Tíminn - 05.12.1987, Blaðsíða 12

Tíminn - 05.12.1987, Blaðsíða 12
12 Tíminn Laugardagur 5. desember 1987 BÆKUR FEIN RAFMAGNSHANDVERKFfERI Fremst í sínum flokki Umboðs- og þjónustuaöilar: Póllinn hf., ísafirði; Norðurljós hf., Akureyri; Rafvélaverkstæði Unnars sf., Egilsstöðum; Geisli, Vestmannaeyjum. Höggborvél * —fyrir alhliða notkun • Afturábak og áfram snúningur Tvö hraðastig með stiglausum rofa • Handfang sérhannað fyrir rétt átak og grip • Dýptarstillir í rennigreip • Hraðastjórn með snúningslæsingu. Hleffsluborvél —aflmikil og fjölhæf Afturábak og áfram snúningur Tvenns konar snúningshraði Átaksstillir fyrir skrúfuvinnu Sjálfvirkt hleðslutæki með Ijósmerki ® Laus hleðslurafhlaða Löng ending hverrar hleðslu Fer sérlega vel í hendi Komið og kynnið ykkur mikið úrval FEIN rafmagnshandverkfæra. RAFVER HF SKEIFUNNI3E, SÍMAR 82415 & 82117 Nákvæmni og öryggi Sænginni yfir minni eftir Guðrúnu Helgadóttur Iðunn hefur gefið út nýja barnabók eftir Guðrúnu Helgadóttur og er það ellefta bók höfundar. Nefnist hún Sænginni yfir minni. Fyrr hafa komið út í sama flokki bækumar Sitji Guðs englar og Saman í hring, en hver þeirra segir sjálfstæða sögu, enda þótt sögusvið og persónur séu hinar sömu. Tilveran er skoðuð frá mismunandi sjónarhóli og hér í Sænginni yfir minni kynnumst við vel yngstu systurinni í stómm systkinahópi. Hún er kölluð Abba hin - og hún lætur sig sífellt dreyma um betri heim; ef raunvemleikinn er grár skreytir hún hann fagurlega með hugarflugi sínu. En hún situr ekki alltaf við orðin tóm. Hún fær til dæmis furðufuglana á Gamlabæ til hðs við sig með skóflur og áhöld þegar hún ákveður að moldarflagi skuli breytt í blómagarð! Guðrún Helgadóttir, sem er meðal okkar virtustu bamabókahöfunda, segir hér á þann hátt sem henni einni er lagið frá htlu samfélagi og margbreytUeika hfsins þar í blíðu og striðu, þar sem hver einstaklingur skiptir máli. Sigrún Eldjám myndskreytti bókina. SVÖRTU AUGUN Erik Nerlöe Hin svörtu augu unga sígaun- ans vöktu þrá hennar eftir frelsi — frelsi sem hún hafði lítið kynnst áður. Og Ijúfir tónar fiðlu hans ollu því, að hún ákvað að fiýja burtu með honum. En vissi hún hvert hún var að flýja? Nei, hún var of ung og reynslulítil til að vita það. Hún skildi ekki að blind ást hennar leiddi hana aðeins út í ófyrirsjáanlegar hættur. TÍNA Eva Steen Hún er ung og fögur og hefur kynnst manni sem hún elskar. Framtíðin blasir við þeim, en örlögin verða til þess að skilja þau. Hún sér sig nauðbeygða til að hverfa úr lífi hans. Með fegurð sinni og miklum hæfileikum sínum á listskautum nær hún langt, en þegar best gengur upp- götvast að hún er haldin banvænum sjúkdómi. Einmitt þá kemur maðurinn sem hún elskar aftur inn í iíf hennar. GÓÐI HIRÐIRINN Else-Marie Nohr Hún hvarf og ekkert fréttist af henni. Loks var hún talin af og álitin dáin. Dag einn birtist hún í sendiráði í Thailandi, aðframkomin og þungt haldin af hitasótt, og mundi ekki hvað hún hét. Með góðri læknishjálp nær hún sér fljótt, og nokkru seinna er hún á leið heim. Hún er full af lífs- þrótti og hlakkar til að sjá aftur manninn, sem hún elskar og hún hafði gifst stuttu áður en hún varð fyrir áfall- inu. En fjögur ár eru langur tími, og maður hennar hafði fyrir löngu talið hana af. SKVGGSJÁ—BÓKABÚÐ OLIVERS STHNS SF ANGELA Theresa Charles Angela Smith sækir um læknisstarf í bænum Whey- stone. Þar ætlar hún einnig að reyna að jafna sig eftir slys, sem hún lenti í, í hreinu sveitalofti og kyrrlátu um- hverfi. Hún fær starfið, en henni er vantreyst sem lækni og Jitin hornauga sem persóna í fyrstu. En smátt og smátt vinnur hún traust og álit fólks. Angela missti mann sinn og dóttur í bílslysi og líf hennar hefur verið tómlegt síðan slysið varð. En er hún kynnist Mikael Traymond, ró- legum og yfirveguðum lækni, vakna tilfinningar hennar á ný. ÁST OG HAMINGJA Barbara Cartland Aðeins tvær persónur bjargast í land, þegar skipið brotnar í klettunum við strönd Ferrara, ævintýramaðurinn Sir Harvey Drake og hin fagra Paolina Mansfield. Þau voru bæði á leið til Feneyja og faðir Paolinu fórst með skipinu. Sir Harvey Drake stingur upp á því við hana, að hún ferðist með honum sem systir hans áfram til Feneyja. Þar segist hann auðveldlega munu geta fundið ríkan eiginmann handa henni — og um leið ætlar hann að tryggja sína eigin framtíð. Paolina fellst á i hugmyndina, og framundan I er ævintýralegt og viðburða- ríkt ferðalag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.