Tíminn - 05.12.1987, Blaðsíða 14

Tíminn - 05.12.1987, Blaðsíða 14
14 Tíminn Laugardagur 5. desember 1987 FRÉTTAYFIRLIT MOSKVA - Embaettismenn sovéska kommúnistaflokksins sögðu að geislamengun væri enn mikið vandamál í nágrenni kjarnorkuversins í Tsjernóbíl í Ukraínu. Embættismennirnir sögðu að þrjú dauðsföll á þessu ári mætti rekja til geisl- unarinnar. LUNDÚNIR - Bandaríkja- dalur lækkaði í verði gagnvart öðrum helstu gjaldmiðlum heims á mörkuðum í Evrópu og Asíu. Hlutabréf lækkuou einnig og höfðu t.d. ekki verið lægri á verðbréfamarkaðinum í Wall Street síðan á „svarta mánudeginum" þann 19. okt- óber. Lækkun vaxta í Evrópu, sem tilkynnt var um í fyrradag, virtist því ekki ætla að blása lífi í peningamarkaði heimsins eins og sumir höfðu búist við. Góðu fréttirnar voru þær að atvinnuleysi í Bandaríkjunum var 5,9% í nóvember en var 6,0% í október. Hagfræðingar sögðu að þessar tölur sýndu að efnahagslífið væri sterkt og ætti ekki að þurfa að líða fyrir áhrifin af hruninu á verðbréfa- mörkuðunum í októbermán- uði. KAUPMANNAHÖFN - Leiðtogar ríkja Evrópubanda- laasins byrjuðu tveggja daga viöræður í Kaupmannahöfn í gær og hófu strax að ræða leiðir til að draga úr útgjöldum til landbúnaðarins. Samkomu- lag um þetta atriði er nauðsyn- legt eigi að takast að leysa fjárhagsvanda bandalagsins. í gær virtist sem stjórnir Vestur- Þýskalands og Bretlands hefðu eitthvað gefið eftir í kröf- um sínum um stjórn útgjaJda til landbúnaðarins en ágreining- urinn milli þeirra var þó enn til staðar. PERE-EN-TARDENOIS, Frakklandi - Norodom Si- hanouk prins og foringi skæru- liða í Kampútseu og Hun Sen forsætisráðherra Kampútseu- stjórnar, sem nýtur stuðnings Víetnama, skrifuðu undir sam- komulag í fjórum liðum. Þessu samkomulagi er ætlað að flýta fyrir lausn á borgarastríðinu í landinu. Stjórn Indónesíufagn- aði samkomulaginu í gær og stjórnarerindrekar í Asíu voru yfirleitt bjartsýnir á að friður gæti komist á í Kampútseu. PEKÍNG - Deng Xiaoping hinn aldni leiðtogi Kínverja endurtók kröfur sínar að Sov- étmenn yrðu að hvetja Víet- nama til að draga allan her sinn frá Kampútseu áður en viðræður gætu farið fram milli hans og Mikhaíl Gorbatsjovs Sovétleiðtoga. ATLANTA - Einir þúsund kúbanskir fangar, vopnaðir hnífum og heimasmíðuðum vopnum, leystu úr haldi 89 gísla sem þeir höfðu haldið í ellefu daga. Fangarnir voru þó enn við stjórnvölinn í fangels- inu. Nú er rúmlega ár síðan Reagan Bandaríkjaforseti og Gorbatsjov Sovétleiðtogi áttu viðræður í Höfða í Reykjavík. A þeim fundi var lagður grunnurinn að viðræðunum í Washington ■ næstu viku. Hvíta húsið verður Höfði heimsins á næstu döaum Rónald Reagan Bandaríkjaforseti og Mikhail Gorbatsjov Sovétleiðtogi munu funda í næstu viku, rúmu ári eftir að þeir áttu viðræður sínar í Höfða í Reykjavík. Að þessu sinni verður fundarstaðurinn Hvíta húsið í Washington, bústaður Bandaríkja- forseta. Gorbatsjov kemur til Washington síðdegis á mánudag að staðartíma og lendir á Andrews herflugvellin- um. Hann mun halda til sendiráðs Sovétríkjanna og eiga þar fund með samstarfsmönnum sínum um kvöldið. Reagan við Izvestia: Samskiptin haf a batnað Rónald Reagan Bandaríkjaforseti sagði í viðtali við sovéska blaðið Izvestia í gær að samskipti Banda- ríkjamanna og Sovétmanna hefðu batnað en vandamálin væru enn til staðar vegna þess að hvorugur aðil- inn treysti hinum til fulls. „Stjórnir okkar hafa tekið mikil- væg skref fram á við í málefnum er lúta að afvopnun, mannréttindum og samskiptum ríkjanna," sagði Re- agan. Bandaríkjaforseti tók þó fram að tortryggnin sem hlaðist hefði upp í gegnum árin væri enn til staðar og ætti sér rætur í sögunni og nútíma veruleika. Sovéskt sjónvarp hefur sýnt glefs- ur úr ræðum Reagans forseta en sovésk blöð hafa ekki átt viðtal sem þetta við bandarískan forseta í lang- an tíma. hb/Reuter Reagan tekur formlega á móti sovéska leiðtoganum við suðurhlið Hvíta húsins kl. 10 á þriðjudags- morgni og síðan hefst fyrsti fundur þeirra. Eftir hádegi munu þeir undir- rita samkomulagið um eyðingu með- aldrægra og skammdrægari kjarna- flauga og flytja sjónvarpávörp af því tilefni. Síðar á þriðjudag halda þeir annan fund sinn og um kvöldið er kvöld- verður í austurenda Hvíta hússins. Á miðvikudagsmorgun mun Gor- batsjov hitta leiðtoga þingsins á Capitol Hill og jafnvel getur svo farið að hann tali til fleiri þing- manna. Þriðji fundur leiðtoganna hefst kl.ll á miðvikudagsmorgun og fjórði fundurinn verður síðdegis. A miðvikudagskvöld býður Gorbat- sjov síðan til kvöldverðar í sovéska sendiráðinu. Á fimmtudag verður fundarhöld- unum haldið áfram en síðdegis mun Gorbatsjov formlega kveðja Reagan og halda frá Hvíta húsinu. Á eftir fylgir blaðamannafundur sovét- manna og um kvöldið mun Reagan ávarpa bandarísku þjóðina í sjón- varpi. Gorbatsjov og fylgdarlið hans heldur síðan frá Washington á fimmtudagskvöldið. hb Pozdnjakov við Tímann: Áhrifa- miklar tillögur „Ég held að ekkert óvænt komi upp á í samkomulaginu um eyðingu meðaldrægra og skammdrægari kjarnaflauga. Þann sáttmála er búið að klára og aðeins formleg undirrit- un er eftir. Hins vegar verður athygl- isverðara að fylgjast með hvað kem- ur út úr viðræðunum um helmings- fækkun langdrægra kjarnorkuflauga og þar gætum við fengið að sjá áhrifamiklar tillögur frá báðum aðil- um.“ Þetta sagði Evgení Pozdnjakov hjá APN fréttastofunni sovésku þeg- ar Tíminn hafði samband við hann til Moskvu í vikunni og spurði hann hvort hann byggist við einhverjum „óvæntum" tillögum á fundi Rónalds Reagans Bandaríkjaforseta og Mikhail Gorbatsjovs Sovétleiðtoga í næstu viku. Evgení er í yfirritstjórn Norður-Ameríkudeildar fréttasto- funnar og bjóst hann við að viðræður leiðtoganna um langdrægar flaugar tækju upp mestan tímann á þeim þremur dögum sem þeir þinga í Washington. hb Leiötogafundur Reagans og Gorbatsjovs: Hvað, eru þessi vopn í Evrópu! Mikhaii Gorbatsjov Sovétleið- togi kemur til Washington nú á mánudaginn og fyrsti fundur hans með Rónald Reagan Bandaríkjaf- orseta hefst á þriðjudagsmorgun. Eins og vænta má eru fjölmiðlar mjög uppteknir af þessum fundi og hafa margar skoðanakannanir litið dagsins Ijós í sambandi við kom- andi viðræður, leiðtogana sjálfa og afvopnunarsamkomulagið sem þeir hyggjast undirrita. Blaðið The Washington Post og ABC sjónvarpsstöðin gerðu skoð- anakönnun í þessari viku meðal bandarískra þegna og niðurstöður hennar sýndu að 52% Bandaríkja- manna voru samþykkir sáttmálan- um um eyðingu allra meðaldrægra og skammdrægari kjarnorku- flauga. Aðeins 8% voru á móti en 39% höfðu ekki gert upp hug sinn. Þrátt fyrir að meirihlutinn væri fylgjandi samkomulaginu virtist fólk lítið hafa kynnt sér málið, alls viðurkenndu 72% aðspurðra að þeir vissu lítið eða ekkert um ákvæðin í samkomulaginu um meðaldrægu flaugarnar og aðeins 46% vissu að flest þessara vopna eru staðsett í Evrópu. hb/Reuter

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.