Tíminn - 23.02.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 23.02.1988, Blaðsíða 15
Þriöjudagur 23. febrúar 1988 Tíminn 15 m MINNING llllll Benedikt Jónsson Fæddur 28. jiiní 1895 Dáinn 30. janúar 1988 Aðalból í Miðfirði Vestur-Hún- avatnssýslu er innsti bær í Austur- árdal. Jörðin er víðlend og grösug og liggur að Arnarvatnsheiði. Hér ólst afi okkar, Benedikt Jónsson, upp og átti heima í um 70 ár. Hann lést þann 30. janúar síðast liðinn á nítugasta og þriðja aldursári og var jarðsettur á Staðarbakka í Miðfirði 6. febrúar. Ömmu okkar, Ólöfu Sigfúsdóttur missti afi fyrir fimm árum eftir rúmlega 60 ára hjúskap. Foreldrar afa voru hjónin Jón Benediktsson og Sigríður Magnús- dóttir. Eftir nokkurra ára búskap í Austurárdal fluttu þau að Aðalbóli aldamótaárið. Annan son áttu þau, Magnús, en hann lést úr barnaveiki aðeins 10 ára að aldri. Þótt Sigríður og Jón væru blásnauð er þau hófu búskap urðu þau fljótlega vel efnum búin á þeirra tíma mælikvarða. Mun gott beitiland, nágrennið við gjöfula heiðina og ráðdeild þeirra hafa ráðið þar miklu um. Reist var stórt og myndarlegt íbúðarhús á Aðalbóli árið 1913 sem prýtt var fallegum húsgögnum. Ævintýralegar þóttu okkur systrunum frásagnirnar af því hvernig efniviðurinn í húsið var fluttur á sleðum utan af ströndinni inn í dalinn að vetrarlagi um 37 km veg. Ekki þótti okkur minna til um frásögnina af flutningi dönsku út- skornu húsgagnanna sem sett voru um borð í Goðafoss 1916 í Reykja- vík. Skipið strandaði við Straumnes og tókst björgun manna giftusam- frá Aðalbóli lega. Einnig tókst að bjarga varningi sem um borð var, þar á meðal húsgögnunum. Þau voru síðan flutt að Hvammstanga og þaðan á sleðum á áfangastað og nutu sín á Aðalbóli í áratugi. Eftirminnilegar eru einnig lýsing- ar manna á uppljómuðu heimilinu á Aðalbóli meðan sveitir landsins höfðu enn ekki fengið rafmagn. Afi byggði heimarafstöð sem var mikið og óvenjulegt framtak á árinu 1929. Ljósin á bænum, sem loguðu dag og nótt, lýstu um dalinn og buðu þá velkomna sem leið áttu þangað heim. Afi og amma eignuðust tvo syni, Jón bónda í Höfnum á Skaga og Aðalbjörn héraðsráðunaut og bónda á Grundarási, Miðfirði. Afi og amma undu sér vel á Aðalbóli. Þar var margt fólk í heimili sem eftir dvöl sína þar sýndi með ævilangri tryggð að þeim hafði liðið vel hjá húsbændunum. Gestkvæmt var hjá afa og ömmu og nutu þau slíkra samveru- stunda.Gestrisni þeirra var rómuð. Með hlýju og vinarhug var fólki vísað í bæinn. Veitt var af rausn og myndarskap og framreiddi amma ætíð sérlega ljúffengan mat. Glatt var á hjalla og mörg vináttubönd knýtt sem héldust æ síðan. Afi var góður sögumaður, glettinn og stál- minnugur. Svo vel var atburðunum lýst að hvergi skeikaði og þeim sem á hlýddu þótti sem þeir hefðu sjálfir verið viðstaddir. Hann var fljótur til svars og svo orðheppinn að mörg tilsvör hans lifa á vörum manna. íslendingasögurnar voru honum hugleiknar og vitnaði hann oft í söguhetjur þeirra. Halldór Snorra- son mun hafa verið í hvað mestu uppáhaldi hjá honum en lundarfar þeirra mun hafa verið um margt líkt. Afi flíkaði ekki tilfinningum sínum og ekki sást honum bregða þótt á móti blési. Þessum skapgerðarein- kennum, stakri hugarró og æðruleysi hélt hann til dánardægurs. Afi var félagslyndur og hafði alla tíð afar gaman af að ferðast um byggðir og óbyggðir landsins, kynn- ast fólki og skoða sig um. Hann var oft beðinn að fylgja ferðamönnum yfirTvídægru. Ósjaldan reikaði hug- ur hans til þessara ferða, sem hann hafði yndi af. Þá var hann tíðum gangnaforingi á Aðalbólsheiði og spannaði það starf meira en hálfa öld svo að margs var að minnast. Hann var mikill hestamaður og átti marga og fallega hesta. Menn komu víðs vegar að til að líta á stóðið og falast eftir gæðingsefnum. Þótt afi ætti mörg hross var hann hestasár og vildi ekki að við krakk- arnir værum að brúka hestana að „óþörfu". Ekki sagði hann þó neitt við því þegar amma tók til sinna ráða og setti undir okkur hesta. Margar góðar minningar eigum við systurnar sem litlar stelpur frá Aðalbóli. Þegar von var á komu okkar fjölskyldunnar að Aðalbóli og við komin í sjónmál við bæinn kom amma út á tröppur og beið okkar þar. Stuttu síðar birtist afi líka í bæjardyrunum. Þennan háttinn höfðu þau ætíð á við að bjóða okkur velkomin og þótt nú séu um 20 ár liðin frá því að þau hættu búskap stendur myndin af afa og ömmu á tröppunum okkur skýrt fyrir hug- skotssjónum. Hlýlegri móttökurgát- um við ekki fengið. Kvöldstundirnar eru ógleymanlegar. Þær höfðu yfir sér sérstakan blæ. Fólkið sat og spjallaði, t.d. um „gamla daga", frostaveturinn mikla, hestaferðir, fjárrekstra við erfiðar aðstæður, spaugileg atvik og alltaf var stutt í tilvitnanir í íslendingasögurnar og Laxness. Þá var skrafað, fræðst, hlegið og skemmt sér. Spilin voru órjúfanlegur hluti heimilislífsins og mun varla hafa liðið sá dagur að ekki væri tekið í spil. Afi var sterkur spilamaður. Menn spiluðu bridge eða lomber, en þegar meðspilarar voru lágir í loftinu var gefið í spil af léttara taginu, vist, rommí eða kasínu. Alltaf var gaman að fylgjast með undirbúningi heiðarferðanna hvort sem afi var að fara að veiða eða fylgja mönnum. Nesti var vel útilátið hjá ömmu og vandað var til að búa upp á hestana í upphafi ferðar. Ekki var eftirvæntingin minni þegar kom- ið var ofan og tekið af trússhestun- um. Þá gat að líta væna silungsbreiðu á hlaðvarpanum. Afi sagði frá grasa- tínslu, bátsferðum, tófu, himbrima og álftahreiðri í hólmanum í Arnar- vatni. Víst er um það að heiðin, Arnarvatnsheiðin, var hluti af til- veru afa og var hún honum afar kær. Alla tíð fékk hann blik í augun og var fljótur að snara sér að orgelinu þegar við komum saman og sungum: Efst á Arnarvatnshæðum oft hef ég fáki beitt. Par er allt þakið í vötnum þar heitir Réttarvatn eitt. Á engum stað ég uni, eins vel og þessum hér. ískaldur Eiríksjökull veit allt, sem ta/að er hér. (Jónas Hallgrímsson). Þessar minningar allar og samver- an með afa og ömmu er okkur fjársjóður, sem við miðlum börnum okkar af. Við munum ávallt minnast þeirra með hlýju, virðingu og þökk. Starfsfólki á hjúkrunarheimilinu á Hvammstanga þökkum við þá góðu aðhlynningu sem það veitti afa og létti þannig undir með honum á ævikvöldi. Blessuð sé minning afa. Sigrún, Inga I Ijördís og Aldís. ÁRNAÐ HEILLA !l!llllll!!!l!!! lilllllllllllJllllllllllillllí Sjötugur Valdimar Valdimarsson bóndi Strandseljum í ísafjarðardjúpi í hug minn komu ljóðlínur Stein- gríms „Bændabýlin þekku bjóða vina til..." er mér varð hugsað til Strandselja í Ögursókn, þá samsveit- ungieinn minntimigá,að Valdimar bóndi þar yrði sjötíu ára þann 22. þ.m., þ.e. í gær, en þar hefur hann erjað jörðina í nærfellt hálfa öld og farnast vel í búskap sínum. Foreldr- ar Valdimars eru eigi upprunnin úr fsafjarðardjúpi heldur aðflutt í Laugardalinn, - að Blámýrum, kom- in úr Dölum sunnan eða Saurbæ, Valdimar Sigvaldason og Ingibjörg Felixdóttir. Á Blámýrum fæddist þeim hinn ungi sveinn er nú fagnar fyllingu hins sjöunda tugar og þar ólst hann upp. Möguleikar þeirrar kynslóðar er óx úr grasi á þriðja áratugnum voru eigi miklir til menntunar eða for- frömunar að öðru leyti, nema til kæmi ríkidæmi foreldra eða aðstand- enda annarra, en alla burði hafði Valdimar til þjónustu við mennta- gyðjuna. Ef til vill hefur hugur hans ávallt staðið til gróðurs og jarðar, að minnsta kosti hefur hann vel notið sín sem bóndi á sinni snotru jörð, sem hann hefur bætt stórlega í ræktun og húsakosti. Er eigi annars- staðar við Djúp að sjá lanir svo snemma sumarsins á grænni grund, sem á hans velli, er áður var flugvöll- ur, melur einn er sól nær eigi að svíða þá hún glatt skín á Djúp. Valdimar er maður heimakær og unir sér vel á býli sínu við hin venjubundnu störf, hversdagslífið á best við hann, og hann er maður hógværðar og athygli, léttur hvers- dags og gamansamur ef því er að skifta. í sveitarstjórn hefur hann setið mörg ár og er eigi í vafa að velkjast, að með gætni og hyggind- um hefur hann fjallað um þau mál er uppi hafa verið á hverjum tíma, átt auðvelt með að setja sig inn í þau og skilja hismið fræga frá enn rómaðri kjarna, ef hann þá nokkur var, en auvirðileiki og hjóm hluta dylst ekki svo greindum og gamansömum manni. Á heimili hans og Sigríðar mætir gestinum alúð og gestrisni, látleysi og innilegheit, snyrtilegt allt um innanstokks, kaffi, spjall í eldahúsi, gestagleidd engin, vinsemd, friður... Aðeins eitt verk unnum við Valdimar saman um dagana, enda þótt ég hafi sem sóknarprestur hans, unnið eitthvað af prestverkum fyrir þau Valdimar og Sigríði, - og er reiðubúinn þar við að bæta, - endur- skoðun reikninga ræktunarfélags, er með sér höfðu stofnað búendur úr Vatnsfjarðar- og Ögursóknum. Hafði félagið mjög upp dregist undanfarið og sátum við í Strand- seljastofu, ásamt reikningshaldara eitt kveld er hallaði sumri, að glugga í reikninga þess og undirrita, að dánarvottorð mætti út gefa. Vann Valdimar að þessu verki með alúð og nákvæmni og sá ég það þá hve glöggur hann var á tölur og reikn- ingsfærslur allar og í engu vildi hann um ráð fram rasa. Finnst mér, sem þessar fáu línur hripa að ég hafi þekkt hann betur en áður - og voru þó kynni okkar nokkur. Húmið seig yfir býli Valdimars á ströndinni, flóð sjávar, bjart í stofu og er við höfðum lokið verki um lágnættið dró reikningshaldari úr pússi sínu fleyg víns og skenkti á staup húsráðanda svo og mitt, - og mátti eigi minna vera eftir erfiðið, - þetta eru þó með sanni söguslóðir Hávarðar fsfirðings og þess er frægastur hefur verið af ísfirskum bændasonum: ÞormóðarKolbrúnar- skálds. Sigríður kallar í kaffi, sem vissulega er vel þegið og síðan fylgir húsbóndinn okkur til dyra, kveður, hverfur í hús inn en við í hraðreiðir vorar. Ég flyt þér okkar bestu kveðjur hér í Vatnsfirði, svo og allra vina þinna í Djúpi. Megir þú njóta lífsins lengi enn á þínu góða heimili og sjá af hlaði Strandselja sólina koma upp í austri og hella geislum sínum yfir Djúpið blátt. Lifðu heill! Sigríði og börnunum tveimuróska ég til hamingju með sjötugan öðling. Vatnsfirði í byrjun sjöviknaföstu Sr. Baldur Vilhelmsson. Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir janúarmánuð 1988, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyhr hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. mars Fjármálaráðuneytið, 22. febrúar 1988 w Félag járniðnaðarmanna Aðalfundur Félags járniðnaðarmanna verður haldinn laugar- daginn 27. febrúar 1988 kl. 14.00, að Suðurlands- braut 30, 4. hæð. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál Ath.: Reikningar félagsins liggjaframmi ískrifstof- unni 23. og 24. febrúar kl. 16.00 til 19.00 báða dagana. Mætið vel og stundvíslega. Stjórn Félags járniðnaðarmanna NÝTT FRÁ TRIOLIET Afkastamikill heyskeri í flatgryfju og rúllubagga ^S BUNADARDEILD SPSAMBANDSINS ARMULA3 REYKJAVIK SiMI 38900 Verð kr. 135.370.-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.