Tíminn - 05.12.1987, Blaðsíða 19
Tíminn 19
Laugardagur 5. desember 1987
hrynja þá borg,
og svarlaus þögnin vonir og drauma
hylur
þá skilst að aðeins hin ógnandi
djúpa sorg,
svo albjarta minningu lífinu eftir
skilur.
Þegar okkur var færð sú sorgar-
fregn að Níní og Jói væru horfin, var
eins og allt yrði hljótt, allt svo
tilgangslaust og einskisvert. En við
þessari stóru spurningu fáum við
aldrei svar. Af hverju er tíminn
kominn einmitt núna, en ekki
seinna, svo óskiljanlega ótímabær.
Við eigum bjartar og ljúfar
minningar um samveru okkarsíðast-
liðin 25 ár. Alltaf þegar hópurinn
hittist lifðum við í okkar heimi, glöð
og áhyggjulaus og þar bar aldrei
skugga á. Það voru eins og óskráð
lög að þegar eitthvað var um að vera
þá héldum við hópinn, þar þurfti
engin orð um. Kæru vinir, ykkar sæti
verða aldrei fyllt. Við eigum
minningar um góða vini og félaga
sem við munum geyma sem dýrmæt-
an fjársjóð. Þó að leiðir skilji um
sinn þá erum við þess fullviss að
þegar okkar tími kemur þá takið þið
á móti okkur, glöð og hress að
vanda, og með þeirri hlýju og ljúfa
viðmóti sem ykkur einum var lagið
og þá tökum við upp þráðinn þar
sem frá var horfið. En nú verður
okkur að nægja að fylgja ykkur í
huganum frá björtum æfidegi til
annars bjartari og biðjum þess að
góður Guð styðji og styrki börnin
ykkar, foreldra og aðra vandamenn.
Friður Guðs fylgi ykkur.
Solla og Geirí
Inga og Binni
Gunna og Gúndi
Sigga og Guggi.
Það var erfitt að vera í fjarlægu
landi þegar harmafregnin barst. Níní
systir og Jói mágur voru látin.
í blóma lífsins, án nokkurs fyrir-
vara eru þau hrifin á brott úr þessum
heimi. Eftir stöndum við ættingjar
og vinir, skiljum ekki tilganginn og
spyrjum, hversvegna? Hversvegna
fengum við ekki að njóta lengur
samvista við ykkur. Var ykkur ætlað
annað og meira hlutverk annarsstað-
ar? Við getum spurt, en við fáum
engin svör.
Á þessari stundu koma fram í
hugann perlur minninganna úr lífs-
hlaupi Níníar og Jóa. Margs er að
minnast frá liðnum árum, sem ekki
verður upp talið í þessum fátæklegu
orðum. Við áttum svo margar
ánægjustundir með ykkur og
krökkunum, sem gott er að geta
minnst nú. Alltaf var jafn gaman að
koma í Dalbæ og alltaf jafn vel á
móti manni tekið. Stelpurnar okkar
hafa verið þeirrar gæfu aðnjótandi
að fá að dvelja í sveitinni hjá Níní
og Jóa bæði oft og lengi og munu búa
að því alla tíð. Fyrir það verðum við
ævarandi þakklát.
Níní og Jóa var báðum gefinn
gífurlegur dugnaður og óeigingirni
ásamt heiðarleika og reisn. Hinsta
ferðin ykkar í hreppinn var táknræn
fyrir lífshlaup ykkar. Eftir þungbúna
daga breyttist veðrið þegar kistur
ykkar komu í hlaðið.
Sveitin skartaði sínu fegursta,
veður var stillt og sól um hérað. Það
var táknrænt fyrir það, að í lifanda
lífi báruð þið með ykkur birtu og yl
hvar sem þið fóruð. Sveitin skartaði
sínu fegursta á þessari stundu fyrir
kær börn sín, sem alltaf hafa auðgað
umhverfi sitt, hlúð að ungum sem
öldnum, dýrum og gróðri og unnið
mikið og óeigingjarnt starf til að
bæta og fegra mannlífið í þessari
fögru sveit.
Að veður var stillt var táknrænt
fyrir það hvernig störfin voru unnin.
Það er erfitt að sjá á bak svo
góðum vinum sem Níní systir og Jói
mágur voru okkur.
Við biðjum góðan Guð að styrkja
börnin ykkar, tengdadóttur, litlu
Nönu Rún og mömmu og pabba í
þessari miklu sorg.
Inga og Henry.
Síminn hringir og hræðilegar frétt-
ir berast. Það hefur orðið slys og í
þetta sinn snertir fréttin okkur.
Elsku stóra systir og mágur eru tekin
frá okkur svo snögglega og í blóma
lífsins.
Margar minningar sækja á
hugann. Svo langt sem ég man aftur
var það mér keppikefli að komast
upp í sveit til Níníar og Jóa. Eftir að
ég byrjaði í skóla, var komið með
fyrstu ferð á vorin og farið með
síðustu ferð á haustin. Því hér í
Dalbæ var gott að vera við leik og
störf undir handleiðslu þeirra Jóa og
Níníar.
Eftir að maður varð fullorðinn,
breyttust hagir manns en alltaf var
jafn gott að koma í Dalbæ og jafn
vel á móti manni tekið. Bara lítið
dæmi, sem situr í huga mér nú.
Þegar ég kom hér og dvaldi sumar-
langt með son minn eins og hálfs árs
með mér. Níní og Jói gengu úr rúmi
fyrir okkur, því ekki var hægt að láta
litla barnið vera niðri í kjallara.
Elsku Jói, sem hændi öll börn að
sér. Sonur minn fer mikils á mis að
fá ekki að kynnast ykkur betur, og
Nanna litla Rún, sem fékk að hafa
ömmu og afa svo alltof stutt.
Elsku Ingi, Arnfríðu'r, Páll og
Margrét, það eru ekki til orð. Og
elsku mamma og pabbi þið hafið
mikið misst.
Guð styrki ykkur öll og styðji á
þessari sorgarstund.
Systir og fjölskylda.
Laugardagurinn 28. nóvember
rann upp. Það gekk á með hryðjum
en í huganum hafði nálægð jólanna
gert vart við sig.
En fljótt skipast veður í lofti.
Síðdegis þennan dag barst sú fregn
heim í sveitina að Jóhann og Níní
hefðu látist í bílslysi á leið til
Reykjavíkur.
Þegar við hjónin fluttum í sveitina
fyrir fimmtán árum tókum við eftir
þessum myndarlegu hjónum. Gegn-
um skólagöngu barna þeirra og fé-
lagslíf sveitarinnar kynntumst við
þeim fljótlega. Orðrómurinn um
dugnað þeirra heima við búið og í
þágu sveitarinnar var ekkert oflof.
Það er vandfundið fólk eins og þau
sem alltaf höfðu nægan tíma þrátt
fyrir óhemju vinnu.
Fyrir rúmum fimm árum hófst
samstarf okkar Níníar en þá varð ég
hótelstjóri á Flúðum. Flún var í
húsnefnd Félagsheimilis Hruna-
manna og í hótelstjórn. Mikil sam-
vinna var með okkur og alltaf var
hægt að sækja ráð og styrk til hennar.
Þegar ég hætti sem hótelstjóri varð
ég meðstjórnandi hennar í húsnefnd
Félagsheimilisins. Við hófum þar
störf tvö ný um sama leyti. Með
ákveðni og öryggi leiddi hún okkur
til starfa og hvað mig snerti þá hafði
ég ekki áhyggjur af rekstrinum, því
ég vissi að hún fylgdist vel með og
minnti okkur á ef eitthvað var að
falla í gleymsku.
Ég veit að í hreppsnefndinni og
annars staðar vann hún af mikilli
samviskusemi.
Ég hef rétt drepið á samstarf
okkar Níníar, dugnað hennar og
atorku. En hennar verk var ekki
hægt að vinna nema með aðstoð
góðs maka.
Þau hjónin voru samhent við að
byggja upp myndarlegt bú og mikið
hefur mætt á Jóhanni vegna margvís-
legra starfa eiginkonunnar. Mér eru
minnisstæð þau skipti þegar makar
okkar húsnefndarfólks komu saman
með okkur til starfa. Jóhann alltaf
áhugasamur og einstaklega léttur og
skemmtilegur.
Við í Félagsheimili Hrunamanna
minnumst þeirra hjóna með virðingu
og þakklæti.
Élsku börn, Sigurður Ingi og fjöl-
skylda, Arnfríður, Páll og Margrét,
við Bjarni vitum frá samverustund-
um okkar að þið hafið erft þann
dugnað og þor sem einkenndu for-
eldra ykkar og fengið þann undir-
búning í vegarnestið sem mun veita
ykkur styrk til þess að standast það
sem í ykkur er lagt.
Við biðjum algóðan guð að vera
með ykkur og fjölskyldunni allri.
Rut Guðmundsdóttir.
Ég var staddur á F.R.Í. þingi sem
haldið var á Akureyri þennan af-
drifaríka laugardag. Þingstörf voru
nýlega hafin. Ég var glaður í huga
yfir að fá að starfa með þessu fólki
sem þarna var samankomið. Þarna
var margt af okkar besta íþróttafólki
og forystumönnum frjálsra íþrótta í
landinu. En gleðin stóð ekki lengi.
Ég var kallaður í símann. Það sótti
að mér nokkur kvíði. Skyldi nú
eitthvað hafa komið fyrir? Konan
mín var í símanum og flutti mér
þessa skelfilegu sorgarfregn. Níní
og Jói fórust í bílslysi við Þrengsla-
vegamótin eftir hádegi. Það er erfitt
að átta sig á slíkum atburðum. Ótal
spurningar koma fram í hugann. Er
einhver tilgangur með þessu? Og
hversvegna þau? En það kemur
ekkert svar, en í staðinn nístist
ískaldur veruleikinn inn í hugskotið
og minningarnar um þessi yndislegu
hjón streyma fram.
Jói var fæddur í Dalbæ 7.3. 1936
yngstur fjögurra systkina. Við ól-
umst upp saman í einum hóp í
Miðfellshverfinu tíu strákar og ein
stelpa öll á svipuðum aldri. Þá var
oft glatt á hjalla og margt brallað
saman. Snemma beindist hugur
þessa hóps að íþróttaiðkunum og
sundi. Þær voru margar stundirnar
sem við áttum saman á vellinum eða
í sundlauginni í keppni og leik. Jói
var lengi okkar besti baksundsmað-
ur, og ég sé enn fyrir mér hans
sterklegu sundtök þegar mikið lá
við.
En unglingsárin liðu fljótt og
alvara lífsins tók við. Ég fór að vinna
í sláturhúsinu á Selfossi á haustin og
Jói kom svo þangað líka nokkru
seinna. Þama unnum við saman á
hverju hausti í tvo áratugi. Þá mynd-
aðist með okkur sönn vinátta sem
hélst æ síðan. Á þessum árum kynnt-
ist Jói verðandi eiginkonu sinni
Hróðnýju Sigurðardóttur frá Sel-
fossi. Hún var fædd 17.5. 1942 elst
fimm systkina. Þau gengu í hjóna-
band 26.8. 1962 og hófu búskap að
Dalbæ, fyrst í félagi með foreldrum
Jóa en tóku síðan við búinu við
fráfall Páls. Það kom fljótt í Ijós að
Jói hafði eignast konu sem var
óvenju miklum mannkostum gædd,
enda var hún fljótlega kjörin til
margvíslegra trúnaðarstarfa í sveit-
inni. Ég ætla ekki að telja upp öll
þau fjölmörgu trúnaðarstörf sem
henni voru falin og hún skilaði af
einstakri trúmennsku og ósérhlífni.
Mér er það fullljóst að það verður
erfitt að fylla í þau skörð sem
myndast hafa við fráfall hennar.
Jói gerðist fljótt athafnasamur og
dugandi bóndi. Hann ræktaði jörðina
og jók við búið og þar kom að allar
byggingar voru að springa utan af
bústofninum. Við ræddum oft um
það hvemig best væri að haga upp-
byggingu á húsakosti. Ég var svo
lánsamur að hann réði mig til þessa
verks, þetta var mitt óska verkefni,
og þama var ég svo að mestu næstu
fimm árin. Það var ekki látið staðar
numið fyrr en búið var að byggja
upp öll peningshús og að síðustu
endað á glæsilegu íbúðarhúsi. Ég
held að ég halli ekki á neinn þó ég
segi að þessi ár mín hjá Dalbæjar-
hjónunum hafi verið mín allra bestu
á mínum tuttugu og fimm ára smíða-
ferli, og var ég þó mörgu góðu
vanur. Aldrei var orði á mig hallað
þó eitthvað gengi á afturlöppunum
hjá mér. Þær voru líka margar góðar
stundirnar í matar- og kaffitímum.
Og oft skrapp ég fram að Dalbæ eftir
að þessu lauk til að spjalla við þau
hjónin en tíminn leið þá bara alltof
fljótt, það var svo notalegt að vera í
návist þeirra. Ég vona að þau sterku
vináttubönd sem ég tengdist þessum
hjónum og þeirra heimili þurfi ekki
að rofna þó að þeirra njóti ekki
lengur við.
En það var ekki aðeins að þau
væm að bæta bústofninn á þessum
uppbyggingarárum heldur voru þau
líka aðstækka fjölskylduna. Margrét
litla fæddist þann 5.10. 1975 en fyrir
áttu þau þrjú börn. Pál f. 18.1. 1969,
Arnfríði f. 4.1. 1964 og Sigurð Inga
f. 20.4. 1962. ÖIl eru þau svo heppin
að hafa tekið í arf hina góðu kosti
sem prýddu foreldra þeirra. Elsku
krakkarnir mínir, það eru þungbær-
ar stundir sem þið eigið núna en ég
veit að þær góðu minningar sem þið
eigið um hina ástkæru foreldra ykkar
munu hjálpa ykkur yfir þann erfiða
hjalla sem þið eigið framundan og
það eru líka margir sem vilja deila
sorginni með ykkur og gera hana
léttbærari. Guð blessi ykkur og
styrki og ykkar góðu aðstandendur.
Nú eiga margir um sárt að binda.
Á snöggu augabragði breyttist allt. í
svo litlu samfélagi er stórt skarð
höggvið þegar slíkt mannkostafólk
er hrifið burt á miðjum starfsdegi.
Stundum er sagt, enginn veit hvað
átt hefur fyrr en misst hefur en það
á ekki við hér því við vissum hvað
við áttum og þessvegna verður
söknuðurinn ennþá sárari. Níní og
Jói: Við hjónin erum þakklát fyrir
árin sem þið voruð hér á meðal
okkar og alla þá vináttu sem þið
sýnduð okkur. Ég vona að Miðfelis-
hverfingar og allir Hrunamenn geti
tekið undir þessi fátæklegu kveðju-
orð. Blessuð sé minning ykkar.
Kalli
íslendingar eru fámenn þjóð og
hver einstaklingur er því svo mikils
virði í okkar fámenna samfélagi.
Þegar hörmuleg slys verða, erum við
nánast eins og ein fjölskylda. Þetta
snertir okkur öll meira eða minna.
Það voru hörmuleg tíðindi sem
bárust laugardaginn 28. nóv. sl.
Hjónin í Dalbæ í Hrunamanna-
hreppi, þau Hróðný Sigurðardóttir
og Jóhann H. Pálsson, höfðu farist í
bílslysi þá um daginn. Vinir og
vandamenn eru harmi slegnir og
sem lamaðir. Svo snöggt og óvænt
gerist þetta. Okkar litla samfélag
hér í Hrunamannahreppi er í sárum.
„Merkið stendur þó maðurinn falli,“
segir á öðrum stað og þau Hróðný
og Jóhann höfðu svo sannarlega
borið merkið hátt, svo þess mun
lengi sjá stað hér í þeirra heima-
byggð.
Hróðný fæddist þann 17. maí árið
1942. Foreldrar hennar eru hjónin
Sigurður Ingi Sigurðsson og Arnfríð-
ur Jónsdóttir á Selfossi. Jóhann
Halldór fæddist þann 7. mars árið
1836, sonur hjónanna Páls Guð-
mundssonar og Margrétar Guð-
mundsdóttur, sem lengi bjuggu í
Dalbæ. Þau Hróðný og Jóhann
gengu í hjónaband árið 1962 og hófu
búskap í Dalbæ I. Það mun mála
sannast, að mikið jafnræði hafi verið
með þeim hjónum hvað snertir
greind, dugnað og myndarskap
allan. Búskapurinn var með einstök-
um myndarbrag. Um það bera bygg-
ingar, ræktun og gripir gleggstan
vott.
Þau hjónin eignuðust fjögur börn.
Elstur er Sigurður Ingi, 25 ára.
Hann stundar dýralæknanám í Dan-
mörku og er kvæntur Önnu K.
Ásmundsdóttur. Þau eiga eitt barn.
Næstelst er Arnfríður, 23 ára skrif-
stofust. þá Páll, 18 ára í Mennta-
skólanum á Laugarvatni og yngst er
Margrét, 12 ára. Þessi systkini öll
hafa verið nemendur mínir í Flúða-
skóla og betri nemenda getur enginn
kennari óskað sér.
Hróðný í Dalbæ kom víða við
sögu í félagsmálum. Hún var fyrsta
konan, sem kjörin var í hreppsnefnd
hér í sveit. Það var árið 1982 og var
hún varaoddviti Hrunamanna-
hrepps. Fyrir Félagsheimili Hruna-
manna vann hún mikið og gott starf,
sem gjaldkeri mörg undanfarin ár.
Hótelrekstur á Flúðum hefur verið á
vegum Félagsheimilisins svo að starf
gjaldkera var mikið og vandasamt.
Fyrir hennar orð og hvatningu gerð-
ist ég hótelstjóri á Flúðum s.l. þrjú
sumur. Mér er ljúft og skylt að votta
það, sem engum kemur á óvart sem
til þekkir að allt sem hún sagði stóð
sem stafur á bók og öll hennar störf
einkenndust af heiðarleika, sam-
viskusemi og dugnaði.
Hið sama má segja um Jóhann í
Dalbæ. Hann var einstakur myndar-
og dugnaðarmaður og nutu þau hjón
að vonum mikilla vinsælda.
Ég og fjölskylda mín sendum
1 börnum þeirra og öðrum aðstand-
endum innilegar samúðarkveðjur.
Jóhannes Sigmundsson.
Það kom eins og reiðarslag. Níní
og Jói horfin á braut. Er þetta vilji
skaparans? Við verðum að trúa að
svo sé þótt erfitt sé að skilja það.
Þeir sem guðirnir elska deyja
ungir. Þetta gamla spakmæli kemur
upp í hugann, því þau voru svo ung,
eða svo fannst okkur sem eldri
erum, en árin líða svo fljótt.
Það eru rétt 25 ár síðan þau
Hróðný og Jóhann settu sanian
heimili sitt og hófu búskap í Dalbæ.
Þau höfðu bæði alist upp á einstök-
um myndarheimilum. Jóhann hjá
foreldrum sínum, Margréti Guð-
mundsdóttur og Páli Guðmundssyni
í Dalbæ, og Hróðný hjá sínum
foreldrum, Arnfríði Jónsdóttur og
Sigurði Inga Sigurðssyni á Selfossi.
Fljótt kom í Ijós hversu samhent
þau voru í að gera allt smekklegt og
aðlaðandi í kringum sig, þó í smáum
stíl væri byrjað.
Og nú að 25 árum liðnum er þau
höfðu lokið við að byggja allt upp af
stórhug og reisn, er allt í einu sem
ský dragi fyrir sólu og þau eru svo
skyndilega hrifin brott, að við sem
eftir erum stöndum agndofa og
spyrjum, hvernig getur slíkt gerst.
Þau sem voru svo full af lífsgleði og
starfsorku og áttu svo mörg verkefni
óleyst, eða svo finnst okkursem eftir
stöndum, en við sjáum svoskammt.
Það er mikil vinna og mörg hand-
tök í að koma upp öðru eins búi og
hjá Jóhanni í Dalbæ, sem lét sér
aldrei nægja neitt minna en að hafa
alla hluti og allan búpening í því lagi
að sómi var að og eftir var tekið.
Og auk húsmóðurstarfa á stóru
heimili varð Hróðný svo eftirsótt til
félagsmála ýmissa og til forystustarfa
í slíkum málum, að þar varð hún
algjör frumkvöðull kvenna í þessari
sveit. Auk þess var hún góðum
tónlistargáfum gædd, og voru hér
miklar vonir bundnar við hana á því
sviði.
Eitt af hennar síðustu verkum í
þeim efnum var að æfa kirkjukórana
í sveitinni fyrir kirkjukóramót nú
fyrir stuttu síðan.
Á æfingu er sunginn var sálmur-
inn, „Lýs milda ljós“ stóð hún upp
frá hjóðfærinu og sagði: „Ó hvað
' þetta er fallegt."
Þessi eina setning lýsti vel þeirri
mildi og hlýju er einkenndi Hróð-
nýju og heimili þeirra hjóna.
Það er stór vinahópurinn sem nú
drúpir höfði í sorg og söknuði, en
sárastur er þó söknuðurinn hjá börn-
unum þeirra fjórum, tengdadóttur,
sonardóttur, foreldrum, systkinum
og öðrum ástvinum.
En í söknuði okkar er þó ríkast
þakklæti fyrir að hafa notið samvista
við þau í leik og starfi og þau hafa
vissulega auðgað líf okkar, sem
fengum að hafa þau sem nágranna
um áratugi.
Það er trú okkar að Níní og Jól
hafi fundið og gengið inn um „and-
ans fögru dyr“, eins og segir í
sálminum fagra, og þeirra bíði jafn-
vel enn þá meiri og stærri verkefni
en þau höfðu hér á jörð.
Það er einnig trú okkar, að þau
verði með sínum nánustu í andanum
og umvefji þá í ljósi kærleikans í
þessari sorg og á ókomnum gleði-
stundum.
Minnumst orða frelsarans: „Ég
lifi og þér munuð lifa.“
f trausti þess horfum við fram á
veginn í fullvissu um endurfundi í
ríki Ijóssins.
Við erum öll í hendi Guðs, og því
biðjum við hann að vernda og blessa
ykkur öll í fjölskyldunni í Dalbæ.
Hjartanlegar samúðarkveðjur.
Dísa og Skúli.