Tíminn - 23.02.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.02.1988, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 23. febrúar 1988 a slrandstað, langl uppi í fjöru, en þar endaöi hann á háflóöinu á sjiilla tímanum á lau|>ardagsm(>rgun. Hann er talinn ónýtur og hans bíöa þau örlög ein aö láta undan veðri og vindum. limamynd. Pjefur Strand viö innsiglinguna í Þorlákshöfn: Ofeigur III talinn gersamlega ónýtur Á sjötta tímanum á laugardag, strandaði vélbáturinn Ófeigur III VE 325, við innsiglinguna í Þorláks- höfn. Háflóð var þegar strandið átti sér stað, vindur var af suðvestri og mikið brim. Fjórir menn voru um borð, og bjargaði þyrla Landhelgisgæslunnar þeim öllum. Landhelgisgæslan fékk tilkynningu um strandið rétt eftir 6, fór t loftið rúmum hálftíma síðar, kom á strandstað 15 mínútur í sjö og voru allir úr áhöfninni komnir á land um tveimur tímum eftir strandið. Björgunarsveit Þorlákshafnar var þó komin á staðinn áður og skaut björgunarlínu út í bátinn. Ekki var þó talið rétt að áhöfnin færi þá leið í land, enda slóst báturinn mikið til og sjór kominn í hann. Línan var þó nauðsynleg trygging ef eitthvað færi úrskeiðis. Báturinn var á leið á kolaveiðar, en áætlað var að koma við í Þorláks- höfn og sækja fimmta áhafnarmeð- liminn sem þar var í landi. Báturinn komst aldrei svo langt, heldur hafn- aði langt uppi í fjöru og þaðan varð honum ekki haggað. Mennirnir voru aldrei í lífshættu og biðu þeir björg- unar rólegir, en höfðu þó íklæðst björgunarvestum. Þegar báturinn strandaði kölluðu áhafnarmeðlimir á Vestmannaeyja- radíó og tilkynntu atburðinn, og var strandið tilkynnt Landhelgisgæsl- unni þaðan. Þyrlan kom síðan á strandstað rétt eftir sjö, og hálftíma síðar voru allir áhafnarmeðlimirnir komnir á þurrt, og höfðu þá ekki svo mikið sem blotnað í fæturna. Ófeigur III er smíðaður í Hollandi 1954, og var eitt af fyrstu stálskipum íslenska fiskiskipaflotans og alltaf verið hið mesta happafley og mikið aflaskip. Hann var einnig fyrsti stál- báturinn sem sérstaklega var smíð- aður fyrir íslendinga. Ófeigur III var lengdur fyrir 23 árum og er mikill missir að bátnum. Á sunnudag og í gær var unnið að því að bjarga því sem bjargað varð úr bátnum og var m.a. notaður til þess krani. Ekki verður reynt að bjarga bátnum, en hann er talin ónýtur, og bíða hans þau dapurlegu örlög að verða vatni og vindum að bráð. Sjópróf munu fara fram í dag í Vestmannaeyjum. -SÓL 5% verðmunur: Ferðaskrifstofur með tvenns konar verðlag Loðnuveiðar: Loðnan veiðist <r í skjóli lands Loðnuveiðar gengu vel um helg- ina og í gær. Á laugardag veiddu 16 bátar samtals 11.190 lestir, á sunnu- dag veiddu 28 bátar 21.560 lestir og um miðjan dag í gær höfðu 10 bátar tilkynnt um tæplega sjö þúsund lesta afla. „Þeir eru nú aðallega við Ingólfs- ' höfða, en eru alla leið til Hornafjarð- ar. Þeir eru alveg upp í harðalandi, þeir eru eiginlega bara upp í fjöru,“ sagði Ástráður Ingvarsson hjá Loðnunefnd í samtali við Tímann í gær. Loðnufrysting er enn ekki hafin, en beðið er eftir að loðnan komi nær landi og átan í hcnni minnki. Ágætisveður var á miðunum, enda veiðin í skjóli lands. Fimm bátar voru eftir á miðunum í gærdag, en búist var við að þeim myndi fjölga með kvöldinu. -SÓL Gcngið fiefur verið frá nánara samkomulagi greiðslukortafyrir- tækja og sjö ferðaskrifstofa. í sam- komulagi þessu felst að nú er í fyrsta sinn leyfilegt að auglýsa tvenns konar verð á sömu þjón- ustu, annars vegar er auglýst verð ferðanna ef staðgreitt er. en hins vegar ef greitt er með greiðslukorti cða skuldabréfi. Munur á verði þessu er um 5%. Helgi Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Samvinnuferða- Landsýnar, sagði að upphlaup það sem varð í síðustu viku hafi stafað af mismunandi túlkun á samkomu- lagi sem búið var að ganga frá. Nú um helgina hafi hins vegar verið gengið frá nánari útfærslu á sam- komulagi þessu. Samkomulaginu hefur því ekki verið rift heldur hefur verið sest að samningaborð- inu að nýju vegna þess að í Ijós hafi komið mismunandi túlkun á samn- ingnum. Allar helstu ferðaskrif- stofurnar eru því aðilar að sama samkomulaginu gagnvart greiðslu- kortafyrirtækjunum og enginn munur á greiðslutilboðum þeirra. Sagði Helgi að hér væri jafn- framt stigið nokkuð stórt skref í átt til þess að viðurkenna kostnaðar- auka af notkun greiðslukorta. Þá hefur það verið samþykkt hjá Sam- vinnuferðuin-Landsýn að bjóða viðskiptavinum sínum upp á að njóta lægra verðsins ef Ijóst verður að viðkomandi peningagreiðsla berist til skrifstofunnar minnst mánuði fyrir brottför. KB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.