Tíminn - 05.12.1987, Blaðsíða 10
10 Tíminn
Laugardagur 5. desember 1987
llillllllll VETTVANGUR 11 - „
Níels Árni Lund, varaþingmaöur Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi:
Suðurstrandarvegur
Framsöguræða með þingsályktunartillögu um gerð vegar
með suðurströnd Reykjanesskaga milli Þrengslavegar við
Þorlákshöfn og Grindavíkurvegar.
Vegalengdin milli Grindavíkur-
vegar og Þrengslavegar mun vera
upp undir 70 kílómetrar, sé farið
með suðurströnd Reykjanesskaga.
Þar er nú að nafninu til akfær leið,
annars vegar um ísólfsskálaveg nr.
427 og svo um Krísuvíkurveg nr.
42. Þessi leið, eða vegur er lítið
sem ekkert farinn, enda alls ekki í
því horfi að hann bjóði upp á mikla
umferð. Vegurinn er að stórum
hluta niðurgrafinn, krókóttur og
ófær langan tíma ársins vegna
snjóa og aurbleytu. Fullyrða má að
góður vegur á þessari leið yrði
mikið notaður og að hann myndi
skapa nýja möguleika í samgöngu-
og atvinnumálum, ekki aðeins fyrir
íbúa næsta nágrennis heldur einnig
fyrir stóran hluta annarra lands-
manna.
Má í því sambandi benda á
eftirfarandi:
Innan tíðar verður tekin í notk-
un brú yfir Ölfusárósa. Hún mun
valda miklum breytingum í sam-
göngum á Suðurlandi. Örstutt
verður á milli útgerðarstaðanna
Stokkseyrar, Eyrarbakka og Þor-
lákshafnar, eða um 15-20 km í stað
40-45 km sem nú er og mun þessi
breyting skapa nýja og fjölbreytta
möguleika í samvinnu þessara
staða, og er þegar farin að hafa
áhrif á mótun framtíðarstcfnu
þeirra í ýmsum málum.
Með greiðfærum vegi milli Þor-
lákshafnar og Grindavíkur myndi
opnast nýir samgöngumöguleikar
á svæðinu og ýmsar leiðir styttast
til muna. Sem dæmi má nefna að
leiðin: Grindavík-Þorlákshöfn um
Reykjavik er nú um 110 km. Sú
leið yrði aðeins um 60 km og
myndi styttast um 50 km væri farið
með suðurströnd Reykjanesskaga.
Leiðin Hveragerði, - Keflavík um
Reykjavik er um 95 km. Sú leið
myndi styttast um 25 km eða niður
í um 70 km. Leiðin milli Suður-
landsundirlendis og Suðurnesja
myndi styttast að öllu jöfnu um
30-50 km.
Sé horft til þeirrar miklu umferð-
ar sem er á milli þessara lands-
svæða er vart sjáanlegt annað en
að vegur sem myndi stytta þessa
leið svo mikið væri hagkvæmur.
Það skal þó tekið fram að erfitt er
að reikna nákvæmlega út þessar
vegalengdir en við lauslega athug-
un sem gerð hefur verið er talið að
stytta megi leiðina um allt að 10 km
eða niður fyrir 60 km með breyt-
ingu á vegastæði frá því sem nú er,
og fælist m.a. í því að gatnamót á
Þrengslavegi yrðu nær Þorláks-
höfn, ámóta við þann veg sem
liggur að Ölfusárbrú. Það þarf þó
að meta hvort það sé æskilegt út frá
náttúruverndunarsjónarmiðum og
öðrum þáttum sem upp kunna að
koma.
Þá má það koma fram í þessari
umræðu að ræddir hafa verið innan
Sambands sveitarfélaga á Suður-
nesjum möguleikar á gerð þessa
vegar svo og lagningu vegar af
Grindavíkurvegi við Svartsengi til
Njarðvíkur. Slíkur vegur myndi
stytta leiðina milli Grindavíkur og
Keflavíkursvæðisins og vera liður í
að þétta byggð og auka samvinnu
milli þéttbýlisstaðanna á Suður-
nesjum.
Víst er að greiðfær vegur af
Suðurlandsvegi við Hveragerði til
Suðurnesja með suðurströnd
Reykjanesskaga yrði mikið notaður
af þeim sem erindi eiga milli þess-
ara byggðarlaga. Hann yrði styttri,
fljótíarnari, og jafnvel greiðfærari
á vetrum en leiðin yfir Hellisheiði
og um Reykjavík til Suðurnesja,
þar sem hann lægi mcð sjó fram og
ekki eins hátt og vegurinn um
■m
/^l
Hellisheiði.
Suðurlandsvegur um Kamba er
aðalsamgönguæð Suðurlands og
mikils hluta Austurlands til
Reykjavíkur. Um þennan veg fara
nú um 3000 farartæki á dag að
jafnaði. Þá verða þeir sem fara
akandi milli þessara landshluta og
Suðurnesja að aka í gegn um
höfuðborgarsvæðið og Reykja-
nesbraut eða Keflavíkurveg eins
og hann er jafnan nefndur. Það er
í reynd eina samgönguæðin til og
frá Suðumesjum og daglega fara
hana um 4000 bílar.
Með gerð vegar með suður-
strönd Reykjanesskaga væri því
dregið úr þeirri miklu umferð sem
nú er um Reykjanesbraut og þegar
er orðin mun meiri en brautin
getur þjónað með öruggu móti svo
sem dæmi sanna. Með þessari
vegalagningu væri því gengið skref
til móts við réttmætar kröfur
landsmanna um aukið öryggi á
þeirri leið. Einnig myndi vegurinn
draga úr umferðarþunga um
Reykjavíkursvæðið sem ekki er
vanþörf á.
Aðalflugvöllur landsins er á
Suðurnesjum og um hann fer allt
áætlunarflug til og frá landinu.
Fjöldi fólks af Suður- og Austur-
landi á leið til og frá Suðurnesjum
af þeim ástæðum, án þess að eiga
nokkuð erindi til Reykjavíkur-
svæðisins. Sömuleiðis fer allur út-
og innflutningur varnings með flug-
vélum fram um Keflavíkurflugvöll.
Með styttri leið milli þéttbýlisstað-
anna á Suðurlandi og flugvallarins,
opnuðust nýir möguleikar til slíkra
hluta.
Þá er nú þegar hafin samvinna
milli Þorlákshafnar, Eyrarbakka,
Stokkseyrar og Selfoss við Fisk-
markað Suðurnesja. Fullvíst er að
sú samvinna mun verða öflugri og
fjölbreyttari ef gert verður auð-
veldara að flytja fisk landleiðis
milli þessara byggðarlaga en nú er.
Allir sjá að leið sem yrði um 30 km
styttri en sú sem nú er greiddi fyrir
slíkri samvinu.
Einn er sá þáttur sem ekki má
vanmeta, en það er að með þessum
vegi opnst ný leið fyrir ferðamenn
og þá aðra sem kjósa að aka um og
skoða landið. Enginn vafi er á að
margir erlendir ferðamenn myndu
vilja hefja sínar ferðir í hópferð-
um, bílaleigubílum eða á annan
máta á vit „Gullfoss og Geysis", og
annarra staða frá Keflavíkurflug-
velli, eða hótelum á því svæði.
Fyrir slíka er leið með suðurströnd
Reykjanesskaga ekki síður
áhugaverður kostur en að aka
Reykjanesbraut. Má í því sam-
bandi m.a. minna á Krísuvíkur-
svæðið sem er athyglisvert til
skoðunar. Fyrir þá sem standa
stutt við og ekki hafa möguleika á
langri ferð um landið er kynnisferð
umhverfis Reykjanesskagann álit-
legur kostur sem margir myndu án
efa nýta sér ef unnið væri að.
Þá má til viðbótar nefna allan
þann fjölda fólks af höfuðborgar-
svæðinu og næstu byggðum sem á
fríhelgum og í annan tíma kjósa að
aka um og virða fyrir sér landið.
Suðurströnd Reykjanesskaga er
fjölbreytileg í náttúrulegu tilliti
sem vissulega má vekja meiri at-
hygli á en nú er gert. Það hlýtur að
vera eitt af markmiðum okkar allra
að sem flestir þekki landið og njóti
þess.
Enn má nefna að telja má næsta
fullvíst að eftir að Krísuvíkur-
heimilið verður tekið til notkunar
fyrir vímuefnasjúklinga muni þurfa
að endurbæta að verulegu leyti
þann veg sem þangað liggur nú.
Með gerð þess vegar sem hér hefur
verið rætt um tengdist Krísuvík
góðum vegi. Sömuleiðis tengdi
þetta byggðina í Selvogi betur
helstu umferðaræðum.
í mínum huga er ekki spurning
um hvort vegur verði lagður þessa
leið, heldur miklu fremur hvenær.
Sannfæring mín er sú að hann
muni skila arði og breyta ýmsum
þáttum í búsetu og afkomumögu-
leikum íbúa á Suðurnesjum og
Suðurlandi til hins góða; auðvelda
og auka samskipti 'milli þessara
byggðarlaga og leggja grundvöll að
nýrri atvinnustarfsemi.
Við þekkjum öll hve miklar
breytingar hafa orðið á samgöng-
um hér á landi síðustu árin. Þar
hefur ekki einasta ráðið aukið
bundið slitlag á vegi, heldur einnig
uppbygging nýrra vega og leiða
sem illfærar voru. Áhrif þessa hafa
orðið margþætt en fullyrða má að
við það hafa skapast nýir möguleik-
ar fyrir samvinnu sveitarfélaga og
fyrirtækja sem áður voru óhugs-
andi. Markmiðið með lagningu
vegar með suðurströnd Reykjanes-
skaga er einmitt hvað helst það að
greiða fyrir samskiptum þeirra
staða sem við það nálgast og opna
með því nýja möguleika fyrir íbúa
þeirra til að treysta sinn hag.
Það eru því mörg og sterk rök
sem liggja til grundvallar því að
hagkvæmt og eðlilegt sé að lagður
verði greiðfær vegur milli Grinda-
víkurvegar og Þrengslavegar eins
og hér hefur verið vikið að. Svo
unnt sé fyrir Alþingi að taka
ákvarðanir um lagningu hans þurfa
að liggja fyrir kostnaðar- og fram-
kvæmdaráætlanir, og því er lagt til
að samgönguráðherra láti gera þær
og leggja niðurstöðurnar fyrir Al-
þingi á hausti komand.
llllllillllllllllll LESENDUR SKRIFA lllílllllllilllllllllíílillilll! Illlllliill!l!lllllllliiillllllllllli!l!lllllll liilliiliiillliiillllllliiii'lill1 illlliiiiÍilllilllllllllllllllllllllllillllUllllllllllll liiillllililiillllliilliiililliillillliilillliiililillllili
Á eyðnislóð
Eyðnikettir í Japan, eyðniapar í
frumskógum, eyðnisvertingjar í Afr-
íku, eru meðal þess sem fréttir
berast nú af, og þó er þetta aðeins
byrjunin. Ég veit, að það er ekki vel
séð að nefna helstefnu, og þó allra-
síst, ef sett væri í heimspekilegt og
náttúrufræðilegt samhengi. En þó er
ekki minnsti vafi á, að hnöttur, sem
fær slíkar heimsóknir, er á helstefnu-
leið, og hefur skellt skollaeyrum við
ráðum, sem reynt hefur verið að
vekja athygli á.
Almennur áhugi er á eyðnimálinu,
og unga fólkið er jafnvel fari að fara
í hópgöngur um þetta, og það flykk-
ist í prófið, eins og rétt er, en
landlæknisembættið ásamt ýmsum
voldugustu fyrirtækjum landsins
(raunsæismenn) hafa gefið út
fræðslurit. Það á að bjarga málunum
með fræðslu. En þá má ekki „skerða
rétt einstaklingsins til að velja sér
lífsmunstur", segja þeir, og ekki
heldur „skylda menn til prófunar“.
Þannig á fræðsla að vera besta
vopnið gegn faraldri þessum; allir
eiga að læra bæklinginn og fara eftir
honum, og þá lendir þetta aðeins á
þeim, sem svikust um að læra heima
og gott á þá.
Ungur maður sagði mér um
daginn, að hann hefði farið í mót-
efnamælingu og hefði læknirinn
spurt sig ýmsra spurninga, meðal
annars þess, hvort eitthvert sérstakt
tilefni væri til komu hans, cn hann
sagði það ekki vera, og sagðist telja,
að þetta ætti allt ungt fólk að gera.
Þá sagði læknirinn, að slíkt væri
vissulega rétt, en gallinn væri bara
sá, að þeir sem þurftu að koma
(„áhættuhópar"), kæmu ekki, held-
ur aðeins hinir heiðarlegu, greindu
og framtakssömu.
Þarna var vissulega viðurkennt
það, sem hvorki landlæknisembættið
né aðrir virðast hafa áhuga á, að
komi fram, nefnilega að fræðslan
bítur alls ekki á suma. Menn eru
með öðrum orðum ekki allir eins.
Enda mun vera talið svo, að árangur-
inn af hinn stórkostlegu fræðsluher-
ferð Bandaríkjamanna gegn eyðni,
en þeir kunna manna best að skipu-
leggja slíkt, hafi orðið því sem næst
enginn, og var þetta fullkunnugt
áður en hafist var handa hér á landi.
Menn hafa með öðrum orðum verið
að sóa fjármunum, vinnu og um-
fram allt áhuga almennings til lítils,
á meðan ekkert er að gert. Hvernig
stendur á því, að sumir áhrifamiklir
menn verða eins og fumandi og
flaumósa, ef nokkuð örlar á þeirri
hugsun, að best væri að allir kæmu
til eyðniprófunar?
Undanfama mánuði, ef ekki upp-
undir ár, hafa við og við verið birtar
tölur um smitaða eyðnisjúklinga hér
á landi, og hafa þær staðið gérsam-
lega í stað, þangað til núna síðast,
bættist við einn, og ekki er það
mikið. En við og við heyrist lauslega
getið um áætlanir, sem eru töluvert
hærri en þetta. Hverjum dettur í hug
að þessar tölur gefi raunsanna
mynd? Og ef menn vita að þær ljúga,
hversvegna segir þá enginn neitt.
Eyðnin er kynvillingapest, um-
fram alla aðra em það slíkir, sem
sýkst hafa og breitt veikina út; þetta
kom upp í hverfi þeirra í San
Francisco, í árslok 1981, (þegar þeir
héldu, að þeir gætu lagt allan hnött-
inn undir sig), og breiddist út þaðan
til annarra hverfa af sama tagi. -
„Röksemdir“ eins og þær, að út-
breiðsla sjúkdómsins meðal „eitur-
lyfjasjúklinga, Haitibúa og dreyra-
sjúklinga" að ógleymdum „öpum og
svertingjum" í Mið-Afríku, hnekkja
á engan hátt aðalstaðreynd þessa
máls, og varpa reyndar þeim grun á
þá, sem þannig tala, að hafa lymsku-
legar fyrirætlanir í huga. Það skeyt-
ingarleysi, - í nafni mannúðar og
umburðarlyndis, og ekki er verið að
tala um mannúð gagnvart fórnardýr-
um pestarberanna - sem hér hefur
átt sér stað, er eitt af mörgum
sorglegum dæmum um það, hvernig
dómgreind sumra getur sljóvgast,
„þegar þeir koma margir saman“,
eins og Ásatrúarmaðurinn Ólafur
pái Höskuldsson komst réttilega að
orði fyrir þúsund árum. („Því verri
þykja mér heimskra manna ráð er
þau koma fleiri saman").
En kristnum prestum landsins,
sem samþykkt gerðu um nauðsyn
umburðarlyndis, vil ég benda á í
þessu sambandi að lesa af stólum
sínum síðara Pétursbréfið, fullum
rómi og án þess að sleppa úr, og
sannreyna þannig á sjálfum sér,
hvoru þeir trúa betur, Nýja testa-
mentinu eða nútímaáróðri kynvill-
inga. Tel ég samykkt prestastefnu í
þágu eyðninnar ógilda með öllu, ef
þeir taka nokkurt mark á Pétursbréf-
inu. Hver er kristinn ef Pétur postuli
var það ekki?
Þegar þetta er komið á hreint, ætti
Alþingi að láta málið til sín taka, og
setja lög um eyðniprófunarskyldu,
og þyrfti þetta allt að gerast á undan
afgreiðslu bílbeltamáls og bjórmáls,
sem, eins og kunnugt er, hafa af
sumum verið talin skerðing á mann-
réttindum, hvort á sinn veg.
Hann uppgötvaði Aríana
Framúrskarandi gott, stutt erindi
um Rasmus Kr. Rask, hinn mikla
málfræðing, sem Árni Böðvarsson
flutti í hádegisútvarpi 22. nóv. vakti
mér löngun til að bæta þar nokkur
við, sem ég vissi fyrirfram, að ekki
yrði minnst á við þessa merku minn-
ingarathöfn, -sem er málfræðingum
til sóma, á þeirri eymdaröld sem nú
er. En hvað var það nú annars, sem
Rask fann og var svo frábært, að
hann er síðan talinn með mestu
málfræðingum sem uppi hafa verið?
Vissulega ber fyrst að nefna virðingu
hans og aðdáun á íslenskri tungu,
því að það er mest um vert að kunna
að meta þá tungu. Hún er æðst, hún
er elst þeirra sem varðveist hafa, og
hún er fullkomnust í þeim skilningi,
að góð hugsun (heimspeki) orðast
best á henni. En svo er hitt sem er
nokkurnveginn jafn mikils vert, og
það er, að Rask fann upprunann,
þetta að flestöll tungumál, allt frá
Islandi og frlandi í vestri, til Indlands
í austri hafa átt sér sameiginlega
móðurtungu, sem finnst að vísu
hvergi skráð, en hefur þó jafn örugg-
lega til verið og að fjórir eru það,
þegar tveir og tveir hafa verið lagðir
saman.
Þessa tungu talaði sú móðurþjóð,
sem byggði löndin frá Atlantshafi til
Úralfjalla eða lengra þrjú þúsund
árum fyrir Krist og miklu lengur, og
ól af sér nokkrar þjóðir þær sem
ágætastar urðu um tíma: Forn-Ind-
verjar, Forn-Persar, Hittítar og
Tokkarar, Grikkir og Rómverjar,
Germanir, Keltar og Slavar og Illýr-
ar o.s.frv. Þessa þjóð uppgötvuðu
þeir Rasmus Rask, Thomas Young,
Bopp og Grimm, sem allir voru að
þessu verki sínu á fyrsta þriðjungi
19. aldar. Rasmus Rask er þannig í
fremstu röð þeirra, sem uppgötvuðu
Aríana, og hefur margur orðið fræg-
ur fyrir minna. Sennilega hefur hann
verið aðalbrautryðjandinn, þó að
hinir þrír, sem ég nefndi, væru
vissulega engir aukvisar. .
Þorsteinn Guðjónsson.