Tíminn - 05.12.1987, Blaðsíða 5
Laugardagur 5. desember 1987
Tíminn 5
Hafnfirðingar píndir í
ákvörðun stimpilgjalds
Sú volduga meginregla í íslensku
réttarkerfi, að allir séu jafnir fyrir
lögum, virðist hafa verið hundsuð
fyrir mistök fjármálaráðuneytis og
ríkisendurskoðunar gagnvart eig-
endum þinglýstra skuldabréfa. Frá
því í október hefur verið notuð
önnur aðferð við að reikna út
stimpilgjöld á þinglýstum skulda-
bréfum lögsagnarumdæmi bæjar-
fógetans í Hafnarfirði heldur en á
öðrum stöðum á landinu. Mismun-
un þessi virðist liggja í því að í
Hafnarfirði er notast við túlkun
ráðuneytisins á fyrirspurn úr Firð-
inum um það hvort framreikna eigi
höfuðstól skuldabréfa þegar þeim
er þinglýst vegna álagningar stimp-
ilgjalda. Svarið var, þann 19.10.
s.l., já, frá ráðuneytinu. í Reykja-
vík er stimpilgjald reiknað af nafn-
verði bréfa eins og annars staðar á
landinu og í því liggur munurinn.
Stimpilgjald er 0,5-1,5% af ák-
veðnum höfuðstól skuldabréfa og
þinglýsingargjald er fast gjald.
Samkvæmt upplýsingum í ráðu-
neytisins var talið að skuldabréf
sem ekki væri komið með á réttum
degi eða hlytu nýja eigendur, væru
víðast hvar framreiknuð miðað við
þá vísitölu sem þau eru gefin út
eftir. Raunin virðist vera önnur og
því hefur ráðuneytismaður sá sem
Tíminn ræddi við, lýst því yfir að
það hafi verið mistök að gefa ekki
út samhljóða tilkynningu á túlkun
ráðuneytisins í málinu. Á sama
máli voru og þeir lögmenn sem
Tíminn leitaði álits hjá.
Jón Skaftason, borgarfógeti í
Reykjavík, sagði að þetta kæmi sér
rnjög á óvart og hann hreinlega
skildi ekki hvaða túlkun væri hér á
ferðinni. Hann hefði t.d. ekki
mannskap til að standa í því að
reikna svona lagað út því að mikil
vinna gæti farið í að gera það vel.
Sigurður Sveinsson hefur manna
lengst fengist við að stýra stimpil-
gjaldatökunni í Reykjavík. Ekki
hafði hann nokkurn tíma heyrt á
svona lagað minnst og sagði að hjá
borgartógeta hafi mjög lengi tíðk-
ast að reikna stimpilgjaldaprósent-
una af nafnverði bréfa, en geta
jafnframt um vísitölu bréfanna við
þinglýsingar.
Hæstaréttarlögmaðurinn Bald-
vin Jónsson sagði að sér þætti þetta
afar einkennilegt og framkvæmd
ráðuneytisins væri óeðlileg ef rétt
væri. Ekki vildi hann taka afstöðu
til túlkunar ráðuneytisins út af fyrir
sig, enda hafi hann ekki átt þess
kost að sjá bréfin sem á milli hafa
gengið. Sagðist hann vilja skoða
þau vel áður en hann gæfi út sitt
álit á túlkuninni.
Lárus Ögmundsson, deildar-
stjóri í fjármálaráðuneytinu, sagði
að þeir hafi nánast verið að stað-
festa álit ríkisendurskoðunar á
málinu og þeir hafi talið að þetta
væri með þessum hætti alls staðar
í kerfinu nema í Hafnarfirði. „Það
hefur þá bara verið óvitaháttur hjá
okkur að láta þetta ekki ganga á öll
enrbættin. Ef þetta er ekki svona í
Reykjavík eða annars staðar, þá er
konrið fullkomið tilefni til að koma
á samræmi í þessum útreikning-
um.“
Tímanum tókst ekki að ná tali af
Má Péturssyni bæjarfógeta í Hafn-
arfirði í gær.
Kristján Ó. Skagfjörö hefur út-
flutning á hugviti til Grænlands:
Til viðgerða
á hundasleða
Fyrir rúmu ári ákvað Grænlands-
verslunin (Kalaallit Niuerfiat), sem
er með umfangsmikinn rekstur á
austurströnd Grænlands, að setja
upp VAX tölvukerfi í Angmagssalik
og óskaði verslunin í framhaldi af
þessari ákvörðun sinni eftir þjónustu
frá Kristjáni Ó. Skagfjörð hf.
1 októbermánuði sl. fór tæknimað-
ur frá fyrirtækinu vestur um haf og
setti kerfið upp og veröur þaö keyrt
til reynslu næstu tvo mánuði. Sfðan
er í bígerð að setja upp kerfi á fleiri
stöðum á austurströndinni.
Verði þjónustu þörf, er mikil
fyrirhöfn fylgjandi því að senda
viðgerðarmann frá íslandi, því að-
eins er um að ræða leiguflug frá
Reykjavík til Kulusuk ogsíðan verð-
ur að fara þaðan í hundasleða eða
með þyrlu á staðinn. -SÓL
Hér er verið að afferma VAX tölvubúnað úr flugvél á Grænlandi, en ef viðgerðarmanna frá Skagfjörð verður þörf,
eru líkur á að þeir þurfí að ferðast á hundasleða til að gera við.
Máni hf. Neskaupstað:
Tugmilljóna tjón þegar
fiskverkunarhús brann
Um kl 16:30 í gær var slökkviliðið
í Neskaupstað kvatt að Fiskverkun-
arhúsi Mána hf. en þar hafði kviknað
í út frá rafmagnstöflu. Húsið var þá
fullt af reyk, en slökkviliðinu tókst
fljótlega að ráða niðurlögum eldsins.
Um er að ræða járngrindarhús sem
var klætt járni en milliveggir voru úr
tré. Brunnu allir milliveggirnir en
grindin stendur uppi. Einangrun
hússins var úr plastefni sem brann
vel, en af plastinu mynduðust eitrað-
ar gufur.
Engin slys urðu á mönnum og
starfsfólki tókst öllu að forða sér í
tæka tíð. Gííurlegt tjón varð, en
fiskafurðir þær sem í húsinu voru
eyðilögðust, söltuð síld og frystur
fiskur. Talið er að um tugmilljóna-
tjón sé að ræða.
Strauk úr
sakadómi
Fangi af Litla Hrauni, sem
færður var til sakadóms í gær-
morgun klukkan 10.00 vegna
nauðgunarákæru, strauk úr
höndum starfsmanna boðunar-
deildar í dóntnum.
Maðurinn hefur verið eítirlýst-
ur og mynd af honum dreift til
lögrcglustöðva. Þeir lögreglu-
menn sem eru kunnugir niannin-
uni leita hans nú þar sem má
búast við að hann hafist við. þj
Dúkkuföt
ábasar i
Fossvogi
Kennara- og foreldrafélag Foss-
vogsskóla heldur dúkkufatabasar á
morgun í húsnæði skólans. Hafa
aðstandendur félagsins síðustu vikur
saumað um þúsund dúkkufatnaði
sem seldir verða á morgun. Fatnað-
urinn verður seldur á 250 til 300
krónur. Basarinn verður opinn frá
klukkan 13:30 til 16:30. Agóði af
basarnum verður notaður til að fjár-
magn kaup á tölvubúnaði fyrir
skólann.
Iðnar hendur
Verslanir koma og fara, og nú
hefur ein nýstárleg einmitt komið
og ber hún heitið Iðnar hendur.
Þetta er sérverslun með listmuni
fatlaðra og er til húsa að Laugavegi
20b (Klapparstígsmegin á móti
Hamborg) og verða þar á boðstól-
um listmunir og vörur sem fram-
leiddar eru á vernduðum vinnu-
stöðum.
Sem dæmi um vörur má nefna
teppi, mottur, skrautmuni, leirvör-
ur, kerti og leikföng úr tré, ásamt
hinum margvíslegustu trévörum.
Með rekstri verslunarinnar er
ætlunin að þróa framleiðslu á
vinnustofum fatlara og að verslun-
in afli samtökum fatlaðra tekna til
margvíslegrar starfsemi sinnar.
Iðnar hendur er fyrsta verslun
sinnar tegundir hérlendis, þó sam-
skonar verslanir séu til í nágranna-
löndum okkar og gefist vel.
Verslunarstjóri er Bára Gests-
. dóttir og verður verslunin opin frá
13-18 alla virka daga og árdegis á
laugardögum, þó vel geti verið að
ákveðið verði að lengja þann tíma.
-SÓL