Tíminn - 05.12.1987, Blaðsíða 18
18 Tíminn
Laugardagur 5. desember 1987
BÆKUR
illlllllf
III
MINNING
Öndvegiskiljur AB:
Gróðurjarðar
Ægisgata
Sjóarinn sem
hafið hafnaði
Um þessar mundir er að hefja
göngu sína hjá Almenna
bókafélaginu nýr bókaflokkur sem
nefndur er Öndvegiskiljur AB.
Þrjár fyrstu kiljur flokksins
Ægisgata, Gróður jarðar og
Sjóarinn sem hafið hafnaði eiga
það allar sameiginlegt að hafa
selst í stórum upplögum í
harðspjaldaútgáfum.
Öndvegiskiljur AB eru einnig á
mjög hagstæðu verði.
Ægisgata eftir John Steinbech
er ein af bestu sögum hans. Hún
lýsir mannlífi í borg í Suður-
Kaliforníu — æskustöðvum
höfundar.
Gróður jarðar eftir Knut
Hamsun segir frá óskrifandi og litt
lesnum einyrkja, ísaki í Landbroti,
lurknum sem trúir á
gróðurmoldina, trúir á vinnuna,
einfeldnina og manndyggðina.
Sjóarinn sem hafið hafnaði
opnar lesandanum ógnvekjandi
sýn inn í hugarheim nokkurra
japanskra pilta á gelgjuskeiði.
Bókin var mjög umdeild er hún
kom í fyrsta sinn út hjá
Bókaklúbbi Almenna
bókafélagsins og seldist upp á
skömmum tíma.
Grautur
á jólum
Bókaútgáfan Forlagið hefur
sent frá sér bókina Jólagrauturinn
eftir sænska myndlistarmanninn
og rithöfundinn Sven Nordquist.
Bókin er ætluð yngstu kynslóðinni
og segir frá ævintýralegum
atburðum sem eitt sinn gerðust á
aðfangadagskvöld.
Á bóndabænum sinna
búálfarnir öllu því sem mannfólkið
kemur ekki í verk eða gleymir að
gera. En ef fólkið gleymir að fara
út með grautarskál handa
búálfunum á aðfangadagskvöld,
Minningarorð um hjónin
Dalbæ I Hrunamannahreppi:
Jóhann H. Pálsson
Fæddur 7. mars 1936 - Dáinn 28. nóvember 1987
Hróðný Sigurðardóttir
Fædd 17. maí 1942 - Dáin 28. nóvember 1987
þá boðar það óhamingju á
bænum í heilt ár. — Og þessi jól,
sem sagan segir frá, höfðu menn
næstum þvi gleymt grautnum.
Jólagrauturinn er 28 bls., prýdd
stórum htmyndum á hverri síðu.
Þorsteinn skáld frá Hamri þýddi
söguna. Bókin er prentuð í
Svíþjóð.
Rympa á
ruslahaugnum
eftir Herdísi Egilsdóttur
Komin er út hjá Iðunni ný
barnabók eftir Herdísi
Egilsdóttur: Rympa á
ruslahaugnum, skrifuð eftir
samnefndu leikriti sem sýnt var í
Þjóðleikhúsinu fyrr á þessu ári við
miklar vinsældir.
Herdís Egilsdóttir hefur samið
mikið af barnasögum og leikritum
og muna líklega flest íslensk börn
eftir til dæmis Siggu og skessunni
sem sést hefur í sjónvarpinu.
Rympa á ruslahaugnum er
saga full af lífi og fjöri,
nútímaævintýri, sem vekur
vissulegatilumhugsunar. Rympa
býr á ruslahaugnum með
tuskukarlinum sínum. Hér er
hennar konungsríki og þegar
Bogga og Skúli, tveir einmana
skólakrakkar, birtast þar komast
þau fljótt að því að Rympa er
aldeilis ekki eins og fólk er flest og
lætur sér fátt fyrir brjósti brenna.
Þarna er hf í tuskunum og
hugmyndafluginu engin
takmörk sett. En þegar gestunum
á ruslahaugnum fjölga fara að
gerast ótrúlegir hlutir.
Rympa er sprehlifandi persóna
sem á kannski heima nálægt
okkar öhum og fróðlegt er að
kynnast.
Brian Pilkington myndskreytti
bókina.
/ Ertþú \
búinn að fara í
Ijósa-
skoðunar
-ferð?
í dag verða til moldar borin frá
Hrepphólakirkju hjónin frá Dalbæ I
Hróðný Sigurðardóttir og Jóhann
Pálsson.
Síðastliðinn laugardag lentu þau í
hörmulegu bílslysi og létust bæði.
Þegar örlögin grípa þannig inní á svo
óvæginn hátt stöndum við sem eftir
erum agndofa og leitum skýringa
hver tilgangurinn sé, því öllu er
stjórnað af æðri mætti.
Hjónin sem við kveðjum eru köll-
uð fyrirvaralaust í burt frá börnum
og búi, ásamt fjöldamörgum öðrum
verkefnum sem að þeim streymdu,
enda óvenjulega starfsöm og mikils
virt af sínu samferðafólki.
Ekki er ætlun með þessum fáu
línum að rekja lífshlaup þeirra hjóna
náið, aðeins þakka þeim samstarfið
og votta fjölskyldu þeira dýpstu
samúð allra sveitunganna.
Samheldni þeirra hjóna ver ein-
stök enda báru störf þeirra því
glöggt vitni: í Dalbæ er eitthvert
glæsilegasta bú sveitarinnar og samt
var alltaf tími til að sinna félags-
málastörfum á einn eða annan hátt.
Það sinnir enginn félagsmálum til
lengdar ef ekki er um það eining í
fjölskyldunni. Hjá þeim Níní og Jóa
þróuðust málin þannig að Níní réðst
til ýmissa tímafrekra trúnaðarstarfa
en Jói sinnti meira búinu af sinni
alkunnu natni. Samtímis byggðu þau
upp gott fjölskyldulíf og eitthvert
glæsilegasta heimili sem hægt er að
hugsa sér.
Ekki verða hér talin öll þau störf
sem Níní tók að sér að vinna fyrir
sveitina, þó verður drepið á nokkur.
Um árabi! var hún gjaldkeri fyrir
Félagsheimili Hrunamanna og sinnti
hún því af einstakri kostgæfni, í
tengslum við það starf kom sívax-
andi ferðamannaþjónusta á Flúðum
mjög við sögu og tel ég á engan
hállað þó ég fullyrði og hún hafi átt
stærstan þátt í þeim uppgangi er átti
sér stað í þeirri grein undanfarin ár.
Níní hafði eldheita trú á Flúðum
sem ferðamannastað, og sparaði hún
í engu krafta né tíma til að stuðla að
frekari uppbyggingu og treysta
þannig atvinnumöguleika í sveitinni.
Níní sat í hreppsnefnd í 6 ár, allan
þann tfma sem varaoddviti. Við
samstarfsmenn hennar munum
glöggt hversu hollráð Níní var og
hve víðsýni hennar og greind gerðu
henni létt að takast á við alla mála-
flokka. Ekki voru minnst virði störf
Níníar á hreppsskrifstofunni en þar
vann hún sem aðstoðarmaður minn
öll þessi 6 ár. Get ég ekki hugsað
mér skemmtilegri né traustari sam-
starfsmann enda taldi ég skrifstof-
unni eins vel borgið í hennar umsjá
og minni. Við hreppsnefndarmenn
færum henni sérstakar þakkir fyrir
samstarfið.
Níní hafði mikið yndi af tónlist og
starfaði alla tíð mikið að þeim
málum, var í kirkjukór Hrepphóla-
sóknar og flestum ef ekki öllum
þeim kórum sem störfuðu hin síðari
ár í sveitinni .Þávarhúnalltaf boðin
og búin til að spila undir söngatriðum
á árshátíðum og félagasamkomum.
Síðast en ekki síst var hún organisti
í Hrunakirkju.
Okkur sveitungunum finnst stórt
skarð höggið við fráfall þessara
hjóna, sem unnu verk sín af hógværð
og lítillæti, spurðu ekki um lengd
vinnutíma, og töldu betra að sjá
áhugamál sín rætast heldur en fá
fáeinar kr. sem greiðslu.
Ég bið guð að blessa börnin ykkar,
barnabarn, foreldra, systkini og aðra
ættingja, megi hann vernda ykkur
og styrkja og veita þrek til að axla
þá byrði sem á ykkur er lögð.
Deyr fé,
deyja frændr,
deyr sjalfr et sama.
En orðstírr
deyr aldrigi,
hveim es sér góðan getr.
Úr Hávumálum.
Loftur Þorsteinsson.
Kveðja frá gömlum kaupamanni:
Það var vorið 1970 að ég kom á
Dalbæ í fyrsta skiptið. Hróðný eða
Níní, eins og hún var kölluð tók á
móti mér á þjóðveginum ásamt Arn-
fríði dóttur sinni á „Lettanum," sem
þau áttu svo lengi. Níní var frænka
mín og tók á móti mér 13 ára
stráklingnum eins og móðir. Þegar
heim á Dalbæ kom kynnti hún mig
fyrir Jóhanni bónda sínum, Sigurði
Inga og Páli sonum þeirra hjóna og
Ellu Mæju systur Hróðnýjar. Yngsta
barn þeirra, Margrét, var ekki fædd.
Jói og Níní og fjölskylda þeirra
áttu síðan eftir að verða mín önnur
fjölskylda næstu 5 surnur.
Níní var glaðleg, glæsileg og
óvenju greind kona. Eftir að hún
lauk Húsmæðraskólanum á Laugar-
vatni með afburða námsárangri, hóf
hún búskap með eiginmanni sínum
að Dalbæ I í Hrunamannahreppi.
Þór tókst þeim með fádæma dugnaði
að skapa sér og sínum paradís á
jörðu, í fallegri og búsældarlegri
sveit. Þau hjónin ráku býlið af svo
miklum myndarskap að unun var að
fylgjast með. Fyrir 10-15 árum reistu
þau stórt og fullkomið fjós, hlöðu og
votheysgryfju. Skömmu síðar
byggðu þau sér stórkostlegt einbýlis-
hús.
Níní starfaði mikið að félagsmál-
um. Hún var í kvenfélagi sveitarinn-
ar, var í hreppsnefnd, söng í kirkju-
kór og kór Árnessýslu. Hún var
óvenju fjölhæf kona og rak búið
með bónda sínum af mikilli reisn.
Alltaf gat Níní haft veisluborð sama
hversu skyndilega og marga gesti
bar að garði. Þá var oft glatt á
hjalla og mikið spjallað. Ég og
Guðbrandur bróðir minn töiuðum
oft um kökurnar hennar Níníar og
við hana er kennd uppáhaldstertan
okkar, Níníardraumur. Níní hugs-
aði alltaf um okkur kaupamennina
eins og sín eigin börn og vildi okkur
aðeins það besta.
Á Dalbæ lærði maður að vinna og
hafa ánægju af því. Jóhann H.
Pálsson var einstakur maður. Hann
var rúmlega meðalmaður að hæð,
ljósbirkinn og heljarmenni að
burðum. Ég man hvað við kaupa-
mennirnir litum upp til hans vegna
þess hve skapgóður og hve sterkur
hann var. Hann smitaði frá sér
vinnugleðinni, vildi ganga vasklega
til verks og oft var vinnudagurinn
langur. Ég minnist vornóttanna. Þá
var eins og Jói þyrfti aldrei að sofa.
Hann vakti yfir ánum og var svo
byrjaður að mjólka kl. 8 á morgn-
ana, oft svefnlaus eða svo til. Ég
minnist fagurra sumamóttanna inn
með Fjalli eða niðri í Gili við að
bera á túnin og klukkan orðin 2 eftir
miðnættið og hann sendi mig heim á
Dalbæ í bólið en hélt svo áfram að
vinna sjálfur og vakti mann svo upp
með bros á vör að morgni. Þrek hans
var ótrúlegt og það var ekki allt, því
hann hafði þá bestu sál sem ég hef á
ævi minni kynnst. Sem dæmi um
mannkosti Jóhanns þá minnist ég
eins atburðar. Það hafði verið dögg
á grasinu og ég var á stórri dráttarvél
sem jarðræktarfélag Hrunamanna
átti og var Jóhann að tengja drifskaft
dráttarvélarinnar við heyblásara er
skyndilega kúplingspedallinn rann
undan votum strigaskósóla mínum
og þetta ferlíki sem var í bakkgír,
hentist aftur á bak og skall í blásar-
ann. Ef Jóhanni hefði ekki tekist að
kippa höndunum að sér hefði hans
framtíð sem bónda verið lokið. Auð-
vitað bjóst ég við að hann yrði reiður
þarna - annað væri ómannlegt. En
þegar ég leit á hann skein aðeins
alvara og eins og hryggð úr augum
hans. Það kom smá þögn, síðan
klappaði hann mér á öxlina og sagði
sem svo að það væri aldrei of varlega
farið. Þannig var Jói, alltaf rólegur
hvað sem á dundi. Annað dæmi sem
eldri kaupamann, Pétur Hjaltesteð,
Guðmundur Ösvaldsson og Gísli
Antonsson sögðu mér: Þeir voru
einhverju sinni að henda mjaltastól
hvor annan þegar einn stóllinn skall
í höfðinu á Jóa sem bara brosti og
hélt áfram að mjólka. Aldrei skamm-
aði hann okkur kaupamennina,
þrátt fyrir ýmis strákapör og hrekki
svona eins og gengur og gerist hjá
ungum lífsglöðum unglingum. Við
dáðumst af visku hans, kröftum og
stóískri ró sem alltaf var yfir honum,
hvað sem á dundi.
Ég minnist kvöldmjaltanna, þegar
Jói kveikti sér í pípu og enn get ég
fundið hvernig pípulyktin blandaðist
fjósalyktinni og það færðist værð yfir
mann eftir langan en gefandi vinnu-
dag. Þá vorum við að vinna okkur
niður og notuðum tímann til að ræða
landsins gagn og nauðsynjar. Jói
fylgdist vel með stjórnmálum og
fréttum og oft notuðum við mjalta-
tímann til heimspekilegra hugleið-
inga eða skipulögðum framtíðina.
Ég minnist 17. júní íFélagsheimili
Hrunamanna og Jói svitnaði í jakka-
fötunum sem hann var í til hátíðar-
brigða. Þau áttu ekki við hann.
Skömmu síðar þegar heim kom og
hann var kominn í gallabuxurnar og
vinnuskyrtuna, þó napurt væri, byrj-
uðum við að bera á tún í fallegri
kvöldsól. Þá færðist bros og gleði
yfir Jóa. Hann naut þess að vinna og
vera bóndi.
Ég minnist rigningardaganna sem
Jói nýtti gjarnan inni í geymslu við
viðgerðir á heyvinnuvélum eða að
dytta að einu og öðru. Ég man eftir
öllum skrúfunum og boltunum og
smurolíubornum höndum hans sem
allt lék svo í. Ef varahlutir voru ekki
til, voru þeir bara smíðaðir.
Jói var bóndi af Guðs náð. Hann
unni dýrunum. Hann ræktaði land
sitt af kostgæfni. Hann var harðdug-
legur til allra verka og gat allt. Ekki
síst var hann góður faðir barna sinna
og eiginmaður konu sinnar. Hann
var fullkominn fyrirmynd. Ég sagði
stundum við kunningja mína og
skyldmenni að Jói væri besti maður
sem ég hef á ævi minni kynnst. Ég
hafði meira að segja haft það að orði
einu sinni við hann sjálfan að ég
skyldi skrifa minningargrein um
hann. En mikið vildi ég að til þess
hefði aldrei þurft að koma.
Ég fékk notið Jóa og Níníar í
fimm sumur. Þessi tími var mér,
unglingnum á viðkvæmum þroska-
aldri, ómetanlegur og mikilvægur
tími og hann er einn sá besti sem ég
hef upplifað. Þökk sé þeim.
Örlög sín veit enginn fyrir. Kallið
getur komið fyrirvaralaust. Það kom
alltof snemma fyrir Jóa og Níní. Þau
voru tekin frá okkur þegar þau stóðu
á hátindi lífs síns. Búin að byggja
upp paradís á jörðu að Dalbæ í
Hrunamannahreppi og ala upp fjög-
ur mannkosta börn. Söknuðurinn og
sorgin er ólýsandi og allra mest er
hún fyrir nánustu ættingja, börnin
þeirra, Margréti 12 ára, Pál 18 ára,
Arnfríði 23 ára og Sigurð Inga 25
ára. Guð styrki þau og aðra aðstand-
endur í þeirra miklu sorg. En það er
harmi huggun gegn að Jói og Níní
voru hamingjusöm hjón sem áttu
yndisleg ár saman með bömum
sínum, skyldmennum og vinum. Og
við hin sem eftir lifum skulum taka
þau til fyrirmyndar. Falleg minning
þeirra mun lifa um ókomna framtíð.
Þorkell Sigurðsson
Svo merkingarsmá verða orð, þessa
óvægnu stund.
og ekkert sem stoðar þó hugur til vegar
segi.
Því sárar miklu og innar svíður sú und
í ómælisdjúpi hjartans á kveðjudegi.
Og samt er það þannig, er sjáum við