Tíminn - 23.02.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.02.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn Tímirm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306,' íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot:.Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 400 prdálk- sentimetri. \ Verö í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 600.- Vangaveltur Morgunblaðsins Þeir sem lesið hafa Reykjavíkurbréf Morgun- blaðsins um helgina hljóta að hafa orðið fyrir vonbrigðum, ef þeir hafa vonast eftir að finna þar skýra skoðun blaðsins á því hvað gera skuli í brýnum efnahagsvanda þjóðarinnar. í stað mót- aðrar stefnu er þeim mun meira að finna af vangaveltum, sem ekki lýsa öðru en hiki og pólitískum tvískinnungshætti. Blaðið drepur á sitthvað sem varðar efnahags- og atvinnumál og raðar upp í einhvers konar minnisþulu ýmsum þeim leiðum, sem ræddar hafa verið til þess að bæta hagi útflutningsframleiðsl- unnar. Hins vegar kemst blaðið ekki að niðurstöðu um neitt sem máli skiptir í þessum hugleiðingum sínum. Eitt af því sem Morgunblaðið nefnir í upptaln- ingu sinni á hvað aðrir segja um ástand efnahags- málanna, er það að heyra megi „sterkar raddir“ sem halda því fram að aðalatriði efnahagsaðgerða í þágu útflutningsframleiðslunnar sé að „slá á þensluna". Tekur blaðið það upp eftir öðrum í eins konar skýrsluformi að þá megi vísa til þess að þenslan sé mest á Reykjavíkursvæðinu. Hér hefði Morgunblaðið að skaðlausu mátt kveða skýrar að orði. Ekkert efamál er, að það er á Reykjavíkursvæðinu sem verslunap- og bygging- arumsvifin hafa farið stórvaxandi. Par hefur hvers kyns þjónustu- og viðskiptastarfsemi blómstrað í skjóli nægrar atvinnu og mikils kaupmáttar og þeirrar sérstöðu þessara greina að geta hækkað verð þjónustu sinnar eftir vild og boðið í vinnuaflið eftir geðþótta. Þetta eru staðreyndir efnahagsþróunarinnar. Þar er að finna meginástæðuna til efnahagsþensl- unnar. Morgunblaðið sýnir hik sitt og tvískinnungshátt með því að það þorir ekki að viðurkenna af hreinskilni meginorsök verðbólgu síðustu missera, sem er gegndarlaus þensla vegna spákaupmennsku og milliliðastarfsemi í Reykjavík. Éenslan á upptök sín á ýmsum sviðum þjónustu og verslunar, auk peningabrasksogoffjárfestingar í einkageiranum. Við þessa þenslu af völdum milliliða og peninga- braskara koma síðan áform meirihluta borgar- stjórnar Reykjavíkur um fjárfestingu á vegum borgarinnar. Borgarstjórn Reykjavíkur sinnir eng- um tilmælum um að draga saman seglin á sviði stórbygginga og hraðrar fjárfestingar yfirleitt. Borgarstjórn Reykjavíkur hefur að engu þá stefnu sem ríkisstjórnin beitir sér fyrir undir forystu Þorsteins Pálssonar að draga úr fjárfestingu í landinu. Borgarstjórnin eykur fjárfestingu sína um 63% milli ára, þegar ríkið dregur saman fram- kvæmdir í stórum stíl. í þessu er Morgunblaðið eins og milli steins og sleggju. Það tekur enga ákveðna afstöðu. Vonandi hefur þessi hikandi afstaða Morgun- blaðsins ekki áhrif á nauðsynlegar aðgerðir ríkis- stjórnarinnar í efnahagsmálum almennt eða mál- efnum frystiiðnaðarins á landsbyggðinni sérstak- lega. Þriðjudagur 23. febrúar 1988 „0ásæt1anlegur“ munur Garra hálfbrá eiginlega á föstu- daginn þegar hann sá ummæli sem höfö voru eftir Þorsteini Pálssyni forsætisráðherra í málgagni hans, IMorgunblaðinu. Á fundi sjálf- stæðismanna á Suðurlandi um launamisréttið í landinu á forsætis- ráðherra að hafa komist þannig að orði að óhóflegur mismunur á kjörum fólks i landinu sé „óásætt- anlegur" og grafi undan megin- stoðum lýðræðisins. Nú tekur Garri fram að hann er efnislega sammála þessum ummæl- um forsætisráðherra. Það er vita- skuld hárrétt að í litlu þjóðfélagi á borð við okkar gengur það ekki að munur á kjörum fólks sé óhæfileg- ur. Hér þarf að launa fólk eftir ábyrgð, menntun og hæflleikum, en þó að gæta þess að það sé innan þess ramma að hver um sig fái í sinn hlut réttláta sneið af þjóðar- kökunni. En það var orðið „óásættanleg- ur“ sem Garri hnaut um. Líklega er þó ekki beinlínis hægt að segja að þetta sé málvilla hjá blessuðum forsætisráðherranum, en óskap- lega er þetta þó ambögulega að oröi komist. Hér á íslenskan nefni- lega mörg önnur góð orð; til dæmis hefði komið til greina að segja að launamunurinn væri óþolandi, óréttlætanlegur, hann gæti ekki gengiö, mætti ekki viðgangast, ekki væri hægt að sætta sig við liann, og svo framvegis. Þetta er því furðulegra þar sem Garri hcfur ekki veitt öðru athygli cn að Þor- steinn Pálsson færi yflrleitt vel með móðurmálið og væri að öðru jöfnu heldur snyrtilega máli farinn. Áfram um orð Og fyrst farið er að tala um orðalag þá kom grein hér í Tíman- Þorsteinn: Ólafur: Segist Komst ambögu- ekkl vera lega að orði. kommunisti. um á föstudag eftir Ólaf Ragnar Grimsson formann Alþýðubanda- lagsins sem einmitt bar fyrirsögn- ina „Um rétta notkun orða“. Þar er formaðurinn þó ekki að tala um málfræði heldur að útskýra hvers konar flokkur Alþýðubandalagið sé orðið undir forystu sinni og hvaða orð eigi að nota um það núna. Ber hann á móti því að Alþýðubandalagið sé kommúnista- ilokkur undir stjórn sinni, og af þeim ástæðum segir hann að það sé ekki rétt hjá Tímanum að tala um að handbendi hans í bæjar- stjórn Kópavogs séu kommar, né heldur hann sjálfur. Þetta er út af fyrir sig ekki ófróðleg ábending frá formannin- um. En að hinu er að gæta að síðustu misseri hcfur verið allt annað en auðvelt fyrir þá er utan við standa að átta sig á stefnumái- um Alþýðubandalagsins. Þar hefur verið ríkjandi tilvistarkreppa og hver höndin upp á móti annarri. Kommúnismi - sósíalismi Að því er manni hefur verið kennt er aðalmunurinn á kommún- istum og sósíalistum sá að hinir fyrr ncfndu vilji koma stefnu sinni fram llllllllllllllllllllllllH VÍTT OG BREITT . Ha! Ráðhús, með ofbeldi, á meðan hinir síðar nefndu vilji beita lýðræðislegri að- ferðum. Athæfl þeirra manna í Kópavogi, sem formaðurinn vill nú kalla sósíalista, að því erSmára- hvammsmálið varðar, bar hins veg- ar alls engan keim af sósíalisma, enda vildi svo furðulega til að þeir unnu þar samtímis í þágu einkafyr- irtækja. Þetta átti ckki hvað síst við þar sem verknaðurinn beindist meðal annars að fjölmennasta kaupfélagi landsins, sem formað- urinn segir einmitt úm í þessari sömu grein að hafl „um áraraðir verið undir stjórn jafnaðarmanna úr Alþýðubandalaginu og Alþýðu- flokknutn." Það má að vísu draga í efa að KRON sé nokkur greiði gerður með því að reyna að koma á félagið þeim sósíalíska stimpli sem for- maðurinn vill hér endilega klína á það. En erflðara er að koma heim og saman þcim meinta velvilja formannsins í garð KRON, sem lýst er í grein hans, og athöfnum þeirra alþýðubandalagsmanna í Kópavogi sem hann vill í sama orðinu endilega fá að kalla sósíal- ista. í grein sinni klykkir formaðurinn svo út með því að bjóða Tíma- mönnum að taka þátt í leshring undir sinni stjórn og Heimis Páls- sonar til þess að hressa upp á fræðin. Ætli formaðurinn verði þó ekki áður að byrja á því að taka sendlum sínum í Kópavogi tak og koma þeim inn í fræðin hin nýju. Þegar þeim í Alþýðubandalaginu hefur tekist að leysa sína eigin tilvistarkreppu og koma á samræmi á milli orða sinna og gerða, þá fyrst geta þeir farið að krefjast þess af öðrum að þeir tali um þá sem sósíalista eða jafnaðarmenn. Garri hvar? Kvosarskipulag er heiti á nýju spili, sem er nokkurs konar sam- bland af kubbaleik og matador. Þar brenna hús, eru rifin eða lirynja af elli og fúa eða klastrað er upp á þau og komið í svo ofboðs- lega upprunalegt horf að smiðirnir sem byggðu þau myndu fyllast skömm og blygðun fyrir að hafa ekki byggt þau akkúrat svona ef þeir mættu líta sköpunarverkin upp úr gröfum sínum. Þeir sem taka þátt í kubbaleiknum vilja ýmist vernda hús og bílastæði eða ryðja burt húsum og bílastæðum og byggja upp á nýtt. Inn í þetta blandast eignarréttur og lóðabrask og guðslögin um nýtingarhlutfall. Aðalskipulag og deiliskipulag eru höfð í leikreglunum til að torvclda spilið og flókin reglugerð- arákvæði og nefndaúrskurðir bæði banna og leyfa niðurrif og upp- byggingu og hið eina sem í raun er friðhelgt í gamla miðbænum eru bílastæði, sem orðið hafa til fyrir slysni, og sorptunnuport sem blasa við gestum og gangandi til augna- yndis. Kubbaleikur í Kvosinni Fyrir utan kvosarnafnið hefur orðið til nýtt örnefni sem tengist miðbænum. Það er Hallærisplan sem er eitt af ótrúlega mörgum bílastæðum á svæðinu sem orðið hafa til vegna húsbruna. Skipulag miðbæjarins á það sameiginlegt með mótun íslands, að það hefur aðallega orðið til fyrir tilverknað elds og veðrunar. Enginn veit hver gaf staðnum nafn, en nafngiftin styður náttúrunafnakenninguna, því vart getur á byggðu bóli eins hallærislegt unthverfi og þarna get- ur að líta. Þeir sent spila í kubbaleiknum um kvosarskipulagið raða kubbum sem eiga að tákna hús inn á skipulagsmódel. Mótspilararnir taka þá kubba burtu sem þeir vilja ekki hafa en skáka húskumböldun- um út og suður um þorpagrundir þurrabúðarinnar Grjóta og á eið- inu milli Tjarnar og hafnar. Mikil keppni stendur nú yfir milli handhafa ríkisbáknsins og hreppstjórans í Grjótaþorpi og byggðarinnar þar í kring um hvern- ig eigi að raða kubbunum í sand- kassa kvosarskipulagsins. Lausafregnir herma að Stóri skipulagsbróðir ætli að leyfa hell- ing af nýbyggingum á rústum báru- járnsklæddra timburhúsa sem verndunarsinnar telja öðrum mannvirkjum göfugri, sérstaklega ef hentugt er að innrétta í þeim bjórkrár. En ekki er skrifað upp á að leyft verði að smíða ráðhús við Tjörnina, sem er hreppstjóranum mikið keppikefli og hefur hann reyndar þjófstartað og er byrjaður að byggja. Var Stríð? Æðsti ráðandi byggingamála ber fyrir sig að ráðhúsbyggingin hafi ekki verið auglýst nóg fyrir al- mcnningi, sem ekki hefur hug- mynd um að fara eigi að reisa ráðhús við Tjörnina. Þetta minnir á manninn sem spurði: Var stríð? Hann lenti á kenderíi um það bil sem Þjóðverjar innlimuðu Austurríki og bráði ekki af honum fyrr en nýsköpunar- stjórnin var farin að sólunda stríðs- gróðanum. Engum getum skal að því leitt í hvaða algleymi yfirvöld bygginga- mála hafa verið síðustu mánuðina, en Ieitun mun á annarri eins kynn- ingu á fyrirhuguðum bygginga- framkvæmdum og einmitt ráðhúss- ins við Tjörnina. Ráðhúsið hefur verið viðvarandi fréttaefni um langa hríð, haldnir hafa verið úti- og innifundir um hreppstjórakontórinn, útvarps- og sjónvarpsprógrömm hafa verið gerð um efnið og líffræði- og náttúruverndarsjónarmið verið dregin inn í umræðuna. Líkön hafa verið sett upp á almannafæri og meira og minna falsaðar myndir af ráðhúsinu verið birtar í ótal blöðum. Lífleg greinaskrif með og á nióti ráðhúsi eru daglegt brauð og þegar veður leyfir er rifist á öðru hvoru götuhorni um hvort byggingin sé falleg eða ljót og hvort hún sé holl eða óholl fyrir fugla- og pöddulíf Tjarnarinnar. Sé úrskurðurinn sá að ekki niegi byggja vegna ónógrar kynningar verður einhver að taka á honum stóra sínunt til að koma því á framfæri að til standi að reisa ráðhús við norðvesturenda Tjarn- arinnar. Ef það dugir ekki til væri ráð að flytja Tjörnina og lífríki hennar eitthvað annað svo að rúm verði fyrir ráðhúsbygginguna í nýja kvosarskipulaginu. ÓÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.