einkar rólegu lífi utan vinnu og besta vinkonan er móðir hennar, Elísabet Júgóslavíuprinsessa. Stjörnudraumarnir kviknuðu, þegar Catherine var 13 ára. Pá var móðir hennar trúlofuð leikarnum Richard Burton og þau bjuggu saman í Sviss. Sambandið varði raunar ekki nema í níu mánuði, prinsessan fékk þá nóg af drykkju- skap unnustans. - Ég var mikið með Richard, segir Catherine. Hann var stór- kostlegur maður og ég heillaðist svo, að ég tilkynnti að ég ætlaði að verða leikari. Hann varð hrifinn og lét mig lesa nokkur leikrit Shakesp- eares. Mamma hafði áhyggjur, því þetta kom niður á skólanáminu mínu. Catherine er fædd í Bandaríkj- unum, en hefur búið í Englandi með móður sinni árum saman. Á unglingsárum flutti hún þó um tíma til föður síns, bandaríska auðkýfingsins Howard Oxenberg. Hún gerðist fyrirsæta, en lærði leiklist meðfram. Árið 1982 fékk hún tækifærið - hlutverk Díönu prinsessu í bandarískri mynd um það ástarævintýri aldarinnar. - Mamma bað Charles prins afsökunar, áður en búið var að gera myndina. Hún sagði honum að hvort sem ég léki Díönu eða ekki, yrði myndin gerð. Honum fannst þá betra að það yrði ég, sem þekki sæmilega til breskra hirð- siða, heldur en bláókunnug mann- eskja. Nú býr Catherine með tveimur akfeitum köttum í nýju húsi. Áður var hún trúlofuð Spánverja og bjó í Madrid í nokkur ár. Hún fór frá honum til að láta leikaradraumana rætast. - Þetta er erfiðasta ákvörð- un, sem ég hef tekið á ævinni, segir Catherine. - Ég var afar ástfangin, en Spánn er ekki heimsins besti staður að búa á, þegar maður er leikari og auk þess var ég of ung til að setjast í helgan stein. Catherine er nú 24 ára. Hún hefur svo sem komið við hér og þar, sást um tíma mikið með Albert Mónakóprinsi og leikaranum George Hamilton, en eftir að hún byrjaði í Ættarveldinu, er lífið að mestu vinna. Því hefur hún það rólegt á kvöldin, leikur gjarnan tennis og les fyrir svefninn. Nú eru hins vegar blikur á lofti. Eftir fjögur ár í Ættarveldinu er Catherine orðin atvinnulaus og mönnum ber ekki saman um, hvort hún sagði upp eða var rekin. Slúð- ursögur segja, að hún hafi gert of miklar launakröfur. Dýrðin er foraengileg - Það er ekki rétt að segja, að líf mitt hafi farið forgörðum, segir Celia nokkur Hammond, sem eitt sinn var eftirsóttasta Ijósmyndafyr- irsætan í tískuheimi London. - Engu lífi er lifað til einskis og svo sannarlega ekki mínu, fullyrðir hún. Alla daga og allan daginn leitar hún að útigangsköttum í London og bjargar þeim frá ömurlegum örlögum. Hún hyggst gangast fyrir að komið verði á fót kattasjúkra- húsi í borginni og telur að ekki sé verulegum vandkvæðum bundið að útvega fjármagn. Enn nýtur hún fornrar frægðar, þó hún hafi ekki stigið í sviðsljósið í 17 ár. Áður voru dagar hennar heldur öðruvísi. Tvítug stóð hún á hátindi frama síns, en meðan starfssystur hennar eyddu kvöldum og nóttum á hinum ýmsu næturklúbbum, gekk Celia um götur London og hlúði að heimlislausum köttum. - Daginn eftir kom ég iðulega fram fyrir myndavélarnar með brotnar neglur og þóttist hafa sofið vel, þó ég gerði það sjaldan. Eftir eina leitarferðina fékk hún lungna- bólgu, en fannst það ekki skipta máli, heldur hitt - að þá nótt bjargaði hún 17 köttum. - Ég veit ekki, hvers vegna ég geri þetta, játar hún. - Satt að segja hefði ég gjarnan viljað vera laus við kattadelluna. Nú er Celia 44 ára og hefur 65 ketti á heimilinu. Prír eiginmenn hafa gefist upp á kattafarganinu og neyðst til að flytja. - Ég hefði átt að byrja á katta- hælinu fyrir 20 árum, segir Celia. - Þá átti ég nóga peninga. En hún hlakkar til að sjá draum sinn rætast, þó seint sé.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.