Tíminn - 05.12.1987, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.12.1987, Blaðsíða 8
8 Tíminn Tíniinn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 400 prdálk- sentimetri. Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 600.- Skipuleg vegagerð Ef lagður er strangur mælikvarði á ástand og gerð akvega á íslandi í heild, vantar mikið á að vegakerfið geti talist í háum gæðaflokki. Kunnara er en frá þurfi að segja að enn eru akvegir víða um land mjög ófullkomnir, veikbyggðir og viðhalds- frekir og fara illa með ökutæki. Hins vegar er hægt að sjá vegakerfið og vega- gerðina í öðru ljósi. Það er hægt að leggja á framkvæmdir í vegamálum annað gildismat en fæst með því að beita í því efni ströngum alþjóðlegum mælikvarða og afdráttarlausu gæðamati. Út frá slíku sjónarmiði er ljóst að miklar framfarir hafa orðið í vegagerð á íslandi síðustu 12-15 ár að ekki sé horft lengra aftur. Má að ýmsu leyti segja að vegagerð sé orðin tiltölulega fastmótaður þáttur í opinberum framkvæmdum. Um langt árabil hefur vegagerð byggst á áætlunum sem horfa alllangt fram í tímann þar sem gert er ráð fyrir að heildarsýn ráði og markvíst sé unnið að uppbygg- ingu og endurbótum á vegakerfinu í samræmi við fjárhagsgetu þjóðfélagsins á hverjum tíma. Þessi áætlunarbúskapur íslendinga í vegagerð hefur gefist vel og skilað góðum árangri. Undirbún- ingsvinna að vegaáætlunum hefur jafnan verið unnin í góðu samstarfi við Alþingi og einstaka alþingismenn og komist á samskiptahefð í því efni sem er til fyrirmyndar. Þegar því er haldið fram að einhverjar tilteknar vegaframkvæmdir eigi upp- runa sinn í ýtni og hrossakaupum alþingismanna, þá á slíkt við lítil rök að styðjast, og væri nær að gefa því góða samstarfi sem verið hefur milli Alþingis og yfirstjórnar vegamála og alþingis- manna innbyrðis annað nafn en felst í þess háttar fordómafullum ónefnum. Við vegáætlanir hefur það sjónarmið ráðið að sem mest jafnvægi ríkti milli einstakra landshluta og milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinn- ar utan þess. Þetta sjónarmið ber að sjálfsögðu að hafa í heiðri áfram þegar fjallað verður um nýja fjögurra ára vegáætlun á yfirstandandi þingi. A næstu árum stendur þjóðin frammi fyrir því að ráðist verður í stærri og kostnaðarmeiri verk í sambandi við vegagerð en oft hefur verið áður. Þar er sérstaklega til að taka gerð jarðganga á veginum milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Þetta er mikið verkefni og ekki við því að búast að hægt sé samtímis að sinna öðrum hugmyndum um jarð- gangagerð nema sérstök fjáröflun komi til, sem ekki er ástæða til að útiloka. Þótt Vegagerð ríkisins hafi staðið fyrir jarð- gangagerð á nokkrum stöðum á landinu, þá eru fyrirhuguð jarðgöng í Ólafsfjarðarmúla umfangs- meira verkefni en Vegagerðin hefur fengist við til þessa á því sviði. Engin ástæða er þó til þess að ofgera þetta verkefni eða láta eins og annað eins hafi aldrei skeð. Þvert á móti er ástæða til að fagna því þegar vinna hefst við jarðgöngin í Múlanum. Má vel líta svo á að með þeirri framkvæmd sé að hefjast nýr kafli í sögu vegagerðar á íslandi. Laugardagur 5. desember 1987 A X jl. TÍMUM stórfelldra fólksflutninga bólgnar umræðan um byggðastefnu í hlutfalli við búferlaflutninga úr strjálbýli í þéttbýli. Jafnvægi í byggð landsins var gott og gilt slagorð í eina tíð þótt sjaldnast væri skilgreint í hverju það jafnvægi var fólgið eða hver er æskileg byggðaþróun önnur en sú að nauðsyn sé að byggja landið allt. Peir sem halda síðastnefndu nauðsyninni á lofti gleyma því oftast að langt er síðan stór og smá skörð fóru að myndast í byggðina og hún hefur lagst af á stórum svæðum og er misjafn- lega mikil eftirsjá að. Byggðaröskunin á sér marg- víslegar rætur og er engum ein- um aðila eða einangraðri orsök um að kenna eða þakka. Bylting í atvinnuvegum sem byggjast á aukinni tæknikunnáttu og öðru vísi kröfur um lífsgæði og þjón- ustu gera það að verkum að litið er á landið, auðlindir þess og hafsins umhverfis öðrum augum en bændasamfélagið gerði frá upphafi byggðar og Iangt fram á þessa öld. Markaðir breytast innan lands og utan. Afurðir sem einu sinni voru eftirsóttar falla í gengi og verða jafnvel að verðlausri of- framleiðslu. Aðrar afurðir og framleiðsluvörur koma í staðinn og sitthvað það sem áður var ekki talið til vermæta, nema síður væri, malar nú þjóðinni gull. Þar má nefna orkulindirn- ar, fallvötn og jarðhita. __________Umrót_____________ Eðlilegt er að öllum þessum búháttabreytingum fylgi umrót og er alls ekki allt af hinu illa, eins og alltof oft er látið í veðri vaka. Framfarir á mörgum svið- um eru ævintýralegar og njóta allir góðs af á einn hátt eða annan. Þrátt fyrir allt er kannski mesta furða hve víða byggð helst um landið. Kostabestu sveitirnar eru yfirleitt eftirsóttar til búsetu. Skerðing á hefð- bundnum búgreinum stafar fyrst og fremst af því hve framleiðni bænda er orðin mikil. Færri bændur sem sitja færri jarðir framleiða meiri afurðir en nokkru sinni áður í sögunni. Sjálfsþurftarbúskapur er fyrir löngu liðinn undir lok og því ekkert sjálfsagðara en að heiða- býli og afskekktar útkjálka- byggðir þyki ekki lengur fýsileg- ar til búsetu. Dugmiklir bændur hefja nýjar búgreinar til vegs og fjölbreytni framleiðslunar eykst. Með breyttum tímum er ekkert nema gott um það að segja að búskap- ur aðlagi sig þeim möguleikum og mörkuðum sem gefa besta raun hverju sinni. Útgerð er stunduð frá hafnar- bæjum allt umhverfis landið. Stór fiskiskip og togarar eru gerðir út frá byggðum sem mynduðust um hentug naust og góð hafnarskilyrði fyrir árabáta. Var þá miðað við að skammt væri á fengsæl mið. Ótrúlega margir útgerðar- staðir halda velli og skapa þjóð- arbúinu auð þrátt fyrir að sjó- sókn er orðin, með allt öðrum og ólíkari brag en var fyrir jafnvel örfáum áratugum. Stór- útgerð er nú rekin frá fleiri stöðum á landinu en áður en þjóðflutningarnir miklu suður hófust. Þar er sama uppi á teningnum og hjá landbúnaðin- um, meiri og verðmætari afli fer um marga útvegsstaðina en dæmi eru um á fyrri tíð. Fólksfækkun þarf ekki endi- lega að leiða til samdráttar at- vinnuvega eða draga úr verð- mætasköpun þeirra. Ræður fjármagnið ___________eitt?_____________ Ríflega helmingur þjóðarinn- ar býr nú á höfuðborgarsvæðinu, sem í raun er ein heild hvað snertir atvinnumál, þjónustu, menntamál og fleira, þótt torfan skiptist í fleiri sveitarfélög. Af sjálfu leiðir að aðeins tæp- lega helmingur núlifandi íslend- inga byggir tiltölulega fámenna þéttbýlisstaði og sveitir. Mjög er varað við þessari þróun í ræðu og riti og talað er um að ísland sé að verða að borgríki. Þeir sem fremstir ganga í baráttunni gegn fólks- fækkun á landsbyggðinni, eins og öll byggð utan Reykjavíkur- svæðisins er kölluð, bera fyrir sig að þéttbýlið sogi til sín allt fjármagn sem til verður í land- inu, en verðmætasköpunin fari fyrst og fremst fram úti á landi. Hvað sem réttmæti þessa líður er það mjög lífseigur áróður að það sem helst hamli uppbygg- ingu og framförum úti um land sé fjárskortur. Fólk flýji dreif- býlið vegna þess að þangað rennur ekki nægilegt fjármagn. Aðeins ef meira og minna opinberir sjóðir veiti nægilegt fjármagn til að efla eða viðhalda byggð hér og hvar muni allt leika í lyndi og þjóðflutninga- straumnum verði snúið við. Fyrirgreiðsla og fólksflótti Það eru einkum stjórnmála- menn, á landsvísu og í sveitar- stjórnum, sem hafa tröllatrú á þeim fullyrðingum sínum að það séu aðeins ónóg fjárframlög hins opinbera til margs konar nýtra framkvæmda um dreifðar byggðir sem valda fólksflóttan- um. Sömu aðilar hafa einatt samanburðarfræði á vörunum um hve allir hafa það gott á höfuðborgarsvæðinu en skítt úti á landi. Ekki mun fjarri lagi að álykta, að þeir sem öflugast ganga fram í að smala fólki til suðvestur- hornsins séu ekki síst þeir, sem bera hag landsbyggðarinnar hvað ákafast fyrir brjósti. Þegar til lengdar lætur fer áróðurinn að hafa öfug áhrif. Með því að gylla í síbylju þann mikla auð sem höfuðborgin dregur til sín og það ríkmann- lega og fagra mannlíf sem þar er lifað, miðað við að hanga á horriminni í fásinninu úti á landsbyggðinni, er mölin fyrir sunnan gerð að fyrirheitna land- inu, sem allir hljóta að þrá að eignast þegnrétt í. Stundum verða kveinstafirnir svo háværir að úti um lands- byggðina mætti ætla að allt vant- aði til alls og bænaskjöl eru send til valdsins fyrir sunnan til að biðja um fyrirgreiðslu til þessa eða hins. Samgöngur og búseta Sem betur fer er ástandið langt frá því að vera eins slæmt og þeir svartsýnustu láta. Til- tölulega þróttmikil byggðarlög eru víða um land og atvinna næg. Vinnuaflsskortur háir fremur en hitt. Heilsugæsla og menntunarmöguleikar hafa batnað til mikilla muna þótt afskekkt byggðarlög fari á mis við margt af því sem þéttbýlið getur boðið upp á í þeim efnum. Mestöll útgerð er stunduð frá landsbyggðinni og þar fer bróð- urpartur fiskvinnslunnar fram. Undanfarin ár hefur útgerðin gert það gott þótt dæmi séu um undantekningar. Sjómenn hafa yfirleitt haft góðar tekjur og víða eru meðallaun á íbúa úti á landi hærri en á höfuðborgar- svæðinu. Ekki er ósanngjarnt að álíta að öflug útgerðarfyrirtæki og vel reknar fiskvinnslustöðvar ættu að skila einhverju af allri verð- mætasköpuninni til þeirra byggðarlaga sem þau starfa í. Á þetta raunar við um öll fyrirtæki, hvort sem þau tengjast sjósókn eða ekki. En samkvæmt formúlunni sem upp er gefin streymir allt fjármagn í sollinn og bruðlið fyrir sunnan, þar sem valdið situr og klípur allar fjárveitingar til landsbyggðarinnar við nögl. Sá grunur kanna að læðast að einhverjum að hér sé ekki allt sem sýnist. Sé einhversjálfvirkni í gangi sem sogar allt fjármagn til Reykjavíkur hljóta þeir sem auðinn skapa að eiga einhverja sök á. Einhverra hluta vegna stað- næmast fjármunirnir ekki þar sem verðmætasköpunin fer fram. Dæmi um tilfærslurnar er, að fasteignaverð lækkar á lands- byggðinni á sama tíma og það er sprengt upp á höfuðborgarsvæð- inu. Það er opinbert leyndarmál að talsverð brögð eru að því að fólk úti á landi eigi íbúðir á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Það, ásamt aðstreymi í fyrirheitna landið á sinn þátt í háu fasteigna- verði. Verðbréfamarkaðir soga til sín fjármagn úr öllum áttum og munu það ekkert síður sparifjár- eigendur sem fjær þeim búa sem ávaxta fé sitt hjá þeim. En vitneskja um hvert verðbréfa- markaðarnir endurlána spariféð liggur ekki á lausu. Það er ljóst að þeir sem hafa rúmt um hendur eyða meiru í Reykjavík, eða jafnvel Glasgow, en í heimahögum. Eitt af því sem löngum hefur verið talið styrkja byggð úti á landi eru bættar samgöngur. En þær geta líka orkað tvímælis. Því finna t.d. verslanaeigendur í nágrenni Reykjavíkur fyrir. Það nágrenni er orðið ærið víðáttu- mikið með tilkomu bættra sam- gangna og vaxandi bílaeignar. Við stórmarkaði og verslana-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.