Tíminn - 23.02.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 23.02.1988, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 23. febrúar 1988 Tíminn 19 llllll SPEGILL Hverjir blakta í ár í Bítillinn George Harrison er „in“ en félagi hans, Paul McCart- ney, færist niður á vinsældalistanum N I výlegt bandariskt tíma- rit, sem barst til okkar hér á Spegli Tímans, greinir frá ýmsu fólki og málefnum sem eru ofarlega á vinsældalista hjá almenningi í Ameríku. Þar er sem sagt kveðinn upp dómur um það hvað og hverjir séu í tísku - in eins og það er kallað - eða hafa fallið í vinsældum og þar með verðgildi og séu því out (úti í kuldanum). Við birtum hér fáein sýnis- horn úr þessum palladóm- um, en auðvitað hljóta að vera skiptar skoðanir um réttmæti þeirra. Justine Bate- man (Fjölskyldu- bönd) er í tísku en Lisa Bonet (Fyrirmyndarfaðir) er að dala í vin- sældum Sparibaukar eru vinsælir, - en hlutabréfakaup sögð vonlaust fyrir- tæki John Kennedy Jr. er mjög í sviðsljósinu í Ameríku, - en forsetasonurinn Ron Reagan Jr. er ekki mjög vinsæll Sheena Easton er „in“ - en Madonna „out“ George Mi- chael (úr WHAM) er nú í tísku - en David Bowie á niðurleið Söng- og leikkonan Cher er vinsæl - en fallandi gengi hjá Meryl Streep. / fyrir fræga fólkinu Um hver ára mót eru birt ósköp af spádómum spekinga fyrir árið sem í hönd fer. Þeir eru vinsælt lesefni, en vilja þvi miður gleymast, er liður á árið, svo fæstir geta tint til, hvað hefur ræst, þegar upp er staðið. Nýlega rákumst við á blað, hlaðið spádómum frá seinustu áramótum og fjalla þeir einkum um það sem drifa mun á daga stjarnanna og kóngafólksins. Sumt af þessu er yfirgengilega vitlaust, en annað ekki verra en svo að það gæti gerst. Annað eins gerist. Tökum nokkrar glefsur úr spekinni: * Olía finnst i garðinum hjá Frank Sinatra. * Diana Ross og Michael Jackson ganga frækilega fram við björgun fólks í hótelbruna í New Yorek. * Díana af Wales þarf í plastíska aðgerð eftir umferðarslys. * Clint Eastwood verður ambassador í íran. * Edward Kennedy kvænist fyrrum mágkonu sinni, Jackíe Onassis. * Mataræði rennur á Dolly Parton, svo hún verður yfir 100 kiló að þyngd. * Michael Fox og Brigitte Stallone verða par um tíma. * Tveir dáðir og frægir leikarar stökkva af Golden Gate brúnni, er þeir frétta að þeir séu haldnir eyðni. * Hollywood missir margar skærar stjörnur í sama flugslysinu í Coloradofjöllum. * Bruce Willis finnur fornfrægan fjársjóð. * Khomeini verður steypt af stóli í iran, þegar i Ijós kemur, að hann hefurárum saman haldið viðbandaríska klámdrottningu. * Bíll Cosby veikist og Eddie Murphy leysir hann af sem fyrirmyndarföður. * Stefanía Mónakóprinsessa flækist í meiriháttar skilnaö- armál i Hollywood. * Prince og Michael Jackson syngja saman á plötu, sem selst meira en nokkur önnur til þessa. * Heather Locklear eignast þríbura * Paul Newman fer í yngingaraðgerð í sjónvarpi. * Kona Garys Hart skilur við hann, býður sig fram og sigrar með yfirburðum. * Boð utan úr geimnum birtast á skjánum í seinasta þætti af Ættarveldinu og daginn eftir hverfur Joan Collins sporlaust. * Prinsessurnar Díana og Fergie eignast dóttur og son á sama degi. * Madonna gengur með tvíburastúlkur * Gorbatsjof skilur skyndilega við Raisu. * John Travolta kvænist sápuóperuleikkonu og þau lenda i flugslysi í brúðkaupsferðinni, en sleppa lifandi. * Patrick Duffy skrifar bók, sem verður til að allt fer upp í loft i Dallas. * Eiton John missir heyrnina um tima, en kraftaverkalæknir bjargar því. Hér er háhyrningurinn Shamu að æfa atriði fyrir sýningu með aðstoðar- stúlku sinni. Háhyrningur í háa lofti Háhyrningurinn Shamu í sædýrasafninu í San Diego hefur gaman af að leika sér og kann margar listir. Það er heilmikill buslugangur og slettist stundum smáskvetta upp á áhorfendur þegar hann tekur undir sig stóru stökkin. Eitt glansnúmerið hans Shamu er að leika sér við fegurðardís, sem flatmagar á vindsæng í iauginni, og háhyrningurinn skvettir yfir stúlkuna vatni og stekkur í Ioftköstum yfir hana við mikil fagnaðarlæti áhorfenda.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.