Tíminn - 05.12.1987, Blaðsíða 20

Tíminn - 05.12.1987, Blaðsíða 20
20 Tíminn Laugardagur 5. desember 1987 MÍR sýnir „RaH“ Á morgun, sunnud. 6. des. kl. 16:00 verður sovéska kvikmyndin „RalT1 sýnd í bíósal MtR að Vatnsstíg 10. Myndin er gerð í Riga í Lettlandi fyrir nokkrum árum undir stjórn Aloiz Brentsj og fjallar um smyglmál sem tveir sovéskir þátttak- endur í aksturskeppni milli Moskvu og Berlínar um Varsjá flækjast í af tilviljun. Sunnud. 13. des. kl. 16:00 verður „Síberíuhraðlestin" sýnd í bíósal MlR og er það síðasta kvikmyndasýningin fyrir jól. Aðgangur er ókeypis, sömuleiðis að listmuna- og bókasýningum sem eru uppi nú í M(R. Jólakaffi Hringsins Hið árlega jólakaffi Kvenfélagsins Hringsins verður haldið í veitingahúsinu Broadway á morgun, sunnud. 6. des. kl. 14:00. Á dagskrá verður m.a. tískusýmng á barnafötum frá versluninni Krakkar. Skyndihappdrætti er á staðnum með mjög góðum vinningum. Einnig verða seldir basarmunir og jólakort. Allur ágóði af fjáröflunum Hringsins rennur til líknarmála. Á þessu ári hefur félagið - auk þess að styðja deildir Barnaspítalans - gefið eina milljón til sumardvalarheimilis fyrir börn sem rekið er á vegum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal. Guðsþjónusta verður kl. 11:00 í Laug- arneskirkju á morgun, en um kvöldið kl. 20:30 verður aðventuhátíð með fjöl- breyttri dagskrá. Ræðumaður verður dr. Björn Björnsson prófessor. Unglingar úr Æskulýðsstarfi Laugarneskirkju sýna helgilcik undir stjórn Jónu H. Bolladótt- ur. Kirkjukórinn flytur tvö verk. Ann Toril Lindstad leikur á orgel kirkjunnar. Einnig verður einleikur á fiðlu og almenn- ur safnaðarsöngur. Sóknarpresturinn flyt- urlokaorð. Eftir samkomuna verður boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur í Safnaðar- heimili kirkjunna rí umsjá Kvenfélags Laugarnessóknar. Félag eldri borgara á sunnudag Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, kl. 14:00 á sunnudag. Frjáls spilamennska. Kl. 17:00 Drangeyjarkórinn syngur. Myndasýning. Kl. 20:00 dansað til kl. 23:30. Kópavogsland að vetri - Skoðunarferð og heimsókn á sýningu Náttúruverndarfélag Suðvesturlands fer á morgun, sunnud. 6. des., í náttúru- skoðunar- og söguferð um Kópavogsland í langferðabíl. Farið verður af stað frá Náttúrufræði- stofu Kópavogs, Digranesvegi 12 kl. 13:30 (hægt að fara í bílinn við Norræna húsið kl. 13:00ogvið Náttúrugripasafnið, Hverfisgötu 116 kl. 13:10). Komið verður til baka að Náttúrufræði- stofunni kl. 16:00. Par verður þátttakend- um boðið að skoða sýninguna „Lífríki fjörunnar í Kársnesi í Kópavogi". (Kom- ið til Reykjavíkur um kl. 17:00. Leiðsögumenn verða Árni Hjartarson jarðfræðingur, Árni Waag líffræðikenn- ari og forstöðumaður Náttúrufræði- stofunnar og Björn Þorsteinsson sagn- fræðingur og bæjarritari. Húnvetningafélagið í Reykjavík Félagsvist laugardaginn 5. desember kl. 14:00 í félagsheimilinu Skeifunni 17. Síðasti spilafundur fyrir jól. Parakeppni. Verðlaun og veitingar. Allir velkomnir. ur. Myndlistarsýninr í útvarpshúsinu Nú stendur yfir myncUistarsýning í Útvarpshúsinu að Efstaleiti 1 í Rcykj- avík. Guðrún Kristjánsdóttir myndlistar- maður sýnir þar olíumálverk og „col- lage“-myndir, alls 33 verk. Guðrún er 37 ára Reykvíkingur. Hún var við nám við Myndlistaskóla Reykjavíkur og listaskóla í Aix-en-Pro- vence í Frakklandi um nokkurra ára skeið. Hún hcíur tekið þátt í fjölda samsýn- inga, og fyrir ári hélt hún sína fyrstu einkasýningu að Kjarvalsstöðum. Þá sýndi hún í Slúnkaríki á ísafirði í janúar á þessu ári. Petta er önnur málverkasýningin, sem haldin hefur verið í nýja Útvarpshúsinu. Haukur Dór reið á vaðiðsl. sumar ogstóð sýning hans fram í nóvember. Sýning Guðrúnar er sölusýning og mun hún standa fram á vor og eru menn velkomnir. Opnunartími er alla daga kl. 09:00- 18:00. Jóladagatal SUF 1987 Þeir félagar sem fengiö hafa jóladagatal SUF 1987 eru hvattir til aö qera skil hið fyrsta. Urdráttur er þegar hafinn, eftirtalin númer hafa komiö upp: 1. des. nr. 2638 5. des. nr. 4676 2. des. nr. 913 3. des. nr. 1781 4. des. nr. 1670 Allar frekari upplýsingar eru veittar í síma 24480. Stjórn SUF Sunnudagsferð F.í. Kl. 13:00 Kjalarnesfjörur. Ekið verður að Sjávarhólum og gengið þaðan um Hofsvík út á Kjalarnes. Létt gönguferð fyrir alla fjölskylduna. Farmiðar við bíl (kr. 500). Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Áramótaferð F.f.: Vegna gífurlegrar að- sóknar í áramótaferð F.I. er afar áríðandi að þeir sem hafa pantað far sæki farmiða fyrir 15. des. n.k. Eftir þann tíma verða ósóttir miðar seldir öðrum. Ferðafélagið notar allt gistirýnii í sæl- uhúsi F.I. í Landmannalaugum frá 30. des. til 2. jan. og einnig í Skagfjörðsskála í Þórsmörk. Ferðafélag fslands. Jólabasar Sjálfsbjargar ’87 - laugardag og sunnudag Jólabasar Sjálfsbjargar, félags fatlaðra í Reykjavík og nágrenni, verður haldinn laugardaginn 5. og sunnudaginn 6. des- ember í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12, 1. hæðoghefstsala kl. 14.00 báðadagana. Á basarnum verður úrval varnigns á hagkvæmu verði, t.d. nútímalegar jóla- skreytingar og aðventukransar, þurr- skreytingar og margs konar aðrar jólavör- ur, hannyrðir, prjónafatnaður, púðar, svuntur, kökur og ótal margt fleira. Að venju verður happdrætti með góð- um vinningum, lukkupakkar og kaffihlað- borð. Hvít er borg og bær Jólaplata Ingibjargar Þorbergs Ingibjörg Þorbergs hefur um langan tíma verið einn vinsælasti tónlistar- og textahöfundur hér á landi. Jólahald hefur oft orðið henni yrkisefni í ljóðum og lögum. Nú er nýkomin út hljómplata með helsta jóla- og nýársefni Ingibjargar. kver með textum og nótum laganna fylgir með hverri plötu. Sinfóníuhljómsveit Islands sér um undirleik, og einnig Jón Kjell, Stefán S. Stefánsson og Pétur Grétarsson. Söngvar- ar eru: Egill Ólafsson, Megas, Kristinn Sigmundsson, Halla Margrét, Ragnhildur Gísladóttir. Björk Guðmundsdóttir, Ingibjörg sjálf og svo Hólmfríður Karls- dóttir. Kórinn Hljómeyki syngur auk ofangreindra og Barnakór Kársnesskóla sér um bakraddir. Hljóðaklettur gefur út plötuna, en Bros h/f sér um drcifinguna. Fjölskylduskemmtun í Breiðholtsskóla Foreldrafélag Breiðholtsskóla efnir til skemmtunar fyrir fjölskyldur skólans sunnud. 6. des. kl. 15:30-17:30 í Breið- holtsskóla. Þar verður m.a. bókakynning. Andrés Indriðason les úr bókinni Stjörnustælar og Guðrún Helgadóttir úr Sænginni yfir minni. Jólalög verða sungin og Gísli Jónasson sóknarprestur flytur jólahugvekju. Skólalúðrasveit Árbæjar og Breiðholts leika undir stjórn Ólafs L. Kristjánssonar. Tendruð verða aðventuk- erti. Átak um hávaðavarnir Sunnud. 6. desember kl. 14:00 að Hótel Borg, verður hleypt af stokkunum átaki um hávaðavarnir. Allir sem áhuga hafa geta mætt á fundinn og fá fundargest- ir keyptar veitingar á staðnum. Gerð verður grein fyrir tilgangi samtak- anna og markmiði, lögð fram drög að stcfnuskrá þeirra og félagslögum. kosin stjórn og starfshópar og fyrstu aðgerðir ákveðnar. Samtökin vilja losa fólk undan áreitni óþarfa hávaða og leggja áherslu á rétt manna til þagnar og ómengaðs hljóðum- hverfis. Jólafundur Styrktarfélags vangefinna Jólafundur Styrktarfélagsins verður í safnaðarheimili Bústaðakirkju mánudag- inn 7. desember kl. 20:30. Dagskrá: Ljóðalestur með látbragði, einsöngur, jólasaga, almennur söngur, einleikur á selló, happdrætti og Jólahugleiðing, sr. Ólafur Skúlason. Kaffiveitingar, en ágóði af þeim rennur í ferðasjóð 3. bekkjar Þroskaþjálfaskól- ans. Kökubasar Safnaðarfélags Ásprestakalls Kökubasar og handavinnuhorniö verö- ur sunnudaginn 6. desember kl. 15:00 (3 e.h.). Þeir sem vildu vera svo vinsamlegir aö gefa kökur á basarinn eru beönir að koma meö þær upp úr kl. 10:00 í félags- heimilið. Gítar- og orgeltónleikar í Hafnarfirði 1 dag, laugard. 5. desember kl. 17:00, halda Símon H. Ivarsson gítarleikari og dr. Orthulf Prunner organisti tónleika í Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði. Þeir félagar hafa nýlega gefið út hljómplötu með samleik gítars og orgels, og munu þeir á tónleikunum m.a. leika verk af þessari hljómplötu. Tónleikagestum gefst einnig tækifæri til að kynnast sjaldgæfu hljóðfæri. Þetta er clavicord, en það var uppáhaldshljóð- færi J.S. Bach og einnig mikið eftirlæti Mozarts. Á tónleikunum leika Símon og Orthulf verk eftir J.S. Bach, C.G. Scheidler, A. Vivaldi, L. van BeethovenogJ. Rodrigo. Tónleikar í Kringlunni Tónleikar til styrktar byggingu tónlist- arhúss verða haldnir í Kringlunni á morgun, sunnud. 6. desember. Dagskrá: kl. 14:00 Sigurður Bragason söngvari, en undirleik annast Þóra Fríða Sæmunds- dóttir. Kl. 14:30 Bergþóra Árnadóttir vísnasöngkona, kl. 15:00 Veislutríóið, kl. 16:00 Kór Öldutúnsskóla. Fjöldi veitingastaða verður opinn eins og venjulega á sunnudögum. Tónleikar í Miklagarði Samtök um byggingu tónlistarhúss standa fyrir stuttum tónleikum í stór- mörkuðum Reykjavíkur til að vekja at- hygli á happdrætti Samtakanna. Fyrstu tónleikarnir verða í Miklagarði í dag, laugard. 5. des. kl. 13:30-15:00. Þar koma fram Kór Kársnesskóla, Stefán Arngrímsson söngvari og Berg- þóra Árnadóttir söngkona. Drætti hefur verið frestað í happdrætti Samtakanna til 9. janúar. GALLERÍ NES opnað I dag, laugardaginn 5. des. kl. 14:00, verður opnaður nýr sýningarsalur, Gall- erí Nes, í verslunarhúsi Nýjabæjar við Eiðistorg 3. hæð, Tíu Seltirningar, félagar úr Myndlistar- klúbbi Seltjarnarness sýna fram að jólum. Opið er virka daga kl. 16:00-19:00 og laugardagaogsunnudagakl. 13:00-16:00. Basar Guðspekifélags íslands Á vegum Guðspekifélags Islands verður haldinn basar sunnudaginn 6. desember kl. 14:00 (kl. 2 e.h.) í húsi félagsins að Ingólfsstræti 22. Gjöfum veitt móttaka laugardag5. des. kl. 15:00. Frumsýning í Dynheimum Akureyri Leikklúbburinn SAGA frumsýnir leikrit í Dynheimum á Akureyri í kvöld, laugard. 5.des. kl. 20:30. Leikritiðereftir Tom Stoppard og heitir „Hinn eini sanni seppi“. Leikstjóri er Skúli Gautason. Fundur Þjóðfræðifélagsins Þjóðfræðifélagið heldur fund mán- udaginn 7. des. kl. 20:00 í stofu 308 í Árnagarði við Suðurgötu. Guðrún Magnúsdóttir heldur erindi er nefnist „Af konu Stefáns læknis Tómas- sonar að Silfrastöðum". Allir velkomnir. Kökubasar Strandamanna Átthagafélag Strandamanna í Reykjavík stendur fyrir kökubasar að Suðurlandsbraut 30 2. hæð kl. 14:00 á sunnudag. Hádegisfundur presta Prestar halda hádegisverðarfund í safn- aðarheimili Bústaðakirkju mánudag 7. desember. Ný tónlist fyrir klarinettu Komin er út hljómplata með nýjum verkum fyrir klarínettu. Flytjendur eru Sigurður I. Snorrason, klarínettuleikari, Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó- leikari og Sinfóníuhljómsveit íslands und-' ir stjórn Páls. P. Pálssonar. Á plötunni eru verkin „ristur” fyrir klarínettu og píanó eftir Jón Nordal sem hann samdi fyrir Sigurð og Önnu Guð- nýju árið 1985, Klarinettukonsert Páls P. Pálssonar, en hann var saminn fyrir Sigurð haustið 1982 og frumfluttur á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands í ársbyrjun 1983. Loks eru á plötunni „Steflaus tilbrigði" fyrir klarínettu og píanó eftir austurríkismanninn og Is- landsvininn Werner Schulze. Platan var hljóðrituð í Háksólabíói af Bjarna Rúnari Bjarnasyni en umslag hannaði Loftur Ólafur Leifsson. TELDEC, samsteypa hljómplötufram- leiðendanna Telefunken og Decca í Hamborg sá um pressun plötunnar svo og prentun umslags. Dreifingu annast Is- lensk Tónverkamiðstöð. Jens Guðjónsson á jólasýningu Slúnkaríkis á Isafirði Hinn landsþekkti ísfirski gullsmiður, Jens Guðjónsson, sýnir verk sín á jólasýn- ingu Slúnkaríkis að þessu sinni. Jens er fæddur á ísafirði 1920, sonur hjónanna Guðjóns Jónssonar og Hansínu Magnúsdóttur, sein Iengst af bjuggu á Heklu, sem svo var kölluð, og er við Aðalstræti. Jens var snemma hneigður til dráttlistar og stóð hugar hans til frekara náms á því sviði. Forlögin höguðu því svo að hann hóf nám í gullsmíði hjá Guðlaugi Magn- ússyni og lauk sveinsprófi þar 1948. Jens hefur haldið fjölda sýninga á gripum sínum hér heima og erlendis, og síðast sýndi hann fyrir íslands hönd á sýningu í Japan sem kallaðist „Scandin- avian Design“. I Slúnkaríki kveður við annan tón hjá Jens, því fyrir utan gullsmíðahluti er þarna einnig sýnishorn af málverkum, teikningum og vatnslitamyndum. Margar vatnslitamyndanna hefur hann málað á ísafirði í heimsóknum sínum á bernsku- stöðvarnar. Sýning Jens Guðjónssonar hefst laugar- daginn 5. desember kl. 16:00. Opnunartími Slúnkaríkis verður rýmri. í desember en ella og verður það tilkynnt síðar. Við KARLMENN Nýtt tímarit hefur hafið göngu sína mcð ofangreindu nafni. Hjörleifur Hall- gríms ritstjóri skrifar formálsorð og segir þar að ráðgert sé að blaðið komi út 6 sinnum á ári. Meðal efnis í blaðinu er jólahugvekja eftir sr. Guðmund Óskar Ólafsson: Horft fram til hátíðar. Borgari Albert nefnist viðtal, sem Þor- steinn J. Vilhjálmsson átti við Albert Guðmundsson. Á forsíðumynd blaðsins er mynd af Albert og við þá mynd stendur: Ég er stríðsmaður í mér. Á forsíðunni eru sömuleiðis myndir af þeim Finni Ingólfssyni, aðstoðarm. heilbrigðis- ráðherra og af Ólafi Laufdal. (- Ég er bestur, stendur undir hans mynd). Energí og trú er fyrirsögnin á viðtali við Ólaf Laufdal. Heilbrigð sál í hraustum líkama er samheiti nokkurra viðtala við menn eins og Jón Pál Sigmarsson og Valbjörn Þorláksson. Þá eru greinar um hárlos og skalla, snyrtingu karlmanna, byssur íþróttir og spilaþáttur. Margt fleira er í þessu nýja riti, sem gefið er út af Roðasteini hf. FREYR - Búnaðarblað 22. blað þessa árs sem er 83. árgangur Búnaðarblaðsins Freys kom út 22. nóvember. Meðal efnis í blaðinu er: Heimsókn forseta Alþjóðasambands bænda, sem er ritstjórnargrein. Þá er viðtal við Sigtrygg Vagnsson í Hriflu í Ljósavatnshreppi: - Búmarksveislan var óheppileg. Grein er í blaðinu um vellíðan minka, og önnur grein er um kanínurækt. Ullar- áfall nefnist grein Stefaníu Sveinbjarnar- dóttur. sauðfjárbónda í Kanada, og Helga Thoroddsen segir frá ullarráð- stefnu í Berea í Kentucky í Bandaríkjun- um. Þá er stutt rabb við menn á Landbúnað- arsýningunni Bú‘87 um heykkögglun og dr. Stefán Aðalsteinsson skrifar grein um verð á loðskinnum. Ýmislegt fleira efni er í þessu blaði. Á forsíðu er mynd af Hvalnesi í Lóni. Útgefendur eru Búnaðarfélag Islands og Stéttarsamband bænda. Skemmtifundur harmonikuunnenda Félag harmonikuunnenda heldur skemmtifund í Templarahöllinni við Eir- íksgötu sunnudaginn 6. desember kl. 15:00-18:00 (kl. 3-6 e.h.). Hljómsveitir og kórar koma fram ásamt fleiri skemmtiatriðum. Boðið verður upp á veitingar. Allir eru velkomnir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.