Tíminn - 05.12.1987, Blaðsíða 17

Tíminn - 05.12.1987, Blaðsíða 17
Laugardagur 5. desember 1987 Tíminn 17 illlllllllllllllilllllil MINNING Hermann Ágústsson Reyðarfiröi Fæddur 23. júní 1908. Dáinn 25. nóveber 1987. Mikið valmenni og virtur drengur er vikinn af sviði. Jafnhliða fágætri prúðmennsku átti hann sér sína ákveðni og stefnufestu, hann hafði fágað, en rösklegt fas, bar með sér frískleika og alvöru í senn, var ævinlega tilbúinn að láta hina léttari strengi óma. Vandvirkni hans var við brugðið, vel og fljótt voru verk af hendi leyst, handbragðið einstaklega vandað, falleg rithönd og frágangur eins og best varð á kosið. Hermann Ágústsson var fjölþætt- um gáfum gæddur, atgervismaður til sálar og líkama, en hógværð hans mikil og ekki af ágæti gumað. Hann var ljómandi söngmaður, hafði fallega söngrödd, frábær liðs- maður í okkar litla kirkjukór, en söngur var yndi hans og tónlist öll. Hann var einnig ágætur leikari, hafði góða rödd, er hann kunni vel að beita, lék enda nokkuð á yngri árum og endurnýjaði síðar kynni sín af þeirri göfugu gyðju og þar kynntist ég Hermanni best, notalegri hlýju og kímni alvörumannsins, sem í engu mátti vamm sitt vita. Mér er enn í fersku minni, er þau léku í „Happinu“ heima, Hermann og Guðrún tengdadóttir hans og báru það bæði með sér, að leikgáfan var þeim eiginleg og sannkallað yndi þótti þeim að túlka persónur sínar, enda gerðu þau það með einstökum glæsibrag. Enn síðar lék Hermann erfitt hlutverk í „Allra meina bót“ og skilaði því með miklum ágætum, jafnt leik sem söng. Þá kynntist ég honum virkilega vel og að verðleik- um mat ég hann enn meir. Hermann var afar lipur hagyrðing- ur, en fór dult með, fékkst ekki til að flíka skáldgáfu sinni, orti þó oft gamanbragi fyrir þorrablót okkar. Þá bragi var gott að syngja, er saman fór næmt brageyra, hnyttni er hitti í mark og tónvísin á sínum stað. En margar góðar ferskeytlur mun hann hafa gert, fáeinar þeirra má sjá í „Aldrei gleymist Austurland", en hræddur er ég um, að yfirleitt hafi þeim ekki verið til haga haldið. Sjálfur sagði hann: Oft þó finni orðum stað er ég sjaldan níðinn. Ég er heldur ekki að yrkja fyrir lýðinn. Þarna hitti Hermann í mark eins og svo oft. Hann orti af ærinni íþrótt og aldrei heyrði ég meinyrta stöku frá hans hendi, enda hafði hann ævinlega meira í heiðri og hélt á lofti kostum samferðafólksins, því aldrei heyrðist hann leggja vafasamt orð, hvað þá illt til nokkurs manns. Hermann hafði mikla unun af að vera sem „knapi á hestbaki kóngur um stund". Hann var maður gleðinn- ar og naut útiveru og þeirrar ánægju að „eiga fylgd með fáknum góða“. Mér hefur löngum þótt sem Fljótsdælingar beri nokkuð af öðrum, hvað félagsþroska snertir, fólk söngs og gleði er nýtur þess að eiga með öðrum fund. Sú er a.m.k. mt'n reyðfirska reynsla og Hermann var hvað gleggstur og bestur reynslugjafi í þessu. Hermann var mikill félagshyggju- maður, samvinnumaður af lífi og sál, hann fylgdi Framsóknarflokkn- um einarðlega að málum sem máls- vara félagslegra lausna í anda sam- vinnuhugsjónarinnar. í því sem öðru var hann heill en öfgalaus, hélt skoðunum sínum djarflega fram, en af fullri sanngirni. Hann var starfsmaður mikill, stundvísi hans var til fyrirmyndar, reglusamur, samviskusamur og trúr í hvívetna. Ómetanlegt er fyrir hvert fyrirtæki að eiga slíkan starfsmann og fyrir fólk að geta leitað til slíks prúð- mennis, sem ævinlega vildi hafa það eitt er réttara reyndist. En í mínum huga nú þá sakna ég mannsins, sem var allt í senn greind- ur vel, glaðlyndur og skemmtinn og góður félagi. Hermann var sannur öndvegis- drengur og samfélag okkar fátækara að honum gengnum. Fáein atriði úr ævi hans skulu færð hér á blað. Hermann Ágústsson var fæddur 23. júní 1908 að Langhúsum í Fljótsdal. Foreldrar hans voru hjónin Vil- helmína Eiríksdóttir, norðlenskrar ættar og ísak Ágúst Jónsson, er bjuggu á Langhúsum, en faðir Her- manns lést, er Hermann var árs- gamall. Móðir hans bjó ásamt börn- um sínum á Langhúsum. Henni var ekki fisjað saman, einstakur dugnað- ur og elja varð henni til bjargar, börnin voru fjögur, öll ung og fólk þess tíma hafði fátt að leita. Hetju- saga mörg er frá þessum tíma og óhætt mun að segja, að ekkjan á Langhúsum hafi með lífsstarfi st'nu skráð eina slíka. Á Langhúsum ólst Hermann upp og þó ekki væru efni mikil vildi hinn námfúsi sveinn afla sér einhverrar menntunar. 1930 hleypir hann heimdraganum og fer í Héraðsskólann að Laugar- vatni og er þar tvo vetur, en vinnur fyrir sér syðra um sumarið. Her- manni sóttist námið vel sem vænta mátti og íþróttir urðu þar yndi hans einnig, enda maðurinn stæltur og Iipur í senn. En um frekari skólagöngu varð ekki að ræða. Hermann fer austur í dalinn sinn og er þar í kaupa- mennsku, á Valþjófsstað býr hann eitt ár og á Arnaldsstöðum tvö ár, en síðan flyst hann til Reyðarfjarðar 1944. Hann er þá heitbundinn Sig- ríði Stefánsdóttur úr Fljótsdal og þau gifta sig 1945. Með þeim flyst móðir Sigríðar, Guðrún Magnús- dóttir og á hjá þeim athvarf til æviloka. Guðrún var einkar geðfelld og skemmtileg kona, sem ég hafði af mjög kær kynni. Hún er látin fyrir nokkrum árum. Sigrt'ður Kona Her- manns lifir mann sinn. Hún er mikil afbragðskona í allri viðkynningu og framúrskarandi heim að sækja. Sigríður er fríð kona, létt og hress í lund, þó ýmislegt hafi að sótt á seinni árum. Löngum hefur hjá þeim dvalist Skarphéðinn Þorsteinsson, úr Fljótsdal, það mikla snyrtimenni og ljúfa prúðmenni og hjá þeim öllum ólst upp að hluta Sigmar Óðinn Jónsson, sem nú er fulltíða maður, en á þessu góða heimili einstaklega mikið upp að unna. Á Reyðarfirði fór Hermann til starfa hjá Kaupfélagi Héraðsbúa, lengst sem gjaldkeri á skrifstofu þess. Hann gegndi störfum sínum af stakri natni og nákvæmni, glöggur og fljótur ásamt sérstakri iðjusemi. Segja mátti að hann léti sér ekkert annað nægja en að vinna allt óað- finnanlega. 1966 flytja þau svo frá Reyðarfirði til Akureyrar og eru þar í fimm ár, þar sem Herntann vinnur á skrifstofu Mjólkursamlags K.E.A., en aftur er haldið austur á Reyðarfjörð 1971 og þar dvalist alla tíð síðan. Þar vann Hermann svo áfram hjá Kaupfélagi Héraðsbúa um nokkurt árabil. Hermann hafði um hríð verið sjúklingur, en svo dulur maður bar ekki veikindi sín á torg, svo fáir áttuðu sig á, hvernig heilsan var í raun. Heimili þeirra Sigríðar og Her- manns var mikið myndarheimili, gestrisni mikil og gleði í ranni ásamt góðum hug. Þar lögðu allir sig fram fyrir gestina. Hermann lést hinn 25. nóv. s.I. í Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaup- stað. Síðast er fundum bar saman var handtakið hlýtt og þétt, viðmótið einlægt og gaman að eiga við hann orð sem fyrr. Beinn var hann í baki með bjart- leitan svip sem alltaf áður. Ég vissi að heilsan var ekki sem skyldi, en vílinn var hann ekki, og enn var framkoman frískleg og lundin undralétt. En nú hefur til hinstu ferðar verið farið. Góðar minningar um mætan dreng þyrpast að og þökkin fyrir góðar stundir í notalegri návist Hermanns er efst í huga í dag. Ég sendi Sigríði, konu hans, svo og Skarphéðni góðvini hans einlægar samúðarkveðjur frá okkur hjónum og foreldrum mínum. Hermann var einlægur trúmaður og átti vissu um ódáinslönd eilífðarinnar. Björt var öll hans ganga, björt og góð er minningin mæt um genginn dáðadreng. Blessuð sé sú minning. Helgi Seljan. Kcurver MATARÍLÁT HÁGÆÐAVARA FÆST í KAUPFÉLÖGUM UM LAND ALLT JÓLASVEINAR Jólasveinar taka að sér að skemmta í og við verslanir, einnig á jólaskemmtunum og fjölskylduskemmtunum. Erum vanir Upplýsingar og pantanir hjá: Rakarastofu Péturs, sími 16520 og eftir kl. 18.00 og um helgar í símum 621643 og 84766. P.S. komum einnig í heimahús á aðfangadag. Sjáumst Honda Civic Wagon ’83 Góður og fallegur dekurbíll, 5 dyra, 5 gíra með orginal dráttarbeisli, útvarpi, vetrar-/sumardekk, ekinn 49000 km. Skipt um olíu og síur á 5 þús. km. fresti. Til sýnis og sölu. Opið um helgina. BÍLVANGUR Sf= HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300 1 lúsnæöisstofnun ríkisins TÆKNIDEILD Sími 696900 Útboð Borgarnes Stjórn verkamannabústaða Borgarnesi óskar eftir tilboðum í byggingu tveggja íbúða í einnar hæðar parhúsi, byggðu úr steinsteypu. Verk nr. U.05.01. úr teikningasafni tæknideildar Húsnæðisstofnunar ríkisins. Brúttóflatarmál húss 195 m! Brúttórúmmál húss 673 m3 Húsið verður byggt við götuna Arnarklettur 12-14, Borgarnesi og skal skila fullfrágengnu sbr. útboðs- gögn. Afhending útboðsgagna er á skrifstofu Borgarnesbæjar, Borgarbraut 11,310 Borgarnesi og hjá tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins Laugavegi 77, 101 Reykjavíkfrá þriðjudeginum 8. des. 1987 gegn kr. 5.000.- skilatryggingu. Tilboð- um skal skila á sömu staði eigi síðar en þriðjudag- inn 5. jan. 1988 kl. 11.00 f.h. og verða þau þá opnuð að viðstöddum bjóðendum. F.h. stjórnar verkamannabústaða, Borgarnesi Tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins 1 lúsnæðisstofnun ríkisins VÖRUMERKI VANDLATRA NÆRFATNAÐUR NÁTTFATNAÐUR CALIDA Heildsölubirgðir: igurjótnson Ijf. Þórsgata 14 - sími 24477

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.