Tíminn - 01.12.1987, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 1. desember 1987
Tíminn 3
Einkaskattur
bókhlöðunnar
hvergi laus
Jón Baldvin Hannibalsson,
fjármálaráðherra, hefur gert það
að tilllögu sinni að sami háttur
verði á hafður, og verið hefur á
yfirstandandi ári, varðandi það hve
mikill hluti af eignarskattsauka
þeim er markaður var Pjóðarbók-
hlöðu, renni til framkvæmda þar.
Stendur nú járn í járn á milli
þeirra, Jóns Baldvins og Birgis
ísleifs Gunnarssonar,
menntamálaráðherra, en Birgir ís-
leifur flutti mikla ræðu á laugardag
vestur á Melum, þar sem hann
lofaði aðstandendum Pjóðarbók-
hlöðunnar því, að berjast sem
mest hann má fyrir því að hún fái
sinn markaða tekjustofn sem allra
minnst skertan.
„Um Þjóðarbókhlöðuna er það
að segja að það eru á fjárlögum 50
milljónir króna í þá framkvæmd.
Skuldbindingar vegna verksamn-
inga eru um 15 milljónir. Bygging-
unni myndi skila vel á veg með
þessum 50 milljónum, en ég hef
lagt til að það verði hafður sami
háttur á og gert var með samkomu-
lagi milli fyrrverandi fjármálaráð-
herra og menntamálaráherra varð-
andi yfirstandandi ár,“ sagði Jón
Baldvin Hannibalsson, fjármála-
ráðherra, í viðtali við Tímann um
svör hans við ræðu Birgis ísleifs
Gunnarssonar. menntamálaráð-
herra, er hann hélt í fokheldu húsi
Þjóðarbókhlöðunnar vestur á Mel-
um á laugardag.
Sagði Jón Baldvin að skýringin á
þessu væri einfaldlega sú að hinn
markaði tekjuskattsstofn af eignar-
skattsauka, skilaði inn meiri pen-
ingum en komið væri í lóg með
góðu móti miðað við þá miklu
þenslu sem við byggjum við um
þessar mundir. Aðstæður þær, sem
hvatt höfðu þáverandi ráðherra til
að leggja ekki nema hluta af tekju-
stofni Þjóðarbókhlöðu í fram-
kvæmdir þar, hefðu ekkert breyst
nema síður væri. „Sú gífurlega
þensla sem þá var á byggingar-
markaðinum, er enn yfirstandandi
og hefur lítið sem ekkert rénað,"
sagði Jón Baldvin. Það væri megin
ástæða þess að hann stæði harður
á því að leggja ekki meira til
framkvæmda í Þjóðarbókhlöðu, en
sem nemur þeim skuldbindingum
er þegar hafa verið festar. KB
Skipulagsbreyting á starfi borgarlögreglu:
Einn varðstjóri
yfir öllu svæðinu
Um áramót tekur gildi skipu-
lagsbreyting á starfi lögreglunnar í
Reykjavík sem yfirstjórn hennar
hefur þegar samþykkt. Hún felst í
því að stjórnun mannafla og búnað-
ar lögreglu, svo sem bifreiða, heyrir
undir einn varðstjóra, sem staðsett-
ur er í lögreglustöðinni. Varðstjór-
ar á miðborgarstöð og í Árbæ verða
þá aðstoðarvarðstjórar. Enn fremur
verður skipaður útivarðstjóri, sem
fer á vettvang þegar svo ber við, að
stjórnunar hans sé þörf, t.d. við
stórbruna.
í stuttu máli má segja að breyt-
ingin felist í að stjórn færist úr litlu
lögreglustöðvunum til aðallögreglu-
stöðvar við Hverfisgötu svo lög-
gæsla í borginni megi verða virkari.
Sem dærni má nefna, að varðstjóra
á nýju ári er í lófa lagið að beina
mestum þunga löggæslu í Reykja-
vík til miðborgarinnar, meðan helg-
aruppþotin ganga um garð. Flcira
stendur til að bæta, sem of snemmt
er að skýra frá, en skipulag lögregiu
hefur verið í gagngerri endurskoð-
un að undanförnu. þj
Nefndarkjör á Alþingi:
Byggðastofnun stendur
í Sjálfstæðisflokki
Páll Pétursson um afstöðu Egils Jónssonar í þriggja manna nefndinni:
Hann vildi slá
sig til riddara
Búist er við löngum og ströngum ríkisstjómarfundi í dag þar sem afgreiðsla
fjárlaga verður m.a. til umfjöllunur. Reiknað er með að þar muni veröa rætt
um afgreiðslu landbúnaðarkafla þeirra, en um hann hefurstaðið nokkur styr.
Eins og kunnugt er em stjórnarliðar ekki á eitt sáttir um afgreiðslu landbún-
aðarkafla fjárlaganna. Þriggja manna nefnd, skipuð þcim Páli Péturssyni,
Agli Jónssyni og Eiði Guðnasyni klofnaði í sinni afstöðu. Þeir Páll og Eiður
hafa komist að sameiginlegri niðurstöðu, sem Egill getur ekki fallist á.
Páll Pétursson segir augljóst að
Egill hafi með ummælum sínum í
fjölmiðlum síðustu daga, viljað slá
sig til riddara í augum bænda og fors-
varsmanna þeirra stofnana sem ósk-
uðu eftir viðbótarfjármagni.
Páll segir að samkomulag þeirra
Eiðs geri ráð fyrir 300 milljón kr.
hækkun á framlögum til landbúnað-
argeirans. Nái tillögurnar fram að
ganga hækkar landbúnaðarkafli fjár-
laga úr 1644 milljónum upp í 2074
milljónir. Reiknað er með 145 millj-
ónum til riðuniðurskurðar og 63
milljónum til útflutningsbóta. Það
scm upp á vantar er ætlað að fari til
jarðræktarframlaga sem þegar eru
gjaldfallin, afurðartjónsbóta sem
áður hefur verið samið um, svo og
fleiri þátta.
Það hefur komið fram að landbún-
aðarráðherra er ekki allskostar sátt-
ur við niðurstöðu þeirra Páls og
Eiðs. Um þetta segir Páll að hann
hafi kynnt þessar tillögur á þing-
flokksfundi í síðustu viku og þá hafi
enginn lýst sig þcim mótfallinn.
„Ráðherra lét að vísu í ljós óánægju
með ýmsa bætti tillagnanna en féllst
þó á þær. Eg ætla ekki að svara fyrir
bakþanka ráðherra, það cr alfarið
hans mál,“ sagði Páll.
Ljóst er að tíminn er orðinn naum-
ur fyrir ríkisstjórnina, ef afgreiða á
fjárlög fyrir áramót. „Ég vona að
ríkisstjórnin beri gæfu til að fara að
ganga frá einhverju. Þeir hafa nóg
um að tala. Það er líklega ekki hægt
að fresta jólum og áramótum, og fyr-
ir fyrsta janúar þarf að vera búið að
gera ýmislegt,“ sagði Páll Pétursson.
óþh
Aðra atlögu átti að gera að kjöri
sjö manna stjórnar Byggðastofnun-
ar, en eins og í fyrra skiptið fóru
sjálfstæðismenn enn fram á frestun.
Reynt hafði verið að leysa þennan
hnút á þingflokksfundi fyrir þing-
fundinn í gær en ekkert gengið.
Lokið var kosningu í tvær aðrar
nefndir og þriggja yfirskoðunar-
manna ríkisreikninga á fundi í sam-
einuðu Alþingi í gær.
Áfengisvarnarráð: í þetta fjögurra
manna ráð voru kosnir af lista stjórn-
arliðsins þau Jóhannes Bergsveins-
son, Sigrún Sturludóttir og Hörður
Zóphaníasson. Af lista stjórnar-
andstöðu hlaut kosningu Helgi
Seljan.
Stjórnarnefnd ríkisspítalanna: I
stjórnarnefndina voru kosin af lista
stjórnarliðsins þeir Stefán Friðbjarn-
arson, Þorsteinn Húnbogason og
Kjartan Jóhannsson, en af lista
stjórnarandstöðu Svavar Gestsson.
Yfirskoðunarmenn ríkisreiknings
voru kosnir af lista stjórnarliðsins
þeir Geir H. Haarde og Sveinn G.
Hálfdanarson og af lista stjórnar-
andstöðu Jóhanna Eyjólfsdóttir.
ÞÆÓ
Jón Baldvin Hannibalsson:
MUN EKKIHINDRA
KVÓTAFRUMVARPID
„Mitt sjónarmið er það að ég vil
að þessu máli verði lokið og það
afgrcitt í samræmi við það sem í
starfsáætlun ríkisstjórnarinnar
stendur," sagði Jón Baldvin Hatmi-
balsson, fjármálaráðherra og for-
maður Alþýðuflokksins, erTíminn
spurði hann að því hversu ákveðnir
þeir alþýðuflokksmenn ætluðu að
verða í afstöðu sinni varðandi af-
greiðslu fiskveiðifrumvarps ríkis-
stjórnarinnar.
Sagði hann að ekki heföi verið
gert eins og taiað var um í vor við
gerð stjórnarsáttmálans. Ætlunin
hafi verið að setja upp nefnd til að
cndurskoða einkum fjóra þætti í
fiskveiðistefnu ríkisstjómarinnar
og rakið var í laugardagsblaði
Tímans. Við það hafi ekki verið
staðið, þar sem ekki hafi verið gert
annað en að leggja fram kvóta-
frumvarp Halldórs Ásgrímssonar,
sjávarútvegsráðherra, með minni-
háttar breytingum. „Þessu verki er
einfaldlega ekki lokið. Ég vil að
mcnn setjist niöur og ræði það
hvort þeir ætli að gefast upp á því
að Ijúka þessu verki,“ sagði Jón
Baldvin. „Ef menn telja að tíminn
sé runninn frá okkur, af því að
hann var ekki notaöur nægilega í
sumar, þá er að taka því. Menn
falla stundum í skák á tíma. En þá
viljum við h'ka að menn bæti ráð
sitt og geri rncö sér samkomulag
um það hvernig að þessu skuli
unnið héðan í frá ogþegar þessi lög
verða tekin til endurskoðunar.“
Sagöi hann jafnframt að þeir vildu
beina breytingum í ákveðinn farv-
eg án þess að fara fram með neinu
offorsi í svo miklum málum. „Það-
an að síður hótanir eða munnsöfn-
uð eins og framsóknarungviöið á
laugardagsfundi sínum.“
Ekki hafði hann trú á að mál
þetta yröi lcyst á hasarfundum í
desembermánuði eins og hann væri
umsetinn og erfiður. Sagðist hann
vona að samkomulag næðist um
það að vinna áfram að endurskoð-
un fiskveiðistefnunnar. Sagðist
hann ekki ætla að reyna að skapa
neitt neyðarástand í atvinnugrcin-
inni með þvf að neita að samþykkja
fiskveiðifrumvarpið. Hins vegar
lagði hann áherslu á að samkomu-
lag yrði gert um það hvernig menn
ætla aö taka á málinu til frambúð-
ar. „Æskilegast væri að fá fram
samkomulagi um það í hvaða farv-
eg á að beina þessari endurskoðun,
sem fram á að fara eftir tvö ár,“
sagði Jón Baldvin að lokum. KB