Tíminn - 23.02.1988, Blaðsíða 13

Tíminn - 23.02.1988, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 23. febrúar 1988 Tíminn 13 LUNDÚNIR - Hlutabréf hækkuöu almennt í veröi á mörkuöum í gær en Banda- ríkjadalur lækkaði hinsvegar nokkuð gagnvart öðrum helstu gjaldmiðlum heims. Ástæðan var sögð sú að fésýslumenn væru ekki vissir um hvort hækkun bandaríska gjaldmið- ilsins að undanförnu væri byggð á traustum grunni. Það er orðið heldur fáliðað á fleyi því sem Kurt Waldheim forseti Austurríkis stýrir. Skoðanakannanir sýna að hann nýtur ekki lengur stuðnings meirihluta austurrísku þjóðarinnar og í gær gaf Sósíalista- flokkurinn, flokkur Franz Vranitz- kys kanslara, út yfirlýsingu þar sem gefið var í skyn að Waldheim gæti ekki haldið áfram að gegna embætti sínu vegna ásakana um vafasama fortíð er tengist stríðsglæpum nas- ista. Fred Sinowatz leiðtogi sósíalista gaf út yfirlýsinguna sem hafði verið einróma samþykkt af framkvæmda- stjórn flokksins. Þar var hvatt til að “nýtt upphaf“ yrði markað hvað varðaði forsetaembætti landsins. Waldheim hefur legið undir mikl- um þrýstingi að segja af sér vegna ásakana um að hafa tekið óbeinan þátt í stríðsglæpum nasista. Þessi þrýstingur hefur aðallega komið utanlands frá en nú virðist sem Waldheim eigi sér æ færri vini innan- lands. í rauninni var yfirlýsing Sinowatz í gær hvatning til Waldheims um að hann segði af sér. Þessi 69 ára gamli fyrrum aðalritari Sameinuðu þjóð- anna hefur neitað öllum ásökunum og segist ætla að sitja í embætti því sem hann var kosinn til að gegna á síðasta ári. hb I MÚNCHEN - Vestur-þýskir j tollverðir hafa lagt hald á 150 I kíló af heróíni sem smygla átti til landsins frá Austurríki. JÓHANNESARBORG- Suður-afrísk herflugvél var skotin niður yfir Suðaustur Anaólu. Flugvélin var í árásar- ferð gegn herium Angólu sem Kúbverjar styoja. NOUMEA - Einir tuttugu lögreglumenn slösuðust og tíu voru teknir í gíslingu í átökum þeirra og aðskilnaðarsinna á Nýju Kaledóníu sem Frakkar ráða. TEL AVIV - Skoðanakönn- un sem gerð var meðal ísra-' elskra hermanna leiddi í Ijós að þeir voru reiðir og vonsviknir vegna mótmæla Palestínu- manna á herteknu svæðunum. f niðurstöðum könnunarinnar varsagtað65% hermannanna sýndu „ruddalega" hegðun í samskiptum við íbúa herteknu svæðanna en 70% þeirratöldu engu að síður sjálfir að þeir væru sanngjarnir. TEL AVIV - Saksóknari ríkisins í ísrael sagði í bréfi til varnarmálaráðherrans Yitzhak Rabin að skrifstofa sín væri yfirfull af bréfum þar sem kvart- að væri yfir ofbeldi ísraelskra hermanna á arabískum íbúum herteknu svæðanna. BRÚSSEL - Utanríkisráð- herrar Evrópubandalagsríkj- anna samþykktu lokatillögur um takmarkanir á landbúnað- arframleiðslu og þar með var Ijóst að ríkin geta komist að samkomulagi um nýjar fjárveit- ingar til reksturs bandalagsins næstu fimm árin. LUNDÚNIR - Verkamenn við Land Rover verksmíðjurnar i Bretlandi lögðu niður vinnu þrátt fyrir viðvaranir ríkisstjórn- arinnar að verkfall gæti haft verulega slæm áhrif á batann sem orðið hefir á rekstri þessa ríkisrekna fyrirtækis. Shultz í Moskvu: Shevardnadze til Washington Jimmy Swaggart: Enn einn sjónvarpspredikarinn sem virðist ekki bara vera ágjarn hcldur gefinn fyrir framhjáhald ■ þokkabót George Shultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði í Moskvu í gær að Eduard Shevardnadze starfsbróð- ir sinn sovéskur myndi koma til Washington í næsta mánuði til að ræða frekar um væntanlegan leið- togafund. Shultz sagði á blaðamannafundi að viðræður hans um helgina við Shevardnadze og Mikhail Gorba- tsjov Sovétleiðtoga hefðu almennt verið jákvæðar og fjölmörg mál hefðu verið ígrunduð sem tekin yrðu nánar fyrir á fundi Gorbatsjovs og Reagans Bandaríkjaforseta í Moskvu í sumar. Líklegt er talið að leiðtogafundur- inn verði annaðhvort haldinn seint í maímánuði ellegar snemma í júní. Þar verður sjálfsagt rætt um helm- ingsfækkun langdrægra kjarnorku- flauga, svonefndan START sátt- mála, þótt heldur sé ólíklegt að samkomulag um þetta atriði náist í höfn fyrir fundinn. Utanríkisráðherrann bandaríski virkaði þó bjartsýnn á blaðamanna- fundinum í gær og sagði að stjórnir stórveldanna myndu senda samn- ingamönnum sínum í Genf skilaboð um að undirbúa þrjú plögg um START samkomulagið sem hann og rýndu sjónvarpspredikarann Marvin Gorman frá New Orleans. Swaggart sakaði Gorman um að hafa drýgt hór og þar með var bundinn endir á feril þess síðarnefnda í bandalagi sjónvarpspredikara. Shevardnadze myndu ræða um á fundum sínum í Washington. hb komi sér illa fyrir Pat Robertsson fyrrum sjónvarpspredikara, sem nú leitar eftir útnefningu sem forset- aefni repúblikana. Hann hefur lagt áherslu á trúna og gildi heilbrigðs fjölskyldulífs í kosningaboðskap sínurn. Swaggart var ekkert smápeð í sjónvarpsboðskapnum, hann var vinsælastur allra predikara og kirkja hans hefur verið rekin eins og stór- fyrirtæki. „Ég bið ykkur um að fyrirgefa mér“, sagði hinn 52 ára gamli Swag- gart í predikun um helgina sem hann hélt í höfuðstöðvum sínum í Baton Rouge í Louisianafylki. Um sjö þúsund stuðningsmenn predikarans voru mættir á staðinn, sumir grétu og aðrir klöppuðu fyrir leiðtoga sínum sem blessaði allt liðið áður en hann steig niður úr stól sínum. ABC sjónvarpsstöðin sagði að myndir af Swaggart, sem sýndu hann heimsækja gleðikonu á hótelher- bergi, hefðu sannfært meðlimi æðsta ráðs sambands sjónvarpspredikara um að hann yrði að segja af sér. Og hver skyldi hafa látið ráðinu mynd- irnar í té? Jú, ABC stöðin sagði að það hefði verið áðurnefndur Marvin Gorman. hb Shevardnadze og Shultz: Ferðast heimsálfanna á milli til að ræða heimsfriðinn Öðruvísi ferðalag: Boðið upp á uppreisn í siglingu Ferðamenn um borð í skemmtiferðaskipi, er siglir undir fána Svíþjóðar, fengu heldur en ekki betur krydd í tilveruna þegar undirmenn á skipinu gerðu upp- reisn rétt utan við strönd Costa Rica nú á dögunum. Samkvæmt heimildum Reuters fréttastof- unnar hjálpuðu sumir ferða- mannanna til við uppreisnina. Undirmennirnir um borð í Ga- laxias, sem sigla átti í gegnum Panamaskurðinn og um Karib- tska hafið, voru óánægðir og kvörtuðu um skort á vatni og yfir slæmum mat. Margir þeirra 106 bandarísku ferðamanna sem voru um borð tóku undir þessi mót- mæli og loks þurfti skipið að sigla í höfn í Caldera á Costa Rica. Lögreglan í Caldera skarst í leikinn en í lokin fór svo að 45 áhafnarmeðlimir, flestir frá Mex- íkó og Guatemala, sneru ekki aftur til skips. Galaxias sigldi aftur á móti til Acapulco í Mex- íkó þar sem ferðin hófst í síðustu viku. hb Jimmy Swaggart, sjónvarpspred- ikarinn frægi í Bandaríkjunum, sagði af sér sem yfirmaður söfnuðar síns um helgina og viðurkenndi að hafa syndgað. Samkvæmt heimild- um bandarískra fjölmiðla lét Swag- gart sér ekki nægja hjónalíf sitt og sannanir lágu fyrir að hann hafði heimsótt gleðikonu á hótelherbergi. Segja má að Swaggart hafi fallið á eigin bragði. Hann var nefnilega fremstur í flokki þeirra sem gagn- rýndu harðlega aðra sjónvarps- predikara og boluðu úr embætti eftir að þeir höfðu verið ásakaðir um hórlifnað. í fyrra var það Jim Bakker sem varð að láta af embætti. Hann var sakaður um að hafa átt vingott við konu eina sem starfaði við söfnuð hans og fleiri ásakanir fylgdu í kjölfarið, virtist sem Bakker væri ekki við eina fjölina felldur í ásta- málum. Árið 1985 var Swaggart einnig í fylkingarbroddi þeirra sem gagn- Sérfræðingar í trúmálum vestur í Bandaríkjunum töldu flestir í gær að hneykslið nú myndi gera söfnuðum sjónvarpspredikaranna erfiðara fyrir að safna fé, allavegana í næstu framtíð. Einnig er talið að hneykslið Syndugir sjónvarpspredikarar í sviðsljósinu í Bandaríkjunum: Swaggart fellur á eigin bragði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.