Tíminn - 05.12.1987, Blaðsíða 7
Laugardagur 5. desember 1987
Tíminn 7
Tekju- og eignarskattsfrumvarpið:
Skattbyrðin meiri en
dæmi milliþinganefndar
Lagt hefur verið fram á Alþingi frumvarp um breytingar á lögum
um tekju- og eignarskatt, þar sem skattaálögur næsta árs eru lagðar
upp. I greinargerð segir að frumvarpið byggi í aðalatriðum á álitsgerð
milliþinganefndar um staðgreiðslu skatta sem skilaði álitsgerð fyrir
nokkru.
Þá er tekið fram að sú nefnd hafí ekki gert beinar tillögur um
breytingar á afsláttar- og bótafjárhæðum, aðeins látið skoða
mismunandi dæmi.
Þetta er skýrt í frumvarpinu, því
þar kemur í ljós að frádráttarliðir
eru lækkaðir töluvert frá þeim dæm-
um sem nefndin kynnti alþjóð fyrir
skömmu og hækkar skattbyrðin um
mun meira en þau 20% sem þær
tölur gáfu til kynna. Gert er ráð fyrir
að tekjuaukning hafi numið 37-38%
milli áranna 1986 og 1987.
Niðurstaða frumvarpsins í ein-
stökum þáttum er eftirfarandi:
Skattahlutfali: Skatthiutfaii í
frumvarpinu er það sama og er í
gildandi lögum eða 28,5%.
Persónuafsláttur: Persónu-
afsláttur hækkar um 12.769 krónur
frá gildandi lögum, úr 146.051 kr. í
158.520 kr., sem er talsvert minna
en dæmin frá milliþinganefnd sýndu.
Barnabætur: Barnabætur fyrir
fyrsta barn hækka um 1.290 krónur,
úr 13.360 kr. í 14.650 kr. Með hverju
barni umfram eitt verða bætumar
krónur 21.975. Þá erað geta aðfyrir
barn yngra en 7 ára skulu barnabæt-
ur vera 14.650 kr. hærri en framan-
greindarfjárhæðir. Barnabætur með
bömum einstæðra foreldra skulu þó
ávallt vera tvöfalt hærri, þó aldrei
lægri en 43.950 krónur.
Barnabótaauki: Barnabóta-
aukinn hækkar um 3.190 krónur frá
núgildandi lögum, fer úr 31.750 kr.
í 34.940 kr. Bamabótaaukinn skerð-
ist þó í hlutfalli við tekjuskattsstofn
á árinu og eignarskattsstofn í árslok.
Skerðist hann um 7% af samanlögð-
um tekjuskattstofn hjóna , sem fer
fram úr 600.000 kr. þar til hann
fellur niður. Sama gildir um einstætt
foreldri eftir 400.000 kr. tekjumark-
ið.
Húsnæðisbætur: Húsnæðis-
bætur lækka um 20.209 krónur, úr
58.209 kr. í 38.000 kr. Réttur til
húsnæðisbóta gildir í 6 ár frá og með
því ári sem húsnæði er keypt eða
byggt. Bæturnar eru bundnar við
einstakling en ekki íbúð eins og í
gildandi lögum og geta því orðið
tæplega 70.000 kr. ef tveir einstakl-
ingar kaupa. Sérstakt bráðabirgð-
aákvæði um vaxtaafslátt er í frum-
varpinu um þá er keyptu eða byggðu
á árinu 1987 og fyrr.
Sjómannafsláttur: Sjómann-
aafsláttur hækkar nokkuð frá gild-
andi lögum eða 153 krónur fyrir
hvern skráningardag, úr 212 kr. í
365 kr. ÞÆÓ
Vilborg Einarsdóttir hlaut Evrópuverðlaun fyrir
sjónvarpshandrit:
Tók við verðlaunum
úr hendi forsetans
Vilborg Einarsdóttir hlaut í vik-
unni Evrópuverðlaun fyrir tillögu
að sjónvarpshandriti ásamt níu
öðrum erlendum þátttakendum.
Það er Evrópubandalag útvarps-
og sjónvarpsstöðva sem stendur að
Markús Öm Antonsson, útvarps-
stjóri, afhendir Vilborgu Einars-
dóttur farseðil til Genfar þar sem
hún tók við verðlaunum fyrir sjón-
varpshandrit úr hendi forseta
íslands, frú Vigdísar Finnboga-
dóttur.
keppninni og tilnefndi Ríkisút-
varpið tillögu Vilborgar.
Dómnefndin, sem var undir for-
sæti forseta íslands, frú Vigdísar
Finnbogadóttur, valdi 10 bestu
tillögurnar af 41 sem sendar voru
frá 16 sjónvarpsstöðvum. Fá höf-
undarnir 10675.000 krónur í starfs-
laun til að fullgera handritið og
þjálfa sig hjá stöðvunum. Endan-
legu handritin verða síðan metin til
verðlauna næsta haust og verða þá
aðalverðlaunin 800.000 krónur.
Vigdís Finnbogadóttir afhenti
Vilborgu verðlaunin í Genf við
hátíðlega athöfn. -SÓL I
25 ára vígsluafmæli Kópavogskirkju:
Slegið saman
í slaghörpu
Ekki hægt að semja og
segja síðan alltíplati
Digranes- og Kársnessöfnuðir í
Kópavogi hafa í tilefni af 25 ára
vígsluafmæli Kópavogskirkju
ákveðið að standa saman að
aðventuhátíð í kirkjunni nk. sunnu-
dagskvöld klukkan 20.30.
Miklar viðgerðir hafa staðið yfir á
kirkjunni og er nú unnið að því að
fullgera veginn að henni og lagfæra
bílastæði.
í tilefni af afmælinu ákváðu 15
fyrirtæki að gefa kirkjunni dýrmæta
gjöf sem er hin mikilfenglegasta
slagharpa.
A aðventusamkomunni mun kir-
kjukórinn syngja undir stjórn Guð-
mundur Gilssonar með undirleik
strengjasveitar Tónlistarskólans,
Bamakór Kársnesskóla syngur undir
stjóm Þómnnar Björnsdóttur og
Elín Ósk Óskarsdóttir syngur við
undirleik Ólafs Vignis Albertssonar.
Ræðumaður kvöldsins er sr.Ólafur
Skúlason, dómprófastur. -SÓL
Séð að Kópavogskirkju, sem á 25 ára vígsluafmæli um þessar mundir og af
því tilefni verður atventusamkoma þar á sunnudag.
Nokkuð sérkennilegt vandamál er komið upp á Vesturlandi vegna
smíði á nýrri Breiðafjarðarferju.
Sérstök nefnd Baldurs hf. hafði í fyrravetur boðið smíði nýrrar
ferju út og bauð fyrirtækið Þorgeir og Ellert á Akranesi best, eða
156 milljónir króna. Samgönguráðuneytið gerði þá tillögu um að á
lánsfjárlögum yrði 135 milljónum varið til þessa verkefnis og í
framhaldi af þvi var tilboði Þorgeirs og Ellerts tekið. Hafíst var
handa við smíðina, en þá kom babb í bátinn. Á síðasta degi umræðna
um lánsfjárlögin var fjárveiting til þessa verkefnis skorin niður í 30
miUjónir.
„Við emm að vinna við smíðina á
fullu, en stöndun núna frammi fyrir
peningaleysi, þannig að við erum
mjög illa staddir ef þetta klikkar,"
sagði Guðjón Guðmundsson, skrif-
stofustjóri hjá Þorgeiri og Ellert hf.
á Akranesi í samtali við Tímann.
„Við emm bundnir við þetta verk-
efni næstu níu mánuði, höfum vísað
frá okkur verkefnum og sleppt að
bjóða í önnur út af þessu, enda erum
við með nokkra tugi manna í þessu
verkefni,“ sagði Guðjón.
Baldur hf. er því í mjög erfiðri
stöðu. Þeir hafa samið við Þorgeir
og Ellert um smíði, en hafa ekki
fjármagn til að borga fyrir.
Allt efni í ferjuna er komið og nú
er verið að vinna að smíði skrokk-
stykkja, en samið hafði verið um
afhendingu í ágústlok á næsta ári.
Ferjan ersérhönnuð fyrir hefðbund-
na leið og því erfitt, ef ekki útilokað
að nota ferjuna annars staðar.
„Það er bara ekki hægt að semja
um smíði og segja síðan að þetta hafi
verið alltíplati. En ég er samt von-
góður um að þetta gangi allt,“ sagði
Guðjón.
Beiðni liggur nú fyrir frá sam-
gönguráðuneytinu hjá fjárhags- og
viðskiptanefnd Alþingis um fjárveit-
ingu upp á 130 milljónir. Þangað til
úr því verður skorið hvort hún fæst,
ríkir enn óvissa um nýju ferjuna.
-SÓL
Athugasemd
Heiðraði ritstjóri
Ranglega var farið með orð
mín þ.e.a.s. að stúdentar hafi
gleymt 1. desember og að ekki
hafi verið fjölmenni á hátíðar-
samkomunni.
Rétt er: Ummæli mín voru að
dagurinn væri gleymdur út í þjóð-
félaginu og stúdentar væru þeir
fáu sem myndu eftir deginum.
Þegar mest var á hátíðinni
voru um 350 til 400 manns sem er
með þeim fjölmennari hátíðum
seinni ára.
Undirrituðum er það illskiljan-
legt hvað fyrir blaðamanni vakir
þegar hann dregur upp jafnnei-
kvæða mynd af annars velheppn-
uðum hátíðarhöldum og vonast
ég eftir því að Tíminn dragi ekki
jafn dökka mynd upp af þessum
merkisdegi þjóðarinnar í fram-
tíðinni.
Með vinsemd og virðingu
Gunnar G. Ólason
1. des. nefnd stúdenta