Tíminn - 05.12.1987, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.12.1987, Blaðsíða 9
Laugardagur 5. desember 1987 Tíminn 9 Unga fólkið er á harðaspretti inn í framtíðina og þróunin mun ákvarða hlutskipti þess og búsetu. Tímamynd OÓ götur Reykjavíkur getur að líta ótrúlegan fjölda bíla með ein- kennisnúmerum annarra lög- sagnarumdæma á annatímum. Fólk bregður sér í bæinn til að versla allt ofan úr Borgarfirði, austan úr Rangárvallasýslu og traffíkin frá Suðurnesjum er orðin gamalkunn á bílastæðum stórmarkaðanna fyrir helgar. Geta má nærri að sókn í verslun og þjónustu utan heima- byggðar dregur úr framkvæmda- og athafnasemi á þeirn stöðum sem eru í alltof góðum tengslum við Reykjavík hvað samgöngur varðar. Mænt til Reykjavíkur Þeir sem úti á landi búa og vilja veg heimabyggðar sinnar sem mestan gera sér kannski ekki alltaf nægilega vel grein fyrir að það er ekki síst undir þeim sjálfum komið að halda fjármagninu á heimaslóðum og gera byggðirnar eftirsóttar til búsetu. Ef allir mæna til Reykjavíkur og mikla fyrir sér alla þá dýrð og auðlegð og ofboðslegu þjónustu sem þangað á að vera að sækja er ekkert eðlilegra en að enginn kæri sig um að búa annars staðar. Menn hljóta að verða að gera sér ljóst að það eru engar ein- hliða stjórnvaldsákvarðanir sem ráða því hvar fólk velur sér búsetu. Reynt er að hafa áhrif á að röskunin verði ekki alltof óheillavænleg með alls kyns byggðastefnum og fjármagnsút- deilingum, en það er svo margt fleira sem grípur inn í þróunina að henni verður ekki stjórnað nema með átthagafjötrum og alls kyns harðræði sem ekki samrýmist lýðræðislegum stjórnarháttum. Fyrirgreiðslumeistarar láta iðulega í veðri vaka að uppgang- ur eða hrun tiltekinna byggða sé í þeirra höndum og það sé allt undir baráttu þeirra við valdið fyrir sunnan komið hvort byggð- arlögin dafna eða lognast út af. Vafalaust má finna dæmi um að hetjutilburðir einstakra for- ystumanna til að hygla umbjóð- endum sínum hafi skipt sköpum í atvinnulífi eða þjónustustarf- semi í tilteknum byggðum. En yfirleitt mun það fremur byggj- ast á framtaki íbúanna sjálfra hvernig þeim vegnar. Þingmenn höfuðborgar- svæðisins fá oft að heyra það að aldrei leggi þeir sig fram um að gera neitt fyrir kjördæmi sín. Einhvern veginn er það nú samt að þau blómstra og draga til sín auð og fólk. Fjötur um fót Eitt af mörgu sem hefur orðið æskilegri byggðastefnu fjötur um fót er skæklatog einstakra byggðarlaga um fjármagn og framkvæmdir, sem hið opinbera kostar að miklu eða öllu leyti. Þetta hefur orðið til þess að kröftunum hefur verið dreift um of og ekki hefur skapast mótvægi við byggðina á suðvesturhorn- inu. Fyrir aldarfjórðungi lagði Valdimar Kristinsson, hag- fræðingur, fram athyglisverðar hugmyndir um byggðaþróun, þar sem mikil áhersla var lögð á að mótvægi skapaðist við Reykjavíkursvæðið og benti sér- staklega á Akureyri og Eyja- fjarðarsvæðið í því sambandi. Þar að auki taldi hann æskilegt að öflugur þéttbýliskjarni mynd- aðist í öðrum landsfjórðungum og að uppbygging samgöngu- kerfisins miðaðist við það. Hugmyndirnar áttu ekki hljómgrunn á sínum tíma og enn er kröftunum dreift og straumurinn liggur til Reykja- víkur. Stjórnvöld hafa aldrei lagt neina heildarlínu um byggða- stefnu sem samrýmist gjör- breyttum atvinnuháttum, nýt- ingu lands og náttúrugæða og umfram allt auknum og öðruvísi kröfum sem falla undir þjónustu á nútímamáli. Áherslan er ávallt Iögð á að halda landinu öllu í byggð, sem út af fyrir sig er lofsvert, en hættan er sú að annars konar öfl taki völdin og þróunin verði allt önnur en sú sem til er stofnað. Eitt af því sem háir viðgangi efnilegra byggðakjarna er skort- ur á leiguhúsnæði. Víða skortir sárlega vinnuafl til að nýta guðs- gjafirnar sem berast svo ríkulega fyrir tilverknað harðduglegra heimamanna. En húsnæisleysi stendur aðflutningi fólks fyrir þrifum. Þegar uppgangur Reykjavík- ur var hvað mestur eftir stríðið fylltust mörg braggahverfi af aðkomnu fólki, sem tæpast hefði þá flutt á mölina nema vegna þess að það átti í þau hús að venda. Vinnuaflsskortur og húsnæð- isekla fer saman. Ef hugur fylgir máli um að stöðva fólksflótta frá stöðum þar sem fremur skortir fólk og vinnufúsar hendur en verkefni að fást við, er grund- vallaratriði að hægt sé að útvega húsnæði sem ekki er aðkomu- fólki fjárhagslega ofviða. Þjón- ustugreinarnar fylgja þá á eftir. Um allt land liggja gífurleg verðmæti í mannvirkjum margs konar og ekki síður í mannfólk- inu og þekkingu þess og færni til að nýta auðæfi lands og sjávar. Hætt er við að fljótlega yrði þröngt í búi í borgríkinu á og við Seltjarnarnes ef byggð legðist að mestu af í öðrum landshlut- um. Það mundi leiða til efna- hagslegs og menningarlegs öng- þveitis. Landinu verður að halda í byggð og auðlindarnar verður að nýta. Framtíð þjóðmenning- ar byggist á því. Engar patent- lausnir eru tiltækar til að snúa þróuninni við. En betur færi að hugarfarsbreyting yrði á. Lands- byggðarmenn verða að efla með sér trú á eigin heimabyggð og láta ekki glepjast af þeirri tálsýn að höfuðborgarsvæðið sé það fyrirheitna land, þar sem smjör drýpur af hverju strái og að annars staðar verði ekki búið mannsæmandi lífi, eftir þeim mælikvarða sem nútíminn legg- ur á. En tímar breytast ört og þró- un tekur skyndilega stefnur þvert ofan í spádóma og áætlan- ir. Byggðaþróun getur því allt eins orðið sú að suðvesturhornið missi aðdráttarafl sitt og straum- urinn leggist í aðrar áttir. Jafnvægi í byggð landsins er þjóðarnauðsyn en framtíðinni verður látið eftir að finna það jafnvægi og skilgreina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.