Tíminn - 05.12.1987, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.12.1987, Blaðsíða 4
4 Tíminn. Laugardagur 5. desember 1987 Örvi, verndaður vinnustaður, Kópavogi Tilboð óskast í innanhússfrágang í húsinu Kárs- nesbraut 110, Kópavogi. Um er að ræða 447 mz af 1. hæð hússins sem nú er múrhúðuð innan; lagt er í gólf og ofnar komnir. Loft eru einangruð og klædd. Ganga skal að fullu frá húsrýminu að innan tilbúnu til notkunar með innréttingum og húsgögnum. Verkinu skal lokið 25. mars 1988. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgar- túni 7, Reykjavík, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 22. desember 1987 kl. 11.00. Rif og hreinsun Tilboð óskast í rif og brottflutning veggja, gólfefna, hengilofta o.fl. á nálega 1000 m2 svæði í húsinu Digranesvegi 5, í Kópavogi. Um er að ræða létta veggi með hurðum og hengiloft á timburgrind með innbyggðum lömpum. Hurðir, lampar og annað nýtanlegt efni verður eign verktaka. Verkinu skal lokið 25. jan. 1988. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgar- túni 7, Reykjavík, gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 15. desember 1987 kl. 11.00. fg| Í | í Dagvist barna Grandaborg - Laufásborg Þroskaþjálfi, fóstra eða starfsmaður með aðra sérmenntun á uppeldissviði óskast til stuðnings börnum með sérþarfir. Upplýsingar veita Gunnar Gunnarsson sálfræðingur hjá Dagvist barna, sími 27277 og forstöðumenn viðkomandi heimila. Dagvist barna auglýsir Fóstrur og aðstoðarfólk óskast til starfa nú þegar eða um áramót á eftirtalin heimili: Efri Hlíð sími 83560 Bakkaborg sími 71240 Iðuborg sími 76989 Völvuborg sími 73040 Upplýsingar gefa forstöðumenn heimilanna og umsjónarfóstrur á skrifstofu Dagvistar barna 27277 fDagvist barna Staða forstöðumanns Forstöðumannsstaða á leiksk./dagh. Foldaborg, Frostafold 33, Grafarvogi er laus til umsóknar. Fóstrumenntun áskilin. Umsóknarfrestur er til 18. des. Upplýsingar gefa framkvæmdastjóri og umsjónar- fóstrur á skrifstofu Dagvistar barna, sími 27277. >,Þeir eru svo þrjóskir að það er vandamál að kenna þeim að drekka“. Gunnar Jónsson bóndi á Egilsstöðum segir að Galloway-blendingar séu: Stjarnfræðilega þrjóskar skepnur Ólafur E. Stefánsson ráðunautur hjá Búnaðarfélagi íslands ritar at- hyglisverða grein í Morgunblaðið 1. desember sl. Þar ræðir hann um nýbúgreinar í sveitum og segir að til þessa hafi einkum verið talað um þrjár nýbúgreinar, loðdýrarækt, fiskeldi og þjónustu við ferðamenn. Ólafur segir það sína skoðun að í þennan hóp megi bæta einni bú- grein: „Það er um að ræða fram- leiðslu ungneytakjöts undan Gall- oway-nautum og mjólkurkúm aðal- lega“. Ólafur segir einnig að með stofnun Einangrunarstöðvar holda- nauta í Hrísey, ræktun Galloway- kynsins þar og framleiðslu blendinga í landi, hafi skapast forsendur fyrir framleiðslu nýrrar gerðar af ung- nautakjöti sem sé ólíkt betri og hagkvæmari en áður var. Og til viðbótar því hafi skapast forsenda fyrir framleiðslu á alikálfakjöti sem staðið gæti undir nafni. 87,5% Galloway í grein Ólafs kemur fram að aðeins megi flytja til notkunar í landi sæði úr nautum, fæddum í eynni. Ólafur segir að sú starfsemi hafi hafist árið 1979, þ.e. strax og leyfilegt var. Síðan hafi ræktuninni í Hrísey verið haldið áfram, og nautin sem nú eru til sæðinga í landi séu af 3. ættlið, þ.e. 87,5% Galloway. Síðan segir Ólafur: „Þegar spurt er um hvenær kjöt af gripunum í Hrísey fari að koma í land, er því til að svara, að árlega fæðast um land allt þúsundir kálfa undan Hríseyjarnaut- um, sem aldir eru til kjötfram- leiðslu". Þrjóska i Galloway-kyninu Ólafur E. Stefánsson vekur í grein sinni athygli á máli sem menn hafa ekki verið sammála um. Tímanum er kunnugt um að margir bændur hafa horn í síðu Galloway-blendinga og telja að þeir hafi ekki uppfyllt þær vonir sem við þá voru bundnar. Gunnar Jónsson bóndi á Egils- stöðum er einn úr þeirra hópi. Tíminn hafði samband við hann og bað hann að skýra sín sjónarmið. Gunnar sagðist lengi hafa haldið langar messur um Galloway-kynið. Staðreyndin sé að þetta kyn sé eitt af smæstu og seinvöxnustu kynjum sem hægt sé að fá í heiminum. „Þetta er nánast útdautt," sagði Gunnar. „Þar sem ég þekki til úti í Bretlandi er þetta kyn alls ekki notað til að fá blendinga til slátrunar. Auk þess að vera smátt kyn, er Galloway mjög villt kyn. Þessir sjóð- vitlausu gripir eru nánast vandamál á hverju ári og því meiri sem blóð- blöndunin er að norðan, því meira sér maður af þessu. Ég vil í þessu sambandi nefna að í fyrra náðum við tveimur Gallowayblendings-kvígum ekki á hús fyrr en á góu, og þá voru þær sprengdar á snjósleðum inni á reginfjöllum. Þetta voru svo stjarn- fræðilega brjáluð dýr, að ég hefði ekki trúað öðru eins. Ég hef tekist á við marga Galloway-kálfa og það er staðreynd að þeir eru ótrúlega þrjóskir, og svo þrjóskir að það þarf mikla baráttu til þess að kenna þeim að drekka. Mér finnst þetta versna eftir því sem hreinræktunin er meiri frá Hrísey. Yfirleitt er aldrei vand- amál með þetta hjá hreinum íslensk- um kálfum," sagði Gunnar. Bændur kvarta yfir blendingunum Gunnar segist geta sæst á það að kjöt af Galloway-blendingum sé ekkert verra en af öðrum gripum,en það sé heldur ekkert betra. Hann segir meginmálið vera það að Gall- oway-blendingar séu svo seinvaxta. „Það hvernig staðið var af þessari einangrunarstöð í upphafi er nátt- úrulega skandall. Það er allt í lagi með stöðina, ef hún hefði verið rétt nýtt. Það átti að flytja inn frjóvguð egg í upphafi og annað kyn en Galloway, eða önnur kyn við hlið Galloway-kynsins". Aðspurður sagði Gunnar að hann væri ekki einn um þessa skoðun, „ég get ekki svarað almennt fyrir bændur en þeir sem eitthvað hafa hugsað út í þetta eru sömu skoðunar. Bændur í kringum mig kvarta sáran yfir því að þeir fái ekkert meira út úr þessum blendingum en venjulegum íslensk- um gripum,“ sagði Gunnar. Það kom ennfremur fram hjá Gunnari að hann teldi það eina rétta að breyta lögum til að leyfa hingað eggjainnflutning. „Um leið,“ sagði Gunnar, „væri hægt að flytja inn fleiri en eitt kyn með eggjum og bera Utvörður blað Samtaka um jafn- rétti milli landshluta er nú komið út í þriðja sinn á árinu. Meginmarkmið þessara þverpólitísku samtaka er sem kunnugt er að jafna og treysta búsetu og lífskjör um land allt. 1 blaðinu er að finna fjölda greina um byggðamál og áherslur SJL í þeim stóra og mikilvæga málaflokki. Þórarinn Lárusson, Guðjón Yngvi Stefánsson og Magnús B. Jónsson skrifa um þemað þjóðfélagssýn SJL í framtíðinni. Hrafnkell A. Jónsson saman í Einangrunarstöðinni í Hrís- ey, hvernig þau blandast við íslensk- ar kýr. Ég get í þessu sambandi nefnt kyn eins og Hereford og Aber- deen Angus. Með þessu móti þarf miklu færri gripi, við fyrstu fæðingu er kominn hreinn gripur". Ályktað um innflutning búfjár Það er rétt að fram komi í þessu sambandi að á sl. þingi var flutt þingsályktunartillaga um endur- skoðun laga um innflutning búfjár. Þar kemur m.a. fram að sérstaklega skuli athuguð sú grein laganna, sem fjallar um þá stofna nautgripa sem innflutningur er heimill á. I ályktun- inni kemur og fram að stefna beri að því að leggja fram lagabreytingar fyrir þetta þing um þetta mál. Til að fjalla um þessi mál var skipuð nefnd. Einn nefndarmanna, Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri, sagði í samtali við Tímann að nefndin væri komin skammt á veg í sinni vinnu og hann gæti ekki sagt til um hvenær henni lyki. Þarf að kynbæta sjálfstætt í landi Búnaðarmálastjóri sagði einnig að hann teldi ekki rétt að flytja inn önnur búfjárkyn, á meðan ekki væri búið að flytja Galloway-kynið frá Hrísey í land. Hann sagði að með því móti væri hægt að kynbæta sjálfstætt í landi. „Bændur geta haft hreinar hjarðir af þessu kyni, sem við þá hefðum við hlið okkar rrjólk- urkúastofns“, sagði búnaðarmála- stjóri. Hann sagði að með því að flytja frjóvguð egg frá Hrísey í land, væri hægt að koma upp hreinu Galloway-kyni, en til þess skorti fjármagn. „En þetta er meginmálið núna“, sagði Jónas Jónsson búnað- armálastjóri. óþh ritar grein um byggðamál og kjara- mál. Ágústa Þorkelsdóttir skrifar grein um konur í dreifbýli. Sigurður Helgason skrifar um heimastjórn í landshlutum og Áskell Einarsson um vanhæfa byggðastefnu. Fleiri áhugaverðar greinar eru í blaðinu, sem er mjög fjölbreytt. Útvörður, sem gefinn er út í 5000 eintökum, er sendur beint til áskrif- enda og er jafnframt til sölu á almennum markaði. Útvörður málgagn SJL: Framtíðarsýn samtakanna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.